Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 Vel er fylgst með verðbréfásjóðum - segir Jóhannes Nordal Seðlabankastjórí „BANKAEFTIRLITIÐ hefur að sjálfsögðu aflað upplýsinga og fylgst með starfsemi verðbréfasjóða innan ramma þeirra laga sem gilda um verðbréfamiðlun," sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri er hann var inntur álits á ummælum Ólafs Ragnars Grimssonar um slæma stöðu verðbréfafyrirtækja gera á þeim. A þessu stigi málsins liggur ekk- ert fyrir af því tagi sem Ólafur Ragnar ræðir um. Við getum hins vegar auðvitað ekki gefíð upplýs- ingar um einstakar athuganir Bankaeftirlitsins," sagði Jóhannes. Hann sagðist telja að allt of ófull- komnar lagareglur giltu um þessa starfsemi til þess að markvissu að- haldi yrði beitt. Stefnt væri að því að úr því yrði bætt er lagafrumvarp um starfsemi peningastofnana ann- arra en innlánsstofnana yrði lagt og að opinbera rannsókn eigi að fyrir Alþingi í haust þar sem væru ýtarlegri ákvæði um aukna upplýs- ingaskyldu fyrirtækjanna og hvaða öryggisreglum þau skuli fylgja. „Þetta teljum við meginforsendu þess að hægt sé að tryggja eðlilegt aðhald í þessari starfsemi. Nokkur fyrirtækjanna hafa sjálf orðið sam- mála um reglur, sem við höfum fylgst með og teljum margar til bóta. Sumar þurfa þær að komast í lög,“ sagði Jóhaiines. Leyft að selja 660 lestir í Bretlandi LEYFT hefur verið að selja 660 lestir af þorski og ýsu úr gámum og skipum í Bretlandi vikuna 28. ágúst til 3. september næstkom- andi, en sótt var um leyfi til að selja þar 1.200 lestir af þorski og ýsu ofangreinda viku, að sögn Ólafs Sigurðssonar sendiráðsrit- ara á viðskiptaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins. Leyft var að selja 360 lestir af þorski og ýsu úr gámum í Bret- landi og Sigurveig BA, Ottó Wathne NS og Óskar Halldórsson RE fengu leyfí til að selja þar þessar tegund- ir. Einnig var leyft að selja 470 lestir af karfa og ufsa í Vestur- Þýskalandi ofangreinda viku. Þar af var leyft að selja 130 lestir úr gámum og Már GK og Haukur GK fengu leyfí til að selja 340 lestir, að sögn Ólafs Sigurðssonar. Matthías Á. Mathiesen um efnahagsaðgerðir: Niðurstöðu tæplega að vænta í vikunni Morgunblaðið/KGA Lagt í maraþon á hádegi Yfír 1200 vaskir hlauparar leggja af stað frá Lækjartorgi klukkan tólf i dag og taka þátt í Reykjavíkur-maraþoni sem nú fer fram í fimmta sinn. Þátttakendur eru á aldrinum fimm ára til áttræðs og aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku í hlaupinu heldur en nú. Keppendur skokka ýmist sjö kflómetra, hlaupa 21 kilómetra hálf- maraþon eða 42 kílómetra maraþon. Myndin var tekin við Hótel Borg í gærmorgun þegar fólk skráði sig til þátttöku. MATTHÍAS Á. Mathiesen, sem gegnir störfum forsætisráðherra í fjarveru Þorsteins Pálssonar, segist telja að stjórnarflokkarnir muni á næstu vikum marka stefnu um efnahagsráðstafanir til að leysa vanda útflutningsat- vinnuveganna samhliða fjárlaga- vinnu. Vart sé að vænta loka- niðurstöðu strax í vikunni þótt ætlast sé til að ráðgjafanefnd stjómarinnar skili áliti á morg- un. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra kemur til starfa á morgun, mánudag, og mun ráðgjafanefnd ríkisstjómarinnar þá gera honum grein fyrir tillögum sínum um lausn vanda útflutningsins. Nefndin tók sér frí á laugardag, en fundar aftur í dag og væntanlega áfram næstu daga. Ríkisstjómarfundur verður á þriðjudag, þar sem væntanlega hefst sameiginleg stefnumörkun stjómarflokkanna gagnvart tillög- um nefndarinnar. „Á þessum fundi verða ræddar þær hugmyndir, sem hafa verið til umfjöllunar og síðan verður unnið úr þeim á grundvelli stefnumiða stjómarinnar," sagði Matthías Á. Mathiesen. „Það liggur ljóst fyrir Ekki í fyrsta sinn sem vaktír eru upp draugar segir Eyjólfur Konráð Jónsson um samninginn frá 1930 „ÞETTA er nú ekki í fyrsta sinn sem spekingar reyna að vekja upp drauga þegar land- helgismál okkar eru á við- kvæmasta stigi,“ segir Eyjólfur Konráð Jónsson formaður ut- anríkismálanefndar um samn- inginn frá 1930 sem Danir geta hugsanlega notað til að visa Kolbeinseyjardeilunni til Al- þjóðadómstólsins í Haag. „Þann 1. september 1973 á ársafmæli 50 mflna vitleysunnar var 200 sjómflna kortið fyrst sýnt á sjónvarpsskjánum. Þá dundu við glósumar úr öllum áttum en samt vannst sigur í málinu á tveim árum. Jan Mayen-málið komst í brennidepil dagana 29. og 30. júní 1979 þegar þrír norskir ráð- herrar lentu hér á þótu sinni með fríðu föruneyti og ætluðu sér að hirða réttindi á svæðinu gegn því að „heimila" okkur að veiða nokkra, xugi. þúsunda . tonna. af. loðnu. Þeir fóru fyluferð en ekki vantaði raddimar um að við hefð- um samið af okkur. Nú hefur verið dreginn fram samningur sem fortíðinni heyrir til. Danir hafa aidrei borið hann fyrir sig og sjálfsagt aldrei dottið í hug að bera hann fyrir sig, enda Sambandslaganefndin sem aðalá- hersla er lögð á í fyrstu grein líklega dauð. Meira segi ég nú ekki um þetta uppátæki að sinni.“ • t 'ví'.i • k I i * l ■ . Morgunblaðið/KGA Matthias Á. Mathiesen og Ásmundur Stefánsson á fundi sínum gærmorgun. Matthias lítur yfir bréf ASÍ, sem lagt verður fyrir ríkis- stjórnina á þriðjudag. að á næstu vikum verða fjárlaga- frumvarpið og lánsfjárlagafrum- varpið til meðferðar í stjóminni, auk annarra ráðstafana í sambandi við peningamálin." Þá sagði Matthías að sú vaxtalækkun, sem nú kemur til framkvæmda, bætti mjög skil- yrði til þess að koma fram öðmm þeim ráðstöfunum, sem ætla mætti að gerðar yrðu. Matthías Á. Mathiesen og Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, áttu fund í gær, þar sem Ásmundur gerði grein fyrir mótmælum ASÍ við fyrirhuguðum efnahagsaðgerð- um, þar sem þær fælu í sér kjara- skerðingu launafólks að mati for- ystu sambandsins. Þá kynnti hann fyrir ráðherra mótmæli við hug- myndum um hækkun húsnæðis- lánavaxta og sagði Ásmundur að kæmi til þess að vextimir hækkuðu til samræmis við markaðsvexti myndi greiðslubyrði húsnæðislána tvöfaldast og fyrirsjáanlegt væri að fjöldi fólks missti íbúðir sínar. Einn- ig þýddi vaxtahækkunin það að húsnæðiskerfið væri brostið, þar sem forsendur samkomulags við lífeyrissjóðina væri ekki fyrir hendi. „Ég gerði ráðherra grein fyrir því að það er mjög ákveðin skoðun okkar að við kjaraskerðingu eigi að bregðast með harkalegum að- .gerðum, eins og ítrekað _var á for- mannafundi ASÍ í vor. Ég lagði á það ríka áherslu að stjóminni yrðu kynnt sjónarmið okkar," sagði Ás-t mundur. Gríndavík: Loðnuskipin fa ny nofn Gríndavik. BYRJAÐ er að mála loðnuskipið Hrafn GK 12, en það verður fyrsta skipið sem fer frá Grindavfk til loðnuveiða i næstu viku. Áður en Hrafn GK fer til veiða fær hann nafnið Háberg GK 299, en eins og kunnugt er stofnuðu Þor- bjöminn hf. og Fiskimjöl og lýsi hf. hlutafélagið Sigluberg hf. um útgerð þriggja loðnuskipa fyrr í sumar. Hin skipin eru Hrafn Sveinbjam- arson III GK 11, áður Magnús NK sem verður Vaðlaberg GK 399. Bæði skipin voru í eigu Þorbjamarins hf. Fiskimjöl og lýsi hf. keypti sl. vetur Gísla Ama RE 375 sem fær nafnið Sunnuberg GK 199 á næstunni. Litur skipanna er gulbrúnn skrokkur og hvít yfirbygging með gulbrúnu skyggni og annast Skipa- málning í Reykjavík málningarvinn- una. — Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.