Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 29

Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Atvinnulíf og áhætta Bílaeign er óvíða meiri né al- menn^iri en hér á landi. í endaðan júlímánuð vóru 130.200 bifreiðir skráðar í landinu. Fólks- bílar vóru rúmlega 126.000 tals- ins — eða um það bil einn farkost- ur á hverja tvo landsmenn. Lífskjör Islendinga, mæld í bfla- eign, eru með þeim beztu í heim- inum. Á helztu þéttbýlissvæðum á suðvesturhominu þarf að leggja í verulegan kostnað til þess að vegakerfíð beri umferðarþung- ann. Bíllin er nær eini kosturinn í samgöngum á landi. Hann og þjóðvegakerfíð gegní. því mikil- vægu hlutverki í þjócarbúskapn- um — í stóru og strjálbýlu landi okkar í félagslegum, menningar- legum og viðskiptalegum sam- skiptum landsmanna. Vegakerfí landsins er stundum líkt við æða- kerfí líkamans, sem flytur „elds- neyti" til allra hluta hans. í þéttbýli flytur bílinn, einkabfllinn og almenningsvagn- inn, fólk milli heimila og vinnu- staða. Alit heyrir þetta til nútíma lífsháttum. Og til skamms tíma gerði framboð fólksbíla ékki bet- ur en að fullnægja eftirspum. Nú þykir hinsvegar sýnt að mark- aðurinn sé mettur, um sinn að minnsta kosti. Fréttir standa til þess að framboð nýrra bíla sé nú verulega umfram eftirspum. í marzmánuði 1986 vóru tollar af bifreiðum lækkaðir mikið. í kjölfar tollalækkunarinnar jókst sala nýrra bifreiða. Rúmlega 13 þúsuna nýjar bifreiðir seldust árið 1986, 18 þúsund árið 1987. 10.700 nýjar bifreiðir hafa verið skráðar það sem af er líðandi ári, samanber Innlendan vett- vang um þetta efni í Morgun- blaðinu í dag. Eftirspum hefur hinsvegar dregizt saman, enda var markaðurinn mettur, eða svo gott sem, við upphaf annars árs- fjórðungs. Verulegar birgðir af óseldum bílum eru í landinu. Bif- reiðaumboð, einkum þau sem ráðist hafa í mikla fjárfestingu eða hafa mikið lánsfé í rekstri, horfa fram á nokkum vanda. Samfélagið á að búa í haginn fyrir allan atvinnurekstur, eftir því sem aðstæður þess frekast leyfa. Þetta á ekki sízt við um framleiðsluatvinnuvegina, sem standa ríkulegast undir verð- mætasköpun í þjóðarbúskapnum, útflutnings- og gjaldeyristekjum. Atvinnureksturinn er hinsvegar — eða á að vera — á ábyrgð eig- enda og rekstraraðila. Þeir axla þá áhættu, sem rekstrinum fylg- ir, njóta hagnaðar er vel gengur, en sæta tapi þegar móti blæs. Það er hinsvegar fráleitt, sem stundum ber við, að gerðar séu kröfur til þess að áhættan og tapið í einka- eða samvinnu- rekstri sé þjóðnýtt, það er fært yfír á bak skattgreiðenda, sem ekkert hafa um viðkomandi rekstur að segja. Slíkar kröfur hafa að vísu ekki verið settar fram þegar verzlunin á í hlut, enn sem komið er að minnsta kosti, en tap í verzlunarrekstri setur æ meiri svip á almennar fréttir í landinu. Þetta á að vísu einkum við um strjálbýlisverzlun, en einn- ig verzlun á höfuðborgarsvæðinu, samanber Verzlunardeild SÍS og KRON. Og fleiri fyrirtæki hafa dregizt inn í fréttaljós af sömu sökum. Það er því engan veginn út í hött að minna á það, al- mennt séð, að þjóðnýting áhættu og taps í atvinnurekstri fellur engan veginn að viðhorfum fólks á líðandi stund. Þjóðnýting þykir hvarvetna steinaldarfyrirbrigði þótt hún hafí verið í tísku upp úr síðasta stríði. Meira að segja kommún- istaríkin einbeita sér nú að því að fínna svigrúm fyrir einka- rekstur innan marxismans og kerfísins. Annað mál er, sem fyrr segir, að samfélagið og löggjafínn verða að setja atvinnurekstri þann starfsramma, að vel rekið fyrirtæki hafi ekki aðeins tekjur fyrir gjöldum, heldur geti jafn- framt myndað eigið fé í atvinnu- rekstrinum að því marki sem eðlilegt þykir í helztu samkeppn- isríkjum okkar. Allt of lítið eigin fé fyrirtækja, eða með öðrum orðum of mikið og dýrt lánsfé í atvinnurekstri, er einn helzti Þrándur í Götu æskilegrar at- vinnuuppbyggingar í landinu. Lánsfjárkostnaður verður hins- vegar ekki lækkaður að ráði nema hægt verði á ná betur nið- ur verðbólgu í landinu, samhliða því að eigin fé atvinnulífsins vaxi. Mikill innflutningur bifreiða — sala rúmlega Ijörutíu þúsunda nýrra bíla í landinu á aðeins tveimur og hálfu ári — hefur mettað markaðinn. Segja má að framboð svari eftirspum, og raunar stundum vel það, á öllum sviðum neytendamarkaðar í landinu. Þeir, sem axla áhættu í þessum atvinnurekstri, sem öðr- um, verða að haga framleiðslu, innflutningi og tilkostnaði í sam- ræmi við' _ markaðsaðstæður hveiju sinni. Áhættan er þeirra. Þeir verða eins og aðrir sem stunda verzlun og viðskipti að hlýta frumreglu þess fijálsa markaðar sem er í senn örvun og aðhald. LANDAKOTSSPÍTALI Ríkissjóði ber að greiða halla spítalans án skuldbindinga - segja stjórnendur Landakots- spítala á blaðamannafundi STJÓRNENDUR Landakotsspitala segja að hallarekstur spítalans megi aðallega rekja til þess að spítalinn hafi greitt hærra álagshlut- fall fyrir vaktir og yfirvinnu en Fjárlaga og hagsýslustofnun teldi nauðsynlegt og að ágreiningur hafi verið á milli spitalans og hag- sýslustofnunar um hverjar hafi verið eðlilegar verðhækkanir á milli ára. Þetta hafi leitt til þess að framlög á fjárlögum hafi ver- ið vanáætluð og rikissjóði beri að greiða halla spítalans þar sem hann hafi aðeins veitt þá þjónustu sem heilbrigðisyfirvöld hafi krafist. Einnig halda stjórnendur Landakots því fram að miðað við kostnað á legudag sé rekstur Landakots síst dýrari en annara spítala og hækkanir á milli ára sambærilegar. Fulltrúaráð Landakotsspítala fjallaði á miðvikudag um rekstrar- vanda spítalans, skýrslu ríkisend- urskoðunar og samkomulag fjár- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra til lausnar málinu. í ályktun sem ráðið samþykkti er talið, að staðið hafi verið að rekstri spítal- ans eins og skipulagsskrá sjálfs- eignarstofnunarinnar, sem rekur spítalann, geri ráð fyrir, og lýst er yfir fyllsta trausti á yfirstjórn, framkvæmdastjóm og fram- kvæmdastjóra. Þá segir í ályktun- inni að í samkomulagi ráðherranna séu ákvæði sem hæpið sé að stand- ist og séu i ósamræmi við samning ríkisins og Landakotsspítala frá árinu 1976. Var ákveðið að óska eftir viðræðum við ráðherrana um málið. Stjóm Landakotsspítala hélt í gær blaðamannafund til að skýra sín sjónarmið varðandi rekstrar- halla spítalans og umræður, sem siglt hafa í kjölfar skýrslu Ríkis- endurskoðunar um rekstur spítal- ans. Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landakots sagði þar að í 46. grein laga um almanna- tryggingar væm fyrirmæli til stjómvalda um að gjöld til spítal- ans eigi að standa undir rekstrar- kostnaði miðað við þá þjónustu sem heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ákveði að stofnunin skuli veita. Logi sagði að í mars í ár hefði Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðis- ráðherra verið tilkynnt að ef rekst- urinn ætti að vera innan ramma Ú’árlaga yrði að loka tveimur deild- um, sem þýddi að spítalinn gæti ekki sinnt bráðavöktum. Heil- brigðisráðherra hefði þá gefið spítalanum fýrirmæli um að halda úti þannig starfsemi að hægt væri að hafa bráðavaktir. Það hefði verið gert og væri ástæðan fyrir hallarekstrinum nú. „Annað hvort á ríkissjóður að greiða hallann á rekstri spítalans eða ekki,“ sagði Logi. „Að mínu viti á hann að greiða hallann, því spítalinn hefur aðeins verið að halda uppi þeirri þjónustu sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur ákveðið að hann geri og fyrir það á að greiða kostnaðar- verð. Ef mistök hafa orðið í gerð fjárlaga verður að leiðrétta þau og þá ber að greiða þennan halla. Þar á ofan er algerlega óheimilt að binda þá greiðslu skilyrðum og samkomulag ráðherranna, eins og það er lagt fyrir, er fullt af þess háttar skilyrðum. Ef eftirlitsstjóm sú yfír fjármál spítalans, sem ráðherramir vilja setja á, á að koma rekstrinum fyrir innan fjárlaga þá er aðeins tvennt til. Annaðhvort verður að minnka spítalann svo hann komist inn fyrir fjárlagarammann, eða stækka rammann, þ.e. að auka fjárveitingar. Um þetta höfum við einmitt verið að gera kröfur og það þarf enga efirlitsstjórn til,“ sagði Logi. Hann gagnrýndi einnig nokkur fleiri atriði í samkomulagi ráðherr- anna, m.a. það að leigutakar á Marargötu 2 verði látnir standa undir kostnaði, þannig að spítalinn hafi engan kostnað af húsnæðinu. Læknar spítalans leigja húsnæðið af spítalanum undir læknastöð. Logi sagði að leigan væri einmitt miðuð við að hún stæði undir vöxt- um og afborgunum af lánum sem tekin voru til að kaupa húsið. Þeg- ar 10 ára leigutíma væri lokið yrði leigan búin að greiða þessar skuldir og spítalinn ætti þá húsið án þess að hafa borgað krónu í því. Hvorki spítalinn né ríkið hefðu nokkum kostnað af læknastöðinni og væri engin ástæða til að setja ákvæði um það í samning ráðherr- ÆP** ■ i I í vj W ■" "I c ^ i i m, Vm | B y '■* ' . . i\ '/~-n «Bfc, 1 x— ÉBbsmmm m | , Morgunblaðið/Sverrir Stjórnendur Landakotsspítala á fundi með fréttamönnum. Frá vinstri eru Höskuldur Ólafsson formaður framkvæmdasljómar, Óttarr Möller formaður yfirsljóraar, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri og Ólafur Öra Arnarson yfirlæknir. anna. Ólafur Öm Arnarson yfirlæknir Landakots sagði einnig að ger- samlega óskiljanlegt væri hvers vegna það ákvæði væri í sam- komulagi ráðherra að styrktar- sjóður spítalans mætti ekki gefa spítalanum gjafir nemá samþykki ráðherranna komi til. Stjómendur gagnrýndu einnig ýmis atriði í skýrslu Ríkisendur- skoðunar og sögðu þau röng. Þannig hefði halli vegna viðhalds og stofnkostnaðar samtals verið 3 milljónir króna árin 1985-87 en ekki 36,6 milljónir eins og segði í skýrslunni. Þá benti Logi Guð- brandsson á að Ríkisendurskoðun hefði ekki tekið með í reikninginn að Hafnarbúðir bættust í rekstur spítalans eftir að óskir stjómenda spítalans um framlög á fjárlögum Samkomulag ráðherra um Landakot: Ekki síður hagstætt spítalanum en ríkinu - segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra GUÐMUNDUR Bjaraason heil- brigðisráðherra telur að eftir- litsstjórn yfir fjármálum Landa- kots geti orðið grundvöllur fyrir samkomulagi um hvaða þjón- ustu spítalinn eigi að veita, hvað hún kosti og tryggi að þeir pen- ingar fáist. Hann segist vera tilbúinn til að verða við ósk full- trúaráðs Landakots um viðræð- ur, en stjórnendur Landakots hafa óskað eftir skýringum á samkomulagi heilbrigðis- og fjármálaráðherra. Morgunblaðið bar undir Guð- mund þær röksemdir forsvars- manna Landakots að deilan um rekstrarvanda spítalans snerist um hvort ríkið ætti að greiða fyrir þá þjónustu sem heilbrigðisráðherra ætlaðist til. Annað hvort yrði að hækka framlög til spítalans eða minnka kröfur til spítalans, og enga eftirlitsstjóm þyrfti til að fylgjast með því. Guðmundur sagð- ist telja nauðsynlegt fyrir Landa- kot, eins og aðrar ríkisstofnanir sem fá framlög frá ríkinu, að miða sig við þá fjárveitingu sem spíta- lanum hefði verið mörkuð. „Vissulega hefur verið ágrein- ingur um hvort fjárveitingar til Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra. Landakots hafi dugað til að kosta þann rekstur sem þar hefur verið á undanfömum árum og svona samstarfsnefnd allra aðila, sem eftirlitsstjómin á að vera, ætti ein- mitt að geta verið vettvangur þar sem menn geta komið saman og farið nákvæmlega ofan í þessa þætti. Ágreiningu’rinn hefur kannski stafað af því að Landakot annars- vegar og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun hafa ekki verið sammála. Ef fulltrúar heilbrigðisyfirvalda, fjárveitingarvaldsins og fulltrúar stofnunarinnar leggjast sameigin- lega yfir málið væri von til að þeir kæmust að samkomulagi um það hvaða þjónustu á að veita og hvað hún kostar," sagði Guðmund- ur. —Þetta þýðir þá ekki verið sé að afsetja framkvæmdastjóm Landakots með skipum eftirlits- stjórnar? „Ég vil alls ekki viðurkenna að við séum að bijóta stofnsamning- inn með því að setja neina stjóm spítalans af, heldur er verið að koma á samstarfshópi þessara þriggja aðila.“ —Málið hefur verið sett þanhig upp að samkomulagið sé þannig að Landakot geti ekki gengið að því, þar með verði spítalinn gjald- þrota og fari þannig í raun bak- dyramegin undir ríkisspítalakerfið. „Ég hef heyrt þetta sjónarmið en mín áhersla er sú að þarna sé verið að koma á samstarfsvett- vangi sem er ekki síður hagstæður spítalanum en ríkisvaldinu," sagði Guðmundur Bjamason. voru settar fram. Þess vegna væri því ranglega haldið fram að spítal- inn hefði farið umfram fjárlaga- heimildir þótt tillögur þeirra til fjárlaga hefðu verið lagðar fram óbreyttar. Athuganir Stefáns Ingólfssonar verkfræðings, sem hann gerði fyr- ir Ríkisendurskoðun á ýmsum rekstrarþáttum, voru gagnrýndar af stjórnendum Landakots. Sögðu þeir að ef Stefán hefði haft fyrir því að leita skýringa í stað þess að slá fram fullyrðingum, hefði mátt komast hjá ýmsum missögn- um. Þannig væri það hreinlega röng niðurstaða að spítalinn hefði tapað 5 milljónum vegna hugsan- legrar sölú á Marargötu 2, þar sem slík sala væri ekki á dagskrá. Þá væru útreikningar Stefáns á hag- kvæmni þvottahúss byggðar á misskilningi þar sem þvottahúsið væri aðeins rekið í hluta húsnæðis sem spítalinn hefur á leigu, en Stefán hefði miðað við leigu fyrir allt húsnæðið. Þá voru ummæli Stefáns* um Styrktarsjóð Landakotsspítala tal- in furðuleg þar sem sjóðurinn hafí lagt spítalanum til um 35-40 millj- ónir króna og gert honum kleyft að eignast ýmis tæki og reka nauð- synlega starfsemi svo sem bama- heimili. Þá sé það ákvæði í skipu- lagsskrá sjóðsins að verði hann lagður niður muni eigur hans renna til spítalans og þar með ríkjsins. í athugasemdum Landakots til heilbrigðisráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem gerðar voru opinberar í gær, er sérstak- lega fjallað um gagnrýni í skýrsl- unni á Rannsóknarstofu sjúkra- hússins. Vegna kröfu Ríkisendur- skoðunar um að taka beri til end- urskoðunar öflun sértekna spítal- ans gegnum rannsóknarstofuna, er bent á í athugasemdunum að rannsóknarstofa af þeirri stærð, sem hæfileg væri til að sinna ein- göngu inniliggjandi sjúklingum væri mjög óheppileg rekstrarein- ing, að tekjur af seldum rannsókn- um hafí borið uppi 84% af bók- færðum rekstrarkostnaði rann- sóknardeildarinnar, og að tekjur Landakot af seldum rannsóknum hafi verið dregnar frá framlögum við fjárlög eins og aðrar sértekjur. Ef ákveð- ið yrði að leggja niður þjónustu við utanspítalasjúklinga yrði fjár- veiting að hækka sem því næmi. I athugasemdunum segir að sennilega sé kominn tími til að taka upp viðræður við yfirlækni stofunnar um breytta kostnaðar- skiptingu en yfirlæknirinn fær í sinn hlut 30% af tekjum sem inn koma vegna rannsókna, en spítal- inn 70%. Fram kemur að þegar núverandi yfirlæknir hafi tekið við rannsóknarstofu hafi þjónusta ut- an spítalans verið lítil en hefði síðan aukist verulega. Nokkrum sinnum hafi verið samið um breyt- ingu á hlutfalli við yfirlækninn. Á fundinum í gær sagði Logi Guðbrandsson að ýmislegt sem Ríkisendurskoðun hefði nefnt í skýrslu sinni mætti fara betur en þau atriði væru flest lítilvæg, t.d. bókfærsla á kaupleigusamningum. I athugasemdum spítalans til heil- brigðisráðherra segir einnig að forráðamenn spítalans muni taka afgreiðslufyrirkomulag lyfjabúrs- ins til sérstakrar athugunar vegna athugasemda í skýrslunni. Einnig eru taldar réttmætar athugasemd- ir vegna mötuneytis, óbókfærðs kostnaðar, biðreikninga o.fl. Þegar stjórnendur spítalans voru spurðir hvort þeir teldu að í samkomulagi ráðherranna hefði ekkert tillit verið tekið til athuga- semda þeirra við skýrslu Ríkisend- urskoðunar benti Ólafur Örn Arn- arson á, að á minnisblaði frá Fjár- laga- og hagsýslustofnun dagsettu 8. júlí væru tillögur að nokkurn veginn sömu aðgerðum og þeim sem ráðherrarnir sammæltust um. „Það er ljóst að fjármálaráðherra var búinn að taka ákvörðun áður en við gerðum okkar athugasemd- ir: Við vorum því ásakaðir og dæmdir áður en við fengum að halda okkar málsvörn," sagði Ólafur. Logi gagnrýndi minnisblað Fjárlaga- og hagsýslustofnunar og sagði að þar væri skýringa að leita á undarlegum fréttaflutningi fjöl- miðla af skýrslu ríkisendurskoðun- ar. Á þessu minnisblaði hefðu ver- ið dregnar saman helstu niðurstöð- ur skýrslunnar en að auki hefðu verið ýmsar athugasemdir sem ekki hefðu verið í skýrslunni, sum- ar ósannar og aðrar mistúlkaðar. Logi benti m.a. á að þar væri full- yrt að stjómendur spítalans hafi ekki breytt áformum sínum í sam- ræmi við íjárlög en staðreyndin væri sú að sami óskalistinn hefði verið lagður fyrir Fjárlaga- og hagsýslustofnun vegna fjárlaga- gerðar ár eftir ár þar sem hann hefði aldrei verið uppfylltur. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra: Einstök atriði skoðuð ef ástæða þykir til Samkomulag ráðherranna stendur að öðru leyti óhaggað JÓN Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra segir að ef ástæða þyki til-að skoða sér- staklega einhver atriði í sam- komulagi sínu og heilbrigðis- ráðherra um Landakotsspítala verði það gert, en hins vegar telji hann ekki sérstakt tilefni til sérstakra viðræðna beggja ráðherra og fulltrúa Landa- kots. Fjármálaráðherra segir einnig að samkomulag þeirra ráðherranna hafi verið gert að vandlega athuguðu máli, m.a. með tilliti til athugasemda Landakots við skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Fulltrúaráð Landakots óskaði eftir viðræðum við fíármálaráð- herra og heilbrigðisráðherra þar sem það taldi að í samkomulagi ráðherranna væru atriði sem hæp- ið væri að stæðust og væru í ós- amræmi við upphaflegan samning ríkisins og Landakotsspítala. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra sagði við Morgunblaðið að eftir að hafa rætt við heilbrigð- isráðherra væri niðurstaðan sú að ekkert sérstakt tilefni væri til sameiginlegra viðræðna. „Landakot heyrir undir heil- Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. brigðisráðuneytið og heilbrigðis- ráðherra og forsvarsmenn Landa- kots gera grein fyrir sínum sam- þykktum og viðbrögðum við heil- brigðisráðherra. Ef eitthvað nýtt kemur þar fram, sem ástæða er til að skoða sérstaklega, svo sem ef eitthvað af okkar tillögum er ekki í samræmi við stofnskrá spítalans, þá munum við lita á það. Að öðru leyti stendur óhög- guð okkar sameiginlega niður- staða og tillögur okkar eru skil- yrði að vandlega athuguðu máli fyrir ijárhagsstuðningi við Landa- kot umfram fjárlagaheimildir," sagði Jón Baldvin og bætti við að tillögur ráðherranna hefðu ver- ið gerðar eftir að þeir hefðu feng- ið og fjallað rækilega um athuga- semdir Landakots við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Spurður um hvað það hefði í för með sér ef stjómendur Landa- kots hafnaði tillögum ráðherranna sagði fjármálaráðherra að ef þeir höfnuðu þeim skilmálum sem ríkið setti fyrir því að yfirtaka skuldir spítalans og veita honum stuðning langt umfram heimildir, þá yrðu þeir að taka afleiðingunum. Um ástæður þær, sem stjóm- endur Landakots gáfu fyrir halla- rekstri, sagði Jón Baldvin m.a. að það væm ekki rök í málinu að segja að launakostnaður hefði hækkað þar sem þeirra mál væri að sjá til þess að launakostnaður færi ekki fram úr því sem heimild- ir væm fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.