Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 37 Þórhildur Bárðar- dóttir- Kveðjuorð Fædd 8.júní 1916 Dáin6.júlí 1988 Látin er í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja Þórhildur Bárðardóttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Hún fæddist á Ljótarstöðum í Skaftártungu þ. 8. júní 1916. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Þórðardóttir frá Hellnum í Reynis- hverfi og Bárður Gestsson frá Ljót- arstöðum. Þegar Þórhildur var eins árs lézt faðir hennar úr erfiðum sjúkdómi, og stóð þá Guðrún móðir hennar uppi með þijú komungböm. Á heimilinu vom foreldrar Bárðar og bróðir hans, Vigfús yngri. Af þessu fólki hafði Guðrún mikla að- stoð. En haustið 1918 hófst Kötlu- gosið illræmda og gerði jarðir í Alftaveri og Skaftártungu óbyggi- legar. Því varð Guðrún að yfirgefa býlið sitt 1919. Og flutti hún þá með tvær dætur sínar suður í Álfta- ver, en sonur hennar var tekinn í fóstur í Hvammi í Skaftártungu. í Álftaverinu hóf hún störf við saumaskap og fleira. Hér kynntist hún ungum duglegum manni, Brynjólfí Oddssyni á Þykkvabæjar- klaustri. Ári síðar, eða 1920, giftist móðir Þórhildar Brynjólfí og fluttu þá mæðgumar að Þykkvabæjar- klaustri, því Brynjólfur og Guðrún tóku þar við búi af foreldrum Brynj- ólfs. Á Þykkvabæjarklaustri ólst Þór- hildur upp og átti heimili þar til fullorðinsára. Þann 5. janúar 1940 giftist Þór- hildur Símoni Bárðarsyni frá Holti í sömu sveit. Að því loknu fluttu ungu hjónin til Vestmannaeyja og hófu búskap í Garðhúsum. Símon stundaði ætíð sjóinn á þessum árum, en 1964 varð hann fyrir þeirri reynslu að missa heilsuna að nokkm leyti. Þórhildur studdi mann sinn og aðstoðaði hann eftir mætti. Á ámnum 1955 til 1958 byggðu þau Þórhildur og Símon húsið á Sóleyjargötu 5 í Eyjum, myndarlegt hús á fögmm stað. Þetta hús varð illa leikið í Heimaeyjargosinu 1973, eins og fjöldi húsa í Eyjum. En er gosinu slotaði tóku þau Þórhildur og Símon til við að endurbæta hús- ið utan og innan. Einnig var askan þrifín af lóðinni. Síðan bjuggu þau í þessu húsi á meðan Símoni entist líf, en hann lézt 10. maí 1981. Þór- hildur og Símon eignuðust tvö böm. Þau em Birgir bifvélavirki, fæddur 16. september 1940, hann er kvæntur Klöm Bergsdóttur og þau eiga þijú böm. Jóna Sigrún, fædd 15. ágúst 1945, hún er gift Eðvarð Jónssyni matsveini og eiga þau tvo syni. Börn Þórhildar og Símonar em bæði búsett í Vestmannaeyjum. Þórhildur var jarðsungin frá Landakirkju í Eyjum 16. júlí af séra Jóhanni Hlíðar. Er ég kveð þessa mágkonu mína hinztu kveðju með þessum fátæklegu orðum, þakka ég henni samfylgdina um fjömtíu og fímm ára skeið og óska henni hvíldar í Guðs friði. Stefán Nikulásson t Ástkær eiginkona mín, HILDEGARD GUÐLEIFSSON, LyngheiAi 15, Selfossi, andaðist að kvöldi 18. ágúst á gjörgæsludeild Landspítalans. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Guðmundur Guðleifsson. Skrifstofutæknir_ Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrif stof u vinnu. 1 náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptacnska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Borgartúni 28. Hvað segja þau urn námskeiðið. Sótveig Krístjánsdóttir: Síðastliðinn vetur var ég við nám hjá Töfvufræðslunni. Þessi timi er ógleymanlegur bæði vegna þeirrar þekkingar, sem ég hlaut og kemur mér mjög til góða þar sem ég starfa nú, svo og vegna andans sem þama ríkti. Þetta borgaði sig. Sigríður Þórisdóttir: Mér hefur nýst námið vel. Ég er öruggari i starfi og m.a. feng- ið stöðuhækkun. Viötæk kynn- ing á tötvum og tölvuvinnslu i þessu námi hefur reynst mér mjög vel. Maður kynnist þeim fjölmörgu notkunarmöguleikum sem tölvan hefur upp á að bjóða. Þetta nám hvetur mann einnig til að kanna þessa möguleika ogfærasérþáinyt. Jóhann B. Ólafsson: Ég var verkamaður áður en ég fór i skrifstofutækninámiö hjá Tölvufræðslunni. Ég bjóst ekki við að læra mikið á svo skömm- um tima, en annaðhvort var það að ég er svona gáfaöur, eða þá að kennslan var svona góð (sem ég tel nú að frekar hafi verið), að nú er ég allavega oröinn að- stoðarframkvæmdarstjóri hjá islenskum tækjum. Ég vinn svo til eingöngu á tölvur, en töhrur voru hlutir sem ég þekkti ekkert inná áður en ég fór i námið. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfrcmur sendur í pósti til þeirra sem þess óska HUSGAGNADEILD KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13 — 101 Reykjavík — S. 91 -625870 Nokkrar tegundir af höfða- göflum og tilheyrandi lappir eða bogar fyrirliggjandi. GÓÐ DÝNA - GÓÐ FJÁRFESTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.