Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 1 im Larsen er í dag risinn í danskri j (og norrænni) popp/rokktónlist j (ekki eru hértaldirmeð þeirtónlist-; armenn sem gert hafa út á al-; þjóðamarkað s.s. Europe, A-Ha, j Laid Back, Abba og viðlíka sem réttast er að kalla alþjóðlega tón-! listarmenn) og hefur selt fleiri plöt-1 ur en nokkur annar danskur tón- j listarmaður. Af plötu hans Midt i om natten seldust um 650.000 : eintök og af Forklædt som voksen j seldi hann um 450.000 eintök. Ekki er honum að fatast flugið, því nýjasta plata hans, Yummi, j Yummi, hefur nú selst í um 600.000 eintökum og er enn á : góðri hreyfingu. Það er með tónlist j af þeirri plötu í farteskinu sem Kim j Larsen kemur til íslands til tón-; Bellami í Hótel íslandi 9. 10. og 11. október næstkomandi. Barist með búsetum Kim Melius Flyvholm Larsen fæddist í Kaupmannahöfn í októ- ber 1940. Hann ólst upp við kröpp i kjör hjá einstæðri móður sinni. Sá uppruni hefur gert það að verkum að hann hefur alla tíð staðið með lítilmagnanum og er þá skemmst að minnast samstöðu hans með búsetunum sem lögðu undir sig hús á Nörrebro og fráegt varð á íslandi. Áhrifavaldar hans í tónlist voru Presley, Jerry Lee Lewis, j Little Richard og Cliff Richard. j Hann fór snemma að stæla fyrir- j myndir sínar og fjórtán ára kenndi j hann sér sjálfum á gítar. Uppúr 3- í hafnar, gerðist þar kennari i skamman tíma og þar stofnaði hann hljómsveitina Gasolin með gítarleikaranum Franz Beckerlee og Willy Jönsson 1969. Framan af héldu meðlimir Gas- olin sér við enska texta eins og lenska var (líkt og hér á landi), en 1971 fór hljómsveitin að syngja á móðurmálinu og þá fyrst fóru hjól- in að snúast. Fyrsta platan kom út það ár og með annarri plötu hljómsveitarinnar sem út kom 1972 náði hún almannahylli og var upp frá því og þar til hljómsveitin lagði upp laupana 1978 ein vinsæl- asta rokkhljómsveit Dana. Tónlist hljómsveitarinnar þróaðist á þeim tíma úr hráu bílskúrsrokki í það að vera hreinræktað danskt popp- rokk, sem hélst í hendur við það að smám saman fóru menn að lita á sveitina sem Kim Larsen og Gasolin. í leit að frægðinni Kim Larsen hafði verið að stússa einn síns liðs áður en hljóm- sveitin hætti og má segja að sóló- ferill hans hafi verið hafinn áður en sveitin hætti, enda var það löngun hans til að starfa einn sem gerði út af við hana. Þriðja sólóplata Larsens, 231045-0637, kom út 1979 og miklar vinsældir hennar urðu til þess að hann ákvað að láta draum sinn rætast og reyna fyrir sér í Bandaríkjunum. Þangað fluttist hann árið 1980 og settist að í New York. Hann gaf þar út plötu í sam- vinnuvið John Delia og setti saman hljómsveitina Jungledreams með Delia í kjölfar hennar. Ekki hafði hann erindi sem erfiði og 1982 sneri hann aftur til Danmerkur til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. 1983 skipti hann um útgáfufyrirtæki, sagði skilið við CBS, sem hann hafði verið samn- ingsbundinn frá 1969, og gerði samning við smáfyrirtækið Medl- ey. Á því merki sendi hann frá sér plötuna Midt om natten, sem fær nafn sitt af samnefndri kvil<mynd sem sýnd var hér á landi fyrir nokkru, eg Kim lék einmitt eitt aðalhlutverkið í þeiri mynd sælla minninga. Platan sú seldist í stærra upplagi en áður hafði þekkst í Danmörku og er í dag mest selda plata í Danmörku frá örófi, en þriðja piata hans hjá Medley, Forklædt som voksen, seldist í um 450.000 eintökum, eins og áður sagði. Af ofangreindu má vonandi ráða að koma Kim Larsen til íslands er merkisviðburður, reyndar næst merkast heimsókn erlends tónlist- armanns á árinu á eftir Pere Ubu, sem gerðu allt vitlaust í Tunglinu fyrir skemmstu. Eins og áður sagði verða tón- leikar Kim Larsens og Bellami í Hótel íslandi 9., 10., og 11. októ- ber næstkomandi og tilvalið að láta reyna á dönskukunnáttuna. Haustið 1972 var sá er þetta ritar staddur á vertshúsi í Christianíu, þegar þar á svið gekk hljómsveit. Hljómsveitin kynnti sig ekki, en nærstadd- ur gaukaði því að undirrituð- um að hún héti Gasolin, en undirritaðurvarengu nær. j Tónlistin sem hljómsveitin lék vareinkennileg blanda af bílskúrsrokki og alþýðlegri j popprokktónlist með snjöllum dönskum textum. Athygli vakti hárfagur gitarleikari sem ! stældi Jimi Hendrix af mikilli fimi. Sá sem mest bar á í hljómsveitinni var þó söngvari j hennar og rytmagítarleikari, j sem var sem persónugerving- j ur laganna, óhrjálegur útlits j en sarrít fullur af lífi og orku. Hann spjallaði gjarnan við áheyrendur milli laga og beindi til þeirra velvalinna at- ! hugasemda um þá, stjórn- völd, lífið og tilveruna. Einhver á staðnum sagði að þetta væri Kim Larsen. Texti: Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.