Morgunblaðið - 25.08.1988, Side 24

Morgunblaðið - 25.08.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 Sovétlýðveldið Eistland: Fá ný stjómmála- samtök að starfa? Breytingar á stj órnarskrá landsins ræddar Tallinn. Reuter. SVO gæti farið að yfirvöld í Eistlandi breyttu stjórnarskrá Sovétlýð- veldisins til að ný pólitísk hreyfing, sem berst fyrir því að Eistlend- ingar öðlist meira sjálfræði, verði lögleg, að því er háttsettur embætt- ismaður kommúnistaflokksins í Eistlandi sagði í gær. Indrek Toome, ingur • flokksins í hugmyndafræð- Eistlandi, sagði að hreyfingin, sem nefnist Alþýðu- fylkingin, nyti stuðnings innan kommúnistaflokks Eistlands en væri hins vegar ólögleg samkvæmt núgildandi stjómarskrá lýðveldis- ins. Hreyfingin, sem stofnuð var fyrir fjórum mánuðum, hefur þegar fengið tvo menn kjöma í sveitar- stjómir og hefur í hyggju að bjóða fram í eistlensku þingkosningunum í haust, að sögn félaga í hreyfing- unni. „í þeim greinum stjómarskrár- innar þar sem fjallað er um stjóm- kerfið er ekkert minnst á hreyfing- ar eins og alþýðufylkinguna," sagði Toome. „Við erum raunsæismenn í stjómmálum. Komi nýjar hreyfíng- ar fram á sjónarsviðið verðum við að sjá til þess að þær verði löglegar samkvæmt stjómarskránni," bætti hann við. Toome sagði að sett hefði verið á laggimar nefnd eistlenskra lög- fræðinga og félaga f kommúnista- flokknum til að kanna málið og leggja tillögur um stjómarskrár- breytingar fyrir eistlenska þingið. Hann sagði að ekki væri ætlunin að koma á fjölflokkakerfi heldur „pólitísku fjölræði." Þessi áform endurspegla vaxandi stuðning hreyfíngarinnar meðal al- mennings og innan kommúnista- flokksins, en Alþýðufylkingin berst fyrir því að Eistland öðlist meira pólitískt, menningarlegt og efna- hagslegt sjálfræði. Hreyfingin hef- ur hafíð baráttu fyrir því að eist- neska verði opinbert tungumál í Eistlandi og dregið verði úr miðstýr- ingu frá Moskvu í eistlensku atvinn- ulífi. „Annaðhvort verðum við áfram þjónar eða gemmst sjálfráða hús- bændur í eigin landi,“ sagði Edgar Savisaar, leiðtogi hreyfíngarinnar, á fjöldafundi í Tallinn á þriðjudag- dagskvöld, þar sem minnst var 49 ára afmælis samnings Sovétmanna og nazistastjómarinnar í Þýska- landi. Samningurinn leiddi til þess að Eystrasaltsríkin Eistland, Lett- land og Litháen voru innlimuð í Sovétríkin. Fundurinn var haldinn í hljómleikahöll í Tallinn og voru um 8.000 manns í höllinni auk þess sem 5.000 hlustuðu á ræðuhöldin fyrir utan. Leiðtogar hreyfingarinnar neita því að þeir vilji aðskilnað frá Sov- étríkjunum og segjast styðja um- bótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Hreyfingin nefnist fullu nafni Alþýðufylkingin til stuðnings „perestrojku". 100.000 manns á fjöldafundi í Vilnu Nokkur þúsund félaga í álíka hreyfingum söfnuðust saman til að minnast samnings Sovétmanna og Þjóðvetja í Riga, höfuðborg Lett- lands, á þriðjudag, að sögn TASS- fréttastofunnar. Stærsti fundurinn var þó haldinn í Vilnu, höfuðborg Litháens, þar sem um 100.000 manns hlustuðu á hljóðritun af ræðu Juozas Urbsis, sem var ráð- herra í stjóm Litháens fyrir inn- limunina árið 1940. í frétt TASS segir að fjöldafund- imir í Eystrasaltsríkjunum beri vott um aukið andóf og bent er á að kröfur um aukið sjálfræði hafi ákveðnar hættur í för með sér. „Enginn kemst hjá því að taka eft- ir neikvæðri þjóðemishyggju, sem kemur aðeins þeim til góða sem beijast gegn umbótastefnu Gor- batsjovs," segir í fréttinni. Reuter Talið er að um 750 hafi farist og 1.600 slasast í jarðskjálftanum í Nepal og Indlandi á sunnudag. Mikill skortur er á hjálpargögnum ______________ í Nepal. Náttúruhamfarirnar í Nepal og á Indlandi: Fórnarlömb jarðskjálftans færri en óttast var í fyrstu Dharan í Nepal. Nýju Delí. Reuter. ERLENDAR hjálparsveitir komu i gær til jarðskjálftasvæð- anna í Nepal. Fórnarlömb skjálftans, sem varð á sunnudag og mældist 6,7 á Richter- Sovétríkin: Nefnd fjallar um nafnabreyt- ingar á bæjum o g borgum Moskvu. Reuter. SETT hefur verið á laggirnar nefnd í Sovétríkjunum til að hafa umsjón með breytingum og endurbótum á nafngiftum á bæjum, götum og byggingum, að því er segir í sovéska dag- Nagorno- Karabakh: Þúsundir manna á mót- mælafundi Moskvu. Reuter. ÞÚSUNDIR manna komu saman til fundar fyrir utan þinghúsið í Stepanakert, helztu borg héraðs- ins Nagomo-Karabakh í Sovét- lýðveldinu Azerbajdzhan, í gær og mótmæltu því að fá ekki að sameinast Armeníu. Þing Nagomo-Karabakh var kvatt saman í gær og gagnrýndu þingmenn bæði stjóm héraðsins og yfirvöld lýðveldisins fyrir að tefja fyrir framgangi sérstakrar um- bótaáætlunar fyrir héraðið. í ályktun, sem þingið samþykkti, sagði að sérstök áætlun um endur- reisn efnahagslífs í héraðinu hefði ékki skilað árangri vegna slakrar stjómunar og áhugaleysis embætt- isrpanna. í viðtali við vikublaðið Moskvu- fréttir 10. ágúst sl. sagði Genrikh Pogosjan, leiðtogi kommúnista- flokksins í Nagomo-Karabakh, að verkfóllum væri lokið í héraðinu og allar verksmiðjur væru starfræktar. blaðinu Moskovskíj Komsomo- lets. Míkhaíl Gorbanovskíj, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við dagblaðið að markmið nefndarinn- ar væri að tryggja varðveislu, end- umýjun og endurbætur á sovésk- um ömefnum og staðaheitum. „Það er nauðsynlegt að taka tillit til sögulegs, málfræðilegs og laga- legs bakgrunns þegar verið er að breyta nöfnum á götum, borgum eða bæjum. Hingað til hefur engin stofnun haft yfimmsjón með slíkum nafnabreytingum," sagði Gorbanovskíj. Sagði hann að nefndinni hefðu þegar borist hundmð bréfa frá fólki sem býr í bæjunum. Kírov, Zhanov og Kúj- byshev, er bera nöfn samstarfs- manna Stalíns. Vilja íbúar þessara bæja að nöfnunum verði breytt. Landakort ekki minnismerki „Landakort eiga ekki að vera minnismerki _um leiðtoga eða fræga menn. Ég myndi styðja það að bærinn Gagarín, sem heitir eft- ir fyrsta sovéska geimfaranum, fengi sitt gamla nafn, Gzhatsk," sagði formaðurinn. Sagðist hann telja eðlilegra að farartæki og stofnanir væm nefnd eftir mikil- mennum og sagðist hann ekki telja það niðurlægjandi þótt nöfn mikil- menna væm látin víkja fyrir uppr- unalegum staðanöfnum. í janúarmánuði síðastliðnum, var skipt um nöfn á götum og stofnunum sem bám nafh Leoníds Brezhnevs. Margar götur og bæir auk verksmiðja vom kennd við hann. Þessi sérkennilegi siður, að nefna bæi, borgir, verksmiðjur og samyrkjubú eftir stjómmálaleið- togum, varð til á stjámarárum Stalíns. Khrústsjov lét þennan sið liggja í láginni en Brezhnev var ötull við' að nefna bæi og götur eftir samstarfsmönnum sínum. kvarða, eru nú talin vera um 750. í fyrstu var talið að yfir eitt þúsund manns hefðu farist í skjálftanum. Björgunarmenn unnu að því í gær að grafa fólk úr húsarústum. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til suðvesturhluta Nepals þar sem búist er við að miklar skemmdir hafi orðið. Hercules-flutningavél breska hers- ins flutti lækna og lyf til borgar- innar Dharan í gær. Talið er að 551 Nepal-búi hafi látið lífið í jarðskjálftanum og lík 198 Indveija hafa fundist í Bihar- héraði á Indland, að sögn opin- berra embættismanna. Fjármálaráðherra Nepals, Bharat Bahadur, sagði að efna- hagur landsins réði ekki við að standa straum af björgunar- og uppbyggingarstarfi eftir skjálf- tann. Nepal hefur ekki opinberíega beðið erlend ríki og hjálparstofn- anir um aðstoð, en opnaður hefur verið bankareikningur sem hverj- um, er vill leggja Nepal-búum lið, er heimilt að leggja inn á. „Stjóm- völd munu taka við hjálp frá öllum sem vilja aðstoða okkur,“ sagði ráðherrann. Reuter Komist hjá myndatöku Menn bregða á ýmis ráð til að komast hjá myndatökum og hið sama virðist einnig eiga við um apa. Þessi litli api gerði sér t.a.m. lítið fyrir og klifraði upp á myndavél ljósmyndarans. Apinn, sem heitir Rudí, er fæddur í dýragarðinum í Vest- ur-Berlín. Sovétríkin: Blaðamenn fordæma mnrásinaí Tékkósló- vakíu 1968 Moskvu. Reuter. SEX sovéskir blaðamenn, sem störfuðu í Tékkóslóvakíu þegar innrás sovéska hersins 1968 var gerð, kröfðust þess í gær að innrás af þessu tagi yrði ekki endurtekin og sögðu að virða þyrfti rétt ríkja til að ráða sínum málum sjálf. Blaðamennimir hittust í hring- borðsumræðum, sem birtar vom í vikublaðinu Moskvu-fréttir í tilefni þess að 21. ágúst síðastliðinn vora 20 ár liðin frá innrásinni í Tékkó- slóvakíu. „Við getum ekki sætt okkur við þá hættulegu hugmynd að eitt ríki geti leyst vandamál annars ríkis með hemaðarmætti sínum," sagði einn blaðamannanna, Míkhaíl Polj- akov. Starfsbróðir hans, Vladímír Lukín, sagði að undir engum kringumstæðum væri hægt að réttlæta það að eitt kommúnist- aríki tæki sér það bessaleyfi að taka ákvarðanir fyrir annað kommúnistaríki. Lögreglumenn og KGB-liðar bældu niður mótmæli í Moskvu sem efnt var til á sunnudag í til- efni 20 ára afmælis innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. 99 voru hand-, teknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.