Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 4

Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 O.N. Olsen gjaldþrota: Skuldir 57 milljón- ir umfram eignir í SKIPTARÉTTI ísafjarðar var í gær kveðinn upp úrskurður um að bú Rækjuverksmiðju O.N. Olsen hf. á ísafirði skuli tekið ti) gjaldþrotaskipta. Bústjóri hefur verið skipaður Skarphéðinn Þóris- son hæstaréttariögmaður. Stjóm fyrirtækisins óskaði eftir gjaldþrotaskiptum og lagði fram, beiðninni til stuðnings, bráða- biigðauppgjör miðað við 2. júní sl. Þar kom fram að eignir fyrir- tækisins væru metnar á um 121 milljón króna en skuldir á um 178 milljónir. Skuldir umfram eignir eru samkvæmt því um 57 milljón- ir króna. Auk be'ðnar stjómarinn- ar lögðu Vélsmiðjan Oddi á Akur- eyri og Skipasmíðastöð Marsel- líusar á Ísafírði fram kröfu um gjaldþrotaskipti yfír O.N. Olsen. Urskurður Bjöms Jóhannssonar, fulitrúa sýslumanns, var byggður á kröfii stjómarinnar og Odda en krafa skipasmíðastöðvarinnar þótti ekki fullbnægja ákvæðum laga. Krafa Odda og Skipasmíða- stöðvar Marsellíusar nam hvor um sig 2 milljónum króna að höfuð- stóli. Aðrar kröfur hafa enn ekki verið gerðar á hendur búinu. Nokkrir forsvarsmanna O.N. Ols- en munu hafa tekist á hendur ábyrgðir fyrir hluta af skuldbind- ingum fyrirtækisins. O.N. Olsen hefur rekið eina stærstu rækjuverksmiðju landsins og haft um 20 manns í vinnu. Fyrirtækið hafði ekki stundað framleiðslu undanfamar vikur eða frá því að lokað var fyrir orkusölu til þess vegna vangoldinna reikn- inga. Starfsfólki hafði þó ekki ver- ið sagt upp. Skörðótt girðing á skólalóð Þessi steingirðing stendur milli Austurbæjar- og Vörðuskóla. Eins og myndin sýnir er hún brotin á kafla og á að giska 4 metra fall niður á steypt ieiksvæði barna í Austurbæjarskóla. Band með endurskini hefur verið strengt í skarðið til að vekja athygli á þeirri hættu sem af getur stafað. Nægir það vonandi til að aftra bömum frá þvi að fara sér þama að voða, verði við- gerð ekki lokið áður en skólastarf hefst á næstu dögum. Eyrarbakki: __ BrúinyfirÖlf- usárósa vígð á laugardag Eyrarbakka. NÝJA brúin yfir Ölfusaárósa verður vígð næstkomandi laugar- dag klukkan 15. Athöfnin verður við eystri brúarsporðinn og hefst með leik Lúðrasveitar Selfoss klukkan 14.45 en klukkan 15 mun samgönguráðherra opna brúna til almennrar umferðar. Brúin hefúr verið lengi á óskalista og komst á brúarlög 1952, fyrir 36 árum. í tilefni vígslunnar verður opn- uð sýning í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem baráttusagan vegna brúarinnar verður rakin. Þá verður verksmiðjan Alpan opin gest- um allan september af sama tilefni og geta þeir sem koma í heimsókn fengið að kaupa framleiðsluvörur á verksmiðjuverði. Þær húsmæður sem eiga afmæli daginn sem þær heim- sækja verksmiðjuna fá auk þess að velia sér pönnu í afinælisgjöf. I sumar hefur verið unnið mikið að gatnagerð á Eyrarbakka en er ekki ljóst hvort tekst að leggja slitlag á götur fyrir laugardaginn. — Óskar VEÐURHORFUR í DAG, 1. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Skammt út af suðausturströndinni er hægfara 985 mb lægð sem grynnist, en 1016 mb hæð er milli Svalbarða og Noröur-Grænlands. Hiti breytist lítið. SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi víðast hvar á landinu. Súld eða rigning við norður- og austurströndina en annars smáskúrir. Hiti 5—12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUOAG OG LAUGARDAG: Norðlæg átt og fremur svalt. Skýjað og dálítil rigning norðanlands en þurrt að mestu fyrir sunnan. TÁKN: Q s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. y El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 9 9 9 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hhi 8 10 veður rigning hálfskýjað Bergen 14 rigning Helsinki 15 Hgning Kaupmannah. 18 hálfskýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 6 súld Ósió 18 skýjað Stokkhólmur 20 hélfskýjað Þðrshöfn 11 skúr Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 18 rignlno Barcelona 27 skýjað Chicago 16 hálfskýjað Feneyjar 25 léttskýjað Frankfurt 22 skýjað Glasgow 15 skúr Hamborg 21 skýjað Las Palmas vantar London 17 skýjað Los Angeles 17 poka Lúxemborg 20 hálfakýjað Madríd 29 hálfskýjað Malaga 29 mistur Mallorca 29 léttskýjað Montreal 13 léttskýjað NewYork 19 léttskýjað Þarís 22 skýjað R6m 26 hálfskýjað San Diego 20 pokumóða Winnipeg 15 skýjað Framhaldsskólarnir settir: Búið að koma flest- nm nemendum fyrir FLESTIR framhaldsskólar landsins verða settir í dag, en þeir fyrstu voru settir í gær. Að sögn Stefáns Ólafs Jónssonar, deildarstjóra fram- haldsskóladeildar menntamálaráðuneytisins, er búið að leysa vanda langflestra þeirra nemenda, sem ekki höfðu fengið skólavist í þeim skólum sem þeir óskuðu eftir. Einhvetjir verði þó að bíða fram að áramótum. Mun fleiri nemendur sóttu um skólavist i framhaldsskólum landsins í haust en nokkru sinni fyrr, að sögn Stefáns Ólafs. Fjölgunin er talin vera á milli 500 og 1000, þótt endanlegar tölur liggi ekki fyr- ir enn, þar sem umsóknir eru enn að berast. Gert er ráð fyrir að nem- endur í þessum skólum verði þá um 16 þúsund talsins á komandi vetri. „Við vissum að um fjölgun yrði að ræða, en hún er talsvert meiri en við bjuggumst við. Skýringamar eru fyrst og fremst þtjár. Árgangurinn, sem lauk grunnskóla í vor, er óvenju- lega stór. Færri tefjast í námi, þar sem færri féllu á grunnskólaprófi á þessu ári. Og svo skiluðu nemendur nýir nemendur sér illa í framhalds- skólana í fyrra, sem rekja má til skattlausa ársins. Svo gæti líka verið að áhugi á menntun sé að aukast,** sagði Stefán. Það voru þrír skólar sem skáru sig úr hvað fjölda umsókna varðar, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjöl- brautarskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn í Reykjavík. Stefán sagði, að um þrjár umsóknir hefðu verið um hvert pláss sem losnaði í MH. Haft var samband við Ömólf Thorlacius, rektor MH, og sagði hann að þar hefðu verið teknir inn nokkuð fleiri nemendur en þeir raun og vem gætu miðað við það húsnæði, sem skólinn hefur yfir að ráða. Verið væri að líta á ýmsar hugsanlegar lausnir í því sambandi, sem ekki væri séð fyrir endann á. Vandræða- ástand gæti skapast ef lausn finndist ekki fljótlega. Sömu sögu er að segja af fleiri skólum. Ömólfur sagði að þegar væri kom- inn biðlisti umsókna um skólavist um áramót. Vandi allflestra hefði verið leystur nú með því að vísa þeim á aðra skóla. „Það em oft svolítil vand- ræði með þá nemendur, sem koma utan af landi. Það á oft ekki kröfú um skólavist neins staðar. En ég veit ekki annað en að þetta hafi að mestu gengið," sagði Ömólfur. Eigendaskipti til- kynnt í pósthúsi NÝTT fyrirkomulag á tilkynning- um um eigendaskipti ökutækja tíl bifreiðaskrár tekur gildi í dag, 1. september. í stað þess að menn þurfi að gera sér ferð til Bifreiða- eftirlits og greiða þar gjald munu framvegis liggja frammi í póstaf- greiðslum sérstakir seðlar. Á þá skal rita nafn kaupanda og fyrri eiganda, kennitölu þeirra og fast númer bíls samkvæmt skráning- arvottorði. Einnig upplýsingar um tegund og árgerð bfls og trygginga- félag kaupanda. Afgreiðslkustaðir Pósts og síma veita seðlinum viðtöku og koma í réttar hendur gegn greiðslu 1500 króna gjalds til bif- reiðaskrár. Bílnúmer; Nýju plötumar í október NÝ tegund bílnúmera er væntan- leg á markað i októbermánuði að sögn Björns Friðfinnssonar að- stoðarmanns dómsmálaráðherra. Nú er unnið að því á vinnuhælinu Litla-Hrauni að koma fyrir tækjum sem notuð verða við framleiðslu núm- eraplatanna og gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði hælisins. Vist- menn Litla-Hrauns munu vinna að framleiðslunni. Bjöm Friðfinnsson sagði að þegar nýju númerin yrðu til staðar verði þau send bifreiðaum- boðum, sem muni setja þau á nýja bíla við sölu og senda hlutaðeigandi yfírvöldum tilkynningar um eigend- ur. Bjöm sagði að skipt yrði um núm- er á öllum eldri bílum í eigu erlendra sendiráða, svo og á bflum Vamarliðs- ins en öðrum yrði í sjálfsvald sett hvort þeir haldi eldri númerum á bflum sínum eða fái hin nýju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.