Morgunblaðið - 09.10.1988, Page 60

Morgunblaðið - 09.10.1988, Page 60
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Fiskiskip- um flölgar umfímmtíu ÍSLENZKUM fiskiskipum hefur fjölgaö um 50 það sem af er þessu ári. Nýskráningar þjá Sjglinga- málastoíhun eru 69, en 19 skip hafa verið afskráð. I dag eru 11 skip í smíðum erlendis, en 26 inn- anlands. Hjá stofiiuninni liggja nú fyrir teikningar vegna breytinga á 200 skipum. Á síðasta ári Qölg- aði fiskiskipum um 77. Af nýskráningum eru 6 skip yfir 100 tonnum, en hin á bilinu 6 til 90 tonn. Breytingar á skipum eru mjög mismunandi, allt frá nær algjörri endurbyggingu niður í upþsetningu eldvamakerfis. Sumum af þessum 200 breytingum er þegar lokið. Umfangsmesta verkeftiið á sviði breytinga er endurbygging 6 „Jap- anstogara" í Póllandi, en auk þess má nefna breytingu á Snorra Sturlu- syni RE í ftystitogara og lengingu á Guðbjörgu IS. Grunnskólar: <*T. Svipað af lús og var í fyrra SVIPAÐUR Qöldi tilfella af lús hefiir fimdist í gnumskólum borgarinnar og var í fyrra. Skúli G. Johnsen borgarlæknir segir að embættinu berist ekki tölur um lúsatilfelli fyrr en í lok skólaársins en hann reiknar með að svipaður Qöldi tilfella komi upp í haust og undanfarin haust. Undanfarin haust hafa komið upp 50-60 tilfelli á ári og segir Skúli að þetta sé ekki vandamál hérlendis miðað við til dæmis Nor- eg. Hinsvegar verði Qöldi foreldra var við ef lús kemur upp í bekk því þá eru öll böm í bekknum send heim með tilkynningu þess efnis og leiðbeiningar um varúðarráð- stafanir. Morgunblaðið hafði samband við heilsugæslur í nokkrum grunn- skóla borgarinnar og þar var sama svarið allstaðar, fijöldi tilfella er svipaður og var í fyrra. Þetta var allt frá engu tilfelli í Hagaskóla og Öskjuhlíðarskóla, eitt einangrað tilfelli hafði fundist í Árbæjarskóla og nokkur í Breiðholtsskóla. Brugðið á leik í sláturtíðinni Morgunblaðið/RAX Könnun Félagsvísindastofiiunar Háskólans: Vinnuvika Islendin styttíst um 2-3 stun Samdráttur og staðgreiðsluskattur líklegustu skýringamar SAMKVÆMT könnun sem Fé- lagsvisindastofnun Háskólans gerði fyrir Þjóðhagsstofiiun hefiir yfirvinna dregist saman að meðaltali um tvær til þrjár klukkustundir á viku á þessu ári miðað .við árið í fyrra. Ekki er fyllilega Ijóst af hveiju þessi minnkun vinnutíma stafar, en Sigurður Snævarr, hagfiræðing- ur hjá Þjóðhagsstofhun, telur að þar sé bæðijim að ræða áhrif af samdrætti í ýmsum atvinnu- greinum og að menn séu tregari til að vinna yfirvinnu en áður vegna staðgreiðslukerfis skatta. Sigurður sagði að yfir heildina séð hefði vinnutími minnkað úr 48,6 tímum á viku á fyrsta árs- fjórðungi 1987 í 46,4 tíma á fyrsta Álverð sveiflukennt á heimsmarkaði: ReDmað með að orkuverð til ÍSAL lækki í 15 mill REIKNAÐ er með að orkuverðið sem ÍSAL greiðir verði að meðal- tali um 15 mill á næsta ári. Er það nokkur lækkun frá þessu ári þar sem orkuverðið hefur að meðaltali verið 17,5 mill. Álverð á skyndimarkaðinum í London hefiir verið mjög sveiflukennt undan- farna mánuði. Sem dæmi má nefna að um miðjan júní náði það hámarki, varð 2350 pund fyrir tonnið. Þá hafði það hækkað um 1100 pund á einum mánuði. í lok júní var verðið svo skráð 1500 pund. Þessar upplýsingar koma fram í grein Halldórs Jónatanssonar for- stjóra Landsvirkjunar í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar. Halldór segir að frá árinu 1986 hefur ál- verð hækkað jafnt og þétt og orku- verðið sem ÍSAL greiðir einnig. Á , þriðja árs^órðungi þessa árs náði verðið hámarki, 18,5 mill, í fyrsta sinn. Ef ekki hefði verið þak á verð- inu hefði það farið f 19,8 mili. „Nú eru horfur á að verð á áli lækki nokkuð og rafmagnsverð þar með. Gera áætlanir Landsvirkjunar ráð fyrir því að meðalverð til ISAL lækki vegna lækkandi álverðs úr 17,5 mill í ár í 15,0 miil árið 1989,“ segir Halldór. Ástæður þess að álverð fer lækk- andi eru að reiknað er með að eftir- spum dragist saman á næstunni og eru merki þess að koma fram nú. Einnig munu ráðandi markað- söfl knýja verðið niður til þess að ál nái eðlilegri samkeppnisstöðu miðað við aðra málma og plastiðn- að. Langtímaspár hinsvegar segja að álverð haldist hátt áfram og að ný verðhækkunarbylgja komi upp úr miðju næsta árí. Ólíklegt er hins- vegar talið að verðið nái á ný því hámarki sem varð í júní í sumar. ársijórðungi 1988. Atvinnurekend- ur væru sammála um að þessi þró- un hefði haldið áfram síðari hluta ársins. Þetta væru óvenjumikil og snögg umskipti, ef litið væri á þetta sögulega séð. Svipuð minnk- un á yfirvinnu hefði átt sér stað árin 1983-’84, en samdráttur í efnahagslífínu hefði þá verið miklu meiri en nú. Verkamenn og iðnaðarmenn hafa minnkað enn meira við sig vinnu en meðal íslendingurinn, eða um fjórar klukkustundir, að sögn Sigurðar. Þá hafí atvinnurekendur í verktakagreinum, þar sem yfir- vinna er mikil og sveiflukennd, orðið mikið varir við að menn væru ófúsari að taka að sér yfirvinnu en áður. Hugsanlega geti þetta stafað að einhveiju leyti af því að það sé meira um að menn vinni „svart“. Það virðist þó vera almenn þróun að menn hafi dregið úr vinnu og gildir til dæmis líka um opin- bera starfsmenn. Ef til lengri tíma er litið kemur í ljós að það varð mikil aukning á vinnutíma árin 1980-’82, en síðan dró úr honum ’83 og ’84. Vinn- utími íslendinga lengdist svo aftur frá árinu 1985 þangað til nú á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þessar tölur bentu til þess að dreg- ið hefði úr þeirri ofþenslu sem ver- ið hefði í efnahagslífínu undanfarin ár, sagði Sigurður Snævarr. Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri hjá Qármálaráðuneytinu, sagði að ekki hefði verið reiknað út hvort þessi samdráttur í vinnu- tíma hefði haft í för með sér minni tekjur fyrir ríkissjóð en búist hafí verið við. Á móti lægri innheimtu á staðgreiðsluskatti kæmi að launakostnaður ríkisins hefði dreg- ist saman vegna minni yfirvinnu ríkisstarfsmanna. Bolli sagði að endanlegar tölur um þetta myndu líklega ekki liggja fyrir fyrr en fjár- lagaárið yrði gert upp. Þorlákshöfii: Á105 km hraðaiim- anbæjar LÖGREGLAN i Árnessýslu stóð ökumann að þvf að aka með 105 km hraða um Ós- eyrarbraut í Þorlákshöfh á fostudag. Leyfilegur hámarkshraði þama er 50 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfí til bráða- birgða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.