Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 26
RÆTT VIÐASLAUGUFRIÐRIKSDOTTURFYRRUMSKOLASTJORA ÖLD USELSSKÓLA ÍREYKJA VÍK í ár urðu sem kunnugt er skólastjóraskipti við Ölduselsskóla í Reykjavík. Þá lét af störfum Áslaug Friðriksdóttir sem verið hafði þar skólastjóri í sextán ár. Áslaug féllst á að eiga samtal við blaðamann Morgunblaðsins ítilefniafþessum tímamótum. Áslaugog eiginmaður hennar, Sophus A. Guðmundsson, eiga heima við Brúnaland í Reylgavík og þangað lagði ég leið mína einn rigningarsaman haustmorgun. Ekki tókst betur til en svo að ég ruglaðist á húsnúmerum og þurfti að leita töluvert þar til ég fann rétta húsið. Ég tók það til bragðs að hringja á dyrabjöllur til þess að freista þess að fá lánaða símaskrá. Égþurfti að hringja á fimmtán bjöllur þar til ég fann einhvem heima og fékk lánaða símaskrá. Þegar ég sagði Áslaugu þessar hrakfarir mínar þá brosti hún og sagði að þetta sýndi vel hversu margar konur ynnu utan heimilis. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTOR ér var boðið til stofu en húsmóðirin fór fram í eldhús til þess að sækja mér heitan sopa til að hlýja mér eftir volkið. Við komum okkur svo vel fyrir í þægi- legum bólstruðum stólum og As- laug hóf frásögn sína. „Ég er fædd á heimili foreldra mínna við Bergstaðastræti í Reykjavík þann 13. júlí 1921. For- eldrar mínir voru María Jónsdóttir og Friðrik Klemensson, þau voru bæði kennarar. Móðurbróðir minn, Hallgrímur Jónsson, var einnig kennari og lengi skólastjóri við Mið- bæjarskólann í Reykjavík og fleiri ættmenni mín hafa lagt fyrir sig kennslu, svo ég á ekki langt að sækja áhuga minn á því að kenna. Kennsla var erfíð áður fyrr, sér- staklega farkennsla eins og foreldr- ar mínir stunduðu fyrstu árin. Þau áttu þó góðar minningar frá þeim árum og ég man að fólk sem heim- sótti okkur minntist stundum t.d. á peysuföt sem mamma hafði saumað á húsfreyjuna meðan á dvöl hennar stóð eða þá dúka eða eitthvað siíkt. í gamla daga var stundum sagt að hvaða aumingi sem væri gæti orðið kennari og víst var það svo að oft voru menn við kennslu sem höfðu litla líkamlega burði. En líklega hafa þeir menn stundum lesið meira ert almennt gerðist svo þetta hefur oftar en ekki verið mjög eðlileg nið- urstaða. Kennaralaun voru Iíka lé- leg á þessum tímum. Þegar ég var tveggja ára fékk faðir minn heilablóðfall. Þá var yngri bóðir minn rétt ófæddur. Pabbi lá lengi og var svo máttlaus öðni megin eftir það. Hann varð 48 ára, lifði til ársins 1932, en þá fékk hann heilablóðfall í þriðja sinn sem dró hann til dauða. Þegar hann veiktist var hann hættur að kenna og vann í pósthúsinu. Þar var mik- ið að gera og hann lagði á sig mikl- ar vökur. Mamma var líka hætt að kenna þá því hún var þá ófrísk ejns og fyrr sagði. Þau voru f byggingar- hugleiðingum um þær mundir en úr þeim ráðagerðum varð vitaskuld ekkert. Það sem bjargaði okkur var að foreldrar mfnir höfðu gifst seint og þau áttu peninga og húsnæðið sem við bjuggum í. Þau átti fyrir húsinu sem til stóð að byggja og á þeim peningum lifðum við að mestu þar til pabbi féll frá. Þá fékk mamma eftirlaun eftir hann sam- kvæmt lögum sem þá voru nýlega gengin í gildi. Þetta bjargaði því að heimili okkar splundraðist ekki. í dag byrjar fólk að byggja þó það eigi ekki neitt til en slíkt þekktist ekki í þeirri veröld sem ég ólst upp í. Hugsunarhátturinn er gjörbreytt- ur, nú er ekki hugað sem skyldi að endalokunum, hvemig á að fara að því að borga en ég er alin upp við það að fá aldrei neitt lánað. Þess vegna hef ég alltaf viljað eiga fyrir, hlutum sem ég kaupi. Ég hef ekki getað horfíð frá mínu uppeldi og ég er þakklát fyrir það uppeldi sem ég fékk. Eftir að pabbi dó missti mamma heilsuna. Það var eins og einhverjir strengir hefðu brostið þegar hann dó. Hún hafði unnið mjög mikið til margra ára og verið undir miklu álagi og það hefur vafalaust orðið til þess að hún fékk mikla liðagigt.. En hún gaf sig aldrei, hún var mjög dugleg þrátt fyrir sitt heilsuleysi. Hún lifði þar til hún var 75 ára. En hún var oft mjög þjáð og langtímum saman gat hún ekki einu sinni greitt sér, náði ekki að koma höndunum svo hátt upp. Samt hélt hún heimili lengi vel en kom til okkar árið 1947 og bjó með okkur það sem hún átti óiifað. Ég held að það hafí verið það besta sem hugsanlegt var fyrir okkur öll, og sérstaklega fyrir bömin mín. Pabbikenndiokkur mikið heima Ég bjó við gott atlæti í bemsku þrátt fyrir veikindin. Pabbi hafði lengst af fótaferð og kenndi okkur systkinunum afskaplega mikið heima. Það hafði þau áhrif að ég hélt að ég þyrfti aldrei að læra þegar ég fór í skóla, ég kunni það mikið þegar ég kom í skóla að ég hélt að þetta væri allt í lagi, ég kynni allt námsefnið. En svo vakn- aði ég við vondan draum þegar ég var tólf ára, þá var forskotið búið. Þetta var einkennileg reynsla. Þessi kennsla pabba var þó bæði honum og okkur krökkunum til góðs. Sér- staklega lagði hann áherslu á sögu og landafræði enda voru það okkar uppáhaldsgreinar. Ég stundaði nám við Kvennaskól- ann í jjögur ár en svo fór ég í Kennaraskólann. Ég held að löngun mín til að kenna sé meðfædd. Það vom erfíðir tímar þegar ég var ung en samt sem áður vildi ég ólm kom- ast í Kennaraskólann. Vinkona mín, Ásdís Steinþórsdóttir, fór með mér í skólann. Hún var þá komin í vinnu og ég man að mamma hennar, Ingi- björg Benediktsdóttir kennari og skáldkona, vildi helst ekki að hún legði á þessa braut. Hún hringdi meira að segja í mömmu mína til þess að ræða þessi mál og spurði mömmu m.a. hvort hún hefði gleymt erfíðleikum farkennslunnar og vildi að ég færi í kennslu. Mamma sagði eins og var að þetta væri mín ákvörðun sem hún gæti ekki haft nein áhrif á. Svo fórum við Dísa í Kennaraskólann. Við vor- um að vísu nokkuð ungar og feng- um því ekki að setjast strax í fyrsta bekk. En við gripum þá til þess ráðs að lesa þann bekk utan skóla og setjast svo árið eftir í annan bekk. Mér er minnisstætt hvemig við Dísa lærðum fyrsta árið. Við lærð- um heilu kaflana utanað einsog hænsni. Einu sinni í upphafi prófs þá sá ég spumingu sem ég vissi að ég átti að geta svarað en vant- aði stikkorðið. Dísa náði að minna mig á upphafíð og þá kunni ég all- an kaflan viðstöðulaust. Mér fannst gaman í Kennaraskólanum en ég fór ekki að kenna þegar skólanum lauk. Ég fór að vinna á skrifstofu og var þar þangað til ég gifti mig. Það var mjög erfítt á þeim ámm að fá kennarastöðu í Reykjavík. Það var bara hægt að fá forfallakennslu en þá varð maður að bíða þar til gert var boð eftir manni og fékk bara borgað fyrir þær kennslu- 4- -------------------------------- r stundir sem maður kenndi. Þetta var ömurlegt hlutskipti. Einn ljós punktur var þó í þessu og hann var sá að forfallakennarar sátu að öðra jöfnu fyrir ef staða losnaði. Svo var hinn kosturinn að fara út á land að kenna. Mig langaði svolítið til þess en mamma vildi það ekki svo ég réði mig á skrifstofu hjá Tómasi í Ólgerðinni og líkaði mjög vel þar. Ég var þó um tíma komin á fremsta hlunn með að kenna hjá fröken Ragnheiði Jónsdóttur, sem rak þá smábamaskóla heima. Ég var mjög hissa þegar hún leitaði til mín, því hún hafði oft þurft að siða mig til meðan ég var í Kvennaskólanum. Einu sinni sagði hún við mig: „Snáf- ið þér í sætið, þér kunnið ekkert." En þrátt fyrir að hún væri mjög ströng þá var hún afburða kennari. En ég lagði ekki í að fara til henn- ar til_ að kenna og sé alltaf eftir því. Ég kynntist Ragnheiði betur seinna og sá þá að ég hefði haft mjög gott af því að vinna með henni og það hefði vafalaust gefíð mér mikilvæga reynslu. Vegna mín kom hann suður Ég fór á sumrin sem kaupakona út á land til þess að kynnast landinu mínuog líka vegna þess að þá gafst mér tækifæri til þess að komast á hestbak. Ég hafði mjög gaman af hestum. M.a. réði ég mig kaupa- konu norður í Víðidalstungu og þar nyrðra kynntist ég manninum mínum. Hann er frá Auðnustöðum í Víðidal. Til að fastsetja hann fór ég sumarið eftir aftur norður í Vatnsdal. Hann ætlaði sér upphaf- lega að verða bóndi en vegna mín kom hann suður og hér settum við saman bú. Fyrst fór hann að vinna í raftækjaverslun en seinna hjá Al- menna bókafélaginu og þar hefur hann verið síðan. Við fengum leigða splunkunýja íbúð á Kjartansgötunni og ég man að við þurftum að borga fyrirfram sem ekki var eins algengt árið 1943 og það er í dag. Ég vann úti þegar ég var ófrísk að fyrsta baminu og hélt áfram að vinna þangað til ég komst varla inn úr dyranum sakir sverleika. Eftir að bamið fæddist var ég heima. Þá var ekki til siðs að konur ynnu úti eftir að þær vora búnar að eignast böm. Friðrik, elsti drengurinn minn, var tæplega fjögurra ára þegar næsta bam kom, líka drengur, sem heitir Guðmundur. Þegar hann var nýfæddur þá fluttum við í íbúð sem við byggðum við Mávahlíð 13. Þar fæddust okkur tvær dætur, María og Kristín Auður. Drengimir lærðu báðir lögfræði, Friðrik er alþingis- maður en Guðmundur fulltrúi sýslu- m'anns í Hafnarfirði. María er kenn- ari en Kristín Auður er hjúkranar- fræðingur. Yndislegasti tími æviminnar Mér fannst yndislegt að vera heima með bömin mín. Ég var heimavinnandi húsmóðir í 13 ár og það fínnst mér nú, þegar ég lít til ! baka, að hafi verið yndislegasti tími ævi minnar. Ég get aldrei full- þakkað það að hafa fengið að vera heima í rólegheitum með mín böm. En þegar mér var boðin kerinsla í forföllum í Hlíðaskóla þá ákvað ég samt að slá til, þá var mig farið að langa til að kenna. Ég man að mamma hvatti mig mjög og hún sagði jafnframt: „Þá fínnst mér ég geta gert gagn,“ því hún tók þá á móti bömunum þegar þau komu úr skólanum. Þau komu aldrei að tómu húsi. Það var líka venja á okkar heimili að allir hjálpuðust að. Frá upphafi höfum við Sophus haft það þannig að við hjálpumst að við alla hluti og þetta hefur haldist þau 45 ár sem við höfum verið saman. Mörgum fannst ég ómyndarleg hús- móðir hér áður fyrr en ég lét mig það engu skipta. Ég kippti mér ekki einu sinni upp við það að einu sinni þegar ég fór á fæðingardeild- ina þá var ég ekki búin að strauja bleiur og föt á bamið og þá gerði hann það. Þetta ofbauð ýmsum konum í kringum mig. Þetta var andstætt því sem þá var venja og ég er ekki að hneykslast á þeim ____ konum sem töluðu um þetta þá. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.