Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 26

Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 26
 26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 ■.. ■ ■ ■ ■■'■■' Leitaði tilstrandar tilað bera Reuter Starfsmenn náttúrvemdarstofnunarinnar í Sydney í Ástralíu fylgjast með sléttbakskú sem leitaði að ströndum borgarinnar. Kýrin er komin að burði og reynt verður að loka af svæði við ströndina meðan hún er að bera. Fj örutíu borgir sagð- ar á valdi almennings Stjórnin hyggst grípa til aðgerða gegn mótmælendum Rangoon. Reuter. LEIÐTOGAR stúdenta hvöttu til allsheijarverkfalls og frekari mótmæla í Búrma í gær. U Nu, Þj óðaratkvæðagreiðsla um framtíð Nvju-Kaledóníu Pnría Rputor París. Reuter. ÞRIGGJA daga heimsókn Michels Rocards, forsætisráðherra Frakk- lands, til Nýju-Kaledóníu lauk á sunnudag en í síðustu viku náðu hvítir íbúar eyjanna, sem hlynntir em áframhaldandi yfirráðum Frakka og innfæddir af ættbálki Kanaka samkomulagi um frið og takmarkaða sjálfstjórn eyjanna. Rocard hyggst leggja friðarsam- komulagið, sem í raun er áætlun til tíu ára, fyrir frönsku þjóðina og er ráðgert að þjóðaratkvæðagreiðsla um hana fari fram í Frakkl- andi þann 6. nóvember næstkomandi. Samkvæmt ákvæðum friðaráætl- afkomendur franskra landnema. unarinnar verða Kanökum, sem eru 43 prósent eyjaskeggja, tryggð aukin áhrif í málefnum eyja- skeggja. Þeir telja sig ofríki beitta af hvítum íbúum eyjanna, sem eru Áætlunin er til tíu ára og er gert ráð fyrir beinni stjóm Frakka fyrsta árið en takmarkaðri sjálfstjóm eyja- skeggja næstu níu árin. Árið 1998 munu íbúamir síðan greiða atkvæði um myndun sjálfstæðs ríkis. Rocard telur nauðsynlegt að áætlunin verði lögfest og hyggst hann í þessu skyni efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hana í Frakk- landi. Stefnt er að því að hún fari fram 6. nóvember næstkomandi og verður þetta fyrsta þjóðaratkvæða- greiðslan þar í landi í 16 ár. Flest bendir til þess að áætlunin verði samþykkt. í skoðanakönnun sem birt var á dögunum, kváðust 52 prósent aðspurðra vera hlynnt henni. síðasti forsætisráðherra landsins áður en Ne Win, fyrrum þjóðar- leiðtogi, komst til valda, sagði í samtali við fréttaritara Reuters að mótmælendur hefði nú tvo þriðju hluta landsins á sínu valdi. Stjórnin lýsti yfir að gripið yrði til aðgerða gegn mótmælendum nema þeir yfirgæfu opinberar skrifstofur, sem þeir hafa tekið á sitt vald. Vestrænir stjómarerindrekar í Búrma sögðu að sósíalistaflokkur landsins hefði misst tökin á 40 borg- um og búddamunkar, stúdentar og aðrir Búrmamenn hefðu sett á fót nefndir til að annast málefni borg- anna. í útvarpi stjómarinnar í Rang- oon, sem er eini íjölmiðill landsins sem stjómvöld ráða enn yfir, var lesin tilkjmning þar sem sagði að gripið yrði til aðgerða gegn mót- mælendum yfirgæfu þeir ekki skrif- stofur hins opinbera. Búrmískir heimildarmenn segja að farið sé að bera á ótta um að herinn grípi til aðgerða gegn verk- fallsmönnum, en hermenn skutu fjölda mótmælenda til bana dagana 8. til 12. ágúst. U Nu sagði að herinn væri ekki mótfallinn kröfum almennings en hann varaði við því að hermenn gætu enn skotið á mótmælendur fengju þeir skipanir um það. Leiðtogar háskólanema sögðu að verkföll myndu lama allt atvinnulíf í dag, fimmtudag, og næstu daga yrði vinna lögð niður í ýmsum at- vinnugreinum til að sýna stjóminni fram á að hún hefði enga stjóm á landsmönnum. Fjöldagöngur em ennfremur fyrirhugaðar í dag. Efnahagur landsins, sem ekki var góður fyrir, hefur versnað mikið síðan mótmæli og verkföll hófust fyrir þremur vikum. Litlar matar- og bensínbirgðir em í landinu og samgöngur hafa að miklu leyti leg- ið niðri vegna verkfalla og eldsneyt- isskorts. Sovéska sendiráðið á Islandi: Sendiherrar taldir með- al leymþjónustumanna - samkvæmt nýrri sænskri bók um umsvif og undirróð- ur Sovétmanna á Norðurlöndum í BÓKINNI Krig i fredstid, Stríð á friðartímum, sem kom út í Sviþjóð 17. ágúst sl. er að finna skrá yfir þá Sovétmenn, sem starfað hafa á Norðuriöndum frá 1965, og staðfest hefur verið að séu leyniþjónustumenn, á vegum sovésku leyniþjónustunar, KGB, leyniþjónustu hersins, GRU, eða alþjóðadeildar miðstjórnar Kommúnistaflokksins, IA. Tutt- ugu þeirra Sovétmanna sem er að finna i skránni hafa verið eða eru starfsmenn sovéska sendi- ráðsins i Reykjavík. Meðal ann- ars kemur fram að núverandi sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi, ígor N. Krasavín, er út- sendari IA og Georgy Farafonov, sem var sendiherra 1975-79, var á vegum KGB en hann var einn- ig talinn starfa á vegiun IA. Þá kemur fram að Míkhail N. Streltsov, sem var sendiherra 1979-84 starfar fyrir GRU, leyni- þjónustu sovéska hersins. Bókin Stríð á friðartímum hefur vakið töluverða athygli og umtal á Norðurlöndum, sérstaklega í Svíþjóð en einnig í Danmörku og Noregi. Höfundur bókarinnar er blaðamaðurinn Charlie Nordblom en hann ritaði árið 1984 bók um iðnnjósnir Sovétmanna í Svíþjóð þar sem bent var á 34 sovéska sendi- ráðsmenn sem stunduðu njósna- starfsemi. Fimm þeirra tóku morg- unvélina til Moskvu daginn eftir að bókin var gefin út og hálfu ári síðar höfðu alls átján sendiráðsmannanna verið kallaðir heim. í bókinni Stríð á friðartímum lýs- ir Nordblom m.a. þeirri stefnu sem Sovétríkin reka gagnvart Norður- löndunum, markmiðum og fram- kvæmd á njósnum í Svíþjóð, Finn- landi, Danmörku og Noregi og hin- um sögulega og pólitíska grunni á bak við stefnu Mikhaíls Gor- batsjovs. Stríðsrekstur á friðartímum Höfundur segir í inngangsorðum bókarinnar, að með þessu nafni hafi hann viljað lýsa ljósaskiptunum á milli friðar og stríðs. Síðar hafi hann komist að því að franski hers- höfðinginn André Beuffre hafi not- að sama hugtak, la paix-guerre, í grein um hemaðarlist Hitlers sem birtist tveimur mánuðum áður en síðari heimsstyrjöldin hófst. Stríðsreksturinn á friðartímum er í búðum sovéska hersins kallaður aktívníje meropríjatfja — virkar aðgerðir. Nordblom segir að þessum aðgerðum megi skipta upp í fjóra flokka: í fyrsta lagi sé það hlutverk þeirra að takmarka kjamorku- vopnafjölda andstæðingsins og koma f veg fyrir að hann komi sér upp ákveðnum vopnategundum. Koma á ójafnvægi milli vopnakerfa, stuðla að afvopnun í hefðbundnu vopnabúri andstæðingsins og beij- ast gegn nýjum háþróuðum vopnum sem og leyniþjónustu andstæðings- ins og stuðla að því að lama andsov- éska starfsemi á hans vegum. í öðru lagi gengur stríðsrekstur- inn út á að bijóta niður vamar- bandalög lýðræðisríkjanna. Reynt er að mynda sprungur í samskiptum Bandaríkjanna við bandamenn sfna í Evrópu og Asíu. Koma á nánum og „vinsamlegum" samskiptum við þau ríki sem ekki eiga aðild að bandalögum og stuðla að því að landamæraríkin taki „hlutlausa" afstöðu. í þriéja lagi felst stríðsreksturinn í því að beíjast gegn vopnafram- leiðslu í ríkjum utan valdasvæðis Sovétríkjanna og hægja á því að þau noti nýja hátækni í þágu vopna- framleiðslu. Koma í veg fyrir að óvinurinn ráði einn yfir þróaðri tækniþekkingu. Reyna að gera menn háða sovéskum hráeftium og koma í veg fyrir að þeir hafi að- gang að hemaðarlega mikilvægum hráefnum. í fjórða lagi að bijóta niður hina pólitísku samstöðu lýðræðisríkj- anna. Stuðla að uppljóstmnum um og ásökunum gegn fjandsamlegum ríkisstjómum, stjómmálaleiðtog- um, vamarliði og vopnaiðnaði. Vekja upp grunsemdir um getu og áreiðanleika vamarliðsins. Stuðla að átökum milli mismunandi pólití- skra hópa, þjóðemisbrota, stétta og trúarhópa. Stuðla að hræðslu, upp- gjafaranda og hlutleysi. Sem dæmi um virkar aðgerðir Kápa bókarinnar Stríð á frið- artímum nefnir Nordblom meðal annars þær sögusagnir sem Sovétmenn komu á kreik um að alnæmisveiran hefði verið fundin upp f rannsóknarstof- um bandaríska hersins um miðjan síðasta áratug og sloppið þaðan út fyrir mistök. KGB heftir einnig nýtt sér hræðsluna við alnæmisveiruna á annan hátt, m.a. með því að koma af stað orðrómi um það á Filipseyj- um, íslandi, japönsku eyjunum, Grikklandi, Vestur-Þýskalandi, Tyrklandi, Portúgal, Suður-Kóreu, Pakistan og Hondúras, að banda- rískir hermenn séu sérlegir smit- berar alnæmis, segir í bókinni. KGB á Norðurlöndum Starfsemi Sovétmanna á Norður- löndum eru nú mikið til umræðu í Svíþjóð. 3. ágúst birti Svenska Dagbladet, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu, frétt um að sænska utanríkisráðuneytið hefði samþykkt nýjan sovéskan sendiráðunaut þótt sænska leyni- lögreglan hefði lagst gegn því og talið hann vera hinn nýja stöðvar- stjóra KGB f Svíþjóð. Sendiráðu- nautur þessi, ígor Leonídovitsj Níki- forov var sovéskur stjómarerind- reki í Reykjavík á árunum 1979-84. Valentín Vasiljevitsj Lómakin, sem í bókinni segir að hafi tekið við stöðu stöðvarstjóra KGB í Osló, eftir að gamla stöðvarstjóranum ásamt fjórum öðrum sendiráð- starfsmönnum hafði verið vísað úr landi í kjölfar Treholts-málsins, var í þijú ár starfsmaður við sovéska sendiráðið í Reykjavík í byijun sjö- unda áratugarins. Telur bókar- höfundur að Lómakin hafi verið ákaflega laginn við að fá menn til liðs við Sovétríkin á þessum árum. Fleiri menn sem nefndir eru í bókinni hafa komið við sögu á ís- landi. KGB-maðurinn Evgeníj Ivanóvitsj Gergel, sem sagður er hafa vakað yfir fæðingu sænsku Víetnam-hreyfingarinnar og náð þar á sitt band ýmsum ungum stjómmálamönnum og blaðamönn- um, vann við sendiráðið í Reykjavík 1973-79. Þá vekur það einnig athygli að Viktor Khoríkov, sem nú starfar sem fyrsti sendiráðsritari við sov- éska sendiráðið í Reykjavík, er á listanum yfir útsendara KGB. Khoríkov komst í fréttir á íslandi í september á síðasta ári eftir að hafa gengið á milli manna í síðdeg- isboði á vegum sendiráðsins og lát- ið þau boð berast að Sovétmenn hefðu áhuga á að annar leiðtoga- fundur þeirra Reagans og Gor- batsjovs yrði haldinn á íslandi og varð þingflokkur Borgaraflokksins til þess að senda ríkisstjóminni ályktun til stuðnings því sjónarmiði. Nöfn sovéskra leyniþjónustumanna á íslandi í lok bókarinnar Stríð á frið- artímum er birtur listi yfir þá Sovétmenn sem starfað hafa á vegum sovéskra sendiráða á Norðurlöndunum og staðfest hefur verið að séu sovéskir leyniþjónustumenn. Hér fara á eftir nöfn þeirra leyniþjónustu- manna sem getið er á þessum lista og sagðir eru hafa starfað við sovéska sendiráðið í Reykjavík á vegum KGB sov- ésku leyniþjónustunnar, GRU leyniþjónustu sovéska hersins, og IA eða IIA alþjóðadeildar miðstjómar sovéska kommún- istaflokksins. Andrej Míkhaflovitsj Aleksand- rov-Agentov, KGB, Svíþjóð 1940-47, ísland 1986, Svíþjóð 1986. Sergej Anistratov, KGB, ísland 1981-83. Vladímír Andrejevitsj Bubnov, GRU, ísland 1968-72. Viktor Borisovitsj Khoríkov, KGB, ísland 1987-. Boris Fedorovitsj Khijatkov, KGB, Danmörk 1953-60, ísland 1969. Georgíj Nikolajevitsj Fara- fonov, KGB, Svíþjóð 1949-52, Svíþjóð 1958-63, Finnland 1966-72, sendiherra á íslandi 1975-79. Evgeníj Ivanovitsj Gergel, KGB, Svíþjóð 1964-70, ísland 1973-79. Igor Nikolajevitsj Krasavin, IA, Finnland 1954-58, 1965-71, 1975-80, sendiherra á íslandi frá 1986. Alexander Filipovitsj Krasilov, KGB, ísland 1964-67. Jurij Aleksandrovitsj Kuz- netsov, GRU, ísland 1970-74. Valdímír Nikolajevitsj Lagunin, GRU, ísland 1966-69. Valentín Vasiljevitsj Lomakin, KGB, ísland, Danmörk 1968-76, Noregur 1983-87. Viktor I. Matvejev, KGB, ísland 1971-75. Vladimir Iljitsj Prosvirnin, KGB, ísland 1981-87, Nikolaj Arsenijevitsj Sjtjeklin, KGB, Danmörk 1953-57, 1960-64, Noregur 1968-69, Dan- mörk 1970-73, ísland 1980-82. Anatolij Arkadevitsj Sorokin, KGB, ísland 1978-79, Danmörk 1984-86. Míkhaíl Nikolajevitsj Streltsov, GRU, Finnland 1952-56, Svíþjóð 1962-67, 1970-72, sendiherra á íslandi 1979-84. Viktor Valentinovitsj Trofimov, KGB, ísland 1981-85. Albert Ívanovítsj Vlasov, IIA, Svíþjóð 1976-80, ísland -86, Svíþjóð -86. Evgeníj R. Voronin, KGB, ís- land 1973-77, Danmörk 1982-87.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.