Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 ■ Götumynd frá Prag ð innrásardaginn. Sovézkur skriðdreki sóst fyrir miðju, en eldur hefur verið borinn að tveimur öðrum sovózkum hervögnum. Þessi mynd er frá AP-fróttastofunni. unga fólkiðj sem tók þátt í þessum aðgerðum. I Prag urðu mestu átökin við útvarpsbygginguna, en hún var einn af þeim stöðum, sem Rússar reyndu hvað fyrst að ná á sitt vald. ■ Gegn ofríki gleymskunnar. Myndin er úr safni Ijósmynda, sem gefið var út undir þessu nafni. Sænskur Ijósmyndari, Sune Jonsson, tók þessa mynd í Prag á innrásardaginn. ■ Mynd af veggspjaldi, sem skýrir sig sjálft. Grein- arhöfundur tók þessa mynd á fyrstu dögum her- námsins í Prag. hennar og bannaði í reynd starfsemi hennar. Menningarfrelsi var innleitt á ný. Nú átti ekki framar að þurfa leyfí til að stofna félög í því skyni að vinna að sameiginlegum áhugamálum. Skátahreyfing landsins og hvers kon- ar félög áhugafólks tóku til starfa að nýju. Svo langt var gengið, að öðrum stjómmálaflokkum en kommúnista- flokkn'um var veitt leyfí til sjálf- stæðrar starfsemi. Þeir urðu að vísu að starfa innan svokaliaðrar Þjóð- fylkingar, þar sem kommúnistar voru enn alls ráðandi, en grundvöllurinn var lagður að kerfi, þar sem stjóm- málafíokkamir vom fleiri en einn. Það var ekki einu sinni áskilið, að þeir væm sósíalískir. Allir gengu þó út frá því sem gefnu. Eitt átti að haldast óhaggað og það var hið só- síatíska hagkerfí. Atvinnutækin áttu að vera áfram í eign ríkisins. Eins var með langmestan hluta alls hús- næðis og raunvemlega allt land. Miklar umbætur í efnahagsmálum vom þó ráðgerðar. Lögð skyldi meiri áherzla á að hvetja einstaklinginn til meiri og betri afkasta. Nú skyldu menn valdir í ábyrgðarstöður í at- vinnulífinu eftir getu og hæfileikum og það átti ekki að duga lengur að vera bara dyggur fíokksmaður. Forysta Dubceks Allar þessar breytingar áttu sér stað á 8 mánuðum. Þetta er skamm- ur timi. í fararbroddi fyrir þessari frelsisþróun var framar öðmm einn maður, Alexander Dubcek. Hann safnaði um sig hópi manna, sem vom jafn fijálslyndir og hann og hóf stórfelldar umbætur innan flokksins. Á flokksþinginu i janúar þetta ár tókst honum að tryggja sér ömggan en nauman meirihluta innan forsæt- isnefndar flokksins og hóf sfðan með ótrúlegum hraða að hrinda í fram- kvæmd þeim breytingum í átt til frelsis, sem raktar hafa verið hér að framan. Dubcek tókst að gerbreyta við- horfi almennings til kommúnista- flokks landsins. Flokkurinn hafði verið gersamlega rúinn öllu fylgi og stuðningi landsmanna, en undir for- ystu Dubceks tók hann að stóreflast á ný og varð nú það afl í landinu, sem flestir settu traust sitt á. Kommúnistaflokkurinn hafði held- ur ekki afsalað sér neinu af valdi sínu. Allar staðhæfingar andstæð- inga frelsisþróunarinnar um gagn- byltingu vom því Qarri lagi og í eng- um tengslum við vemleikann. Flokk- urinn réð öllu og var eftir sem áður jafn samofínn allri þjóðfélagsbygg- ingunni og hún var samofin honum. Frelsisþróunin í landinu hafði ekki vestrænt lýðræði að leiðarljósi, enda þótt mannréttindi væm þar innleidd í ríkara mæli en nokkm sinni hefur þekkzt í kommúnistariki. En eftir því sem frelsisstefnunni óx ásmegin í Tékkóslóvakiu, jókst tortryggnin innan Varsjárbandalags- ins og þá einkum í Sovétrikjunum og Austur-Þýzkalandi. Þar var þvi haldið fram, að gagnbylting væri í undirbúningi f Tékkóslóvakiu. í fjöl- miðlum þessara landa var hafinn linnulaus áróður gegn Tékkóslóvakfu og þvi haldið fram, að gagnbyltingar- menn hefðu f hyggju að komast til valda þar í landi með aðstoð Banda- amanna og Vestur-Þjóðvetja. júlímánuði magnaðist þetta áróð- ursstrið enn. Sá orðrómur fékk byr undir báða vængi, að Sovétrfkin og fylgiríki þeirra hygðust gera innrás í Tékkóslóvakfu. En þá var blaðinu skyndilega snúið við. Því var lýst yfir, að æðstu valdamenn Sovétrfkj- anna og Tékkóslóvakfu myndu koma saman til fundar f Ciema, litlum smábæ f austurhluta landsins, og leysa ágreiningsmál sfn. Svo var að sjá, sem leiðtogar Tékkóslóvakfu hefðu haft sigur á þessum fundi, þvf að tortryggnis- raddimar lægði í blöðum og öðrum fjölmiðlum Austur-Elvrópu. En þetta reyndist skammgóður vermir. Austur í Moskvu var stjómmálaráð komm- únistaflokksins kallað saman með leynd og þar lagt á ráðin um að gera innrás í Tékkóslóvakíu. Innrásin hófst svo skömmu fyrir miðnætti aðfaranótt 21. ágúst Hún hafði verið undirbúin með mikilli leynd og var gerð f mikilli skynd- ingu. Þvf kom hún fbúum Tékkóslóv- akfu gersamiega á óvart. Kvöldið áður hafði lffið f Prag verið fullkom- lega með eðlilegum hætti. Engin óttamerki var þá að sjá á nokkmm manni, enda grunaði engan, hvílík vá var yfirvofandi. Þegar borgarbúar vöknuðu svo upp við dmnur og vél- byssuskothríð frá sovézkum skrið- drekum, þyrmdi yfir þá. Allir vissu, að þetta þýddi endalok frelsisstefh- unnar. Innrásarliðið beitti einkum véla- herdeildum og þá fyrst og fremst skriðdrekum f sókn sinni inn í Tékkó- slóvakíu. Þeir fóra mjög hratt yfir, svo að allar helztu boigir landsins féllu svo að segja á augabragði, enda óvarðar með öllu. Stjómvöld í landinu gáfu líka strax út fyrirskipun um að veita innrásarheijunum enga mót- spymu, enda við algjört ofurefli að etja. Það kom þó til átaka og blóðsút- hellinga á mörgum stöðum S landinu, einkum f helztu borgunum eins og Prag og Bratislava. Þar reyndi fólk að sýna mótspymu nánast með ber- um höndunum. Það var þó einkum Endalok frelsisstefnunnar Innrásinni lauk með því, að Alex- ander Dubcek og helztu samheijar hans vom fluttir nauðugir til Moskvu. Þar vom þeir þvingaðir til að undirrita nauðungarsamninga, t » sem þýddu í reynd endalok frelsis- stefnunnar. Þeir fengu að vfsu að halda heim og tóku að nafninu til við völdum á ný. Öllum mátti þó vera ljóst, að sjálfstæði Tékkóslóv- akíu hafði verið fótum troðið og að þjóðin réð ekki málum sínum sjálf. Það vom Sovétmenn, sem nú réðu því, hveijir héldu um taumana jafnt í ríkisstjóm sem í kommúnistaflokki landsins. Forystumönnum frelsisstefnunnar var síðan smám saman vikið til hlið- ar og þeir sviptir öllum völdum. Dubcek var að nafninu til leiðtogi kommúnistaflokksins í um eitt ár eftir þetta, en það var ljóst, að aðrir réðu en ekki hann. Síðan var hann sendur S pólitfska útlegð til heimahér- aðs sfns f Slóvakfu, þar sem hann vann fyrir sér sem skógarhöggsmað- ur að sögn, en fékk ekki að koma nálægt stjómmálum. Að margra áliti máttu hann og aðrir forystumenn frelsisstefnunnar þakka fyrir að halda lffi. Maigir þeirra kusu að flýja til útlanda og búa þar f útlegð. I hópi þeirra var dr. Ota Sik, helzti efna- hagsmálasérfræðingur frelsisstefh- unnar, sem settist að í Sviss. Annar var prófessor Edward Goldstucker, forseti rithöfundasambands Tékkó- slóvakfu og einn helzti leiðtogi frels- isstefnunnar í menningarmálum. Hann hélt til Englands, þar sem hann hefur búið lengst af sfðan. Goldstucker kom til íslands fyrir nokkram ámm og hélt hér fyririest- ur, sem er öllum minnisstæður, er á hann hlýddu. Afleiðingar innrásarinnar létu ekki standa á sér á öllum sviðum f Tékkó- slóvakíu. Þar tóku við völdum aftur- haldsmenn, sem gerðu allt sem hægt var til að uppræta frelsissteftnma. Ritskoðun var komið á f landinu & ný og málfrelsi heft. Þeir blaða- menn, sem gagnrýndu Sovétrfkin og önnur aðildarríki Varsjárbandalags- ins, vom reknir úr starfi. Strangar reglur vom settar um ferðir til og frá Tékkóslóvakfu. Þjóðin var hneppt í fjötra á ný og nánast fangi í sfnu eigin landi. Hin einstæða tilraun Alexanders Dubcek og samherja hans til að koma á sósfalisma með „mannlegu yfirbragði" í Tékkósló- vakíu hafði þar með verið gersam- lega brotin á bak aftur. ■ Mynd þessa tók greinarhöfundur á innrásardaginn, 21. ágúst 1968, í Prag. Myndin sýnir leifar af sovézkum skotfœravagni, sem kviknaö hafði f. Vagninn var hlaðinn sprengikúlum. Þegar þœr tóku að springa hver af annarri, rigndi grjóti og logandi drasli langar lelðir og byggingarnar báðum megin götunnar stóðu fljótt í bjfirtu báll. Harmleikurinn riQaðurupp Magnús Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, var staddur ( Prag 21. ágúst 1968, er sovézkir skriðdrekar ruddust inn f borgina til að bijóta á bak aftur þá frelsisþróun, sem átt hafði sér stað ( Tékkóslóvakfu undir forystu Alexanders Dubcek, leiðtoga kommúni- staflokks landsins. í grein þessari rifjar Magnús Sigurðsson upp frelsisþróunina, lýsir innrásinni og segir frá endalokum frelsisstefn- unnar í Tékkóslóvakfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.