Morgunblaðið - 01.09.1988, Qupperneq 20
20
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
Um kennara og störf þeirra
Nokkrar athugasemdir við skrif um þá
eftír Ölaf Oddsson
Mig langar til þess að biðja rit-
stjóm Morgunblaðsins að birta
nokkrar athugasemdir við skrif um
kennara. Verður í því sambandi
gerð nokkur grein fyrir störfum
kennara, einkum þeirra er starfa í
framhaldsskólum landsins, þar sem
sá sem þetta ritar þekkir þar best
til. Margt af því sem sagt verður
um störf kennara mun einnig eiga
við um kennslu á öðrum skólastig-
um. Flest af fyrrgreindum skrifum
er frá þessu ári. Sumt er höfundum
til harla lítils sóma. Annað virðist
næsta undarlegt og kallar á nánari
skýringar.
Skrif DV um kennara hafa oft
vakið furðu manna. Ritstjóramir
hafa stundum fjallað um kennara
og starfsfélög þeirra með næsta
sérstökum hætti. Kennurum hefur
verið lfld við ofbeldismenn, sem
taka gísla, eða þá við Hitler, er
hann hóf síðari heimsstyrjöldina
(17.3.’88). Sérstaklega er ritstjór-
unum þó í nöp við íslenskukennara.
Þeir em taldir óþarfír, því að tölvur
taki brátt við af þeim, og það sé
íslenskukennurum og skólunum
einkum að kenna að móðurmáls-
þekkingu ungs fólks sé ábótavant
(20.5.’88). Ekki er þar orð um það
menningarfjandsamlega umhverfí,
yfírþyrmandi engilsaxalágkúm,
sem ungmennin lifa oft í. Rétt er
að athuga í þessu sambandi að einn
ritstjórinn hefur háskólapróf í sögu
en annar í lögfræði. Ætti af þeim
sökum að vera unnt að gera til
þeirra nokkrar kröfur um vitræna
umijöllun og að þeir viti, hvað það
þýðir að líkja fólki við „Hitler sál-
uga“, eins og það er orðað. Er ekki
til einhver siðanefnd blaðamanna?
Hvað fínnst henni um svona skrif?
Annars er mér ekki illa við DV—
menn. Er ég flutti um skeið þætti
um málfarsefni í Ríkisútvarpinu
vora þeir einkar duglegir við það
að leggja umsjónarmanni til efni í
þættina, þ.e. með ambögum og vit-
leysum. Þeir minntust stundum á
leiðbeiningar umsjónarmannsins í
útvarpsgagnrýni, ef gagnrýni skal
kalla. Að lokum var ég svo beðinn
að koma í hús DV og messa þar
yfír söfnuðinum. Tók ég saman all-
langan pistil um.það, hvað lagfæra
þyrfti í málfarslegum efnum, svo
og í því að sýna tilhlýðilega nær-
gætni í viðkvæmum málum. Var
þetta flutt f heyranda hljóði og
spumingum svarað. Ritstjóri þakk-
aði góðar ábendingar og við kvödd-
umst. Á ieið úr húsi var ítrekað við
fyrirlesarann að honum yrði send
hæfíleg þóknun í pósti. En oft hef
ég haft námfúsari áheyrendur og
árangurinn varð svo sem sjá má í
blaðinu sjálfu. Um laun fyrirlesar-
ans skal þess ti) gamans getið að
þau vom í góðu samræmi við árang-
ur erindisins.
í DV skrifa stundum áhugamenn
um kennslumál. Sumir þeirra að-
hyllast viðhorf ritstjóranna í þeim
málum og virðast hafa svipaða
þekkingu á þessum sviðum. Þeir
hafa eftir skrifum að dæma harla
litla hugmynd um hvað kennt er
og starfað í skólum landsins en hika
þó ekki við að ráðast á kennara og
saka þá um ofbeldishneigð og aðra
ónáttúm. Svona skrif em auðvitað
hlutaðeigandi til skammar og þau
dæma sig sjálf. En mér koma oft
í hug, er ég les slík árásarskrif á
kennara og aðra, þessi vísuorð eftir
Bjama Thorarensen:
Magnlítinn sé ég
margan heigul
vega, hvar hann vissi
vðm fyrir litla
og yfír saklausum
sigri hrósa,
að afl hann hafði
til illverka.
Það er hreint og beint með ólík-
indum hvemig fjallað er stundum
um einstaka kennara I Qölmiðlum.
Það þykir jafnvel við hæfí að sneiða
að aldurhnignum fyrrverandi kenn-
umm sínum og fara með rakalaus
ósannindi um þá. Um þetta em því
miður ýmis dæmi.
Skrif um málefni kennara í sum-
um blöðum em þó yfírleitt með allt
öðmm hætti en að framan greinir.
Þekkingu og skilning á þessum
mikilvægu málum má þar víða fínna
og stundum velvild í garð kennara
og ber að þakka það. Auðvitað em
kennarar ekki hafnir yfír gagnrýni
fremur en aðrir menn og rökstudd
gagnrýni verður oft til góðs. Og
þótt stundum birtist í blöðunum
miður uppbyggileg skrif, þá koma
þar líka oft ágætar greinar með
gagnlegum ábendingum.
Hér að framan var minnst á þau
viðhorf DV að það beri „ekki skóla-
kerfínu og fslenskukennslunni gott
vitni hversu móðurmálsþekkingu
ungs fólks er ábótavant". Fleiri
hafa einnig haldið fram hinu sama.
Skal aðeins vikið að þessu nánar.
Það að kenna íslenskukennurum
um hnignandi málkennd og fjalla
ekkert um umhverfi og breyttar
aðstæður á heimilunum er nú ekki
beirit gáfulegt að minni hyggju.
Böm og unglingar alast nú upp við
stöðuga ásókn ensk-amerískrar
popp-plágu, sem glymur sífellt í
eyram. Sjónvarp og mjmdbönd em
að stómm hluta á ensku og ensk-
amerísk viðhorf umlykja okkur alla
daga allt árið. Halda menn að þetta
hafí ekki áhrif á tungutak bama —
eða hvað? Það að kenna móðurmáls-
kennumm um slæmt málfar bama
og unglinga er svipað því að gefa
bömum oft sælgæti og sinna svo
lítt um burstun eða aðra tannhirðu.
Segja svo þegar skemmdir koma í
ljós: Þetta er tannlæknum að kenna!
Þetta er einnig hliðstætt því að
menn venji sig á reykingar, of-
neyslu áfengis, óhollan mat og
hreyfíngarleysi. Svo þegar líkaminn
léti á sjá, að þá segi menn: Þetta
er læknum að kenna! — Auðvitað
geta íslenskukennarar, tannlæknar
og læknar gert mikið gagn á sínum
sviðum. En það má ekki gleyma
umhverfí og aðstæðum, sem hafa
hér mikil áhrif, oft jafnvel úrslita-
áhrif.
En að því er varðar íslensku-
kennsluna þá er rétt að víkja hér
að tveimur atriðum, sem fram komu
í opinberri skýrslu er Baldur Haf-
stað tók saman nýlega á vegum
menntamálaráðuneytisins um þetta
efni. í skýrslunni segir að sums
staðar sé skipulag í framhaldsskól-
um þannig að menn geti stundað
nám „f þijár annir án þess að sækja
nokkra tíma í íslensku" og það á
vomm tímum þegar umhverfí ung-
menna sé á margan hátt andsnún-
ara en áður var í íslenskri tungu,
menningu og bókmenntum. — Þetta
getur væntanlega þýtt það að sum-
ir nemendur hafí ekki fengið neina
fslenskukennslu í tæþ tvö ár. Hvað
segja menn um þetta?
Annað mál, sem tengist þessu,
kemur skýrt fram í skýrslunni.
Móðurmálskennarar á íslandi fá
ekki sérstakan kennsluafslátt til að
fara yfír skriflegar æfíngar og rit-
gerðir, en þetta tíðkast víða á Norð-
urlöndum, þ.e. með þeim þjóðum
er vilja leggja rækt við þjóðtunguna
í verki. Þetta er auðvitað stórmál,
sem ráðamenn þurfa að gaumgæfa
ef alvara fylgir orðum um nauðsyn
þess að efla íslenska tungu og
menningu á umrótstímum.
Oft hef ég heyrt menn tala um
störf kennara af ótrúlegri fávisku,
jáfíivel illgimi. Sumir telja að þeir
vinni aðeins þegar þeir era við
kennslu f kennslustofíim. Slík fá-
fræði er því miður furðu algeng.
Þetta er þó nánast hliðstætt því að
menn teldu leikara aðeins starfa,
er þeir væm á sviði á leiksýningum.
Eða þá að menn miðuðu störf þing-
manna við fundi í þingsölum. Hvort
tveggja er auðvitað fráleitt. — En
þar sem oft má heyra slíka fáfræði
um kennara, verður hér gerð grein
fyrir störfum kennara á framhalds-
skólastigi, eins og þau koma undir-
rituðum fyrir sjónir. Margt af þessu
mun eiga við um kennara á öðmm
stigum. Störf kennaranna em eink-
um þessi:
1. Sjálf kennBlan.
2. Undirbúningur kennslu.
3. Samning og yfírferð verkefna,
td. skriflegra æfínga eða rit-
gerða. íslenskukennarar þurfa
jafnvel að fara yfír um 160 rit-
gerðir og próf á skólaárinu (þar
af er um þriðjungur á
próftíma). Kennarar í öðram
greinum fara og yfír fjölmörg
verkefni. Þessi umfangsmikla
yfírferð verkefiia fer oft fram
um helgar og í „leyfum" kenn-
ara. Svo tala fáfróðir menn um
endalaus „leyfí“ þeirra!
4. Samráðsfundir við aðra kenn-
ara og skólamenn. Oft fer vem-
legur tími í það að leiðbeina
nýliðum, sem era svo hættir
næst vor.
5. Samtöl við nemendur og for-
eldra, sem hafa áhyggjur af
börnum sínum.
ORYGGISSKOR
NY GERÐ OG
BREIÐARA SNIÐ
Nýja línan var framleidd til
að gera fleirum mögulegt að
nota þessa frábæru
öryggisskó.
JALLATTE öryggisskórnir eru
með stáltá og stálþynnu í
sóla, með stömum olíu- og
hitaþolnum Neotril sóla.
JALLATTE er allt sem þarf
á fæturnar.
Skeifan 3h - Sími 82670
Ólafur Oddson
„Það að kenna íslensku
kennurum um hnign-
andi máikennd og fjalla
ekkert um umhverfi og
breyttar aðstæður á
heimilunum er nú ekki
beint gáfulegt að minni
hyggju. Börn og ungl-
ingar alast nú upp við
stöðuga ásókn ensk—
amerískrar popp—
plágu, sem glymur
sífellt í eyrum. Sjón-
varp og myndbönd eru
að stórum hluta á ensku
og ensk—amerísk við-
horf umlykja okkur alla
daga allt árið. Halda
menn að þetta hafi ekki
áhrif á tungutak barna
— eða hvað?“
6. Aðstoð við blaðaútgáfu nem-
enda, bókmenntakynningar,
ræðukeppni o.fl.
7. Ferðir með nemendur, td. á
söguslóðir íslendingasagna eða
á merka staði á sviði jarðfræði
eða náttúrfræði.
8. Mjög umfangsmikil störf er
próf fara fram, þ.e. samning
og yfírferð prófa, yfírsetur eða
prófstjóm, útreikningur prófa,
skráning árangurs í skýrslur
og á prófskírteini.
9. Avorinerundirbúningurskóla-
uppsagnar sem er all umfangs-
mikil athöfn og er þar í mörg
hom að líta, t.d. um lokafrá-
gang skírteina, afhendingu
verðlauna og fleira.
10. Eftir skólaslit þarf að gera
skýrslur um störf liðins vetrar,
leggja á ráð um störf næsta
vetrar, huga að kennsluáætlun,
kennslugögnum, bókakosti o.fl.
11. Á sumrín þurfa kennarar oft
að sækja ýmis námskeið. Þá
er og lífsnauðsynlegt fyrir þá
að lesa sér til í frasðum sínum.
Sá sem þetta ritar hefur t.d.
farið yfír nú í sumar margar
íslendingasögur og ritgerðir
um þær. Er það mjög ánægju-
legt, en er um leið liður í undir-
búningi starfa í vetur. — Svo
þurfa kennarar sitt frí eins og
aðrir.
12. Fyrrgreindir liðir era mis-
umfangsmiklir, en rétt er að
neftia að sumir kennarar gegna
einnig sérstökum stjómunar-
eða eftirlitsstörfum.
Þá má nefna eitt í þessu sam-
bandi. Meirihluti starfa margra
kennara er unninn í eigin skrifstofu-
húsnæði með eigin handbókum,
skjala— og gagnahirslum, sérút-
búnum ritvélum og gögnum. Nokk-
ur kostnaður fylgir slfkum rekstri
og eðlilegri endumýjun gagna og
búnaðar. Kennarar leggja þetta
yfírleitt allt til sjálfír. Þetta er