Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 33
aspf tohÖ'TXO 0 sníOACnfMWTR (TlflAJSMTJOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 SK 3o Frá afljendingu tækjabúnaðarins, talið frá vinstri: Arnar Jensson, Kristlaug Gunnlaugsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Steinunn Friðriksdótt- ir, Guðjón Marteinsson, Þórhildur Gunnarsdóttir, Steinunn Magnús- dóttir, Friðrik G. Gunnarsson og Guðmundur Guðjónsson. Gáfu tæki til nota í baráttu gegn vímuefiium LION SKLÚBBURINN Eir í Reykjavík aflienti nýlega fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík að gjöf rannsóknar- tæki til nota í baráttunni gegn vímueflium. Gjöfin til lögregl- unnar var viðbót við tækjabúnað þann sem klúbburinn hefúr gefíð íögreglunni sl. ár. Lionsklúbburinn Eir var Lion- essuklúbburinn Eir þar til í byrjun þessa árs. En störf og markmið klubbsins eru söm og áður. Lions- klúbburinn Eir hefur aflað tekna til líknarmála m.a. með sölu á plast- pokum á haustin sem þær kalla „Poka Pésa“. Einnig með vinnu- verkefnum af ýmsu tagi. Arðbærustu verkefni klúbbsins hafa verið að frumsýningum í Há- skólabíói. Hefur allur sá ágóði runn- ið óskiptur til baráttunnar gegn vímuefnum. Þær myndir sem for- ráðamaður Háskólabíós hefur með velvild sinni til klúbbsins og málefn- isins gefið frumsýningarréttinn af eru: Carmen sýnd 1986, Trúboðs- stöðin árið 1987 og Kæri Sáii árið 1988. (Fréttatilkynning) Bók um hafbeit Á VEGUM Veiðimálastofnunar er komin út bókin „hafbeit". í bókinni eru 32 greinar og út- drættir frá hafbeitarráðstefhu Veiðimálastofíiunar, sem haldin var á Hótel Loftleiðum, dagana 7.-9. apríl 1988. Tilgangur með útgáfíi bókarinnar er að gefa þeim sem starfa í hafbeitar- stöðvum, og þeim sem hafa hug á að fara út í slíkan rekstur, yfírlit yfir helstu þætti sem varða hafbeit. Bókinni er skipt í átta hluta. Fyrst er yfirlitsgrein um stöðuu og horfur í hafbeit hér á landi, einkum með tilliti til þróunar í öðrum löndum. Þá er fjallað um almenna líffræði laxins, þar sem lögð er áhersla á þann hluta henn- ar sem að gagni kemur fyrir haf- beit, m.a. sjóþroska, sjógöngu laxaseiða og líf laxins í sjó. Næst er fjallað um val á stofnum og kynbætur. Þar er greint frá kyn- bótum á laxi til hafbeitar og skýrt frá umfangsmiklu kynbótaverk- efni sem hafið er í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Ýtarlega er fjallað um val á stofnum og mögu- leika á notkun einkynja og geldra stofna í hafbeit. Sjúkdómum og sjúkdómavöm- um í hafbeitarstöðvum eru gerð skil, auk erinda sem fjalla um framleiðslu og gæði gönguseiða. Eru þar aðallega teknar fyrir þær aðferðir, sem reynslan hefur sýnt að gefa bestan árangur við fram- leiðslu göngusseiða til hafbeitar. Einnig er fjaliað um sjóþroska og hvemig hægt er að mæla sjó- þroska seiða. Fimm greinar fjalla um val á sleppistað og framkvæmd slepp- inga. Hér er meðal annars gerð grein fyrir árangri sleppinga frá hafbeitarstöðvum í öllum lands- fjórðungum svo og sleppinga í lax- veiðiár. Einnig er bent á hvaða náttúruleg skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að vænta megi góðs árangurs af hafbeit. Ennfremur er fjallað um markaðs- og lánamál og arðsemi hafbeitar, nokkuð sem ætti að koma að góðum notum fyrir þá sem hafa hug á að byija með hafbeit. í síðasta hluta bókar- innar er greint frá reynslu helstu hafbeitarstöðva hér á landi, og er meðal annars gefið yfirlit yfir end- urheimtur hafbeitarstöðvanna frá því að þær byijuðu sína starfsemi. Bókin er í tveimur heftum, sam- tals 350 bls. Hun kostar 1.500 krónur og fæst hjá Veiðimála- stofnun. (Fréttatilkynning) VIÐ LÆROM ENSKII á þriðjudögum og fimmtudögum HEIM AISTOFU Enskukennsla Málaskólans Mímis og Rásar 2 er útvarpað kl. 21.30 báða daga. Þú leysir verkefnin og sendir til málaskólans, þar verður farið yfir þau og endursend með athugasemd kennara. Innritun og sala námsgagna er í Málaskólanum Miml og Bókabúð Máls og menningar. IÁNANAUSTUM 15 Benidorm í 1 viku, heimferð í gegnum Amsterdam.. Kr. 24.900,- í 1 viku, heimferð í gegnum London.Kr. 26.900,- Í2 vikur, heimferð í gegnum Amsterdam. Kr. 32.830,- í 2 vikur, heimferð ígegnum London.Kr. 34.830,- II FERÐAMIDSTÖDIIM AÐALSTRÆTI 9 SÍMI28133 HAUSTVERÐIHERRARIKI framlengt um viku — til laugardags 15. október. 25% afsláttur á vönduðum íslenskum herrafatnaði. H K SNORRABRAUT 56 13505 + f14303 x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.