Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988
59
ar mig svolítið. En á hinn bóginn,
vill maður ekki alltaf það sem mað-
ur getur ekki fengið? Maður þarf
að sætta sig við hvemig maður er.
Mér fínnst áberandi hvað kröfur
fólks em að aukast varðandi hús-
næði, bíla og þess háttar. Þetta er
orðið svo gegndarlaust að ég er að
velta því fyrir mér hvar þetta end-
ar, springur þetta ekki bara með
hvelli einn góðan veðurdag?
Hestamennska skipar
veigamikinn
sess í mínu lífi
Hestamennskan er mér mjög
dýrmæt, ég er búin að vera í henni
síðan ég var tólf ára. Vinkona mín
á þijá hesta og hefiir leyft mér að
nota þá að vild, ég er óskapiega
heppin með það því sportið er mjög
dýrt.
Hestar eru yndisleg dýr og mér
Hður hreint dásamlega þegar ég er
á baki. Þegar maður kemur úr
stressinu úr vinnunni og er kominn
á bak er það líkt og að fara í heit-
an pott eða gufubað, öll streita og
leiðindi ijúka úr manni um leið.
Umhverfið skiptir miklu máli þegar
farið er í reiðtúr. Ég myndi til
dæmis ekki vilja fara ríðandi niður
Laugaveginn eða um borgina, það
þarf að vera falleg sveit, íslensk
I náttúra í kringum mig.
Morgunblaðið/Einar Falur
Mig langar mjög mikið að fara
í langar ferðir á hestum, allt upp í
hálfan mánuð eins og menn gera
iðulega á sumrin. Ég hef hinsvegar
farið í styttri ferðir eins og á Þing-
velli, það hefur verið stefnan undan-
farin sumur að komast þangað á
hestum. Annars er sumarið bara
ónýtt. Svo fer ég öðru hvoru á
hestamannamót, til að hitta fólk
og sjá fallega og vel þjálfuð hross.
Ég njyndi samt aldrei fara út í
hestamennsku sem keppnisíþrótt
sjálf held ég.
Ég á ábyggilega eftir að fá mér
hesta f framtíðinni, þegar ég er
búin að fá mér íbúð og orðin vel
sett kona. íbúðin er þó næsta mál
á dagskrá, ég tek þetta allt mjög
svo skipulega!
Áhugamálin eru fleiri
Svo eru það skíðin, þau eru
skemmtileg. Ég fór til Italíu á skíði
núna í vetur og þáð var í fyrsta
skipti sem ég fór gagngert til út-
landa til að iðka þetta sport. Skíðin
eru samt ekki mikilvægari fyrir
mig en það, að ég myndi aldrei fara
í brekkumar í vondu veðri, þá færi
ég frekar á hestbak og geri það
sama hvemig viðrar. Svo reynir
maður að halda sér í formi og fer
í sund og líkamsrækt í hverri viku
ef hægt er.
Menningin
Mér fínnst ég ekki hafa nógu
mikið vit á menningunni. Finnst
mjög gaman að sækja leikhús og
geri mikið af því, en tónleika og
myndlistarsýningar fer ég lítið á.
Ég hef árskort hjá Þjóðleikhúsinu
og sá nánast allt þar síðasta vegur.
Vesalingamir vom eina stykkið sem
ég var hrifín af, hin fannst mér
missa marks hjá mér. En af því að
vinnan hjá mér er nokkuð óregluleg
er erfitt að ná að sjá allt það sem
ég þó gjaman vildi sjá.
Svartsýnir íslendingar
Auðvitað hefur maður áhuga á
því hvemig landinu er stjómað, ég
hef bara ekkert álit á þessum mönn-
um sem um stjömvölinn halda. Það
virðist vera sama hvað gert er, það
gengur ekkert upp. Það hlýtur bara
að vera svona ofboðslega erfítt að
stjóma þessu landi!
Svo finn ég fyrir yfírþyrmandi
neikvæðni í öllum fjölmiðlum sem
hafa fréttir í sinni umfjöllun . Er
fólk svona svartsýnt eða hvað? ís-
lendingar eru að mfn mati mjög
þungir og svartsýnir að eðlisfari og
þar hefur veðráttan líklega sitt að
segja. Ég gleðst alltaf mikið þegar
ég hitti bjartsýnt og kátt fólk sem
reynir að sjá ljósu punktana í tilver-
unni. Sérstaklega fólk sem á virki-
lega bágt og erfítt, en sér þrátt
fyrir öll sín vandræði bjartar hliðar
á lífinu. Það eru allir alltaf kvart-
andi yfír öllu, bölsýnin ræður ríkjum
og ég og aðrir gemm okkur hlutina
helmingi erfiðari en ella með þess-
ari svartsýni.
Maður þarf að sætta sig við
hvemig maður er og hvemig maður
hefur það. Atriði númer eitt, tvö
og þijú.
Áfram veginn
Ef ég stefni á eitthvað þá tekst
mér það venjulega. Og það er nú
vegna þess að áður en ég tek mér
eitthvað fyrir hendur, þá hugsa ég
— get ég það eða ekki? — Eg æði
aldrei út í neitt án þess að vera
100% viss um að ég geti gert hlut-
ina. Skyndiákvarðanir era ekki mín
deild.
Ætli mín stefna sé ekki sú að
lifa lífínu vel á meðan maður hefur
það til umráða. Ég er afskaplega
ánægð með hlutina í dag, tel mig
vera í góðri vinnu, er að byija að
koma góðu þaki yfír höfuðið og á
stjórkostlega vini og fjölskyldu.
Ég er ekkert að flýta mér að
leggja einhveijar ákveðnar línur inn
í framtíðina enda hef ég nægan
tíma framundan.
S.Á.
K
I ristján Andri
Stefánsson er 21 árs Reykvíkingur.
Kristján starfar í elsta húsi á ís-
landi. Gömlu fangelsi sem nú hýsir
Forsætisráðuneytið. Mér lék for-
vitni á að vita í hveiju starf hans
fælist í forsætisráðuneytinu?
Öll störf mín í forsætisráðuneyt-
inu era trúnaðarmál. En burtséð
frá því þá felst starfíð aðallega í
undirbúningi alls konar. Það er
gífurlegur undirbúningur sem
liggur að baki opinberra heim-
sókna og ýmissa móttaka. Auk
þess er þetta almenn skrifstofu-
vinna og mikið er unnið á tölvur.
Kristján Andri dvaldi á Spáni
sem skiptinemi 1985—86. Ég bað
hann að segja mér eitthvað frá
þeirai dvöl.
Ég var mjög heppinn með allt.
Dvaldi hjá Qölskyldu í Sevilla. Fjöl-
skyldan var í góðum efnum en
skólinn sem ég sótti var ekkj í
eins góðu hverfi og ég bjó í. Ég
kynntist því báðum hliðunum.
Annars var skólinn mjög góður
og kennararnir góðir.
. Ég ferðaðist síðan um Spán.
Alla Andalúsíu og ég fór nokkrum
sinnum til Madríd og Barselona. í
fyrra var mér boðið aftur til Spán-
ar til að taka þátt í námsstefnu.
Námsstefnan var haldin i löngu
oft til Spánar og tala alltaf spænsku
við mömmu. Eg lærði spænsku á
undan íslensku. Okkur fínnst alveg
sjálfsagt að tala spænsku. Það kem-
ur oft undranarsvipur á fólk þegar
við eram að tala spænsku.
Á ekki að kenna Andreu Björk
spænsku?
Ja, ég tala oft við hana spænsku
en Hjördísi líst ekkert á það og hún
er a.m.k. harðákveðin í því að litla
stúlkan okkar læri íslensku fyrst.
Ég er alveg sáttur við það, segir
Hannes og brosir.
Ertu pólitískur Hannes?
Nei, ekki núorðið. Þegar ég var
í menntó var ég mjög vinstrisinnað-
ur en áhugi minn á pólitík hefur
minnkað. Móðir mln barðist í borg-
arastyijöldinni á Spáni 1936—39
gegn Franco. Hún starfaði mest
sem hjúkranarkona en barðist und-
ir lokin í svokölluðum götuvígum.
Að lokum flúði hún til Frakklands
vegna þess að allir andstæðingar
Francos vora teknir af lífí. Margir
ættingjar mínir vora líflátnir á þess-
um tíma. Það er einungis um tvennt
að velja. Annaðhvort varstu með
Franco eða á móti. Bræður börðust
og í mörgum tilvikum börðust faðir
og sonur. Þetta vora mjög slæmir
tímar á Spáni.
Erað þið eitthvað farin að spá í
framtíðina?
Ég ætla í spænsku við Háskóla
íslands, utanskóla með vinnunni í
tollinum. Uphaflega var þetta nú
þannig að ég ætlaði að verða lög-
fræðingur og Hjördís ætlaði að
verða læknir en þetta hefur breyst.
Getið þið sinnt áhugamálum í
miðjum búskapnum?
Það gefst lítill tími fyrir þau. Ég
æfí að vísu fótbolta með Armanni.
Við eram í íjórðu deild en það
munaði einungis einu stigi að við
kæmumst í þriðju deild. Við voram
sem sagt í toppbaráttunni í fjórðu
deildinni. Annars er ég sjónvarps-
sjúklingur og hlusta mikið á út-
varp. Eftir að við fóram að búa
föram við næstum ekkert út að
skemmta okkur. Það er meira um
það að vinir eða kunningjar komi í
heimsókn og við sitjum oft fram á
nótt og ræðum málin, segir Hannes.
Ég hef ekki lesið blöðin síðan
Ándrea fæddist, bætir Hjördís við.
Á ekki að fara að gifta sig?
Ja við lifum í synd. Það liggur
ekkert á. Tíminn mun leiða það í
ljós, segja ungu hjónakomin ef svo
má kalla þau að lokum. Gangi þeim
vel.
AGB
u U u
Ég gleðst alltaf mikið Bræður börðust og í Égfann oft til van-
þegar éghitti bjartsýnt mörgum tilvikum börð- máttar þegar fólk
og kátt fólk sem reynir ust faðir og sonur. spurði um ísland. Fólk
að sjá Ijósu punktana í Þetta voru mjög slæmir sem þekkirlandið ekki
tilverunni. SérstakJega tímar á Spáni. neitt spyrlíka svo ótrú-
fólk sem á virkilega legra spurninga. ímér
bágt og erfitt, en sér HANNES INGI GUÐMUNSSON HJÖRDÍS KJARTANSDÓTTIR kviknaði löngun til að
þrátt fyrir öll sín vand kynnast öllu er varðar
ræði bjartar hliðar á
lífinu.
KRISTJÁN ANDRI STEFÁNSSON
KARA PÁLSDÓTTIR
U
u
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
yfírgefnu klaustri í Asturías.
Þama var samankomið fólk víðs
vegar úr heiminum og hópurinn
sem ég var í lagði áherslu á mann-
fræði. Hvemig fólk hefði haft það
þama i gegnum aldimar. Við stúd-
eraðum einnig þjóðsögur. Af
hvaða rótum þær vora sprottnar
og hvemig þær hafa viðhaldist
meðal þjóðarinnar. Einnig sam-
skipti fólks af landsbyggðinni í
mörgum tilvikum.
Þetta hefur veríð lærdómsrík
ferð? - "
Já, en á Spáni uppgötvaði ég
að það land sem maður ósjálfrátt
kynnist best er manns eigið land.
Ég fann oft til vanmáttar þegar
fólk spurði um ísland. Fólk sem
þekkir landið ekki neitt spyr líka
svo ótrúlegra spuminga. í mér
kviknaði löngun til að kynnast öllu
er varðar landi og þjóð og geta
svo miðlað þeiri kunnáttu minni
síðar í lífínu. Ég fór því í Leiðsögu-
skóla Ferðamálaráðs 1987. Nám-
skeiðið sem ég var á var haldiö í
framhaldi af leiðtogafundinum.
Enda búist við nokkurri aukningu
ferðamanna til landsins. Það var
mikil keyrsla og þetta var strem-
bið. Til að byija með vora fyrir-
lestrar um hin ýmsu málefni. T.d.
jarðfræði, dýralífíð, jurtalífíð, sög-
una og bókmenntimar og fleira.
Það var miðað við það að maður
kynni skil á öllu er varðaði fsland.
Eftir hvem áfanga voru löng próf
sem m.a. fólust í því að við ferðuð-
umst um suðausturhomið í rútum
og áttum að kunna skil á öllu sem
fyrir augu bar.
Hvemig gekk I prófunum.'^
Ágætlega. Ég útskrifaðist með
leiðsögumannsréttindi en þar sem
ég hef verið í fullu starfí í ráðu-
neytinu hef ég ekki enn starfað
beinlínis við leiðsögustörf. Ég hef
farið í styttri ferðir og nokkrar
einkaferðir.
Þú sagðir mér að þú hefðir ver-
ið á námskeiði á vegum Rauða
krossins. Hvemig fór það fram?
Þetta námskeið var fyrir sjálf-
boðaliða sem höfðu áhuga á því
að fara til Eþíópíu og vegum
Rauða krossins og var haldið í
mars 1988. Við vorum valin 16
til að fara á þetta námskeið sem
fór fram í tveim hlutum. Fyiv’l^
hlutinn var á Flúðum og seinni
hlutinn í Reykjavík. Við lærðum
ýmislegt, sem viðkom Rauða
krossinum, landinu og íbúum þess.
Þetta verkefni sem Rauði krossinn
hefur tekið að sér nú byggist á
vemdun vatnsbóla í miðhluta
Eþíópíu, reyna að minnka landeyð-
ingu og þriðji hluti verkefnisins
heilbrigðisfræðsla. Þetta er á byij-
unarstigi en fjórir hafa verið vald-
ir til að fara út á eins árs tíma-
bili. Framtfðin sker úr um hvort
fleiri verða valdir.
Ef þú yrðir vaiinn til starfa
i þriðja heiminum værirðu
reiðubúinn að fara?
Já, ég hef áhuga á slíku starfí.
Að vinna á þessum vettvangi. Það
er göfugt starf sem er unnið í
þriðja heiminum. Veitir manni
lífsfyllingu og viðkynningu við
heim ólíkan okkar.
AGB