Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Þessi eini
Bjarni
Artch með Erfk Hauksson primus inter pares.
ÞAÐ var eftirminnileg stund þegar
Bjarni Arason „sló í gegn“ á Stuð-
mannakvöldinu á Sögu í fyrrasum-
ar, þegar flestir héldu að „krakk-
inn“ vœri bara að látast og Egill
væri á bak við með hljóðnemann.
Frá þeirri stundu varð ég mikill
aðdáandi Bjarna og ekki minnkaði
hrifning hins gamla og rótgróna
Presley-aðdáanda þegar Bjarni tók
„kónginn" með stfl á skemmti-
kvöldi í Súlnasal síðar um haustið.
Siðan þetta var hefur Bjarni sung-
ið nokkur lög inn á hljómpiötur,
sem flest hafa notið vinsælda.
Á fyrstu sólóplötu sinni „Þessi
eini þarna“ heldur Bjarni uppteknum
hætti og syngur sig upp í efstu
sæti vinsældarlistanna með laginu
„Það stendur ekki á mér“, gömlum
erlendum slagara við texta Sverris
Stormsker. Platan er enda fag-
mannlega unnin undir stjórn Jakobs
Magnússonar, sem hefur stutt
Bjarna á framabrautinni frá því hann
sigraði í „látúnsbarkakeppni" Stuð-
manna síðastliðið sumar. „Smellur-
inn“ er sem sagt á sínum stað og
sum hinna laganna vinna á við hlust-
un þótt ekki hafi mér þótt platan i
heild neitt sérstaklega skemmtileg
þegar ég hlustaði á hana í fyrsta
skipti. Lag Valgeirs Guðjónssonar
„Á hverjum degi“ er til dæmis prýð-
isgott og sömu sögu er að segja
um lag Bubba Morthens „Undir
tungunnar rót". Eins þykir mér
skemmtileg „jass-blússveifla" Jak-
obs Magnússonar „Til hamingju"
ekki síst vegna þess aö þar bregður
fyrir firnagóðum píanóleik.
Ýmsir nafntogaðir tónlistarmenn
hafa lagt hönd á plóginn við
tónsmíðar og textagerð á þessari
plötu og tekst þeim misjafnlega upp
eins og gengur. í sumum tilfellum
hafa þeir þó kastað höndunum til
verksins og maður hefur á tilfinning-
unni að þeir hefðu ekki notað slíkt
efni á eigin plötum. Lítum til dæmis
á eftirfarandi:
„Með lambhúshettu á haus, ég
lent’á vegi hennar í vor/og ég vona
bara að ég hafekki verið með
hor/ég var líkastur trúði, eða verri-
eins og dúðaður lúði."
Það er varla hægt að komast
mikið neðar í marklausu bulli. Þessi
texti er við lagið „Kæri sáli", gam-
alt erlent lag sem mér finnst ekki
eiga erindi á þessa plötu. Það hefur
verið tekið í ótal útgáfum áður og
flestum betri en þessari.
En þrátt fyrir þessa agnúa, sem
hér hafa verið tíndir til, geta að-
standendur plötunnar vel við unaö
þegar á heildina er litið. Hljóðfæra-
leikur er allur til fyrirmyndar en þar
eiga hlut að máli Friðrik Karlsson
gítarsláttumeistari, Gunnlaugur Bri-
em ásláttartröll, Birgir Bragason
bassagígjuhross, Jakob Magnússon
organfitlari, Uffe Markussen lúðra-
þyrill frá Jótlandi, Jón Kjell Seljeseth
undrabarn frá Þrándheimi, Gary
Bromham rythmasveinn frá Sax-
landi og Pétur Hjaltested tölvu og
takkameistari (nafngiftir eru af
plötuumslagi). Ekki er heldur i kot
vísað með kórsöng á plötunni þar
sem Ragnhildur Gísladóttir frá Arn-
arholti er.
Sjálfur er Bjarni i hópi efnilegustu
söngvara sem fram hafa komið hér
á landi í langan tíma. Á plötunni
má þó finna hættumerki sem hann
ætti að íhuga í framtíðinni. Hann
þarf að losa sig við Presley, með
fullri virðingu fyrir því látna stór-
menni. í mörgum laganna er hann
of neðarlega í tónstiganum, að mínu
mati, sem stundum endar í remb-
ingi þannig að textinn heyrist varla.
Eins má Bjarni líka vara sig á eftir-
hermuhæfileikanum. í lagi Bubba
Morthens hefur Bjarni til dæmis
ekki getað stillt sig um að líkja örlít-
ið eftir höfundi. Bjarni þarf hins veg-
ar ekkert á því að halda að herma
eftir einum eða neinum. Hann hefur
alla burði til þess að verða söngvari
í sérflokki með því að líkja bara eft-
ir sjálfum sér.
Sveinn Guðjónsson.
Hlutskipti
rokksöngvarans
Hlutskipti Eiríks Haukssonar f íslensku rokki hefur speglað vel fæð
rokkáhugamanna hér á landi. Hann hefur verið að sfðan hann var sext-
án ára og alla tfð leitast við að spila hraða og þunga rokktónlist. Ekki
hefur það gengið að óskum, enda er til Iftils að halda úti hljómsveit jem
heldur tvenna eða þrenna tónleika á ári fyrir 100 til 200 manns og sel-
ur ámóta af plötum. Erfkur hefur þvf þurft að syngja þá tónlist sem
fallið hefur til þá og þá stundina og oft á tfðum verið f hlutverki sem
erfitt er að átta sig á.
Allt stendur það þó til bóta því
31. ágúst næstkomandi tekur Eirík-
ur saman hafurtask sitt og flytur til
Frederiksstad í Noregi þar sem
hann mun starfa með norsku
þungarokksveitinni Artch sem
hyggur á heimsyfirráö. Ekki er hann
þó alfarinn, því í smíðum er hljóm-
plata sem Steinar gefur út í haust
og Eiríkur kemur til landsins til að
kynna þá plötu fyrir jólin með sveit
sinni Villingunum. Rokksíðan hitti
Eirík í kjallaraíbúð í Laugarásnum.
Byrjaðu á byrjuninni.
Kveikjan að samstarfi mínu og
Artch var platan sem Drýsill gerði
fyrir tveimur árum. Eftir að hún var
komin út sendi ég eintak til Noregs
þar sem eitt lag á henni, Little Star,
var eftir gítarleikarann ÍTNT Ronnie
Tegro. Hann leyfði ritstjóra þunga-
rokkblaðsins Street Fighter að
heyra og hann varð mjög hrifinn.
Hann hafði samband við mig og bað
um grein um Drýsil, sem ég vann
fyrir hann. Strákarnir í Artch lásu
greinina og höfðu samband við mig,
enda höfðu þeir átt í vandræðum
með söngvara. Þeir buðu mér út
og við tókum upp saman tvö lög og
í kjölfar þess vildu þeir fá mig í
hljómsveitina. Ég hef síðan flakkað
á milli og komiö fram á tvennum
tónleikum með sveitinni og síöasta
sumar tókum við upp stóra plötu
sem er nú tilbúin til útgáfu.
Það er breskt fyrirtæki sem gef-
ur plötuna út.
Já, það er breskt fyrirtæki sem
heitir Axis sem gefur plötuna út og
fer með Evrópuréttinn, en sennilega
mun fyrirtækið Metal Blade gefa
plötuna út í Bandaríkjunum og Bret-
landi.
Nú hefur sænsk rokksveit,
Europe, náð miklum vinsældum f
Bandarfkjunum; eruð þið á svip-
aðri línu í tónlist?
Nei, við erum að spila þyngri tón-
list, þá tónlist sem kölluð er þunga-
rokk, tónlist sem er einhvers staðar
á milli Iron Maiden og Metallica.
Þessi gerð tónlistar er ekki mikið
leikin í útvarpi, en það skiptir okkur
miklu að vera komnir á samning.
Það er þannig í þungarokkinu að
Fimmtudaginn 21. júlí var
haldið svonefnt Bat-kvöld f
Zanzibar, þvf er um helgar kall-
ast Casablanca. Þar komu fram
hljómsveltirnar Svölurnar, E-X
og Risaeðlan. Voru tónleikarnir
vel sóttir, en illa heppnaðir að
mörgu öðru leyti.
Svölurnar flytja stökkbreytt
hip-hop í þyngri og örvæntingar-
fyllri kantinum. Tveir piltar miðla
af hljóðabrunni samplers,
trommuheila og eigin radda. Er
Ljósmynd/BS
Morgunblaðiö/BAR
Vængstýfðar leðurblökur
skemmst frá því að segja að
segja að mér þóttu þeir hrútleið-
inlegir; áhugaverð tóntilraun var
algerlega eyðilögð af lélegum
lagasmíðum (eða engum), klisju-
kenndum og lágkúrulegum text-
um (á ensku) og blæbrigða-
snauðum og titrandi röddum.
Synd að menn skuli ekki geta
gert betur með svona góð tæki
á milli handanna: heilu tonnin af
ágætum vél- og hugbúnaði.
E-X voru pottþéttir eins og
vanalega, en alls ekki meira. Tón-
listin óx ekki eðlilega út úr hljóm-
sveitinni eins og hún á að gera,
heldur þurfti að sárbæna hana
og nauða í henni svo hún iyppað-
ist fram í sal. Og þegar þangað
var komið fór hún bara í fýlu og
nennti ekki að tala við mann. —
Ennfremur var hljóðblöndunin
hjá E-X langt frá því að vera full-
komin, gítar t.d. of hár á kostnað
raddar — nokkuð sem fellur illa
að stíl hljómsveitarinnar.
Risaeðlan var tvímælalaust
besta og skemmtilegasta hljóm-
sveit kvöldsins, flutti gleðiríkt og
persónulegt álfarokk með rokka-
billíívafi. Fiðla, saxófónn og
hljómborð huldu trommur, bassa
og gítar heillandi Ijósbroti; heild-
arútkoman var litrík og hlý,
skemmtileg og tilgerðarlaus.
Baldur A. Kristinsson
plötumarkaðurinn er allt öðruvísi en
í poppinu og það skiptir miklu máli
að komast inn á markaðinn með
alvöru fyrirtæki á bak við sig. Þó
fyrsta plata hljómsveitar slái ekki í
gegn með það sama, þá getur plat-
an samt selst mjög vel á löngum
tíma. Bandaríkjasamningurinn, sem
er reyndar ekki alveg frágengin,
hljóðar uppá fimm plötur.
Er þetta þín tónlist sem þið eruð
að spila?
Strákarnir hafa sent mér grunna
og ég hef bætt við melódíum og
textum, þannig að tónlistin er skrif-
uð á okkur alla. Þetta er auðvitað
ekki æskilegt samstarf og meðal
annars út af því er ég að flytja út.
Ætlar þú þér að lifa á tónlistinni
úti?
Til að byrja með þarf ég að vinna
með tónlistinni en ég er vanur því
héðan.
Hvað með plötuna sem þú ert
að taka upp fyrir Steinar? Ekki er
þungarokk á henni?
Þetta verður tvímælalaust rokk-
plata, þó ekki verði það þungarokk.
Þetta verður allt önnur blaðsíða en
það sem ég var að gera með Mod-
el á síðasta ári. Tómas Tómasson
og Ásgeir Jónsson sjá um upptöku
og Tómas leikur á bassa, Sigurgeir
á gítar og Ásgeir Óskarsson á
trommur. Einvala lið.
Hver semur?
Það stefnir í það eins og er að
lögin verði öll eftir mig, eða 80 til
90% í það minnsta. Textarnir verða
líka flestir eftir mig en nokkrir eru í
smíðum úti í bæ.
Þér hefur gengið ágætlega í tón-
listinni hér heima, hvað er það sem
rekur þig til Noregs?
Það sem ég hefði helst viljað fást
við í tónlistinni hér heima er eins
og það sem ég var að gera með
Drýsli, en markaðurinn hér heima
er svo einhæfur að það gekk ekki
upp. Frá því að Drýsill lagði upp
laupana hef ég verið að gera ýmis-
legt sem ég hafði ekki beint gaman
af að gera.
Nú hefur borið nokkuð á því f
seinni tfða að stórfyrirtæki hafi
spurst fyrir um íslenskar hljóm-
sveitir i kjölfar vinsælda Sykurmol-
anna. Þér hefur ekki dottið i hug
að endurreisa Drýsil og nýta með-
byrinn til að gera sveitina að út-
flutningsvöru?
Eftir að ég byrjaði að vinna með
strákunum úti bá hef ég lagt allar
slíkar pælingar á hilluna, því þeir
eru svo góðir og andinn í hljómsveit-
inni er mjög góður. Með smá heppni
og með góðri stjórn ætti þessi sveit
að geta náð í fremstu röð í þessari
deild. það byggist allt á því að vera
iðinn við að spiia og þeir hafa starf-
að það lengi saman og eru það
ákveðnir að það ætti allt að geta
gengið upp.
Ert þú reiðubúinn í það að fara
kannski í tónleikaferð um Bretiand
og Bandarfkin og skpila 200 sinn-
um á ári?
Já, að minnsta kosti fyrsta árið.