Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B 189. tbl. 76. árg._________________________________SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Zia forseti hylltur sem píslarvottur Morgunblaðið/Snorri Snorrason * __ > LAGT UT A POLLINN A AKUREYRI Vopnahlé Persaflóastríðsins virt af báðum stríðsaðilum Islamabad, Reuter. MOHAMMAD Zia-ul-Haq, forseti Pakistans, var hylltur sem píslar- vottur í gaer þegar útför hans fór fram f einni stærstu mosku heims í Islamabad. Líkkista Zia var sveipuð pakist- anska fánanum og á henni var hers- höfðingjahúfa hans þegar hún var flutt á fallbyssuvagni 'til Paisal- moskunnar í Islamabad. Tugir þús- unda syrgjenda voru á götum höfuð- borgarinnar og söngluðu: „Zia lifír. Píslarvottar deyja ekki.“ Leiðtogar fímmtíu ríkja voru með- al viðstaddra, auk helstu framá- manna í Pakistan. Benazir Bhutto, leiðtogi stjóraarandstöðunnar í Pa- kistan, var þó ekki viðstödd. Nikósíu, Reuter. VOPNAHLÉ, sem bindur enda I á hið átta ára langa Persaflóa- stríð írans og íraks, hófst á I laugardagsnótt og sagði eftir- I litslið Sameinuðu þjóðanna að það væri haldið af báðum aðil- I um. „Allt stendur sem stafur á I bók og útlitið er gott,“ sagði írski ofurstinn William Phillips, | sem er í hinu 350 manna eftir- litsliði SÞ. „í dag náðum við vopnahléi," sagði Ali Akbar Rafsanjani yfir- maður íranska hersins í ríkisút- varpi landsins. „Engin brot á vopnahlénu eiga að eiga sér stað á vígvöllunum og Guð forði þvi að svo mikið sem einni kúlu verði hleypt af í ógáti.“ Að sögn sérfræðinga hefur um ein milljón manns fallið í stríði þjóðanna, en þær hafa nú tekist á í átta ár með öllum tiltækum vopn- um: sprengjum, stórskotaliði, eld- flaugum og efnavopnum. Irakar reyndu þegar á vopna- hléð og sendu olíuskipið Ain Zada með 18.000 tonn af hráolíu af stað út Persaflóa. Frá upphafi stríðins hindruðu íranir nær alla olíuflutninga íraka um Flóann og þurfti stjómin í Bagdað að reiða sig á olíuleiðslur og landflutninga til þess að koma olíuframleiðslu sinni úr landi. Bæði íran og írak hafa Qármagn- að stytjaldarrekstur sinn með olíu- útflutningi. í kjölfar vopnahlésins sigla frið- arviðræður ríkjanna, sem hefjast í Genf hinn 25. ágúst undir yfir- stjóm Javiers Perezar de Cuellars, framkvæmdastjóra SÞ. Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakíu: Mín verður minnzt sem manns, sem var málstað sínum trúr „ÉG SKRIFAÐI aldrei undir yfirlýsingu um, að gagnbylting væri yfirvofandi i Tékkóslóvakíu. Allar staðhæfingar fyrr og síðar í þá veru eru uppspuni," segir Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi komm- únistaflokks Tékkóslóvakíu, í viðtali við vestur-þýzka vikublaðið Der Spiegel í síðustu viku. Varsjárbandalagsríkin með Sovétríkin í broddi fylkingar notuðu einmitt slíka yfirlýsingu til að réttlæta innrásina í Tékkóslóvakiu 21. ágúst 1968. Vasil Bilak, einri helzti andstæð- ingur Dubceks innanlands fyrr og nú, sagði í viðtali við Der Spiegel fyrir skömmu, að Dubcek og helztu samheijar hans eins og Ludvik Svoboda forseti og Josef Smrkov- sky hefðu undirritað þessa yfirlýs- ingu á fundi í Bratislava í byijun ágúst 1968. Það hefði því legið fyrir ótvíræð viðurkenning forystu- manna umbótasinna í kommúnista- flokki Tékkóslóvakíu á því, að gagnbylting væri á næsta leiti í landinu, er Varsjárbandalagsríkin sendu heri sína inn í landið. „Þessar staðhæfingar Bilaks eru lygar og sér í lagi svívirðilegar gagnvart mönnum eins og Svoboda og Smrkovsky, sem báðir eru látn- ir og geta þvl ekki borið hönd fyr- ir höfuð sér,“ segir Dubcek. Rekur hann síðan efrii yfirlýsingar fund- arins í Bratislava og segir þar hvergi vera minnzt á gagnbyltingu, enda hefði slíkt verið ástæðulaust með öllu. „ — Mín verður minnzt sem manns, sem var trúr sjálfum sér og málstað sínum. Ég lét ekki kaupa mig til að falla frá því að fordæma innrásina. Ég kaus heldur að láta reka mig úr flokknum," segir Dubcek, sem lýsir innrásinni á þann veg, að hún hafi verið „til- eftiislaus og brot á þjóðarétti". Sem kunnugt er, var Alexander Dubcek í forystu fyrir Vorinu í Prag árið 1968, en henni lauk með innrás Varsjárbandalagsins. Dub- cek var þá handtekinn og fluttur nauðugur til Moskvu. Hann er nú 66 ára að aldri og býr í Bratislava. Sjá ennfremur „20 ár liðin frá innrásinni i Tékkóslóvakíu" á síðum 32 og 33. Alexander Dubcek. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu i Brat- islava. Sprengjutilræði IRA: 7 breskir hermenn farast Omagh á Norður-írlandi, Reuter. SJÖ breskir hermenn fórust og 29 slösuðust í sprengjutilræði i gær og hafa ekki jafn margir breskir hermenn farist í árás á Norður-írlandi i hartnær áratug. írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti yfir ábyrgð á tilræðinu. Hermennimir fórust þegar sprengja sprakk í langferðabifreið við vegarbrún ekki langt frá bænum Omagh skömmu eftir miðnætti. Her- mennimir voru á leið þangað úr leyfi á Englandi. Tveggja metra djúp hola var á veginum eftir sprenginguna og þeir sem fyrstir komu að töldu undur og stórmerki að ekki hefðu fleiri farist. Líkamsleifar hermanna voru sagðar hafa dreifst um 45 til 90 m2 svæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.