Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
Bæir frönsku fiskimann-
anna taka upp vinasamband
Bæjarstjórn og bæjarstjórínn á Fáskrúðsfírði og hins vegar borgar-
stjórinn í frönsku borginni Gravelines ákváðu á mánudag að taka
upp vinasamband milli þessara tveggja bæja, sem á 19, öld og fram
að seinni heimstyrjöldinni komu svo mjög við sögu þorskveiða Frakka
við ísland. M. Albert Denvers, borgarstjórí í Gravelines og forseti
Sambands sveitarstjórna á Dunkerquesvæðinu hafði ámálgað vina-
bæjarsamband og flaug með 16 manna hóp Frakka til Fáskrúðs-
fjarðar á mánudag, þar sem bæjarstjómin tók á móti þeim. Byijaði
M. Denvers á að leggja í ausandi rígningu blómsveig að minnismerk-
inu um franska sjómenn í Franska kirkjugarðinum á Krossum innan
við þorpið. Þá skoðuðu gestirnir elsta franska spitalann frá 1895,
sem nú er vel við haldið ibúðarhús, og eftir hádegisverð í boði
bæjarstjómar var skoðuð i grunnskólanum ljósmyndasýning með
gömlum myndum frá þeim tíma sem franskir fiskimenn vom á Fá-
skrúðsfirði og reistu og ráku þar stóran franskan spítala á árunum
1902-1925, svo og sjómannaheimili og vom komur frönsku skútanna
stór þáttur í bæjarlifinu.
Albert Denver sagði í ávarpi sínu
til bæjarstjómar Fáskrúðsfjarðar
að þegar hann fyrir tilviljun kjrnnt-
ist hjónunum Leonardo og Lilju
Skaftadóttur Banatov, sem er
íslensk, hefði hann hugsað til físki-
mannanna frönsku sem fóru frá
Dunkerque og Gravelines og voru
6 mánuði á ári hér norður í höfum. ’
Og sögðu svo við heimkomuna frá
í hádegisverðarboði hjá bæjarstjórninni á Fáskrúsfirði. Lengst til
vinstri bæjarstjórinn Þröstur Sigurðsson, Caillavet þingmaður, M.
Delahay, höfundur bókar um frönsku Islandsfarana, M. Denvers
borgarstjórí og aftan við þá má sjá Sigurð Þorgeirsson, bæjarfulltrúa.
ísiandi og lífí sínu hér við land.
Sjálfur kvaðst hann hafa orðið vitni
að því þegar þeir vora að kveðja
og halda á miðin og einnig þegar
þeir komu aftur. Það hafí verið
áhrifamikil stund, ekki síst fyrir það
að fyrir þessa sjómenn á skútunum
og fjölskyldur þeirra var hafið kring
um Island haf Dauðans. Hann sagði
að þau væra lengi búin að velta
fyrir sér hvað hægt væri að gera
til að halda við þessum minningum,
sem bæði væra enn lifandi á Is-
landi og Frakklandi. Það væri ein-
faldlega ekki hægt að fara frá ís-
landi og gleyma því, eins og ekkert
hefði gerst. Nú hefði verið fundin
leið til að hafa samband á allt öðr-
um forsendum en áður var. Ekki
þyrfti mikla skriffínsku eða form-
legheit til að tengja vinasambandi
þessa tvo bæi. Þarna væri ekki um
að ræða að þú gerir þetta fyrir
okkur og við geram hitt fyrir ykk-
ur. Stærðarmunur bæjanna ætti
ekki að skipta þarna neinu máli.
Aðalatriðið væri að bytja smátt að
skiftast á vináttutengslum, með
samskiptum íþróttafólks, með
gagnkvæmum heimsóknum bama
frá bæjunum og gagnkvæmum
skiptum á menningar- og listasvið-
inu, enda hefði hann með sér í ís-
landsferðinni bæði M.Delahay,
menningarfulltrúa í Gravelines sem
er að ljúka við bók um íslands-
fiskimennina frá þeim bæ, svo og
Madame Dominique Tonneau, for-
stöðumann listasafnsins þar, svo
strax sé hægt að þreifa fyrir sér
við aðila á íslandi, bæði á Fáskrúðs-
fírði og söfnum Reykjavíkur. Og á
endanum gætu samskiptin við ís-
land orðið að siglingakeppni á stór-
an mælikvarða, þar sem siglt yrði
austur fyrir og vestur fyrir landið
og til Reykjavíkur. En slíkt væri
ekki ákveðið svona á stundinni.
Sagði hann að báðir aðilar gætu
bara byijað á að stinga upp á því
sem þeir hefðu áhuga á og Graveli-
nesbær byði eftir að taka á móti
gestum frá Fáskrúðsfírði.
Albert Kemp, oddviti bæjar-
stjómar, hafði boðið gesti velkomna
fyrir hönd bæjarins og þakkaði M.
Denvers fyrir að hafa lagt svona
stóra lykkju á leið sína til að koma
til Fáskrúðsfjarðar. Minntist hann
þeirra tíma er Frakkar vora tíðir
gestir á Fáskrúðsfirði og hann af-
henti M. Denvers fallega mynd af
Búðakaupstað tii að taka með sér
GÓLFFLfSAMARKAÐUR
Seljum næstu daga takmarkaö magn af gæöa
Höganás flísum, á lækkuöu verði. Flísar í
andyrið, á stofuna eða jafnvel á allan gólfflötinn
Þetta er tækifæri sem kemur ekki aftur!
HÉÐINN
SEUAVEGI 2.SÍMI 624260