Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 Stærðfræðingur og þj óðlagasöngvari VESTUR- ÍSLENDINGURINN SÓLBERG SIGURÐSSON TEKINN TALI Blaðamaður Morgunblaðsins átti orð við Sðl- berg daginn fyrir fyrirlestur hans í Kennara- háskólanum. Sólberg var fyrst inntur eftir hvemig ættartengslum hans hér væri háttað. „Ég er sonur hjónanna Stefáns Sigurðssonar og Guðrúnar Einars- dóttur, en þau fæddust og ólust upp í íslendingabyggðinni í Man- itoba. Tengsl mín við ísland og íslendinga rofnuðu aldrei, faðir minn sagði oft að ísland væri sérs- takt land og að við systkinin ætt- um að vera stolt af því að vera ættuð þaðan. Ég fór því upp úr þrítugu að grennslast fyrir um ættmenni mín hér á landi og fann ijölda þeirra á ferð minni um ís- land árið 1966. Ég fínn fyrir því nú eins og þá hve gestrisnir íslend- • ingar eru, alls staðar var mér og fjölskyldu minni tekið opnum örm- um.“ Hlutverk stærðfræðikennarans Nú lýkur þú dvöl þinni hér á landi með fyrirlestri um stærð- fræðinám i Kennaraháskólan- um. Á hvaða þætti hennar legg- ur þú áherslu? „Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki afskaplega lítið til stærð- fræðikennslu hér á landi. Það eina sem ég get miðlað til íslenskra kennara er reynsla mín frá Kanada og Norður—Ameríku. Einnig hefur Kanadastjóm veitt sem nemur tveimur milljónum króna til að rannsaka stærðfræðinám og kennslu og tek ég þátt í þeirri rannsókn. I fyrirlestri mínum legg ég áherslu á hlutverk stærðfræði- kennarans. Að mínum dómi er allt of algengt að kennarinn dreifi heimadæmum og komi fram með stærðfræðireglur sem nemendur eiga svo að læra utan að. Ég legg mikið upp úr því að kennarar geti talað um stærðfræðina. Sjö sinn- um fjórir er að sönnu tuttugu og átta, en hvers vegna er það svo? Það er auðvelt að kenna stærð- fræði með því að kenna reglumar og láta böm og unglinga hafa Sólberg Sigurðsson. Morgunblaðið/Einar Falur Fyrri hluta ágústmánaðar var Vestur-íslendingurinn Sólberg Sigurðsson á ferð um ísland ásamt konu sinni og tveim sonum. Erindi hans hingað var tvíþætt, að skoða landið sem forfeður hans byggðu og halda fyrirlestur um stærðfræðinám, sem hann kallaði „stærðfræðinám í samhengi (teaching mathematics in context)“, en hann var haldinn í Kennaraháskóla íslands síðastliðinn miðvikudag. Sólberg er prófessor við Háskólann í Alberta (University of Alberta) í bænum Edmonton, Kanada og er sérsvið hans stærðfræðikennsla. Hann hefur kennt kennaranemum við þann skóla í 20 ár. Starf hans er einkum fólgið í að undirbúa þá fyrir stærðfræðikennslu í efri bekkjum grunnskóla og menntaskóla. Vestur-Islendingurinn Sólberg hefur heimsótt ísland nokkrum sinnum í gegnum tíðina, en ekki ferðast um landið að ráði síðan 1966, er hann leitaði að ættingjum hér á landi, auglýsti m.a. eftir þeim í Morgunblaðinu. dæmi til að leysa. En það er að sama skapi erfítt að setjast niður með krökkunum og tala um stærð- fræðina, leiða þau inn í heim rök- hugsunar og sýna þeim fram á hve stærðfræðin getur verið skemmtilegt viðfangsefni." Stærðfræði fyrir alla Er ekki fólk oft hrætt við stærðfræðina? „Það er auðvelt að loka augun- um fyrir stærðfræðinni. Hún er langt frá þvi að vera auðveld við- fangs, fólk rekur oft oft í vörðum- ar strax í byijun verkefnis. Það sem er þó meginviðfangsefni okk- ar, sem kenna þessi fræði, er að koma stærðfræðinni til allra. Það er ætíð mest talað um stærð- fræðiséníin sem þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Við beinum augum okkar að hinum, þ.e. þeim sem þurfa að velta dæmunum iengur fyrir sér. Það verður æ mikilvægara að sem flestir kunni eitthvað fyrir sér í stærðfræði þeg- ar tæknin tekur slíkum framforum sem raun ber vitni. Því má stærð- fræðikennari ekki gefast upp á einstökum nemendum þó þeir eigi erfítt með að skilja viðfangsefnið. Hlutverk hans er einmitt að gefa öllum sinn skerf af fræðigreininni. Ástæðan fyrir því orði sem fer oft af stærðfræðinni, þ.e. að hún sé of erfíð, leiðinleg o.s.frv., stafar í mörgum tilfellum af röngum kennsluaðferðum, þar sem við- komandi hefur á námsárum sínum ekki fengið tækifæri til að kafa nógu djúpt undir yfírborðið." Nú stendur til að sýna kvik- mynd í einu kvikmyndahú- sanna, sem fjallar einmitt um þetta viðfangsefni, stærðfræði- kennslu. „Já, sú kvikmynd er byggð á sönnum atburðum. Stærðfræði- kennari í Bandaríkjunum tók upp nýstárlegar kennsluaðferðir í bekk sínum. Þær aðferðir byggðust að mestu leyti á samvinnu. Nemendur voru ekki hver í sínu homi að glíma við verkefnin, heldur leystu þau í sameiningu og ræddu ýmis vandamál sem upp komu við kenn- arann. Einnig voru haldnir fundir á kvöldin fyrir þá sem það vildu og dæmatímar. Bekkur þessi kom mjög vel út hvað kunnáttu varð-' aði, ekki síst ef tekið var tillit til þess að nemendumir voru áður nefndir tossar, sem enginn gæti bjargað. Þama kemur að enn einu atriði sem ég legg einnig mikið upp úr. Það er samvinna nemenda. Böm og unglinga skortir oft sjálfstraust og gengur illa að vinna hvort í sínu lagi. Þá er tilvalið að vinna saman að verkefnum, t.d. með því að mynda hópa innan bekkjarins." Breytingnm illa tekið „Allar þessar breytingar þyrftu að verða sem fyrst. Það sem stend- ur gegn þeim er þó fyrst og fremst fólkið sjálft. Ég hef fundið fyrir því, m.a. hér á landi, að almenn- ingur vill ekki breytingar á náms- skipulagi. Dæmið að framan um bandaríska stærðfræðikennarann er að mörgu leyti fyrirmynd að því sem gæti orðið alls staðar. Hann hafði þó það sem fæstir kennarar hafa, þar á meðal hér á íslandi, að mér skilst, en það er svigrúm til athafna. Ef stærð- fræðikennari hér á landi ætlaði að bylta gömlu kennslufyrirkomu- lagi á þennan hátt, er ég hræddur um að fljótlega myndu foreldram- ir eða fulltrúar skólakerfisins hnippa í hann og segja: „Svona var þetta nú ekki í minni tíð og hef ég ekki borið skaða af þeirri kennslu sem þá tíðkaðist." Það ber þó samt sem áður brýna nauðsyn til að breyta stærðfræði- kennslu í samræmi við breyttan tíðaranda. Nú þurfa allir á sínum stærðfræðiskammti að halda." Þjóðlagasöngur Að lokum, heyrst hefur að þú hafir í eina tíð sungið þjóð- lög inn á hljómplötu? Sólberg er brosmildur maður og nú hlær hann hjaitanlega. „Já, það er rétt og kom hún út að mig minnir árið 1972. Ég frétti að hún hefði verið mikið spiluð í útvaipinu á sínum tíma, mig minnir að Jón Múli hafi oft spilað eitt lagið í þáttum sínum. Þar söng ég um íslenska náttúru og þjóða- reinkenni, en ég hef alltaf verið heillaður af sérkennum í landslagi íslands og sögu. Eins og áður sagði var oft talað um Island í uppvexti mínum og er ég sannar- lega hreykinn af uppruna mínum. Það sama er að segja um aðra Vestur-íslendinga. Flestir þeirra heimsækja ísland einhvem tíma. Ekki spillir fyrir viðmót lands- manna í okkar garð.“ Viðtal: Jóhannes Kári Kristins- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.