Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 39
gget T81J3Á .IS fffJDAflUMVPJS .QMAJHýíTJOaöM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
8S
39
GuðmundurKr. Símon-
arson — Kveðjuorð
Fæddur 22. ágúst 1897
Dáinn 14. ágúst 1988
Ég sit við gluggann og horfi á
hlýtt og mjúkt síðsumarrökkrið
færast yfir. Hugurinn dvelur við
minningu góðs vinar sem kvaddi.
mig hinstu kveðju fyrir fáum dög-
um. Ég er að tala um tengdaföður
minn, hann Guðmund Kr. Símonar-
son á Holtsgötunni. Mikið finnst
mér yfirbragð dánardagsins bera
sterkt svipmót æviferils Guðmund-
ar.
Þetta var sólbjartur sunnudagur,
hlýr og glaðlegur. Stormar voru
víðsfjarri og allir gátu treyst hug-
þekkum andblæ dagsins allt til
kvölds. Lífsferill Guðmundar og
lífsstíll voru með sama hætti. Hann
lagði ætíð gott til mála, ætlaði eng-
um manni annað en hið besta, beitti
sér lítið í stormasömum átökum
mannlífsins, en var glaðvær, bjart-
sýnn og hress, og umfram allt var
hann öllum góður.
Guðmundur fæddist að Götu í
Holtahreppi þann 22. ágúst 1897.
Hann ólst upp í Meiri-Tungu í sömu
sveit, en fluttist til Reykjavíkur lið-
lega tvítugur, nam sútaraiðn og
lauk prófi í þeirri starfsgrein.
Fljótlega snéri hann sér að verzl-
unarstörfum, sem urðu hans ævi-
starf langan starfsdag. Þar sem
annars staðar naut hann einstakra
vinsælda sakir greiðvikni og ljúf-
mennsku. Þekktastur mun hann þó
fyrir langan og farsælan söngferil
sinn. Guðmundur hafði mikla og
háa náttúrutenórrödd og var í ára-
tugi eftirsóttur kórmaður. Söng-
rödd sinni hélt hann ótrúlega vel
til æviloka. Hann söng t.d. einsöng
við messugjörð í Landsspítalanum
mánuði fýrir andlát sitt, þá tæplega
91 árs.
En þó sönglistin væri áhugamál
hans og lífsfylling, féll hin sanna
lífshamingja honum í skaut með
öðrum hætti. Hann kynntist ungri,
fallegri stúlku frá Stokkseyri.
Magnea Gísladóttir hét hún, og
varð lífsförunautur hans upp frá
því.
Samlíf þeirra varð einn bjartur
sólskinsdagur sem stóð í 50 ár.
Milli þeirra' varð meiningamunur
ósennilegur, ósamkomulag óhugs-
andi. Heimili þeirra varð bústaður
friðar og gleði. Magnea andaðist
fyrir aldur fram árið 1974. Þar
varð mannskaði. Hún var einhver
yndislegasta kona sem ég hef
þekkt. Þau eignuðust þijú böm sem
öll hafa varðveitt eðliskosti foreldra
sinna, og eru talin eftir aldursröð
þessi: Hulda, eiginkona höfundar
þessara lína. Gyða, gift Haraldi
Baldurssyni, og Adolf, kvæntur
Erlu Þórðardóttur. Barnabörnin eru
átta talsins og barnabarnabörn tvö,
sem öll hafa verið umvafin ástúð
Guðmundar og kærleika frá fæð-
ingu.
I þau fjórtán ár sem liðin eru frá
andláti Magneu hefur Guðmundur
haldið heimili sitt án aðstoðar, en
með mikilli rausn, og fremur verið
veitandi en þiggjandi, þar til fyrir
rúmum tveimur mánuðum.
Nú er hann horfinn og háa húsið
hans við Holtsgötuna er svipminna
en áður. Kirkjan hans, sem hann
sótti hvern helgidag í u.þ.b. sjötíu
ár, hefur einhveiju tapað líka.
Við sem stóðum honum næst
höfum mikið misst, en okkur hefur
einnig hlotnast mest. Ég trúi því
að við höfum orðið betra fólk vegna
samvistanna við Guðmund og
Majgneu.
I minningunni eru þau umlukin
hlýju sólskini.
Alla tíð munu þau eiga virðingu
mína og þakklæti.
Kristján Benjamínsson
Kveðjuorð frá Gömlum
Fóstbræðrum
Guðmund Kr. Símonarson vant-
aði aðeins nokkra daga til að ná
91 árs aldri. Við starfslok á sl. vori
var horft með tilhlökkun til æfinga
komandi hausts. Þar verður breyt-
ing á. Þessi síungi og starfsglaði
níræði félagi okkar mætir ekki til
æfinga. Við söknum hans allir.
Þessu verður ekki breytt. En á tíma-
mótum sem þessum er gott að eiga
góðar minningar. Og þær eru ófá-
ar. Guðmundur gerðist ungur félagi
í Karlakór K.F.U.M., sem nú er
Karlakórinn Fóstbræður. Og að
starfsdegi loknum með starfandi
kórnum sótti hann manna best æf-
ingar hjá Gömlum Fóstbræðrum,
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sfmi 681960
Konur
sem reka lítil fyrirtæki eða
hyggjast stofna fyrirtæki:
Nú hefjumst við handa á ný
Námskeiðið Stofnun og rekstur
fyrirtækja verður haldið
29. ágúst tii 3. september
Námskeiðið fer fram í kennslusai
Iðntæknistofnunar í Keldnaholti.
Þátttaka tilkynnist í síma 687000.
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
rekstrartæknideild.
sem er félagsskapur, reyndar kór
eldri féiaga sem kjósa að starfa
saman, syngja og gleðjast. Einu
sinni Fóstbróðir alltaf Fóstbróðir.
Guðmundur var einstaklega vel
af Guði gerður. Trúmennska og
gamansemi voru ríkir þættir í eðlis-
fari hans. Hann var gæddur hetju-
tenórrödd, sem hljómaði af krafti
en jafnframt af mýkt. Og hæstu
tónar voru ekkert vandamál. Við
minnumst Guðmundar á gleðistund-
um þegar hann átti það til að syngja
„Tonerna" og Carl Billich hækkaði
tóntegundina við hvert uppklapp.
Mátti þá heyra að háa C-ið var
engin hindrun. Lipurð og líkamleg-
ur styrkleiki Guðmundar var með
ólíkindum. í skemmtiferðum Fóst-
bræðra átti hann það til að bregða
sér á handahlaup sem mun vera
gömul og kannski liðin íþróttagrein.
Söngur Guðmundar hljómaði
víðar en með Fóstbræðrum. í ára-
tugi söng hann í Dómkórnum. Hann
söng með ýmsum organistum, Sig-
fúsi Einarssyni, Kristni Ingvars-
syni, Páli ísólfssyni, Sigurði Isólfs-
syni og Ragnari Björnssyni. Þegar
Guðmundur hætti að syngja með
Dómkórnum sótti hann guðsþjón-
ustur í Dómkirkjunni, sat ávallt á
sama stað með sálmabókina sína
og söng.
Fullyrða má að líf Guðmundar
hafi verið gott líf. Má segja að
heilsuhreysti hans hafi verið ein-
stök. Skömmu eftir 90 ára afmælið
lagðist hann veikur. Guðmundi
sagðist svo frá að hann héldi að
læknarnir hafí verið að kanna hvað
lægi til grundvallar hreysti hans.
Sjálfur þakkaði Guðmundur góða
heilsu miklum söng og einkar far-
sælu og hamingjusömu íjölskyldu-
ífi. Ungur kvæntist hann elskulegri
konu sinnni, Magneu Ingibjörgu
Gísladóttur. Hún andaðist fyrir 13
árum. Huggun í harmi voru börnin
þijú, Hulda gift Kristjáni Benj-
amínssyni, Gyða gift Haraldi Bald-
urssyni og Adolf Garðar kvæntur
Erlu Þórðardóttur. Barnabömin eru
8 og langafabömin eru tveir dreng-
ir og hafði Guðmundur á orði að
þar fæm efnilegir söngmenn.
Heimili Guðmundar og Magneu
var fallegt og friðsælt. Málverk
skreyttu veggi. Sérstaklega þótti
Guðmundi vænt um stórt Kjarvals-
málverk. Meistari Kjarval gaf Guð-
mundi verkið í þakklætisskyni fyrir
að syngja betur en aðrir.
Við Gamlir Fóstbræður þökkum
samfylgdina og biðjum honum og
fjölskyldu hans farsældar og Guðs
blessunar.
Niðurfærsluleið?
á amerísku húsgögnunum í þrjá daga, mánudag til
miðvikudags, og reiðhjólum „16-20“.
Ath!
Aðeins í þrjá daga
Rauðviðar- og
Resingarðhúsgögn, sem
þola að standa úti.
Opið virka daga frá kl. 10-18. skeifunni 3G
Símar 686337 og 686204.