Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 Systraminning: Olafía Haraldsdóttir Lovísa D. Haraldsdóttir Ólafía: Fædd 29. maí 1923 Dáin 22. ágiist 1987 Lovísa Dagmar: Fædd 2. maí 1922 Dáin 1. júní 1988 I fáum orðum vil ég minnast móðursystra minna tveggja, en þær veiktust af sama sjúkdómi snemma á síðastliðnu ári og létust með nokk- urra mánaða millibili. Það voru þær Ólafía og Lovísa Dagmar Haraldsdætur frá Skeggja- stöðum í Garði. Lóa, eins og hún var ætíð kölluð meðal ættingja og vina, fæddist 29. maí 1923 en lést 22. ágúst 1987, en Lúlla, eins og Lovísa Dagmar var ávallt kölluð, fæddist 2. maí 1922, en lést 1. júní síðastliðinn. Þær voru dætur hjónanna að Skeggjastöðum í * Garði, þeirra Bjargar Ólafsdóttur, f. 19.4. 1889, d. 13.4. 1949, en þar var hún fædd og uppalin, og Haraldar Jónssonar, f. 14.3. 1882, d. 8.3. 1951. Var hann ættaður frá Klausturhólum í , r^irimsnesi. Þau Björg og Haraldur bjuggu allan sinn búskap að Skeggjastöð- um í Garði. Stundaði Haraldur sjó- sókn, en drýgði tekjur heimilisins að öðru leyti með nokkrum búskap. Þeim hjónum varð sjö barna auð- ið, eitt lést í frumbernsku, en ungan son sinn, Gunnar Ólaf, f. 26. sept- ember, misstu þau í hafið, er hann fórst með vélbátnum Eggert, þann 24. nóvember 1940. Systkinin frá Skeggjastöðum, sem eftir lifa, eruJón.f. 11.8. 1916, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Ingveldi Jónsdóttur, þau búa að Skeggjastöðum; Guðmunda (Stella), f. 11.4. 1920, saumakona, gift Leifi Björnssyni, múrara. Þeirra heimiii er í Hafnarfírði; Hulda, f. 7.7. 1929, talsímakona, gift Einari Mýrdal, skipasmið á Akranesi. Systkinin á Skeggjastöðum ólust upp við umhyggju og ástríki for- eldra sinna, en lífsbarátta þeirra hófst snemma og þurftu þau að leggja sitt af mörkum heimilinu til farborða. Var slíkt algengt á þeim árum. Afí minn og amma voru ekki efnuð, en höfðu þó nóg fyrir sig + Systir mín og vinkona okkar, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR kennari, verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Ingibjörg Pólsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. SÍMONARSON, Holtsgötu 12, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Hulda Guðmundsdóttir, Kristjón Benjamínsson, Gyða Guðmundsdóttir, Haraldur Baldursson, Adolf Guðmundsson, Erla Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON fyrrverandi sfmritari, Kambsvegi 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Matthildur Þórðardóttir, Leifur Þórarinsson, Inga Bjarnason, Kristján Árnason, Sigrfður Ásdfs Þórarinsdóttir, Oddur Ólafsson og barnabörn. i Ástkær eiginmaður minn, faðir, mágur, sonur, tengdasonur, bróðir og GUÐMUNDUR THORSTEINSSON bifreiðastjóri, Dvergabakka 34, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Eli'sabet Jónsdóttir, Hallveig Guðmundsdóttir, Jóhannes Freyr Guðmundsson, Sigurveig Halldórsdóttir, Hallur Hermannsson, Þóra Ágústsdóttir, Jón Jónsson, Stefán Skaftason, Sigrfður Hermóðsdóttir, Halldór Skaftason, ína Gissurardóttir, Gyða Thorsteinsdóttir, Rósa Thorsteinsson. Þökkum auðsýnda samúö við andlát og útför INGIBJARGAR HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmóður. Fyrir hönd systkina og barnabarna, Ingi B. Jónasson, Kristrún Gestsdóttir, Kristján Jónasson, Sóley Jóhannsdóttir. Ólafía Haraldsdóttir og sína. Voru þau hjálpsöm ná- grönnum sínum og máttu ekkert aumt sjá. Hirði ég ekki um að greina hér frá öllum þeim sögum, sem mér hafa verið sagðar í þeim efnum. Ungar að árum kynntust Lóa og Lúlla lífsförunautum sínum. Árið 1950 giftist Lóa Alexander Magn- ússyni, skrifstofumanni í Keflavík, og bjuggu þau alltaf á Suðurnesj- um, fyrst í Njarðvík, en síðar reistu þau sér hús á Faxabraut 1, Keflavík, þar sem þau bjuggu, þar til Alexander féll frá langt fyrir aldur fram árið 1979, aðeins 56 ára að aldri. Fráfall Alexanders varð mikið áfall fyrir Lóu frænku mína, enda hafði verið mjög kært með þeim hjónum, en bömin reyndust henni einstaklega vel og höfðu við hana náið samband. Síðustu árin meðan heilsa leyfði starfaði hún á Keflavíkurflugvelli. Böm Lóu og Alexanders em þessi: Eygló, f. 1948, skrifstofu- maður hjá lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli, gift Ragnari Haukssyni. Eiga þau þrjá syni: Gunnar Ólafur, f. 1949, fiskitækn- ir. Hann á tvö böm; Sæmundur, f. 1950, smiður, kvæntur Rut Þor- steinsdóttur; Haraldur, f. 1951, póststarfsmaður, kvæntur Halldóm Jónsdóttur. Eiga þau tvo syni; og Alma, f. 1957, sjúkraliði, gift Guð- mundi Þóri Einarssyni. Eiga þau tvo syni. Öll systkinin búa á Suður- nesjum nema Gunnar, sem býr í Reykjavík. Lúlla giftist árið 1944 Gísla Hall- dórssyni, skipstjóra, frá Vömm í Garði. Snemma reistu þau hús á Suðurgötu 43, Keflavík og bjuggu þar, unz þau fluttu á Birkiteig í Keflavík fyrir fáum ámm. Þeim varð úögurra bama auðið. Elsta barnið, drengur, fæddist andvana. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvöld tit kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. i- % Lovísa D. Haraldsdóttir Hin em: Kristjana Björg, f. 1949, rekur efnalaug í Keflavík, gift Ólafí Eggertssyni og eiga þau tvo syni; Helga Guðrún, f. 1951, skrifstofu- maður. Á hún tvö böm; Haraldur, f. 1959, smiður, kvæntur Þorbjörgu Þórarinsdóttur. Þau búa í Noregi, en dæturnar búa á Suðurnesjum. Lúlla hafði mikið og gott sam- band við böm sín og bamaböm. Mikill gleðidagur varð í lífí Lúllu á síðastá sumri, þá fársjúk, er hún fékk tækifæri til að halda undir skírn nýfæddri sonardóttur sinni, er hlaut nafn hennar. Síðustu mán- uði Lúllu hjúkraði Gísli konu sinni á heimili þeirra af slíkri umhyggju, að vart verður á betra kosið og sýnir það bezt mannkosti hans. Fyrstu minningar um frænkur mínar, er ég var lítil og bjó að Skeggjastöðum hjá afa mínum og ömmu, em þær, að frænkur mínar vom þá enn í foreldrahúsum sem ungar stúlkur, sem mér þóttu svo fallegar og leit einatt til þeirra sem eldri systra, meðan ég dvaldi að Skeggjastöðum. Síðar, er ég bjó hjá foreldrum mínum í Hafnarfirði, minnist ég greinilega heimsókna þeirra. Var þá oft glatt á hjalla, þegar þær Skcggjastaðasystur hittust og hleg- ið var og gert að gamni sínu. Sam- band þeirra systra var mjög einlægt og einstaklega hlýlegt. Báðar höfðu þær Lóa og Lúlla skemmtilegt skopskyn og vom ófeimnar við að segja skoðanir sínar, einkum í sambandi við þær sjálfar. í fjölskylduboðum vom þær ómissandi. Vom þar hrókar alls fagnaðar og ófeimnar v;ð að segja skoðanir sínar, þó aldrei á særandi hátt. Alls þessa sakna ég. Blessuð sé minning þeirra. Guðrún Leifsdóttir Minning: Haraldur Sigurmunds- son á Fossá Fæddur 2. ágúst 1902 Dáinn 15. ágúst 1988 Halli, þegar Badda systir hættir að vera hjá þér í sveit, má ég þá koma í staðinn? Þetta er með því fýrsta sem ég man eftir í samskipt- um mínum við Halla frænda á Fossá. Ég hafði þurft að manna mig talsvert upp, til að fara inní hjónaherbergið í gamla bænum og bera upp þessa spumingu. Skömmu áður hafði ég nefnilega orðið þess áskynja, að það var vissara að hafa sig hæga, ef Halli varð reiður. Siggi frændi hafði tekið sig til og reynt að sigla á saltfiskhleranum niður ána. Saltfískurinn sem átti að vera í matinn þann daginn, hafði að sjálf- sögðu leitað uppmna síns í sjónum. Halli varð ævareiður yfir uppátæk- inu. Seinna komst ég að því, að hann varð örsjaldan reiður, var í raun einstakt ljúfmenni í allri umgengni. í augum bamsins em allir yfir tvítugt gamlir, ellin bara mislangt gengin. Halli var í mínum augum gamall, góður og fallegur maður. Fallegur já, útitekinn, móeygður, með hvítt hrokkið hár og vinalegur á svipinn. Það var líka svo margt sérstakt í fari hans. Glansderhúfan, vestið með svörtu gljáandi silki- baki, úrið í keðju úr hnappagatinu í vestisvasann. Hann signdi sig áður en hann fór í hreina nærskyrtu. Hann átti sér skeið, sér disk, sér bolla. Það var þó nokkur kúnst að leggja á borð á þeim bæ, í þá daga. Halli hafði frábært lag á bömum og unglingnm. Með honum urðu verkin áhugaverð og skemmtileg. Hann tók sér tíma til að útskýra hlutina og flanaði ekki að neinu. Eitt sinn fékk ég að fara með hon- um á Hákoníu að vitja selanetanna. Ég sótti fast að fá að prófa að róa, en ekki taldi hann það nú ráðlegt. Fyrst skyldum við vitja netanna. Legsteinar Framleiðum aliar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof ________um gerð og val legsteina. ÍB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA H SKBvWUVEGI 4Ö SiMI 76877 Síðan réri hann rólega en örugglega út undir Hörgsnes. Við drógum upp netin og lögðum þau aftur. Veiðin var þrír kópar. A heimleiðinni lét hann þó eftir mér að fá að róa. Eitthvað hefur nú áralagið verið undarlegt hjá mér, en ekki gerði Halli veður úr því. Hann settist í skutinn með þriðju árina og stýrði heim, raulandi í lágum hljóðum. Hann kunni mikið af gömlum kveð- skap. Eina stöku man ég öðrum betur, sennilega vegna þess að ég skildi hana ekki. Hún hljóðar svo: Aldan brestur og fram freyðir, froðu i kesti setur. Strengjahestur áfram æðir eins og mest hann getur. Því skildi hesturinn hafa ætt út á haf, hugsaði ég. Halli útskýrði fyrir mér að strengjahestur merkti bátur og þar með varð stakan auð- skilin. Sem fullorðin manneskja. starf- andi kennari, finn ég hvao ég er rík að hafa fengið að njóta sveita- vistar hjá fjölskyldunni á Fossá í sjö sumur. Þar lærði ég meira um lífið og tilveruna, en hægt er að nema af nokkurri bók. Haraldur Sigurður Sigurmunds- son fæddist 2. ágúst 1902. Hann tilheyrði því kynslóð sem nú er smám saman að kveðja lífið. Kyn- slóð sem líklega hefur lifað mestu þjóðfélagsbreytingar í sögu þjóðar- innar. Kynslóð sem einkenndist af kjarki og dugnaði og á allar þakkir skildar af okkur sem byggjum þetta land í dag. Fari frændi í friði. Stína Signrleifs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.