Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 Útgefandi tuftfftfeffe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Fljótræði mennta- málaráðherra Nú er að renna upp fyrir ráðherrum í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, að við myndun hennar voru ýmsar ákvarðanir teknar í fljótræði og að vanhugsuðu máli. Hér á þessum stað hefur verið vakin athygli á því, hvemig málgögn tveggja stjómarflokka að minnsta kosti eru komin á harðahlaup frá ákvæðum stjómarsáttmálans um láns- kjarvísitölu og aðför að sparifé. Þá hefur einnig verið bent á það hér, að ákvarðanir um að lækka raforkuverð til frystihúsa um fjórðung standast ekki. Veru- leikinn er allur annar en stjóm- arherramir álíta og þurfti raun- ar engum að koma á óvart að Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur færðust enn fjær veru- Ieikanum þegar þeir tóku upp samstarf við Alþýðubandalagið, flokk sem sækir stefnu sína til kenninga sem hvarvetna er nú verið að kasta fyrir róða þar sem reynslan sýnir að þær em ekki aðeins í andstöðu við veruleik- ann heldur einnig það, sem þær sjálfar boða. Svavar Gestsson hefur af Ólafí Ragnari Grímssyni og fleiri alþýðubandalagsmönnum verið talinn málsvari þeirra inn- an flokksins sem telja sig tals- menn hinna „réttu“ sjónarmiða og arftaka þeirra er mynda þungamiðjuna í Alþýðubanda- laginu, þá sem komu úr Sósíal- istaflokknum á sínum tíma og í hann úr Kommúnistaflokki íslands. Þessir menn hafa ekki enn gert upp við fortíðina með sama hætti og þeir sem nú fara með öll völd í Kreml, en undir handaijaðri Kremlveija keppast sagnfræðingar og aðrir við að afhjúpa óhugnað fortíðinnar, hvort heldur með því að opna grafír þar sem hundruð þúsunda fómarlamba Stalíns liggja eða fletta ofan af spillingunni á Brezhnev-tímanum. Þess verður ekki vart að innan Alþýðu- bandalagsins eða á Þjóðviljan- um vinni nokkrir skipulega að því að sýna fram á hvílíkum fírrum kommúnistar á íslandi hafa haldið á loft í umræðum hér og hvemig Þjóðviljanum hefur verið beitt í þágu þeirra. Þótt Svavar Gestsson og fé- lagar hans í Alþýðubandalaginu hafí ekki lagt sig fram um end- urskoðun og endurmat innan þess var Svavar ekki fyrr sestur í stól menntamálaráðherra en hann hóf mikla sókn í fjölmiðl- um til að sýna mönnum fram á að hann ætlaði að endurmeta og endurskoða allt sem forveri hans þar hefði gert og að því er helst virðist allir forverar hans síðan Biynjólfur Bjama- son úr Sósíalistaflokknum sat í menntamálaráðuneytinu í ný- sköpunarstjóminni 1944 til 1946. Til marks um fljótræði Svavars í þessu efni má benda á tilraun hans til að hefta dreif- ingu á fréttabréfí menntamála- ráðuneytisins. Skal fullyrt að hann hefði ekki gripið til þess ráðs að láta dreifa því nema vegna þess að vakið var máls á dreifíngarbanninu hér í blaðinu á föstudag. Atvikið vegna fréttabréfsins kann ýmsum að þykja léttvægt eftir á, þótt það snerti sjálft rit- frelsið. Annað veigameira mál virðist hafa gleymst, þegar Svavar Gestsson var að flýta sér í menntamálaráðuneytið og Ólafur Ragnar Grímsson í fjár- málaráðuneytið en það var yfír- lýsing Svavars fyrir síðustu kosningar þess efnis, að Al- þýðubandalagið myndi gera það að skilyrði fyrir stjómarsam- starfí, að í stjómarsáttmála kæmi fram að lögunum um námslán yrði framfylgt. Sveinn Andri Sveinsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, hefur nú bent á, að þessi yfírlýs- ing virðist hafa gleymst, þegar stjómarsáttmáli ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar var saminn. Lét þó Ólafur Ragnar Grímsson orð falla um það í þann mund sem stjómin var mynduð, að Alþýðubandalagið geti vel við sáttmálann unað og þar væri tekið tillit til sjónar- miða þess. Hér í blaðinu í gær bendir Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrum menntamálaráðherra, svo á það, að Svavar Gestsson hafí hlaupið á sig, þegar hann afturkallaði beiðni til borgarstjómar Reykjavíkur um að skipa full- trúa í skólanefndir framhalds- skóla, þar sem með því kunni hann að stefna samstarfí við sveitarstjómir í stórhættu, sem geti leitt til þess að þær vilji ekki taka þátt í stofnkostnaði vegna framhaldsskóla og ríkið sitji áfram eitt uppi með hann. Ekki skal gert lítið úr nauð- syn þess fyrir stjómarflokkana þijá að hafa slq'ótar hendur við að beija ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar saman. Van- kantamir á stjómarsáttmálan- um sýna hins vegar að hann er klastur og ekki bætir fljótræði einstakra ráðherra eins og Svavars Gestssonar síðan úr skák. Fyrir um það bil tveimur mánuðum sendi mennta- málaráðuneytið frá sér 305 blaðsíðna rit, Aðal- námskrá grunnskóla. Er henni ætlað að taka við af námskrám sem tóku gildi 1976 og 1977. Sam- kvæmt grunnskólalögum á að endurskoða námskrána á fímm ára fresti. Það var þó ekki gert á árunum 1981-2 heldur ákveðið að láta námskrá gilda óbreytta áfram um óákveðinn tíma. Frá nýjum námskrárdrög- um var svo gengið 1983 en þau hlutu ekki samþykki menntamálaráðherra. Þá hófst nýtt endurskoðunartímabil sem lauk með útgáfu námskrárinnar nú í sumar. í formála hennar segir meðal annars: „Hin nýja aðalnámskrá er í ýmsum veigamiklum atriðum frábrugðin fyrri námskrám. Að- aláhersla er lögð á að kynna og skýra markmið náms og kennslu og inntak ein- stakra námsgreina og viðfangsefna, en minni áhersla lögð á leiðbeiningar um mismunandi kennsluaðferðir. Að baki ligg- ur sú stefna að fela skólunum sem mest sjálfræði um þau efni. Menntamálaráðuneytið mælir ekki fyrir um ákveðna kennsluhætti umfram það sem leiðir af markmiðum aðalnámskrár, hins vegar er gengið að því vísu að kennarar þekki og hafí á valdi sínu fjölbreytilegar kennsluaðferðir og séu færir um að velja heppilegustu leiðimar að markmiðunum sem námskráin setur. Á sama hátt eru skólum í sjálfsvald sett ýmis skipulagsat- riði kennslu, s.s. hvemig nemendum er skipað í hópa. Það getur verið breytilegt eftir þroska og fæmi nemenda og öðrum aðstæðum." Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri skóla- þróunardeildar menntamálaráðuneytisins, skýrði megindrætti hinnar nýju námskrár í samtali við Morgunblaðið sem birtist hinn 3. september síðastliðinn. Þar leggur hann einmitt megináherslu á aukið frjálsræði skóla um innra starf og skipulag og segir meðal annars: „í gömlu námskránum gaf [menntamálajráðuneytið út alveg ákveðn- ar línur um það hvemig skyldi kenna og setja saman nemendahópa. Nú er horfíð frá því og tekin skýr stefna um að þessi atriði séu mál skólanna. Þar er fagfólkið, sem mest hefur vit á þessu.“ í samtalinu við Hrólf Kjartansson kem- ur fram, að menntamálaráðuneytið hafí sent námskrána til umsagnar hjá samtök- um kennara og ýmsum stofnunum, félög- um og samtökum. Segist Hrólfur aðeins hafa heyrt jákvæðar undirtektir og bætir við: „Ég get heldur ekki ímyndað mér að kennarar geti í rauninni haft nokkuð út á þá stefnu að setja að þeir séu viðurkennd- ir fagmenn á sínu sviði. Það er það sem felst í þessari stefnu. Skólamönnum al- mennt er treyst og treystandi til að taka af skarið um kennsluhætti og skipulag skólastarfs. Mér þætti undarlegt ef menn eru ekki ánægðir með þessa breyttu stefnu." Viðbrögð kennara Fyrir utan þetta samtal Morgunblaðsins við Hrólf Kjartansson heyrðist lítið af nýju námskránni fyrir grunnskóla, fyrr en eftir að Svavar Gestsson var orðinn mennta- málaráðherra. Þá létu kennarasamtökin til sín heyra. í Þjóðviljanum 4. október sl. er skýrt frá því að Bandalag kennara hafi sent menntamálaráðherra bréf, þar sem farið sé fram á að skipuð verði sérstök nefnd til að endurskoða meginkafla nýrrar aðalnámskrár fyrir grunnskóla. „Að mati kennara er allt of mikil áhersla á sam- keppni og samanburð í nýju námskránni sem þeir segja ekki vera í takt við nútíma kennsluhætti." Þá segir í þessari frétt Þjóðviljans: „í nýju námskránni er meðal annars fjallað um námsmat. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, sagði Þjóðviljanum að skólastefna Kennarasam- bandsins legði áherslu á að nemandinn væri metinn út frá sjálfum sér en ekki öðrum. En í námskránni væri mikið lagt upp úr samanburði og opnað fyrir þann möguleika að raða nemendum í bekki eft- ir getu. Þessu væru kennarar ósammála. Nútíma kennsluhættir legðu mikið upp úr samvinnu og tillitssemi sem væri andstætt samkeppni og samanburði. Að sögn Svan- hildar er uppeldishlutverki skólanna ekki gert nægilega hátt undir höfði en mikil áhersla lögð á fræðsluhlutverkið. Uppeldis- hlutverk skóla hefði hins vegar aukist með breyttu samfélagi og vildu kennarar einn sameiginlegan kafla um uppeldis- og fræðslumál í nýja aðalnámskrá." Athygli vekur að í hinum tilvitnuðu orð- um minnist formaður Kennarasambands íslands hvergi á það sem af hálfu mennta- málaráðuneytisins hefur verið talin helsta stefnubreytingin með nýju lögunum, það er hið aukna traust sem stjómendum skóla og kennurum er sýnt með nýju nám- skránni. Hrólfur Kjartansson sagði í Morg- unblaðssamtalinu að ætlunin væri að skól- amir ákvæðu sjálfír hvemig heppilegast væri að skipta í bekki. „Þeir geta blandað í bekki, raðað eftir aldri, námsgetu eða á annan hátt sem þeir kjósa,“ sagði hann. í þeim kafla aðalnámskrárinnar þar sem fjallað er um markmið skólastarfs, starfs- hætti og tengsl skóla og samfélags segir meðal annars undir fyrirsögninni Nám og þroski: „Skólastarfíð þarf að taka mið af því að böm eru misjafnlega þroskuð og hafa öðlast margháttaða og misjafna leikni, reynslu og þekkingu, áður en þau hefja skólagöngu og að þau auka við hana jafnt og þétt utan skólans sem innan hans. Skólinn á að örva böm í þessari viðleitni. Kennarar þurfa að notfæra sér að þeir hafa bein samskipti við nemendur sína, ræða við þá um reynsiu þeirra og hug- myndir og gefa þeim tækifæri til að ræða þær sín á milli. Ung böm skynja og skilja umhverfí sitt á annan hátt en fullorðnir. Viðleitni skólans til að stuðla að alhliða þroska nemenda, veita þeim öryggiskennd, sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd er háð því að þeir fái viðfangsefni við hæfí. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt aldurs- munur í bamahópi sé innan við eitt ár getur þroskamunur sumra í hópnum sam- svarað allt að Ijórum árum. Við þetta þarf að miða þegar bömum eru falin verkefni." í kafla undir fyrirsögninni Einstaklings- vitund og félagsþroski segir: „Grunnskól- inn þarf í senn að rækta með nemendum einstaklingsvitund og félagsþroska. Hið fyrra lýtur að því að gera nemend- um grein fyrir þýðingu þess að engir tveir einstaklingar em eins. Menn eru ólíkir að útliti, hæfíleikum og lundarfari og þessi mismunur gerir mannlífið auðugra og litríkara. Skólunum ber að efla hæfíleika nemenda til að þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar, styrkja sjálfsmynd sina og þekkja styrk sinn og veikleika. Hið síðara lýtur að samskiptum nem- enda við aðra. Skólunum ber að rækta með nemendum heilbrigðan metnað, fé- lagslyndi og virðingu fyrir öðm fólki, og kenna þeim að meta fólk óháð kynferði þess, þjóðemi, litarhætti, uppmna, trúar- brögðum eða öðrum sérkennum. Skólunum ber að fræða nemendur um að samkeppni annars vegar og samvinna hins vegar get- ur verið jafn holl og þroskandi, hvort sem er í námi, leik eða starfí. Keppni og sam- vinna útiloka ekki hvort annað, heldur geta farið saman.“ Varla verður séð að í þessum köflum séu kennumm gefín fyrirmæli um neitt sem óeðlilegt getur talist, þvert á móti er þama annars vegar lýst því trausti á kenn- umm að þeir séu best færir um að meta þroska nemenda og fela þeim verkefni við hæfí og hins vegar em þama tíunduð al- gild sannindi um að keppni og samvinna útiloki ekki hvort annað. Hljóta þau að eiga við í skólastarfí eins og lífínu al- mennt. Væri ámælisvert ef þannig væri staðið að fræðslu íslenskra ungmenna að skólamir leyndu þau þessu. Uppeldi og fræðsla Breyttar þjóðfélagsaðstæður hafa vissu- lega leitt til þess að foreldrar eða afar og ömmur koma minna við sögu en áður í uppeldi og fræðslu bama. Hafa skólinn og ýmsar aðrar stofnanir fyllt þar tóma- rúm. Foreldrar og heimilið em þó enn „homsteinar íslensks samfélags og höfuð- vettvangur uppeldis bama og unglinga" MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 ff QQ REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. október Morgunblaðið/RAX eins og segir í aðalnámskránni, en þar segir meðal annars um uppeldisstarf: „Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi bama sinna. Réttur þeirra og skylda til uppeldis og mótunar bamanna er tryggður í íslensk- um lögum og alþjóðasamþykktum sem Islendingar em aðilar að. Fjölskyldan og heimilið em homsteinar íslensks samfélags og höfuðvettvangur uppeldis bama og unglinga. Hinar margháttuðu þjóðlífs- breytingar undanfarinna ára — og þar skipta mestu nýjar aðstæður á heimilunum — gera auknar kröfur til skólans um þátt- töku í uppeldi bama og unglinga. Hlutur skólans felst þar einkum i að temja nem- endum aga í framgöngu og vinnubrögðum, einbeitingu og góðar umgengnisvenjur og stuðla að því að þeir öðlist þekkingu og skilning á sjálfum sér, beri virðingu fyrir öðmm og sýni náunganum tillitssemi. Þetta hlutverk þarf skólinn að leysa af hendi í nánu samstarfi og samráði við foreldra. Miklu skiptir að í skólanum mæti nemendur festu og öryggi ásamt hlýju og glaðlegu viðmóti. Á milli nemenda og kennara þarf að takast trúnaðarsam- band. Skólinn á að láta sig varða sam- skipti nemenda, gera allt sitt til að líðan þeirra innan og utan skólans verði sem best og bregðast við vandamálum eins og einelti og einangmn." Orðalagið í upphafí þessa kafla um að réttur og skylda foreldra til uppeldis og mótunar bama sinna sé tryggður í íslensk- um .Iögum og alþjóðasamþykktum sem Islendingar em aðilar að vekur lesandann til umhugsunar um það, hvort mennta- málaráðuneytinu hafi af einhverri sér- stakri ástæðu þótt nauðsynlegt að ítreka lagalegan rétt og skyldur í þessu sam- bandi. Er það skoðun einhverra að foreldr- ar eigi ekki þennan rétt og beri ekki þess- ar skyldur? Er þetta dregið í efa af ein- hveijum? Um fræðsluhlutverkið segir í aðalnám- skránni: „Það er vandasamt verk að búa nemend- ur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Ein leið til þess er fræðsla. Með fræðslu er bæði átt við miðlun þekkingar og að gefa nemendum kost á margháttaðri annarri reynslu sem þeir geta lært af. Markmiðið er að mennta nemendur, gera þá fróða, rökvísa og skap- andi. Fræðslunni þarf að haga þannig að nemendur fái í námi sínu útrás fyrir for- vitni sína og sköpunargleði, þjálfíst í sjálf- stæðum ályktunum og læri að bregðast við nýjum aðstæðum. Fræðsla felst í því að miðla margvíslegri þekkingu, kenna nemendum skil á Qölmörgum staðreyndum um sögu og samtíma, listir og menntir, mannlíf og náttúru. Fræðsla felst einnig í því að kenna nemendum og þjálfa með sér sjálfstæð vinnubrögð og að gera þá færa um að leita sér þekkingar upp á eig- in spýtur, hagnýta þekkingu í námi og daglegu Iífí, vega og meta þekkingaratriði með gagnrýni og gera sér grein fyrir því að þekking og skilningur eru líka sjálfstæð verðmæti. Námi í grunnskólum er ætlað að auðvelda nemendum iíf og starf utan skólans og að skólagöngu lokinni og und- irbúa þá undir framhaldsnám. Fræðsla samkvæmt þessari skilgrein- ingu er veigamesti þáttur alls starfs í grunnskólum." Hlutur foreldra Kveikjan að þvi að hér er vitnað svo oft og mikið í þann kafla nýrrar aðalnám- skrár fyrir grunnskóla er fjallar um mark- mið skólastarfs, starfshætti í skólum og tengsl skóla og samfélags, er að forráða- menn kennarasamtakanna hafa opinber- lega einkum látið í ljós áhuga á að þeir þættir sem hér er getið verði endurskoðað- ir. Kennarasamtökin hafa mótað sína eigin skólastefnu sem þau telja að stangist á við ýmsa grunnþætti hinnar nýju nám- skrár. Foreldrar eiga ekki eins auðvelt um vik. Þeir hafa treyst kjömum fulltrúum sínum og á sinn hátt embættismönnum ríkisins fyrir því að gæta hagsmuna sinna og bama sinna. Til að veita þessum mönn- um og kennurum aðhald er foreldrum ekki síður en þeim nauðsynlegt að kynna sér efni námskrárinnar. Hún ætti auðvitað að vera grundvöllur í viðræðum kennara og foreldra og sá rammi sem aðilar hafa við að styðjast að lokum, ef ágreiningur verð- ur. I námskránni er vikið að sambandi heimila og skóla með þessum orðum: „Gott samstarf heimila og skóla er mikil- vægur þáttur í árangursríku námi. For- eldrar eiga að fá að fylgjast með skóla- starfinu og fá reglulega upplýsingar, skrif- lega og á fundum, um námsefni, kennslu- tilhögun og aðbúnað sem varðar börn þeirra. Sérstakir foreldradagar geta verið heppileg leið til að miðla upplýsingum til heimilanna og stuðla að áhuga og gagn- kvæmum skilningi. Fastur viðtalstími kennara er einnig þýðingarmikill í þessu sambandi. Markmiðið er að foreldrar viti að hveiju böm þeirra eru að vinna í skólan- um hveiju sinni og geti veitt þeim aðstoð og aðhald í náminu ef þörf er á. Foreldrar þurfa einnig að geta fylgst með framvindu námsins og áttað sig á stöðu bama sinna þar, framfömm þeirra og þroska í saman- burði við aðra nemendur, ekki aðeins inn- an skólans heldur og í víðara samhengi. Brýnt er að foreldrafélög starfi við hvern gmnnskóla og taki þátt í að skipuleggja samstarf skólans og heimilanna. Áhugi foreldra á námi og starfi í skólunum getur skipt miklu fyrir árangur barna þeirra." I Morgunblaðsviðtalinu við Hrólf Kjart- ansson var vísað til þess að rætt er um nýmæli í aðalnámskránni er auðvelda for- eldrum aðhald, svonefndar skólanámskrár. Um þær segir Hrólfur: „Þær em nokkuð merkilegt nýmæli. í aðalnámskránni em tilmæli til skóla um að þeir setji sína eigin skólanámskrá eða starfsáætlun. Það er ætlast til þess að hún feli í sér starfsáætl- un skólans, innan þess ramma, sem lög og aðalnámskrá setja. Með þessu fá for- eldrar margfalt meiri upplýsingar en áður og gerir þeim kleift að fylgjast miklu bet- ur með námi bama sinna en ella. Svo er líka til í dæminu, að foreldramir geti tek- ið þátt í gerð skólanámskrár." Af þessu öllu má ráða, að vilji stendur til þess hjá þeim sem aðalnámskrána sömdu að efla tengsl foreldra og skóla. Er mikilvægt að nýttar verði sem flestar leiðir til þess og ekki látið við það eitt sitja að reyna að virkja foreldra með því að fá þá til að sækja fundi eða láta ljós sitt skína á þeim heldur einnig á annan hátt s.s. gefa þeim færi á að gefa álit sitt með því að svara skriflegum fyrirspumum. Fyrir opnum tjöldum Þegar skólar hófust nú í haust var vak- in athygli á því í fréttum, að þá settust um 65.000 manns á skólabekk og við menntakerfið starfa um 6.500 manns beint eða óbeint. Á fjárlögum í ár er varið um 10 milljörðum króna til menntakerfísins. Þótt ekki sé nema af þessari ástæðu ættu umræður um skólamál að vera meiri fyrir opnum tjöldum en raun ber vitni. Önnur ástæða ætti þó að vera veigameiri: án gagnmenntunar, þekkingar og kunnáttu, getur íslenska ríkið ekki boðið borgurum sínum upp á þau kjör sem þeir kjósa; þjóð- félagið er ekki samkeppnisfært nema það haldi í við nágranna að þessu leyti. Ein- mitt af þessum sökum skiptir ekki minna máli hvaða stefna er mörkuð í námskrá grunnskóla eða annarra skóla en hve mikl- um fjármunum eða mannafla er varið til skólastarfs. Það er auðvelt að kasta stórfé á glæ þar eins og annars staðar. Jón Torfi Jónasson, dósent í uppeldis- fræði við Háskóla íslands, samdi skýrslu fyrir tilstilli skólamálahóps framtíðar- nefndar forsætisráðuneytisins um framtíð- arþróun skólamála. í viðtali við Morgun- blaðið 14. september sl. ræddi hann þessa skýrslu og sagði Jón Torfi meðal annars þegar hann var spurður álits á umræðum um íslensk skólamál, að í fyrsta lagi vant- aði stórhug. „Menntamál eru eitt brýnasta verkefni hverrar þjóðar og þeir sem koma nálægt þeim verða að hafa mikinn metnað og gera miklar kröfur um að vel sé að verki staðið." í öðru lagi þurfí að hugsa til allra nemenda hvers árgangs þegar rætt sé um framhaldsskólastigið, það eigi ekki síður að ræða um þá sem eklci lætur stíft bóknám vel. Og loks segir Jón Torfi Jónasson: „í þriðja lagi vantar miklu meiri upp- lýsta gagnrýna umræðu um skólastarf. Bæði frá þeim sem standa utan við kerfið, en þó miklu frekar frá þeim sem þekkja það innan frá. Sumir kunna að halda að slík opinber gagnrýnin umræða kasti rýrð á skólastarf en ég er sannfærður um að þvert á móti Væri hún fyrst og fremst til góðs.“ Frágangur á aðalnámskrá fyrir grunn- skóla er kjörið tækifæri til þess að ræða fyrir opnum tjöldum um starfsemi þeirra og hvað þar megi betur fara. * „Kveikjan að því að hér er vitnað svo oft og mikið í þann kafla nýrrar aðalnámskrár fyrir grunnskóla er fjallar um markmið skóla- starfs, starfshætti í skólum og tengsl skóla og’ samfé- lag-s, er að for- ráðamenn kenn- arasamtakanna hafa opinberlega einkum látið í ljós áhuga á að þeir þættir sem hér er getið verði endur- skoðaðir. Kenn- arasamtökin hafa mótað sína eigin skólastefiiu sem þau telja að stang- ist á við ýmsa grunnþætti hinn- ar nýju námskrár. Foreldrar eiga ekki eins auðvelt um vik.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.