Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 28

Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 Svíþjóð: Einkaaðilar safna upplýs- ingum um Sovét-njósnara Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaösins. FJARMALAMAÐURINN Tom- as Fischer studdi á sínum tíma sjálfstæða rannsókn bókaút- gefandans Ebbe Carlssons á morðinu á Olof Palme með tveim milljónum sænskra króna (14,5 milljónum ísl. kr.). Fischer hefur nú viðurkennt að hafa greitt eina milljón (7,2 milljónir ísl. kr.) til hóps sem safnar upplýsingum um ferðir flutn- ingabíla frá Austantjaldsríkj- unum á leið um Svíþjóð. Einn af félögum hópsins er Hans von Hofsten, skipherra í sænska flotanum, en hann er þekktur fyrir hvassa gagnrýni sína á meint viljaleysi stjóm- málamanna til að stöðva kaf- bátaferðir Sovétmanna í sænskri landhelgi. Að sögn Tomas Fischers er það augljóst að flutningabílum frá Austantjaldsríkjunum, einkum Sovétríkjunum, er ekið um vegi í nánd við mikilvægar herstöðvar þar sem bílstjórarnir eiga ekkert erindi. Hópurinn hefur staðfest að stundum hafa bílstjórarnir ekið meira en 320 kílómetra fyrir utan áætlaða akstursleið um Svíþjóð. I meira en ár hefur hópurinn notað fullkomin tæki til að fylgjast með ferðum bílstjóranna. Markmiðið er að safna upplýsingum um þetta framferði svo að ríkistjóm og heryfirvöld geri gangskör að því að uppræta njósnir flutningabfl- stjóranna. Fjölbreytt úrvai af rokki, nýbylgju, blús, djassi o.fi. Smá sýnishorn: gramm Laugavegi 17, n?) sími 12040. Hljómplötur: Annie Anxiety - Jackomo Al Green - Allar Black Flag - Flestar B.B. King - Best Of Vol. 1 & 2 Creedence Clearwater Revival - 5 titlar Clannad-5titlar Cocteau Twins - Flestar Elvis Costello - Out Of Our Idiot Del-Lords - Based On A T rue Story Death In June - Oh How We Laughed & Brown Book Erasure - The Innocents Martin Stephenson - Gladsome, Humour & Blue Prefab Sprout - From Langley ParkTo Memphis The Men They Couldn’t Hang - Waiting For Bonaparte VanHalen-OU812 Smithereens - Green Thoughts Bobby McFerrin - Simple Pleasures Minutemen - Flestar Ýmsir-LaBamba2 New Order - Substance Velvet Underground - Live '69 Soft Cell - Non Stop Erotic Cabaret Throwing Muses - Throwing Muses Ýmsir - Lonely Is An Eyesore This Mortal Coil - Filigree & Shadow Loudness - Disillusion 8c Thunder In The East Imperiet-Flestar Luxuria - Unanswerable Lust Jimi Hendrix - Flestar Pat Metheny- Flestar Depeche Mode - Music For Masses The Woodentops - Woodenfoot Cops On... New Order - Flestar 12 tommur Geisladiskar: Bubbi - Dögun Bubbi- Kona Sykurmolarnir - Cold Sweat New Order - Movement New Order - Brotherhood Nick Cave - The Firstborn Is Dead Woodentops - Giant Woodentops - Woodenfoot Cops... Cocteau Twins - Flestar This Mortal Coil - Filigree & Shadow Mojo Nixon & Skid Roper - Bodayshus íslenskar hljómplötur: Súld - Búkólíki Megas - Loftmynd Bubbi- Dögun Das Kapital - Lilli Marlene Sogblettir- E.P. Bleiku Bastarnir Bubbi-Nýspor HÖH/Current 93 - Crowleymass Bubbi/Sykurmolarnir/Skytturnar Reuter Krani lyftir kínversku Trident-þotunni upp úr sjónum við Viktoríu- höfn í Hong Kong, þar sem hún hrapaði í gær. Sex úr áhöfn þotunn- —ar og einn farþegi fórust í slysinu. Hong Kong: Sj*ö manns fórust í flugslysi við höfnina Hong Kong. Reuter. KÍNVERSK þota, með 89 manns innanborðs, hrapaði í sjóinn við höfnina í Hong Kong í gær með þeim afleiðingum að hún rifnaði í tvennt og sex úr áhöfninni og einn farþegi létu lífið. Slæmt veður var þegar slysið átti sér stað, þoka, rok og úrhelli. „Ég sá eldtungur aftast í þotunni. Hún opnaðist fyrir ofan mig og ég stökk strax í sjóinn,“ sagði einn þeirra sem komust af í samtali við fréttaritara Reuters. Annar sagði að nokkrir farþeganna hefðu kvart- að yfir því að sætisbeltin hefðu verið í ólagi þegar þegar hóf sig til flugs' 35 mínútum áður en slysið varð. „Þegar þotan hrapaði lyftust þeir upp sem ekki gátu spennt sætisbeltin." Bátar voru notaðir við björgun þeirra sem komust af og kafarar björguðu tveimur úr stjórnklefa þotunnar, sem var allur undir yfir- borði sjávar. Aðrir úr áhöfninni fór- ust í slysinu. Stór krani var notaður til að lyfta þotunni úr sjónum. Kai Tak-flugvöllurinn í Hong Kong er talinn einn af tíu erfiðustu flugvöllum heims vegna hæða og háhýsa grenndinni. Sovétríkin: Segja enga geisla- hættu af gervihnetti Moskvu, Reuter. SOVESKUR embættismaður sagði í gær að engin hætta væri á geislá- virkni vegna sovésks gervihnatt- ar, sem talið er hrapa muni til jarðar á næstu tveimur mánuðum. Evgeníj Kúlov, sem er embættis- maður við Kjarnorkunefnd ríkis- ins, sagði í viðtali við vikublaðið Moskvufréttir að tvær ráðstafanir myndu koma í veg fyrir að geisla- hættu stafaði af gervihnettinum Cosmos 1900, sem skotið var á braut um jörðu i desember síðast- liðnum. Ekkert samband hefu ver- ið við hnöttinn frá í apríl. „í fyrsta lagi losnar kjamaofninn sjálfkrafa frá gervihnettinum í 800 km hæð yfír jörðu, þar sem hinum geislavirku hlutum hnattarins verður splundrað," sagði Kúlov. Hann sagði að þetta myndi eiga sér stað ef hnötturinn færi af réttri sporbraut, þrýstingur félli í tækja- hólfínu eða eldsneytisvandræði kæmu upp. Einnig sagði Kúlov að ef þetta sjálfvirka kerfi stæði á sér myndi kjamaofninn splundrast í efri lögum lofthjúpsins (í 115-120 km hæð) vegna hitans, sem myndaðist við núningsmótstöðu lofthjúpsins. „Miðað við útreikninga okkar myndi bmni kjamaofnsins og eyðing í þéttari lögum lofthjúpsins ekki auka geislavirkni á yfirborði jarðar svo neinu nemi,“ sagði Kúlov. „Þess vegna er engin ástæða til þess að óttast geislavirkni vegna Cosmos 1900.“ Sérfræðingar Evrópsku geim- ferðastofnunarinnar (EPA) í París sögðu fyrr í mánuðinum að þeir fylgdust grannt með falli gervihnatt- arins, en kváðust enn ekki geta spáð fyrir um hvort kjarni kjamaofnsins myndi losna frá hnettinum, brenna upp eða lenda á yfirborði Jarðar. Talið er að gervihnötturinn muni hefja innreið sína í lofthjúpinn í sept- ember eða október, en hvar hann mun bera niður er ekki hægt að segja um nema með eins til tveggja daga fyrirvara. Annar sovéskur gervihnöttur, Cosmos 954, brotlenti í óbyggðum Kanada árið 1978 og dreifðust geislavirk efni úr honum yfír mikið svæði. Árið 1983 lenti kjaminn úr kjamaofni Cosmos 1402 í Indlands- hafí, en náið hafði verið fylgst með honum af löndunum, sem hann átti braut yfír. Sovétríkin: Átök milli Azerbaíj#ana og Moskvubua Moskvu. Reuter. LÖGREGLAN .í Moskvu handtók 33 menn eftir að átök höfðu brot- ist út milli Azerbaíjana og ungra Moskvubúa i gær, að því er Prav- da, málgagn sovéska kommún- istaflokksins greindi frá í gær. Blaðið skýrði frá því að átökin hefðu hafist þegar Moskvubúarnir hefðu veist að Azerbaíjönum sem voru að selja vörur fyrir framan fataverslun. Ekki var greint frá því hvort einhvetjir hefðu slasast. Að sögn blaðsins söfnuðust um 150 Azerbaíjanar og Moskvubúar saman við verslunina síðar um dag- inn, en lögreglan kom í veg fyrir frekari átök. Blaðið hafði það eftir lögreglumönnum að lög heimiluðu þeim ekki að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtækju sig. Þeir kröfðust ennfremur harðari refs- inga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.