Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 25 gjafa og ég hafði engan tíma til að búa nokkuð annað til. Ég varð ákaflega fegin þegar þessu lauk.“ Skemmtilegt að vinna með rakú leir Anna fæst aðallega við tvenns konar leirmunasmíði. Hún smíðar mest úr venjulegum steinleir en einnig úr svokölluðum rakú leir sem krefst sérstakrar meðhöndlunar. „Þegar ég smíða úr venjulegum steinleir þá byrja ég á að hnoða leirinn og renna svo úr honum. Flestir hlutimir mínir eru renndir að einhveiju leyti nema veggmynd- imar sem em alveg handunnar. Oft em hlutimir renndir og settir svo saman. Þetta gildir til dæmis um styttur þar sem höfuð, búkur og hattur em renndir sér og síðar límdir saman. Þegar rennslu er lokið er hlutur- inn látinn þoma og verða leður- harður. Þá má taka á honum, bæta á hann aukahlutum og ganga alveg frá honum undir brennslu. Nú þarf hluturinn að fullþurrkast og það tekur þijá til sjö daga. Að því loknu er hann brenndur fyrri brennslu eða hrábrennslu eins og hún er kölluð. Svo er hluturinn gletjaður og skreyttur, brenndur í seinna skiptið og þá er hann loks tilbúinn." Þegar unnið er með rakú leir er aðferðin alveg sú sama fram að glemngsbrennslunni. „Rakú leir er grófari og gljúpari en sá venjulegi. Eftir gleijun er hann brenndur í 900 gráður. Þá er hann tekinn úr ofninum og skellt í flát með sagi. ílátinu er lokað og eldurinn í leimum látinn kafna í saginu. Loks er hluturinn settur í kalt vatn og látinn kólna." Að sögn Önnu er þessi aðferð í upphafi komin frá Tíbet. Kínveijar bjuggu teskálar sínar til úr rakú leir því hann leiðir illa hita. Þeir gátu því haldið á skálum með sjóð- andi heitu te án þess að brenna sig. „Það sem mér finnst mest spenn- andi við rakú er að maður getur ekki ákveðið fyrirfram áferð þess hlutar sem maður er að búa til. Hlutir með samskonar gleijun geta haft gersamlega ólíka áferð. Áferð- in fer eftir því hvenær maður tekur hlutinn úr ofninum og það er oft mjög spennandi að sjá hvað kemur út. Þeir hlutir sem teknir em fyrst út em yfírleitt fallegri en þeir sem teknir em út nokkram sekúndum síðar vegna þess að á þessum stutta tíma lækkar hitastigið í ofninum mjög og áferðin breytist. Allur leir sem ég vinn úr er inn- fluttur. Ef til vill væri mögulegt að búa til hluti úr íslenskum leir en hann þarf að hreinsa svo mikið að ég held að það svari ekki kostnaði. Viss eftirsjá í sumum hlut- um Anna kveðst líta á keramikina sem_ listiðn. „í mínum huga er keramikin handverk og ég vil að fólk líti á þetta sem einhverskonar listiðn. Margir halda að maður geti verið fijáls og stjómað vinnu sinni alveg sjálfur. Sannleikurinn er sá að mað- ur verður að halda sig að þessu ef eitthvað á að ganga og í Reykjavík vann ég alltaf frá níu til fímm. Hér smíða ég á morgnana og hef gall- eríið opið eftir hádegi. Stundum er þó hringt sérstaklega og ég beðin að hafa opið á öðmm tímum. Ef fólk er duglegt er hægt að tóra af leirmunasmíðinni. Það em þó ekki ný sannindi að enginn verður feitur af því að vera listamaður á íslandi." Anna segist sjaldan finna til eft- irsjár með þeim hlutum sem hún býr til og selur. „Auðvitað er viss eftirsjá í sum- um hlutum. Hún er þó misjöfn og fer eftir því hve mikla vinnu ég hef lagt í þá. Einstaka hluti tími ég alls ekki að selja og slíka hluti gef ég oft Pétri. Auðvitað þýðir samt lítið að hugsa alltaf svona þvi ef maður tímdi aldrei að selja neitt þá færi maður jú á hausinn!" Texti og myndir: Helgi Þór Ingason. Ferðalag aldraðra á vegnm Dóm- kirkjunnar Dómkirkjusöfnuðurinn efnir til síns árlega sumarferðalags fyrir aldraða sóknarmeðlimi miðviku- daginn 24. ágúst nk. Lagt verður af stað frá Dómkirkjunni kl. 13.00. Ekið verður að Gullfossi og Geysi og þar dmkkið kaffí. Síðan verður ekið heim á leið um Laugarvatn og Þingvelli. Þátttökugjald í þessari ferð er 500 krónur. Þátttaka óskast tilkynnt mánudag- inn 22. ágúst í síma 12113 milli kl. 14.30 og 17.00. (Fréttatilkynning) Dómkirkjan í Reykjavík. FARSIMINN ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBÚNAÐ OG SKYRAN HLJOM □ Sérstaklega hannaður til að þola hnjask □ 100 númera minni □ Hægt að nota tvö símtól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð □ Sérhannaður fyrir framtíðar- möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð frá kr. 120.900,- (Stofngjald (il Pósts og síma kr. 9.125) Laugavegi 170-172 Simi 695500 MManHanaaááÉMÉaaÉÉááááAiááÉÉÉÉÉÉaÉaÉM v -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.