Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 17

Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 .17 Reykjanesbraut: Gúmmímalbik á 400m kafla við Kúaarerði Keflavík. ^ sinnum á undanfomum árum og nú væri svo komið að vegurinn þyldi ekki frekari fræsingu. Því væri leitað nýrra leiða til viðhalds á veginum og virtist mönnum sem gúmmímalbikið gæti verið heppi- legur kostur. Sigurður sagði að í malbikið væru notuð niðurspænd bíldekk sem gæfu malbikinu þá eiginleika að geta þanist á alla vegu. Virtist- það gefa góða raun á vegum þar sem hætta væri á ísingu, sem ein- faldlega brotnaði af malbikinu við umferðarþunga. Lagning vega með gúmmímalbiki er á tilraunastigi enn sem komið er og er hið danska fyrirtæki leið- andi á því sviði. Sigurður sagði að tilraunir hefðu verið gerðar bæði í Danmörku og Svíþjóð með efnið og lofuðu þær góðu. Danir notuðu ekki nagladekk, en það gerðu Svíar og hefði gúmmfmalbikið staðist vel áníðslu nagladekkjanna. - BB STARFSMENN Hlaðbæjar og Colas unnu á mánudag og þríðju- dag við að setja svokallað gúnunímalbik á 400 metra kafla á Reykjanesbraut við Kúagerði. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar verkfræðings þjá Hlaðbæ er hér um tilraunakafla að ræða og er verkið unnið í samvinnu við danska fyrirtækið Colas sem sendi sérfræðing hingað til lands til að stjórna verkinu. Sigurður sagði að Reykjanes- brautin hefði verið fræst nokkrum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Unnið við lagningu gúmmímalbiks á Reykjanesbraut. Malbikið er 4 sm á þykkt og er 20 gráðum heitara þegar það er lagt en venjulegt malbik eða 180 gráður. Orgeltón- leikar í Dóm- kirkjunni FRANSKI orgelleikarinn Loi'c Mallié heldur tónleika á vegum Alliance frangaise í Dómkirkj- unni í Reykjavík I kvöld klukkan 20.30. Þetta _ verða síðustu tónleikar hans á íslandi að þessu sinni, en áður lék hann á Prestbakka á Síðu og á Akureyri eins og fram hefur komið í §ölmiðlum. Tónleikamir hefjast á þremur sálforleikjum og Prelúdíu og fúgu í G-dúr eftir J.S. Bach. Síðan eru þættir úr Fæðingu frelsarans og úr Uppstigningunni eftir Olivier Messiaen. Loks eru þættir úr Þrett- ándanum eftir Loíc Mallié sjálfan. í lok tónleikanna ieikur Loi'c Mallié af fíngrum fram út frá steflum sem . honum verða fengin á staðnum. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins laugar- daginn 27. ágúst frá ferð forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, um Húnavatnssýslu var faríð rangt með nokkur atriði. Þau eru leiðrétt hér á eftir. í fréttinni segir frá því að í Borg- arvirki, sem er milli Vesturhóps og Víðidals, hafí eitt sinn varist maður sem eftir langa umsát kastaði síðasta matarbitanum út úr virkinu. í Heiðarvíga sögu er sagt frá deilum Barða Guðmundssonar við Borg- firðinga og því er Borgfirðingar komu með her að sunnan. Flutti Barði sig þá ásamt liði sfnu til virk- isins en Borgfirðingamir gerðu umsátur og ætluðu að svelta Barða inni. Þegar liðsmenn Barða vom orðnir matarlitlir vildu þeir láta Borgfirðingana halda að þeir ættu enn nógan mat og hentu slátur- keppum úr virkinu. Hurfu þá Borg- firðingamir á brott. Minnisvarðinn á Breiðabólsstað { Vesturhópi var reistur til minningar um Hafliða Másson, lögmann og höfðingja sem færði fslensk lands- lög fyrst í letur árið 1117. í frétt- inni var ranglega sagt að minnis- merkið væri um fyrstu prentsmiðju landsins. Það var Lögmannafélagi íslands sem lét reisa varðann árið 1974. Þá var Ólafur Óskarsson, oddviti í Þorkelshólshreppi ranglega sagð- ur hreppstjóri. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! HINN EINI OG SANNI ■ ■ STORUTSOLUMARKAÐUR HEFSTÍDAG KL. 13 E.H. Á DRAGHÁLS114-16 Gífurlegt vöruúrval □ Tískufatnaðurn Efni o Herra- og dömufatnaður □ Barnafatnaður o Herra-, dömu-og barnaskór o Sportvöruro Blóm □ Skartgripiro Hljómplötur □ Kassetturo Hljómtæki o Sængurfatnaður □ Rúmfatnaðuro.m.fl. FJOLDI FYRIRTÆKJA □ KARNABÆRo STEINAR o HUMMEL o GEFJUNo RADÍÓBÆRo BÓNAPARTE □ MÍLANÓ □ SKÓGLUGGINNo THEÓDÓRA o MÆRAo NAFNLAUSA BÚÐIN o KÁRI o BLÓMALISTo ÁNARO.FL. ^w5bor»°9 (ríttkaHi- \j\deóV\orn tyrk Gaas\a börntn. unattím' nsWÓ Fos V_ao Aftta Iták' A3-19 l9atd (táVl daga VtáVJ' 13-18 sw*' 6129»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.