Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 52

Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 52
52 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / SPÁNARMÓTIÐ Ísland-Austur Þýskaland 23 : 24 Irun — Spánarmótið í handkhattleik, fimmtudaginn 4. ágúst 1988. Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 2:5, 3:5, 4:6, 5:7, 6:7, 7:8, 7:10, 8:10, 8:11, 9:11, 9:12, 11:12, 12:13, 12:14, 13:14, 14:15, 15:16, 16:17, 16:18, 18:18, 19:18, 19:19, 19:21, 21:21, 21:22, 22:22, 22:24, 23:24. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 8, Atli Hilmarsson 5/3, Guðmundur Guð- mundsson 4, Þorgils óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 2, Kristján- Arason 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 7, Guðmundur Hrafnkelsson 2. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Spánar: Frank Wahl 7, Riidiger Borchardt 4, Holger Winselmann 3, Andreas Neitzel 3, Jens Fiedler 3, Stephan Hauck 2, Bernd Metzke 1 og Holger Schneider 1. Varin skot: Peter Hoffman 11, Wieland Schmidt 2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Amigo og Costas frá Spáni. Þeir dæmdu vel lengst af en mis8tu tökin á leiknum undir lokin. Áhorfendur: Um 1.500. Alfreð Gíslason átti hreint frábæran leik f gærkvöldi. Skoraði átta mörk og skyggði á sjálfan Frank Wahl. Guðmundur Guðmundsson, sem er á mynd- inni til hliðar, lék einnig mjög vel. Hann var inni á vellinum allan tímann og sýndi gamla takta. Lánið lék við Spánveija Svíar gáfu þeim sigurinn á silfurfati Lánið leikur enn við gestgjafana. Þeir byijúðu betur gegn Svíum í gær en gegn íslendingum í fyrsta leik og náðu fimm marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik. Þá setti Roger Carlsson, þjálfari Svía, Bjöm Jilsen inná. Hann átti næstu sex mörk Svía með glæsilegm línusend- ingum ogí leikhléi var jafnt, 13:13. í síðari hálfleik héldu Svíar upp- teknum hætti. Hallgren varði vel og um miðjan hálfleikinn höfðu þeir náð fjögurra marka forskoti, 21:17. Þá tóku Spánverjar við sér á ný og Serrano jafnaði 22:22, er rúmar fimm mínútur voru til leiks- loka. Staffan Olsson, í liði Svía, gerði nú hverja vitleysuna á fætur annarri, var vikið útaf og kórónaði vitleysuna með því að fara of snemma inná aftur - fékk aðrar tvær mínútur fyrir vikið og fjórir Svíar máttu ekki við margnum. Spánverjar gerðu tvö mörk, en Bjöm Jilsen átti lokaorðið á síðustu sekúndu, 24:23. Alfreð skyggði Wahl á og Brynjar Kvaran hvíldu og Júlíus Jónasson kom ekki inn á. Hraði Gífurlegur hraði einkenndi leikinn. Boltinn gekk vel manna á milli í báðum liðum og sóknimar vom stuttar. íslenska liðið var átta mínútur í gang en það missti aldrei móðinn og leikur þess varð æ betri eftir því sem leið á. Peter Hoffman varði þrjú vítaköst, frá Sigurði Sveinssyni, Alfreð og Kristjáni í byijun leiks og munar ' um minna í leik svo jafnra liða. Þá fóru góð færi forgörðum í fyrri hálfleik, en eftir hlé var sóknarnýt- ing íslenska liðsins mjög góð og mörg árangursrík hraðaupphlaup sáu dagsins ljós. Barátta Barátta íslenska liðsins var í einu ' orði sagt frábær. Hvergi var gefið eftir en eins og mótheijarnir áttu í erfiðleikum með Alfreð var erfitt að stöðva Wahl, sem virtist geta skorað þegar hann vildi. Að öðm leyti var vörnin samstillt nema í byijun. Wahl var yfirburðamaður hjá Austur-Þjóðveijum. Peter Hoff- man var frábær í fyrri hálfleik en varði ekki skot eftir hlé og skipti fljótlega við Schimrock, en Wieland Schmidt horfði á. Spænsku dómaramir dæmdu frekar með íslenska liðinu í byijun en snér- ust á sveif með Austur-Þjóðveijum > undir lokin. ISLENSKA landsliðið í hand- knattleik sýndi í Irun í gær- kvöldi að leikurinn gegn Spán- verjum ífyrrakvöld boðaði ekki svartnætti. Strákarnir létu samkeppni um sæti í liðinu sem vind um eyru þjóta, studdu hvern annan í vörn sem sókn og uppskáru nær allt nema sigur. Leikurinn var æsi- spennandi frá 8. mínútu til síðustu sekúndu en Austur- Þjóðverjar hrósuðu happi þeg- ar upp var staðið og sigruðu með einu marki. Alfreð Gíslason átti stórleik og skyggði á Frank Wahl, sem almennt er talinn vera einn besti handknattleiksmaður heims. Kristj- án Arason lék sem fyrr nær allan leik- inn og vann vel fyrir liðið. Guðmundur Guðmundsson fór aldrei útaf og sýndi gamla takta. Auk þeirra léku Einar, Bjarki, Þorg- ils Óttar og Geir lengst af, og náðu vel saman, en þrátt fyrir góða markvörslu á stundum var þetta ekki dagur Einars. Karl Þráinsson Steinþór Guöbjartssan skrifar frá Spáni Hvað sögðu þeir í Irun? AHreð Gíslason „Við áttum ekki skilið að tapa. Reyndar tók okkur útispilarana smátíma að finna réttu ieiðina, en síðan gekk nær allt upp. Gegn Spánveijun vorum við einstakl- ingar en nú lið. Baráttan var mik- il, ég fékk góða aðstoð og nú er málið að halda fengnum hlut og gera betur.“ Bogdan Kowalczyk lands- llðsþjálfari íslands „Mér líður vel og er í góðu skapi. Þetta var frábær leikur, sá besti í keppninni til þessa. Okkar menn léku mjög vel, góð samvinna í vöm og sókn - mikil barátta og leikgleði. Með öðrum orðum allt annað lið en gegn Spánveijum. Ég hef hinsvegar ekki svar við þessari snöggu breytingu, en leik- urinn sýndi að liðið er í nægri þrekþjálfun. Alfreð var óstöðv- andi, Guðmundur [Guðmundsson] góður, en fyrst og fremst var heildin sterk og þess vegna hefð- um við getað sigrað. Dómararnir fóru illa með okkur í lokin, en það skiptir ekki máli heldur er aðalat- riði að við virðumst vera á réttri braut og verðum að halda settu marki.“ Poul Tidemann, þjálfari Aust- ur Þýskalands „Liðin eru mjög ámóta og í síðustu leikjum þeirra hefur aldrei munað miklu. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur til síðustu sek- úndu, sóknarleikur okkar var góð- ur; en við réðum alls ekki við Alfreð. Eins og við mátti búast gerðu leikmenn beggja liða mistök en hvað okkur varðar þá fórum við stundum á taugum og sam- vinnan var ekki nægilega góð, einkum í vöminni. Það má segja að við höfum sloppið með skrekk- inn að þessu sinni því^dómararnir voru okkur hliðhollir í lokin eftir að hafa verið frekar á bandi íslenska liðsins." Kristján Arason „Við tókum leikinn gegn Spán- veijun alvarlega eins og vera ber, héldum aukafund og vorum stað- ráðnir í að ná leikgleðinni og vinna saman. Við gáfum allt í leikinn og Alfreð batt vei endahnútinn. Austur-Þjóðveijarnir eru ámóta góðir og Spánveijar og liðin koma til með að beijast um sæti í sínum riðli í Seoul." Guómundur Guðmundsson „Sjálfstraustið er að koma. Ég hef ekki „fundið mig“ að undanf- ömu en mér fínnst þetta vera að koma hægt og sígandi. Leikurinn var mjög erfiður, loftleysið al- gjört, en við gerðum góða hluti þrátt fyrir tapið." Einar ÞorvarAarson „Það er ailtaf sárt að tapa, einkum með einu marki. En við sýndum allt annan og betri leik en gegn Spánveijum og vonandi verður framhald á. Við hefðum unnið með betri markvörslu en ein- hverra hluta vegna fann ég mig ekki og missti strax taktinn."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.