Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 33 „Breiðfirðingur “, 46. árg. kominn út eftir Bergsvein Skúlason Óvenju efnismikið og gott hefti er komið út af Breiðfirðingi, tímariti Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík. Veldur þar mestu ritgerðir eftir tvo breiðfirska fræðimenn, dr. Lúðvík Kristjánsson og Ágúst Ólaf Georgs- son. Ekki minnist ég að hafa lesið neitt áður eftir Ágúst Ólaf, en ritgerð hans lofar góðu, enda af fræðimönn- um lcominn og staðkunnugur á þeim slóðum sem hann skrifar um. Það spillir oft landslags- og nátt- úrulýsingum skálda og rithöfunda, að þeir bera við að lýsa stöðum og leiðum, sem þeir hafa lítil eða engin kynni af, fara þá nær eingöngu eftir bókum sem þeir hafa lesið eða frá- sögnum annarra. Koma, þegar best lætur, eins og Qandinn úr sauðar- leggnum. En nóg um það hér. Agúst Ólafur lýsir Vaðstakksey á Breiðafirði. Þar var ég við heyskap nokkur sumur fyrir mörgum árum, í umboði höfuðklerksins séra Sigurð- ar Lárussonar í Stykkishólmi, meðal allra drauganna sem Þormóði sáluga Eiríkssyni voru sendir meðan hann bjó þar, og leið hveijum deginum betur. En glettnir geta þeir verið enn, þótt ekkert verði sagt af þeim hér. Hálfnað er verk þá hafíð er. Nú ætti Ágúst Ólafur að snúa sér að því að kanna fleiri eyjar á Breiða- fírði, sem vitað er að búið hefur ver- ið í, þótt byggð sé þar löngu fallin niður, og gera þeim ekki verri skil en Vaðstakksey. Detta mér þá fyrst í hug Stagley, Fagurey í Skáleyjalöndum, Hafna- reyjar við Skarðströnd, að ógleymdu Oddbjamarskeri, sem bíður þess, að í sandhaugnum þar verði rótað í til grunna af kunnáttumönnum. Þar þyrfti Lúðvík Kristjánsson að vera nálægur. Um ritgerð Lúðvíks fer ég engum orðum hér. Hann er svo þjóðkunnur af verkum sínum, efnismiklum og ágætum, að orð frá mér um þau eru algerlega óþörf. Og efnið sem hann tekur þama til meðferðar er mér alveg framandi. Aðeins eitt af stór- mennum kirkjunnar, sem hann nefn- ir í grein sinni, hef ég heyrt nefnt áður svo mér sé eftirminnilegt. Hús- postilla Jóns Vídalíns biskups var kyijuð á hveijum helgum degi árið um kring yfír fólkinu heima þegar ég var strákur. Það gerði móðir mín. Síðan ekki söguna meir! — Upp- fræðingarfísk hef ég aldrei heyirt nefndan áður. Mun svo um fleiri fá- fróða. Þá má nefna dável gerða sögu um reiðhestinn Óspak í Mávahlíð, eftir Elínborgu Ágústsdóttur. Og fleira er vel læsilegt í þessum árgangi Breiðfírðingsins, þótt hér sé ekki nefnt. Loks kem ég að því, sem mér finnst aðfínnsluvert í heftinu, bæði Ijótt og ósmekklegt, og get ómögu- lega fellt mig við. Einum góðum Breiðfírðingi hefur orðið það á, að líkja Breiðafírði við keldu, eða jafn- vel nefna hann keldu (man ekki hvort Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál Stetaaogxiflr ® VESTURGOTU 16 SÍMAR 14680 21480 heldur er). Ansi er það stór kelda. Líkingin er alveg fráleit. Fjörðurinn ber ekkert svipmót af keldu. — Ég freistast helst til að halda, að höfund- urinn hafi ekki gert sér grein fýrir hvað kelda er. Hafí ef til vill aldrei séð keldu. Lítið var um slík náttúru- fyrirbæri í Flatey á hans æskuárum þar og er honum þá vorkunn. Breiðaíjörður til lands og eyja, er meðal byggilegustu héraða landsins, þótt ekki hafí blásið þar byrlega um sinn. En þá má líka minna á það að: „hver einn bær á sina sögu, sigurljóð og raunabögu." Og hver veit nema að raunabagan sé nú fullkveðin. Höfundur er rithöfundur. ICELAND’S ANDCULTURE Fjórða útgáfa upplýs- ingarits dr. Hannesar By Dr. Hanncs jonjsou Photo* by Rjfn Halnfjón) LITBRÁ hefur gefið út fjórðu útgáfu af upplýsingariti dr. Hannesar Jónssonar, sendi- herra, „Iceland’s Unique Hi- story and Culture". Ritið er auk- ið og endurskoðað og prýtt fjölda litmynda sem Rafn Hafn- fjörð hefur tekið. Ritið er skrifað sem stutt alhliða kynning á íslandi, sögu landsins og menningu, og skiþtist í 29 kafla. Ritið er ætlað erlendum ferðamönnum og öðrum ensku- mælandi mönnum sem áhuga kunna að hafa á landi og þjóð. Efni ritsins byggir á fjórum fyr- irlestrum sem dr. Hannes Jónsson flutti fyrir Bókmenntastofnunina í London árið 1960. Þriðja útgáfa ritsins sem gefin var út árið 1964 varð uppseld fyrir um 20 árum síðan. (Ur frettatilkynningu). Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! r r ENN KEMUR T0Y0TA A OVART - NÚ BÆÐI NOTAÐIR 0G NÝIRI! m mmmm SBbnmm aí B |--m ; •- ncbmmuun ÚTOGRESTIN VERÐTRY T0Y0TA býður nú hin einstöku greiðslukjör á takmörkuðum fjölda bíla af, ^ ’88 árgerð og að sjálfsögðu einnig á notuðum bílum í eigu umboðsins. // 50% af kaupverði greiðast við samning en eftirstöðvar eru lánaðar í 12 mánuði, vaxta- og verðtryggingarlaust! Og ekki nóg með það... þeir sem staðgreiða nýjan bíl fá 13% afslátt. Verið velkomin í sýningarsal okkar að Nýbýlavegi 8 og einnig í Toyota bílasöluna, Skeifunni 15. Umboðsmenn okkar eru um allt land. TOYOTA Í04Z cJ Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, Sími 91-44144 AUK/SlA k109-88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.