Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 31

Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 31 Norræna kvennaþingið í Osló: Heimur karlmannsms er deyj- andi og komið til kasta kvenna - segir Helen Caldicott stofnandi samtaka lækna gegn kjamorkuvá Osló, frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni NÚ ÞEGAR sígnr á seinni hluta norræna kvennaþingsins í Osló mun óhætt að segja að fyrir- lestrar erlendra gesta séu með- al þess sem vakið hefur hvað mesta athygli. Rætt var stutt- lega við ástralska barnalækninn og baráttukonuna Helen Caldic- ott sem stofnaði samtök lækna gegn kjarnorkuvá og talaði hér í Osló í vikunni. Helen Caldicott hefur barist gegn kjarnavopnum frá því hún var læknanemi í Ástralíu og átti hún frumkvæði að stofnun sam- taka lækna gegn kjamorkuvá 1978 og var formaður þeirra til 1983. Hún segir að þá hafi sér verið bolað frá og síðan hafi sam- tökin orðið að þunglamalegu pappírsbákni sem lítið gagn sé í. Hún héfur nú hætt störfum sem bamalæknir við Harvardháskóla og einbeitir sér að baráttunni gegn kjamorkuvopnum. Caldicott segir að kjamorkustríð sé ekki fyrst og fremst stjómmálalegur, efnahags- legur eða tæknilegur vandi heldur læknisfræðilegur. „Ég vil segja frá læknisfræði- legum áhrifum kjarnorkustríðs," segir Caldicott. „Nú em til 63.000 vetnissprengjur í heiminum og þótt aðeins 1.000 væm sprengdar myndi að líkindum ganga í garð kjarnorkuvetur og þorri lífs á jörð- inni slokkna. í Bandaríkjunum ein- um em framleiddar fimm nýjar atómbombur á hverjum degi, Bret- land og Frakkland bæta stöðugt við sprengjuforðann, Pakistan, Suður-Kórea, Brasilía, Argentína og Suður-Afríka em um það bil að heija atómvopnaframleiðslu og ísrael á nú þegar 200 bombur. Það kaldhæðnislega er að kjarn- orkustyijöld gæti hafist hvenær sem er. Fyrir tæknimistök, vegna þess einfaldlega að tölvur geta bmgðist. Við viljum ekki horfast í augu við þennan vemleika, það er óþægilegt og við höfum næstum sjúklega þörf fyrir þægindi. Hins vegar hræðast flest börn kjam- orkustríð og óttast að ná aldrei fullorðinsaldri. Þau beita sig ekki sömu sjálfssefjun og foreldrarnir. Annað dæmi um hættuna sem felst í þægindasýki nútímamanna er að við keppumst við að eyða ósonlaginu og reynum að hugsa ekki um áhrifin; ónýta uppskem, blindu manna og skepna og húð- krabbamein. Það er alveg ljóst að ef við horfumst ekki í augu við þessar staðreyndir og breytum þeim mun heimurinn deyja. Mér er önnur staðreynd, sem ekki er heldur óumbreytanleg, of- arlega í huga: Konur hafa engin völd. Undantekningin er líklega norrænar konur. En konur em Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Karlsson i hlutverkum sínum í leikþætti sem Ásdís Skúladóttir tók saman og hún nefnir „Undar- leg ósköp að vera kona“. Konur og völd Staða kvenna í fjölmiðlaheiminum „KONUR og völd“ er efni sem rætt hefur verið daglega á nor- rænu kvennaþingi í Osló. Sam- tök kvenréttindafélaga á Norð- urlöndum standa að fundaröð- inni og hefur eitt land annast framkvæmd hvers fundar. Kvenréttindafélag íslands skipulagði þriðjudagsfundinn, en þá var Ragnheiður Harðar- dóttir, fulltrúi Jafnréttisráðs, frummælandi og ræddi um kon- ur og völd í fjölmiðlum. Ragnheiður fjallaði annars veg- ar um völd kvenna í fjölrmðlum út frá hvaða störfum þær gegndu þar og hins vegar hvemig konur birtast í efni fjölmiðlanna. Ræddi hún meðal annars um könnun á stöðu kvenna innan íslenska Ríkisútvarpsins, rannsókn frá kanadíska ríkisútvarpinu og at- hugun Sigrúnar Stefánsdóttur á hlut kvenna í sjónvarpsfréttum. Ragnheiður nefndi ýmsa þrösk- ulda á vegi kvenna í fjölmiðlaheim- inum. Hindranir er felist til að mynda í að karlar sem taka ákvarðanir um stöðuhækkanir hafi úreltar hugmyndir um konur al- mennt og hæfni þeirra. Konum væri skammtað þröngt starfssvið, framavonir þeirra væru litlar, einkanlega ef þær væm giftar. Tekjur kvenna væru lægri en karla og starfsþjálfun minni. Um ímynd kvenna í sjónvarpi væri ljóst að konur sæjust þar fremur vegna útlits en frétta. Sagði Ragnheiður Svía hafa lögfest að sjónvarp og útvarp ættu í fréttaflutningi að virða jafnrétti, veita konum og körlum jafnmikla athygli. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 4. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 38,00 35,00 35,89 56,154 2.015.338 Ufsi 17,00 13,00 16,21 0,704 11.415 Undirmál 13,00 13,00 . 13,00 0,048 0,624 Samtals 35,63 56,906 2.027.377 Selt var úr Jóni Vídalin. ( dag verða seld 5-10 tonn af blönduð- um afla úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 37,00 33,50 34,74 210,379 7.309.387 Ýsa 100,00 58,00 93,01 4,610 428.797 Karfi 26,00 15,00 21,55 1,389 29.934 Ufsi 18,50 17,50 18,15 27,368 496.856 Steinbítur 23,00 23,00 23,00 0,013 299 Hlýri 21,00 19,00 19,87 2,746 54.548 Lúöa(stór) 180,00 180,00 180,00 0,054 9.720 Lúða(smá) 160,00 160,00 160,00 0,060 9.600 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,085 2.975 Samtals 33,81 246,704 8.342.115 Selt var úr Vigra RE og Jóni Baldvinssyni RE. I dag verða seld 20 tonn af þorski úr Jóni Baldvinssyni. Grænmetlsverð á uppboðsmörkuðum 4. ágúst. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 76,43 2,855 218.220 Sveppir 415,09 0,416 172.676 Tómatar 112,97 6,204 700.872 Paprika(græn) 271,43 0,940 255.140 Paprika(rauð) 340,25 0,400 136.100 Paprika(gul) 403,00 0,090 36.270 Paprika(blá) 325,00 0,020 6.500 Gulrætur(pk) 170,59 2,510 428.170 Gulrætur 160,51 0,370 59.390 Blómkál 180,66 2,800 505.841 Kínakál 140,53 2,718 381.954 Rófur 141,17 4,750 670.575 Hvítkál 84,06 6,440 541.320 Sellerí 175,13 ' 0,200 35.025 Annað 269.433 Samtals 4.417.466 „Undarleg ósköp“ flutt í gærkvöldi Osló, frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. 53% jarðarbúa, vinna tvo þriðju hluta starfa heimsins fyrir 10% launa sem fást, eiga 1% eigna, öll bömin og hafa engin völd. Þessu verður að breyta. Helmingur allra starfa — einnig stjómunarstarfa — innan fyrirtækja, stofnana og fjöl- miðla þarf að vera unninn af kon- um. Við höfum ekki mikinn tíma, heimur karlmannsins er deyjandi og komið til kasta kvenna.“ Þegar hér var komið leit Caldi- cott rannsakandi á blaðamann og sagði: „Sumir halda að þetta séu aðeins stór, innihaldslaus orð. Auðvitað er það rangt, reið kona er óstöðvandi. Það er nafn bókar sem ég ætla að skrifa um sjálfa mig næsta ár handa konum sem halda að heimurinn verði að fá að deyja í friði, konur geti engu breytt og ekkert geti breytt stöðu kvenna.“ FRAMLAG Bandalags kvenna í Reykjavík til norræna kvenna- þingsins heitir „Uiidarleg ósköp að vera kona“. Um er að ræða dagskrá þar sem spaklegur texti víðsvegar að tengir saman atriði úr nokkrum leikritum. Undarleg ósköp voru sýnd í Osló í gær- kvöldi og gerður góður rómur að._ Ásdís Skúladóttir tók dagskrána saman, safnaði í og samdi milli- texta og stjómaði flutningi. Leik- endur atriðanna voru þau Hanna María Karlsdóttir og Sigurður Karlsson en Hanna María söng að auki tvö lög. Textinn er tengir saman atriðin er tekinn úr Biblíunni, íslandssög- unni, stjómmálasögunni, kirkjusög- unni og bókmenntasögunni. I hon- um em líka gullkom ýmissa ágætra manna um konur og hlutverk þeirra. I Undarlegum ósköpum eru leikin atriði úr Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur í leikgerð Helgu Bachman, Guðrúnu Ósvífurs- dóttur eftir Þómnni Sigurðardóttur, Blýhólknum eftir Svövu Jakobs- dóttur, Jóa eftir Kjartan Ragnars- son og Saumastofunni eftir sama höfund. ll i 1 1 ' n'\s v mm \ 1 Morgunblaðið/Ót. K. Magnússon Iðnnemar brjóta múrana FJÓRAR íslenskar stúlkur sem taka þátt í sam- norræna verkefninu „Brjótum múrana“ eru staddar á kvennaþinginu í Osló. Þær eru Elín H. Gísladóttir húsgagnasmíðanemi frá Akur- eyri, Kristín Sigurgeirsdóttir smíðalærlingur frá Ólafsfirði, Kristín Petra Guðmundsdóttir gullsmiður frá Akureyri og Hanna Siguijóns- dóttir rafeindavirkjunarnemi frá Vopnafirði. „Bijótum múrana" er fjögurra ára langt verkefni á vegum norrænu ráðherranefndar- innar. Það er jafnréttisverkefni sem byggist á því að konur, ekki síst ungar konur sæki inn í hefðbundin karlastörf. Markmiðið er að auka fjölbreytni, bæta menntun kvenna og tryggja þeim atvinnu. Hér á norrænu kvennaþingi vekja umræður og sýningar í tengslum við verkefnið „Brjótum múrana" talsverða at- hygli. Verkefnisfreyja, en svo er formaður þess nefndur, er Drude Dahlerup frá Dan- mörku sem skrifaði bókina „Blomster og spark“ með viðtölum við stjórnmálakonur á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.