Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 198» Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Rekstur Landa- kotsspítala A Aundanfömum vikum hafa orðið miklar, opinberar umræður um rekstur Landakotsspítala. Þessi spítali hefur frá upphafi verið rekinn með öðrum hætti en t.d. Landspítali og Borgarspítali. Nú í allmörg ár hefur hann verið rekinn af sjálfseign- arstofnun en þjónusta og starfsemi öll verið skipulögð með öðrum hætti en á fyrrgreindum sjúkrahúsum tveimur. Sá augljósi kostur fylgir því, að rekstur Landakotsspítala sé með öðrum hætti en annarra sjúkra- húsa í landinu, að með því fæst nokk- ur samanburður, bæði um kostnað og þjónustu. Segja má, að umræðumar um málefni Landakotsspítala að undan- förnu hafi verið tvíþættar. Annars vegar hafa þær snúizt um vinnubrögð ríkisvaldsins við skoðun á rekstri sjúkrahússins. Hins vegar hafa þær beinzt að rekstrinum sjálfum. Það á auðvitað að vera bæði fastur og umfangsmikill þáttur í starfí Ríkis- endurskoðunar, sem nú heyrir beint undir Alþingi, að taka til athugunar rekstur fyrirtækja og stofnana, sem annaðhvort eru í ríkiseigu eða rekin að mestu fyrir almannafé. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt, að Ríkisend- urskoðun taki rekstur Landakotsspít- ala til athugunar. í slíkri skoðun Ríkisendurskoðunar felst mikið að- hald, bæði fyrir viðkomandi stofnun og aðrar stofnanir og fyrirtæki, sem sjá á hveiju getur verið von. Það skiptir hins vegar líka máli, hvemig ráðamenn fara með skýrslur Ríkisendurskoðunar. í máli Landa- kotsspítala voru niðurstöður Ríkis- endurskoðunar opinberaðar með ýmsum hætti' áður en stjómendum spítalans gafst kostur á að gera sínar athugasemdir við skýrslu endurskoð- enda. Þetta eru auðvitað óviðunandi vinnubrögð. Dögum saman lágu stjómendur Landakots undir ámæli stjómmálamanna og fjölmiðla án þess að hafa tækifæri til þess að gera skilmerkilega grein fyrir sínum sjón- armiðum. Ráðherrar geta ekki tekið sér það vald að dæma í máli áður en vömin liggur fyrir. Meðferð ráða- manna á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landakotsspítala er því dæmi um, hvemig ekki á að haga meðferð slíkra athugana, þegar þær liggja fyrir. Vöm ráðherranna kann að vera sú, að „kerfíð" sé svo erfítt viðureignar, að einungis með stórfelldu áhlaupi sé hægt að ná einhveijum árangri í því að veita stofnunum og fyrirtækj- um aðhald í meðferð almannaflár. Nokkuð kann að vera til í þvf en áhlaupið verður þá að gera með þeim hætti, að menn séu ekki dæmdir án þess að þeir hafí komið nokkrum vömum við. í athugasemdum stjómenda Landakotsspítala vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar segir svo: „Starfsmenn Ríkisendurskoðunar störfuðu við endurskoðunarstörf sín inni í spítalanum í rúmán mánuð. Þeir spurðu margra spuminga og var reynt að svara þeim eftir föngum. Það vekur því furðu, að ekki hafí verið reynt að leita svara við ofan- greindum spumingum eftir þeim leið- um, í stað þess að „óska eftir skýring- um“ í endanlegri skýrslu, sem afhent er ráðherrum og öðrum ráðamönnum llUUllUjlliíilllunlililf þjóðarinnar." Þessi athugasemd hlýt- ur að vera Ríkisendurskoðun nokkurt umhugsunarefni. Þegar menn verða fyrir gagnrýni af því tagi, sem forráðamenn Landa- kotsspítala hafa orðið fyrir er rík til- hneiging til þess að veijast öllum ásökunum og telja lítið athugavert við eigin störf. Það er stjómendum Landakots til sóma, að þeir hafa ekki bmgðizt þannig við. Þvert á móti lýsa þeir því yfír í skýrslu sinni, að margar athugasemdir Ríkisendur- skoðunar séu réttmætar og verði teknar til greina. Þannig segir t.d.: „Forsvarsmenn spítalans telja ábend- ingar um uppgjörsfyrirkomulag mat- armiða réttmætar og munu beita sér fyrir lagfæringu á núverandi fyrir- komulagi." Vegna athugasemda um greiðslur til yfírlæknis rannsóknar- stofu segir í svömm Landakots- manna: „Gefur það honum þá um 10 milljónir kr. auk fastra launa, sem rétt er, að er of há tala í laun fyrir einn mann ... Við sífellda aukningu tekna og aukinn launakostnað, hefur spítalinn nokkmm sinnum samið við yfirlækninn um breytingu á hlutfalli ... Nú er sennilega tími til að taka enn upp viðræður um breytta kostn- aðarskiptingu." Af þessu er ljóst, að skýrsla Ríkis- endurskoðunar verður til þess, að það næst fram, sem máli skiptir fyrir skattgreiðendur, að margvíslegar umbætur verða gerðar í rekstri Landakotsspítala. Það er auðvitað markmiðið með athugunum Ríkisend- urskoðunar á rekstri stofnana og fyr- irtækja, sem byggja á almannafé. Þegar Landakotsspítali var gerður að sjálfseignarstofnun vom tvær for- sendur lagðar til gmndvallar þeirri ákvörðun. Hin fyrri var sú, að rekst- ur þessa spítala yrði ekki dýrari en annarra spítala og jafnvel ódýrari. Svo virðist sem samanburður á milli þessara rekstrarforma sé erfiður. Forráðamenn Landakotsspítala eiga að leggja áherzlu á að sýna fram á, að rekstur Landakots sé ekki síðri en annarra sjúkrahúsa og helzt hag- kvæmari. Síðari forsenda var sú, að fyrir- komulag þjónustu spítalans væri með öðmm hætti en á öðmm sjúkrahús- um. Þegar sjúklingur er lagður inn á Landakotsspítala er hann á ábyrgð þess læknis, sem leggur hann inn meðan á sjúkrahúsvist stendur. Þá gildir einu, hvort aðrir læknar komi einnig til sögu. Þetta fyrirkomulag þýðir, að sjúklingur og aðstandendur geta gengið að einum og sama manni, um allt sem lýtur að viðkom- andi. Það em ákaflega sterk rök, sem styðja þá skoðun, að þetta fyrirkomu- lag á þjónustu sjúkrahúss sé mun betra heldur en sú skipan mála, að sjúklingar og aðstandendur verði að tala við einn í dag og annan á morg- un og viti í raun ekki, hvert þeir eiga að snúa sér um málefni, sem oft em mikil tilfinningamál og snúast stund- um um iíf og dauða. Þetta er auðvitað það, sem mestu máli skiptir og í öllum þeim umræð- um, sem orðið hafa um rekstur Landakotsspítala hefur enginn haldið því fram, að þjónusta spítalans við sjúklinga væri ekki sú bezta, sem völ iffiiii 11 mtomini ttn itimi ti Að undanfömu hefur at- hygli fólks beinzt mjög að störfum hinnar svo- nefndu ráðgjafanefndar ríkisstjómarinnar. Skipun þessarar nefnd- ar var umdeild. í henni em aðallega forsvars- menn samtaka atvinnurekenda og forstjór- ar stórra fyrirtækja. Sumum þótti óviðeig- andi að skipa nokkra forstjóra í nefnd til þess að veita ríkisstjóminni ráðgjöf um efnahagsmál. Aðrir töldu þessa ráðstöfun hyggilega vegna þess, að hún gerði þá kröfu til fulltrúa atvinnuveganna, að þeir legðu fram ábyrgar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum í stað þess að gera kröf- ur á hendur ríkisstjórninni. Jafnframt er auðvitað ljóst, að fari ríkisstjómin að vem- legu leyti að tillögum nefndarinnar, em samtök atvinnuveganna siðferðilega skuld- bundin til að veita þeim aðgerðum brautar- gengi. Þegar ríkisstjóm og þingflokkar stjórn- arflokkanna taka afstöðu til aðgerða í efnahags- og atvinnumálum er auðvitað nauðsynlegt, að sjónarmið launþega komi þar einnig við sögu. Vafalaust eiga ráð- herrar eftir að hafa mikið samráð við for- svarsmenn verkalýðssamtakanna á næstu dögum og vikum. Höfundur Reykjavíkur- bréfs átti hins vegar samtal við unga fisk- vinnslukonu í þróttmiklu sjávarplássi fyrir skömmu um vandamál atvinnuveganna. Sjónarmið hennar vom einföld og skýr. Þau vom eitthvað á þessa leið: Það þýðir ekki að segja okkur fisk- vinnslufólki, sem höfum 225 krónur á tímann, að frystihúsin séu rekin með tapi. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að það er útilokað, að. þau séu rekin með tapi úr því, að forstjórarnir geta veitt sér þann munað, sem þeir gera. Forstjórinn í mínu frystihúsi er búinn að leggja milljónir í að innrétta skrifstofuna sína upp á nýtt, með fínu skrifborði, dúnmjúkum leðursófum og kaupum á dýmm málverkum til þess að þekja veggina. Hann keyrir um í dýmm Mercedes Benz og á amerískan jeppa að auki. Á meðan forstjórinn í mínu frysti- húsi hefur efni á þessu, er útilokað, að frystihúsið sé rekið með tapi og þess vegna þýðir ekki að reyna að telja okkur fisk- verkafólki trú um það. Þessi útskýring hinnar ungu físk- vinnslukonu á því, hvers vegna útilokað sé, að frystihúsin séu rekin með tapi er ekki flókin. Hún er líka útskýring, sem höfðar til heilbrigðrar skynsemi. Ef tap er á frystihúsi eða hvaða atvinnufýrirtæki, sem er, verða forystumenn fýrirtækisins að ganga á undan með góðu fordæmi og draga úr þeim útgjöldum, sem að þeim snúa, ef þeir vilja ná samstarfí við starfs- menn sína um niðurskurð útgjalda að öðm leyti. Forsvarsmenn atvinnufyrirtækjanna geta ekki búizt við því, að launþegar taki mark á yfirlýsingum þeirra um erfiða stöðu fyrirtækjanna, ef þess sjást engin merki, að sú erfiða staða hafi áhrif á lífskjör eða starfsskilyrði þeirra sjálfra. Það hefur áður verið fyallað um það á þessum vettvangi, að það sé ekki af hinu góða í okkar fámenna þjóðfélagi, að efna- munur verði of mikill. Návígið hér er svo mikið, að fólk fylgist vel með náunganum, að ekki sé talað um litlu sjávarplássin á landsbyggðinni. Vegna þessa návígis á hinn almenni launþegi erfítt með að sætta sig við skert lífskjör, ef það blasir við honum í næsta nágrenni, að sú skerðing nái ekki til þeirra, sem stjóma fyrirtækjun- um. Ríkið og útgjöld þess Viðhorf fiskvinnslukonunnar ungu, sem hér var lýst að framan, á ekkert síður við í rekstri ríkis og sveitarfélaga en í rekstri atvinnufyrirtækja. Almenningur tekur eft- ir því, hvort þeir, sem kjömir hafa verið til hinnar æðstu forystu, ganga á undan með góðu fordæmi og skera niður útgjöld, sem á erfiðleikatímum flokkast undir óþarfa, þótt slíkur niðurskurður ráði ekki úrslitum um lausn efnahagsvandans. í ríkiskerfínu hefur þróazt sams konar viðhorf og fískvinnslukonan lýsti hjá fiysti- húsaforstjóranum. Munurinn er að vísu sá, að forstjóri frystihússins kann að vera að eyða eigin fé, en í ríkiskerfínu eru stjórn- málamenn og æðstu embættismenn að eyða fé skattborgaranna. Óhæfíleg með- ferð almannaíjár er almennari og víðtæk- ari í ríkiskerfinu en flesta grunar. Hinn aðsópsmikli fjármálaráðherra ætti að beina spjótum sínum að þeim útgjaldaþáttum ríkisins ekki síður en öðrum. Að því sögðu er auðvitað ljóst, að vandi þjóðarinnar nú, eins og svo oft áður, er einfaldlega sá, að við eyðum um efni fram. Það á við um stóra hópa einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið sjálft. Það er alveg sama, hvaða leið verður ofan á hjá ríkisstjórninni, millifærsla, uppfærsla eða niðurfærsla, þær bera engan árangur, þegar til lengri tíma er litið, ef ekki er ráðizt að kjarna vandans, sem er um- frameyðsla þjóðarinnar. Stjómmálamennimir geta ekki búizt við því að fá stuðning almennings við efna- hagsaðgerðir nema þeir gangi á undan með góðu fordæmi. Það er óhjákvæmilegt að ganga til þess verks, að skera niður útgjöld ríkisins. Það mundi margt lagast af sjálfsdáðum, ef tekið væri til hendi á því sviði. Þ.á.m. mundi lánsfjárþörf ríkisins minnka til muna og þar með eftirspurn eftir lánsfé og þar með raunvextir. Sporin hræða hins vegar í þessum efn- um. Sjálfstæðisflokkurinn, sem veitir nú- verandi ríkisstjórn forstöðu, lýsti því yfir í hinu fræga leiftursóknarplaggi fýrir kosningamar 1979, að hann mundi beita sér fyrir miklum niðurskurði á ríkisútgjöld- um. Flokkurinn fékk að vísu ekki tæki- færi til þess fyrr en 1983. Þá kom fjár- málaráðuneytið í hlut Sjálfstæðisflokksins svo og flest útgjaldafrekustu fagráðuneyt- in. Sjálfstæðisflokkurinn fékk því kjörið tækifæri til þess að framfylgja stefnu sinni um umtalsverðan niðurskurð ríkisútgjalda. Það tækifæri notaði flokkurinn hins vegar ekki. í núverandi ríkisstjórn haxa ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins ekki verið fremstir í flokki í kröfum um niðurskurð á ríkisútgjöldum enda er aðstaða þeirra veik til þess, eftir feril flokksins í ríkis- stjóminni 1983-1987 í þeim efnum. Meðan við bjuggum við uppsveiflu í efnahags- og atvinnumálum gat þetta gengið en nú siglum við niður í öldudalinn og þá gengur það ekki lengur, að ekki sé tekið á útgjöldum ríkisins og þau skorin miskunnarlaust niður. Það þýðir auðvitað, að þjónusta á mörgum sviðum verður skor- in niður svo og einhveijar framkvæmdir á vegum ríkjsins. Það er hægt að ganga út frá því sem vísu, að þá rísa hagsmunahóp- ar upp, bæði innan þings og utan. Þá byija stjómmálamennimir að gefast upp þrátt fyrir góðan ásetning. Er niðurfærsla lausnin? Mikið er talað um niðurfærslu þessa dagana og ljóst er, að hún á fylgi að fagna í ráðgjafanefndinni, innan ríkisstjómarinn- ar og meðal almennings. Fólk má hins vegar ekki líta á niðurfærslu, sem ein- hveija töfralausn. Niðurfærsla kemur ekki í veg fyrir, að ríkið þurfi að skera niður útgjöld í ríkum mæli. Ef niðurfærsla er notuð til þess að komast hjá þeim niður- skurði með einhveijum talnaleik er hún ekki af hinu góða. Hún kemur ekki í stað niðurskurðar. Niðurfærsla leysir heldur ekki vanda þeirra atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum, sem rekin hafa verið án nokkurs eigin ijár að ráði. For- ystumenn þessara fyrirtækja mega ekki telja sjálfum sér trú um, að niðurfærsla leysi vanda þeirra. Hún getur ekki gert það, þegar til lengri tíma er litið. Eina lausnin á vanda fyrirtækja þeirra er sú að fá meira eigið fé inn í fyrirtækin. Ef eigendur þeirra hafa ekki ijármagn sjálfir til þess að leggja fram nýtt fé komast þeir ekki hjá því að leita til annarra aðila. Það þýðir um leið, að þeir verða að láta af hendi hluta yfirráða sinna yfir fyrirtækj- tif I fi-f llititlL í á * i * it »* ai a* MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 31 RE YKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. ágúst Að veiðum í Norðurá. Morgunblaðið/Sigurgeir unum. Þeir eiga um það að velja, að fyrir- tækin haldi áfram í basli eða endi í gjald- þroti eða skapa þeim lífvænlegan grund- völl, þótt þeir sjálfír hafi ekki sömu ráð og áður. Niðurfærsla leysir heldur ekki vanda þeirra einstaklinga, sem eru ekki enn bún- ir að átta sig á því, að við búum í breyttu þjóðfélagi. Sá tími er liðinn, að fólk geti lifað um efni fram á lánum, sem verð- bólgan étur upp. Einstaklingar verða að skera niður útgjöld sín ekkert síður en ríki og atvinnufyrirtæki. Með þessum orðum vill höfundur Reykjavíkurbréfs ekki gera lítið úr niður- færslu, sem hugsanlegri leið í efnahags- málum nú. Sjálfsagt er, að menn íhugi það með opnum huga, hvort skynsamlegt sé að gera slíka tilraun. Hún er auðvitað erf- ið í framkvæmd og kallar á samheldni í ríkisstjóm. Slíkri samheldni hefur ekki verið fyrir að fara fram að þessu en auðvit- að kann að verða breyting á því. Það má hins vegar ekki til þess koma, að umræð- umar um niðurfærslu beini athyglinni frá kjarna vandamálsins, sem Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra, hefur réttilega lýst sem útgjaldavanda en ekki fyrst og fremst tekjuvanda. Þar er að finna kjama málsins og forsvarsmenn ríkis, sveitarfélaga og atvinnufyrirtækja eiga að beina orku sinni í þann farveg að skera niður útgjöld, hveiju nafni sem nefnist, smá og stór. Kjaraskerðing framundan Það væri blekking að halda því fram, að stefnt verði að óbreyttum kaupmætti í ráðstöfunum ríkisstjómarinnar. Auðvitað er ljóst, að stefnt er að því að ná til baka hluta þeirrar gífurlegu kaupmáttaraukn- ingar, sem hér hefur orðið á undanförnum misserum og hefur verið ijármögnuð með erlendum lánum. Margir launþegar mega vel við því að taka á sig kaupmáttarskerð- ingu. En þeir eru líka margir, sem eru verr undir það búnir en nokkru sinni fyrr. Stundum er sagt, að þjóðin skiptist nú í tvo hópa, þá sem skulda og hina, sem skulda ekki og eiga jafnvel innistæður í bönkum. Það fer ekki á milli mála, að mjög hefur þrengt að þeim, sem skulda á undanfömum árum. Ung menntakona sagði við höfund þessa Reykjavíkurbréfs fyrir skömmu, að hún hefði ákveðið að selja íbúð sína þegar í stað. Ástæðan væri sú, að ijármagnskostnaður væri svo mik- ill, að hún hefði engan véginn undan og eignarhluti hennar í íbúðinni minnkaði stöðugt. Hún vildi selja íbúðina áður en eignarhluti hennar væri horfinn. Það er hægt að færa skynsamleg rök fyrir því, að þ'að sé ekkert vit í öðru en að hækka vexti af lánum húsnæðismálá- stjórnar. Hinir lágu vextir — miðað við aðra vexti — leiða til stóraukinnar eftir- spumar eftir þessum lánum, sem aftur leiðir til stóraukinnar eftirspumar eftir lánsfé til að fjármagna húsnæðislánakerf- ið, sem aftur leiðir til vaxtahækkunar vegna umframeftirspumar eftir fjármagni. Hið mikla ijármagn, sem fer í gegnum húsnæðiskerfíð, eykur líka þensluna í þjóð- félaginu á allan hátt. Þeir stjómmálamenn eru hins vegar ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu, sem ætla bæði að skerða kjörin og hækka vexti á húsnæðisstjómarlánum. Sú aðgerð getur auðveldlega framkallað sprengingu, sem menn mundu ekki sjá fyrir endann á. Viðkvæmt ástand Ástandið nú er viðkvæmt. Ríkisstjórnin hefur ekki verið farsæl í aðgerðum sínum í efnahagsmálum á þessu ári. Nú stendur hún frammi fyrir alvarlegum ráðstöfunum á erfiðum tímum. Hér er allt annað ástand, en við höfum kynnzt áður. Orðrómur og sögusagnir um erfiðleika og gjaldþrot fyr- irtækja eru á fleygiferð um bæinn. Þær sögusagnir út af fyrir sig ýta undir erfið- ieika sumra fyrirtækja. Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, sagði í ræðu sl. vor, að Islendingar, hefðu ekki fyrr tekizt á við samdrátt í atvinnu- lífi á tímum hárra raunvaxta. Þetta er rétt. Þetta er sú lykilstaðreynd, sem breyt- ir öllum viðhorfum frá því, sem áður var. Ótrúlegur fjöldi atvinnufyrirtækja í þessu landi stendur á brauðfótum. Hið sama á við um fjárhag fjölmargra einstakl- inga. Ráðstafanir, sem eru of harkalegar, geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Aðgerðir, sem byggjast á sýndarmennsku, koma að engu gagni nema hugsanlega í stuttan tíma. Stjómmálaástandið er erfítt. Ríkisstjómin er ekki samhent. Hins vegar er tæpast annar möguleiki fyrir hendi við óbreyttar aðstæður. Það er engin sérstök ástæða til að ætla að stjórnarandstaðan sýni ábyrgð. Því miður má búast við, að verkalýðsforystan sitji og bíði eftir tæki- færi til þess að rétta sinn hlut vegna þess, að hún hefur misst áhrif í verulegum mæli á undanfömum árum. Þess vegna er ekki hægt að útiloka það, að svipað ástand skapist hér og fyrir áratug, þegar verkalýðshreyfíngin lagðist í hernað gegn ríkisstjóminni, sem þá sat. Stjómmálamenn og Ijölmiðlar fjalla um þetta ástand af nokkurri léttúð. Mikið er rætt um niðurfærsluleið þessa dagana en lítið sem ekkert um hinn raunverulega vanda, þ.e. umframeyðslu þjóðarinnar og líklega niðurstöðu, þ.e. almenna kjara- skerðingu. Er ekki kominn tími til að stjómmálamenn og fjölmiðlar tali við þjóð- ina eins og fullorðið fólk? Ummæli fisk- vinnslukonunnar, sem vitnað var til hér að framan, benda ekki til annars en að það sé fullt tilefni til. „Þessi útskýring hinnar ungu fisk- vinnslukonu á því, hvers vegna úti- lokað sé, að frystihúsin séu rekin með tapi er ekki flókin. Hún er líka útskýring, semhöfðartil heilbrigðrar skynsemi. Ef tap er á frystihúsi eða hvaða atvinnufyr- irtæki, sem er, verða forystu- menn fyrirtækis- ins að ganga á undan með góðu fordæmi og draga úr þeim útgjöld- um, sem að þeim snúa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.