Morgunblaðið - 25.08.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 25.08.1988, Síða 1
64 SIÐUR B 192. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkföllin í PóIIandi: Námamenn í fimm kola- námum hefja vinnu að nýju Varsjá. Reuter. NÁMAMENN í fimm kolanám- um í Póllandi hættu verkfalli í gær, en harðlínumenn innan Samstöðu — hinna ólöglegu verkalýðssamtaka — hvöttu til þess að gripið yrði til verkfalla í Lenín-stálsmiðjunum nærri Japani kaupir vélRusts Bonn, Daily TelegTaph. JAPANSKUR fésýslumaður hefur fest kaup á Cessnu Mathiasar Rusts, en í henni lenti Rust á Rauða torginu í Moskvu eftir að hafa komist óhindraður í gegnum loft- vamakerfi Sovétríkjanna í fyrravor. Ekki hefur verið látið uppi hversu mikið Japan- inn gaf fyrir flugvélina. Vélin, sem er einshreyfils Cessna 172 og var í eigu Flug- klúbbs Hamborgar, var á sínum tíma seld til snyrtivörufyrirtækis í Munchen fyrir litlu meira en raunvirði, en fyrirtækið notaði hana í auglýsingaskyni með litl- um árangri. Ákvað fyrirtækið því að selja vélina. Hinn nýi eigandi, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur gert ráðstafanir til þess að vélin verði flutt til Japans, en ekki er vitað hvað af henni verður þar. Rust kom heim til Vestur- Þýskalands fyrr í mánuðinum eftir að MíkhaíbGorbatsjov Sov- étleiðtogi náðaði hann. Þá hafði Rust setið af sér eitt ár af fjór- um í sovésku fangelsi. Kraká til þess að viðhalda mestu verkalýðsólgu Póllands frá ár- inu 1981, en þá lauk henni með setningu herlaga. Að sögn leiðtoga verkfalls- manna skipuðu óeirðalögreglu- þjónar námamönnum, sem voru í setuverkfalli í tveimur kolanámum í suðurhluta landsins, að fara úr þeim og voru a.m.k. sjö hand- teknir. Engu valdi var beitt við aðgerðir þessar. Lögregla greip til svipaðra að- gerða víðar, en hvergi kom til vald- beitingar. „Verkfallsástandið er riðandi," sagði Adam Michnik, einn af frammámönnum Samstöðu, í hafn- arborginni Gdansk (Danzig), en þar eru meira en 2.000 hafnar- verkamenn og skipasmiðir í verk- falli. Engan bilbug var að ftnna á Búrma: Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu: „Við verðum að láta þá lúða, sem hindra okkur og hafa komið þessu landi á vonarvöl, fá pokann sinn.“ Undir þetta tók Qöldafundur verkamanna í Gdansk hástöfum. Miðstjóm kommúnistaflokksins kemur saman til fundar um ástandið á laugardag, en stjóm- málaráð flokksins samþykkti á þriðjudag að grípa yrði hið fyrsta til nýrra ráðstafana til þess að lappa upp á efnahaginn. Hveijar þær ráðstafanir eru hefur ekki verið upplýst enn. VerkfaUsmaður í Lipcowy- námunni fær son sinn i heimsókn í gær, en um svipað leyti hófst vinna á ný í fimm kolanámum öðrum. brutust út víðtækar óeirðir og er talið að þúsundir manna hafi fallið í þeim. Með ræðu Maungs lauk dags- langri spennu í höfuðborginni, en í miðborg hennár vom allar götur stíflaðar af mótmælendum, sem hrópuðu í sífellu: „Lýðræði, lýð- ræði!“ Ljóst er af ávarpi Maungs að hann hyggst styðja tillögur um Qöl- flokkakerfi til fulls, en það var lagt til hliðar eftir valdatöku hersins árið 1962. Þá komst Ne Win, fyrr- verandi leiðtogi landsins, til valda, en hann sagði af sér 23. júlí síðast- liðinn. Maung Maung bætti við að enginn núverandi Ieiðtoga landsins gæti boðið sig fram i kosningunum, sem sigla kynnu í kjölfar þeirra breytinga í lýðræðisátt, sem hann vill koma á. Reuter Sósíalistar hyggjast ræða afnám einsflokkskerfsins Rangoon, Rcuter. LEIÐTOGAR sósíalistaflokksins i Búrma létu í gær undan þrýstingi almennings um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám eins- flokkskerfisins, sem þar hefur verið við lýði í meira en aldarfjórð- ung. Maung Maung, sem tók við embætti þjóðhöfðingja síðastliðinn föstudag, boðaði til skyndifundar flokksins hinn 12. september og verður þar ákveðið hvort efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslunnar eður ei. Maung sagði í útvarpsávarpi að hann og fleiri helstu leið- togar ríkisins myndu segja af sér ef flokkurinn hafnaði hugmyndinni. Sams konar flokksfundur og I síðasta mánuði sömu tillögu, en í Maung hefur í huga hafnaði í I kjölfar þeirrar synjunar fundarins Bandaríkjamenn tilkynna tíma- mótauppgötvun í samrunavísindum Orkan í einu vatnsglasi nægir fjölskyldu 1 tvo mánuði Rómarbore, Reuter. BANDARISKUR visindamaður skýrði frá því í gær að banda- rískum rannsóknarhópi hefði tekist að sannreyna kjarnasam- runa, en vonast er til að í framtfðinni verði hægt að beita honum til orkuframleiðslu í miklum mæli, án þess að um geislavirkan úrgang sé að ræða. Eðlisfræðingurinn Eric Storm 'T heldur hvenær við getum notfært okkur þessa tækni til þess að við Lawrence Livingstone-rann- sóknarstofuna í Kalifomíu skýrði frá tilrauninni á málþingi eðlis- fræðinga á Sikiley, en hann hafði fengið leyfí bandarískra yfirvalda ti} þess að tjá sig um málið. „Við höfum í raun sannað að samrupi getur átt sér stað. Nú snýst spumingin ekki lengur um það hvort samruni virkar eða ekki, framleiða orku mannkyni til handa." Storm sagði að með því að notfæra sér kjamorkusprengingu til þess að framleiða gífurlega röntgen-geislun hefðu þeir valdið sammna og í raun búið til „agn- arsmáa stjömu". Samruni, sem verður einungis við gífurlega hita gefur frá sér orku. Kjarnorkuhráefni til hans er óþrjótandi og ólíkt kjamaklofn- un skilar hann ekki af sér geisla- virkum úrgangi. Þorri stjömuorku kemur frá kjamasamruna. „Við erum að reyna að leika eftir Móður Nátt- úru með því að búa til litla stjömu í rannsóknarstofunni. Undanfarin ár höfum við sankað að okkur upplýsingum um þetta, sem við höfum ekki getað deilt með öðrum vísindamönnum þar til nú,“ sagði Storm. í framtíðinni verða kjamorku- sprengjur ekki notaðar til þess að valda samruna, en hennar þurfti með nú þar sem leysigeislar þeir, sem til eru, eru ekki nógu öflugir til þess að hita hráefnið svo að úr verði samruni. Hráefnið yrði vetni og nefndi Storm til við- miðunar að eitt vatnsglas hefði að geyma orku, sem nægði fjög- urra manna bandarískri fjölskyldu í um tvo mánuði. Þó eru Banda- ríkjamenn orkufrekastir Jarð- arbúa á nef hvert. Storm vildi ekki spá fyrir um hvenær samruni kynni að nýtast mönnum. „Þessar tilraunir hafa tekið mörg ár og ég get ekkert sagt frekar á þessu stigi.“ Mikil ringulreið hefur ríkt í landinu að undanfömu, en bætt hefur úr skák að sjálfboðaliðar hafa gengið í mörg störf, sem annars væri ekki sinnt. Hafa búddamunkar t.a.m. tekið' við rekstri margra stjómarskrifstofa eftir að embætt- ismenn sósíalista flúðu þær. Fyrir tveimur vikum settu ýfír- völd herlög og sendu herlið á götur Rangoon, sem skipað var að skjóta á mótmælendur, en í gær yfirgaf herinn borgina. Fjöldi mótmælenda kvaddi hermennina með handa- bandi og gætti greinilegs léttis í borginni. Það kann að há uppbyggingu lýðræðis í landinu að stjómmála- starf hefur nær gjörsamlega legið niðri í landinu í 26 ár, ef undan er skilið flokksstarf sósíalista. Eigi að síður töldu erlendir stjórnarerind- rekar að um stórt skref í rétta átt væri að ræða: „Þetta er vonargeisli í myrkrinu," sagði einn þeirra. „Þetta mun friða manninn á göt- unni nokkuð, en hvort hann er svo reiðubúinn til þess að bíða frekar eftir umbótum er annað mál.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.