Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 í Reykjavík þykir ekkert tiltökumál að búa í húsum sem hituð eru upp með vatni. Heita vatnið er í augum Reykvíkinga sjálfsagður hlutur á sama hátt og kalt drykkjarhæft vatn úr krönunum þykir sjálfsagður hlutur. Engu að síður er notkun jarðhitavatns til húshitunar sjaldgæf ef litið er til umheimsins. Sérstaða íslands felst í því að landið liggur á virku eldfjallasvæði. Fyrstu boranir eftir heitu vatni til húshitunar í Reykjavík voru gerðar við Þvottalaugarnar árið 1928. Þar fengust 14 lítrar á sekúndu af 87 stiga heitu vatni sem leitt var I nýreista sundhöll borgarinnar og tU að hita sjúkrahús, tvo skóla og um 70 íbúðarhús. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrstu boranirnar fóru fram. Nú þjónar Hitaveita Reykjavíkur líka Kópavogi, Haf narfirði og Garðabæ auk þess sem hún selur vatn í MosfeUsbæ, Kjalarneshrepp og Bessastaðahrepp. Alls njóta 130.000 manns hita frá veitunni eða um 53% landsmanna. Þetta eru margir viðskiptamenn og þeim fer ört fjölgandi. Hitaveita Reykjavíkur þarf því sífeUt að leita að nýjum svæðum til vatnsöflunar. Nýjasta dæmið um þessa viðleitni er jarðvarmavirkjunin að NesjavöUum en fyrsti áfangi hennar verður tekinn í notkun á árinu 1990. Jarðhitasvæðin á höfuðborgarsvæðinu teljast tU lághita. Þar er hiti lægri en 150 gráður og vatnið nýtanlegt beint til húshitunar og þvotta. Háhitasvæði eru bundin við virk eldgosabelti. Vatn þeirra er heitara en 200 gráður og svo ríkt af gasi og steinefnum að það verður ekki nýtt beint í hitaveitur. Hár gufuþrýstingur og mikil varmaorka gera þau hins vegar eftirsóknarverð til raforkuframleiðslu, iðnaðar og upphitunar fersk vatns til húshitunar. Nesjavellir eru hluti af Hengilssvæðinu sem er eitt af stærstu háhitasvæðum landsins. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð á Nesjavöllum fyrir skömmu og ræddi þá m.a. við Egil Jónsson staðarverkfræðing. Texti og myndir: Helgi Þór Ingason. Fylgst með framkvæmdum Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum Helstu mannvirki á Nesjavöllum. Hægra megin við miðju sjást stöðvarhúsið og útblástursháfurinn en vinstra megin við miðjuna má m.a. sjá tilraunastöðina. Vinnubúðirnar eru fyrir ofan stöðvarhúsið á myndinni. Rekstur á að hefjast 1990 -Rætt við Egil Jónsson staðarverkfræðing AÐ sögn Egils Jónssonar staðar verkfræðings á NesjavöUum eru framkvæmdir við virkjunina nú í fullum gangi. Unnið er við að klæða og gera stöðvarhúsið fokhelt, verið er að steypa grunn skiljustöðvar og ganga frá lóð og umhverfi stöðvarhússins. Að auki verða á þessu ári steyptar undirstöður fyrir dælustöð við Grámel þar sem köldu vatni verður dælt að stöðvarhúsinu. Framkvæmdir við virkjun- ina hófust í fyrrasumar er reistar voru vinnubúðir fýrir 80 manns auk mötu- neytis. Þá var einnig byij- að á stöðvarhúsinu og uppsteypu þess lokið siðastliðið vor. Að auki var að mestu lokið við að leggja gufu- lagnir frá borholunum flórum sem tengdar verða í fyrsta áfanga. Fýrir áramót var lokið við 560 fermetra birgðaskemmu. í haust og á næsta ári verður lokið við alla pípu- lögn á svæðinu. Tæki í stöðvarhúsi % verða sett upp og húsið innréttað. Lokið verður við dælustöðina við Grámel og einnig 6 km vatnslögn þaðan og upp í stöðvarhús. Síðla næsta árs eru fyrirhugaðar prófanir og stilling á búnaði virkjunarinnar og gert er ráð fyrir því að rekstur heflist fyrri hluta árs 1990.“ Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns var ráðin sem aðalráðgjafi við hönnun orkuversins. Aðrir ráð- gjafar þar eru verkfræðistofumar Fjarhitun, Rafteikning, Rafhönnun auk arkitektanna Jósefs Reynis og ' Reynis Vilhjálmssonar. Verkfræði- stofan Fjarhitun var ráðin sem aðalr- áðgjafí við hönnun aðveituæðarinnar en aðrir ráðgjafar þar eru Rafhönnun og fyrmefndir arkitektar. Tilraunir með nýja gerð varmaskipta í stuttu máli má lýsa orkuverinu á Nesjavöllum á eftirfarandi hátt. Gufa úr borholum er leidd í skiljur þar sem vatn er skilið frá gufu. Þá er gufan leidd áfram í stöðvarhúsið þar sem hún hitar upp kalt vatn sem dælt er úr borholum við Grámel, skammt frá Þingvallavatni. Vatnið nær 83 gráðu hita og því er dælt til Reykjavíkur inn á hitaveitukerfíð. Þó Hitaveita Reylqavíkur standi fyrir framkvæmdum á Nesjavöllum vinna fáir af starfsmönnum hennar við þær. Allar framkvæmdir eru boðnar út og verkhlutar eru í höndum verktaka og undirverktaka. Nokkrir starfsmanna Hitaveitunnar vinna þó við tilraunastöð sem komið var á fót árið 1974 og annast eftirlit og við- hald borhola. Þeir sjá einnig um rekstur gufutúrbínu til framleiðslu á rafmagni sem notað er á svæðinu. í tilraunastöðinni eru einnig gerðar tilraunir með sérstaka gerð varma- skipta. „í framtíðinni er stefnt að nýtingu vatnsins sem kemur upp með guf- unni. í því er kísill og ekki er hægt að nýta hita skiljuvatnsins í hefð- bundnum varmaskiptum vegna út- fellingavandamála. I tilraunastöðinni Egill Jónsson verkfræðingur. í baksýn er ein af borholunum sem nýttar verða f fyrsta áfanga Nesjavallaviijunar. eru gerðar tilraunir með sérstaka varmaskipta. Þessir varmaskiptar eru búnir stálkúlum sem berast áfram með vatnsstraumnum og beija kísilútfellingar jaftióðum í burtu." Aflmiklar borholur Boranir á Nesjavöllum hófust árið 1965 og lauk borun fímmtu holunnar árið 1972. Sú hola var jafnframt fyrsta djúpa rannsóknarholan, 1800 metrar á dýpt. Allar þessar holur voru boraðar nærri yfirborðsjarð- hitanum innst í Nesjavalladalnum vestanverðum. Eftir tíu ára hlé hóf- ust boranir að nýju haustið 1982 og borun átjándu holunnar á Nesjavöll- um var lokið haustið 1986. FVá 1972 voru allar rannsóknar- holumar á Nesjavöllum hannaðar þannig að þær gætu einnig nýtst sem vinnsluholur. Boranir gengu mjög vel og afkastageta borhola er mun meiri en björtustu spár sögðu til um í upp- hafí. Þess má geta að í einni hinna 18 borhola mælist tæplega 400 gráðu hiti en það er mesti hiti sem mælst hefur í slíkri borholu í heiminum. í fyrsta áfanga Nesjavallavirkjun- ar verða fjórar borholur nýttar og tengdar við stöðvarhúsið. Tvær þeirra eru nálægt stöðvarhúsinu en ÓGNARKRAFTUR í IÐRUM JARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.