Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 4

Morgunblaðið - 21.08.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 Ársþing alþjóð- legra skurðlækna ÁRSÞING International Surgic- al Group, sem er alþjóða félags- skapur skurðlækna fer fram í Reykjavík dagana 20.—22. ágúst. Meðlimir eru um 100 frá 15 þjóðlöndum. Þrír íslendingar eru meðlimir í þessu félagi, Hjalti Þórarinsson prófessor, yfirlæknir á Landspít- ala, Gunnar H. Gunnlaugsson, yfirlæknir skurðdeilda Borgarspít- ala og dr. med. Friðrik Einarsson, Sjómenn á skuttogurum reykja fyrir 100 milljónir Grindavík. EF SJÓMENN á öllum skut- togurum, stórum og smáum, hættu að reykja og legðu upphæðina fyrir spöruðust 100 milljónir króna á einu ári eða sem svarar góðum frystitogara á þremur árum. Sú venja tíðkast hjá útgerð- um skuttogara að sjá um inn- kaup á tóbaki fyrir áhafnir skipanna og síðan selja skip- stjórar eða stýrimenn til ein- stakra skipverja úti á sjó. Á einni útgerðarskrifstofu fóru starfsmennimir að velta þessu dæmi fyrir sér og kom- ust að því að venjulegur mán- uður hjá áhöfn eins skuttogara í reyktóbaki, sígarettum og vindlum gerði um 50.000 krónur. Þeir fundu einnig út að stórir sem smáir skuttogar- ar teljast um 150 alls, sam- kvæmt sjómannaalmanakinu og gerir þá reykingadæmið úti á sjó hjá sjómönnum á skuttogurum hátt í 100 millj- ónir króna á ári eða sem svar- ar góðum frystitogara á þriggja til fl'ögurra ára fresti. Þeir treystu sér hins vegar ekki til að reikna áfiram út reykingadæmið hjá loðnuskip- um og öllum smærri bátum en það hlýtur að vera há upp- hæð 8em brennur upp ef allur fiotinn væri tekinn inn í mynd- ina. - Kr.Ben. fyrrverandi yfirlæknir Borgarspít- ala. Markmið félagsins er að stuðla að framförum í skurðlækningum með því að skiptast á skoðunum og miðla reynslu í starfi og rann- sóknum. Ennfremur stuðla að auk- inni rannsóknarstarfsemi, bættri kennslu og verklegri þjálfun upp- rennandi skurðlækna. Lögð er áhersla á að siðareglur lækna séu hafðar { hávegum. 47 félagsmenn munu sitja þing- ið og koma flestir með maka. Þá munu 7 íslenskir sérfærðingar flytja erindi á þinginu. Ráðstefnu- gestir verða því rúmlega 100. Forseti þingsins er Hjalti Þórar- insson prófessor og er það haldið á Hótel Loftleiðum. INNLENT íslendingur með ballett- flokki í Seoul JÓHANNES Pálsson, ballett- dansari, dansar nú með „Uni- versal Ballet Company“ S Seuol í Suður Kóreu. Dansflokkur- inn hefur undirbúið dagskrá í tengslum við Ólympíuleikana sem hefjast S Seoul í septem- ber. Jóhannes hefur dansað með þessum flokki síðan í vor og um skeið í fyrra. Þá tók hann meðal annars þátt í sýningarferðalagi um lönd Austur-Asíu, Singapúr, Malasíu, Filipseyjar og Japan. „Universal Ballet Company" hef- ur á að skiþa þijátíu dönsurum sem flestir eru Kóreumenn, utan Jóhannesar og tveggja Banda- ríkjamanna. Nú eru fleiri gestir S Seoul en iþróttamenn sem taka munu þátt S Ólympíuleikunum. Þetta auglýsingaskilti frá „Universal Ballet Company" blasir við á götum borgarinnar, með mynd af Jóhannesi Pálssyni, ballett- dansara. Geðdeild Landspítalans: Endurhæfíngardeild lok- að um óákveðinn tíma Rekstrarvandi geðhjúkrunarsviðs mikill STJÓRN LandspStalans ákvað nýverið að loka endurhæfingardeild geðdeildar Landspitalans á Kleppi um óákveðinn tima. Deildina átti að opna eftir sumarlokun 28. ágúst næstkomandi en hætt var við það og má búast við að deildin opni ekki aftur fyrr en um áramót. Að sögn Þórunnar Pálsdóttur, hjúkrunarforstjóra geðdeilda Lands- pítalans, er gripið til aðhaldsaðgerða þar sem kostnaður við rekstur geðþjúkrunarsviðs LandspStalans er nú þegar orðinn 23 mil\jónum króna meiri en gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlun. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspftalanna, segir að erfiðlega hafi gengið að manna geðdeildir vegna lítils framboðs á faglærðu starfsfólki. „Greiðslur vegna yfir- vinnu hafa síst minnkað frá þvf f fyrra, en þá hafði verið rætt um að sérstaklega mikið yrði um yfír- vinnu vegna skattlausa ársins." Davíð var inntur eftir því hvort ætlunin væri að loka fleiri deildum Rfkisspitalanna í ár. „Ég á ekki von á því,“ svaraði hann. „Vandinn hef- ur verið mestur f rekstri geðhjúkr- unarsviðs og það var mat stjóm- enda geðdeildanna að illskásti kost- urinn væri að fresta opnun endur- hæfíngardeildar, þar sem sumarlok- un stóð þar yfir. Reksturinn verður að miðast við það að sprengja ekki þann ramma sem fjárlög setja okk-. ur, en hins vegar verður að vega og meta í hvert skipti hvar við get- um sparað f rekstri.“ Að sögn Morgunblaðið/PPJ Viðgerðirá Reykjavíkurflugvelli Viðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Ekki hafa orðið neinar tafir á flugi vegna þessa þar sem hægt hefur verið að beina flugumferð á aðrar brautir en þær sem unnið hefur verið við hveiju sinni. Davíðs hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær endurhæfing- ardeildin verði opnuð á ný. í máli Þórunnar Pálsdóttur, hjúkrunarforstjóra, kom einnig fram að illa gengi að fá jafnt fag- lært sem ófaglært starfsfólk til starfa. „Margir gegna hlutastörfum sem þýðir að launakostnaður vegna yfirvinnu er mikill. Þetta er víta- hringur sem erfítt er að losna úr, en ég vonast til þess að hægt verði að opna deildina sem fyrst,“ sagði Þórunn. Tómas Helgason, yfirlæknir geð- deilda Landspftalans, segir starfs- heimildir ekki nægar til að halda úti fullum rekstri geðdeildanna. „Aðhaldsaðgerðir voru nauðsynleg- ar til að spara í rekstri,“ sagði Tómas. „í vor voru 19 starfandi við hjúkrun á endurhæfingardeildinni en starfsheimildir aðeins til fyrir 14.“ Aðspurður um hvemig ætti að sinna þeitn ^júklingum sem áður hafa leitað til endurhæfingardeildar sagði Tómas að sjúklingum yrði sinnt á dagdeildum og á göngudeild geðdeildar Landspítalans. Ráðstaf- anir hafa verið gerðar vegna bráða- þjónustu og sagði Tómas að um þessar mundir væri unnið að lag- færingum á húsnæði fyrir bráða- þjónustuna. „Þetta er ein af 5 deildum Kleppsspítalans þar sem endur- hæfing fer fram. Þama em 12 rúm og undanfarið hafa 10-11 verið nýtt, enn fremur má það koma fram að sjúklingar vom útskrifaðir þegar deildinni var lokað í júnímánuði," sagði Tómas. „Það lá beint við að hætta við að opna deild sem þegar hafði verið lokað, þó illt sé.“ Að sögn Tómasar verður sjúklingum hjálpað á öðmm deildum og með öðmm ráðum. Auk þeirra endur- hæfingardeilda sem em á geðdeild Landspítalans á Geðvemdarfélag íslands 22 rúm til endurhæfíngar geðsjúkum á Reykjalundi og telur Tómas að hugsanlega mætti nýta þau rúm betur en gert hefur verið. „Ég er mjög óánægð með lokun deildarinnar og tel að hér hafi ekki verið rétt staðið að verki,“ sagði Salbjörg Bjamadóttir, deildarstjóri endurhæfíngardeildarinnar á Kleppi, í samtali við Morgunblaðið. „Deildin hefur verið vel rekin og við höfum reynt okkar ýtrasta til að koma til móts við kröfúr spftala- stjómar um aðhald í rekstri." Sal- björg segir endurhæfingardeildina hafa nokkra sérstöðu innan geð- deilda Landspftalans. Meðferð sjúklinga og starf sé þar skipulagt langt fram f tímann, auk þess sem deildin sé hin eina sinnar tegundar hér á landi. Fram kom í máli Sal- bjargar að starfsfólki endurhæfing- ardeildar hafi verið boðnar aðrar stöður við spítalann en ekki væri búist við því að deildin opnaði aftur fyrr en um áramót. Haft var samband við Ingólf Sveinsson, geðlækni, sérfræðing á endurhæfingardeildinni. „Þetta lítur ekki vel út,“ sagði Ingólfur. „Stjómendur spitalans virðast ekki tilbúnir til að ræða um hagræðingu í rekstri og þess vegna er gripið til þess ráðs að loka deildum. Heil- brigðismál hér á landi em komin f hrikalegar ógöngur og að mínu áliti er eina leiðin út úr þeim að taka heilbrigðisþjónustuna úr höndum ríkisins. Illa reknir spítalar sem veita slæma þjónustu viðhalda ekki jöfnuði, því að réttur þeirra sem em hjálpar þurfí er enginn.“ Kviknaði i hlöðu í Borgarfirði Á JAFNASKARÐI í Stafholtst- ungum í Borgarfirði kviknaði í hlöðuþaki á sjöunda tímanum á föstudagskvöld en verið er að innrétta 3 íbúðir í hlöðunni. Slökkviliðinu í Borgarfirði tókst að slökkva eldinn um níuleytið í gærkvöldi. Hlöðuþakið er ónýtt en öðm tókst að bjarga. Eldurinn kom upp f timb- urgrind í þakinu en orsök elsupp- takanna er ókunn. Öll hús á Jafna- skarði em vátryggð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.