Morgunblaðið - 09.10.1988, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988
HEIMSBIKARMÓTIÐ í SKÁK
Tal sigraði Speel-
man í 34 leikjum
Skáik
Karl Þorsteins og
Bragi Kristjánsson
Míkhaíl Tal var ekkert að telja
taflmennina þegar menn hans
lögðu í hatramma sókn að kóngs-
stöðu Speelmans í fjórðu umferð
Heimsbikarmótsins í Borgarleik-
húsinu. Þegar Englendingurinn
bauð jafntefli eftir 21 leik leit
hinn fyrrum heimsmeistari með
undrunarsvip á andstæðing sinn
og sveiflaði ógnandi riddara
sínum inn fyrir vamarmúra svarta
liðsaflans og lét óhikað af hendi
riddara fyrir peð. Fóm Tals var
djúphugsuð og í næstu leikjum
stefndu allir liðsmenn hans að
vamarlítilli kóngsstöðu Speel-
mans. Hér er Tal í sínu rétta formi
sögðu undrandi og ánægðir áhorf-
endur og svipur aldna meistarans
sagði meira en flest orð um
ánægju hans. Andstæðingur hans
fékk líka aldrei í framhaldinu
færi til að rétta hlut sinn og gafst
upp saddur lífdaga eftir 34 leiki.
Þegar skákinni lauk og keppendur
fóm afsíðis og skoðuðu möguleik-
ana í skákinni sýndi Tal líka sitt
óendanlega hugmyndafl'ug og
hreinlega ljómaði þegar hann
sýndi andstæðingunum allar þær
gildrar sem fyrir hann vora lagð-
ar, oft á tíðum án minnstu vitn-
eskju hans.
Hvítt: Míkhaíl Tal
Svart: Jonathan Speelman
Pirc-vörn
1. e4 - d6, 2. d4 - g6, 3. Rf3
- Bg7, 4. Be2 - RfB, 5. Rc3 -
0-0, 6. 0-0 - c5, 7. d5 - Ra6,
8. Hel - Rc7, 9. Bf4!? -
Nýr leikur í þessari stöðu.
Venjulega leikur hvítur 9. a4 til
að koma í veg fyrir b7 — b5
9. — b5, 10. Rxb5 — Rxe4, 11.
Rxc7 — Dxc7, 12. Bc4 — Rffi
Sterkur þrýstingur hvíts á bak-
stætt peð á e7 ræður úrslitum í
þessari skák.
13. h3 - He8, 14. Hbl - a5, 15.
Dd2 - Db6, 16. He3 - Ba6, 17.
Bxa6 - Dxa6, 18. Hbel - Kf8,
19. Rg5 - Db7
Svartur veigrar sér við að
veikja kóngsstöðuna með 19. —
h6, því eftir 20. Rf3 ásamt He3
— Hb3 neyðist svartur til að veikja
stöðuna enn frekar með g6 — g5
20. c4 - Db4, 21. De2 - h6
Speelman virðist gjörsamlega
hafa misst hættuskynið, því hann
bauð jafntefli um leið og hann lék
þennan leik. Tal afþakkaði kurt-
eislega og lék ...
22. Rxf7!! - Kxf7, 23. Hb3 -
Da4, 24. De6+ - Kfö, 25. Hb7!
— Dxc4
í athugunum eftir skákina var
Tal fljótur að sýna vinningsleiðina
eftir þá vöm, sem Speelman stakk
upp á: 25. — Ha6, 26. b3! —
Dxa2, 27. Hxe7 - Hxe7, 28.
Dxe7+ — Kg8, 29. Db7 og svarti
hrókurinn fellur óbættur.
26. Bxd6 - Rg8, 27. He3! -
Tal eykur sóknarþungann í
hveijum leik eins og honum er
einum lagið.
27. - Bffi, 28. Hf3 - Kg7
Eða 28. - Dcl+, 29. Kh2 -
Dg5, 30. Bxe7+ og vinnur.
29. Bxe7 — Hxe7, 30. Hxe7+ —
Rxe7, 31. Dxffi+ — Kg8, 32.
Df7+ - Kh8, 33. Dxe7 - Dxd5,
34. Hf7 og svartur gafst upp, því
hann er óverjandi mát.
Hvað, gerðu þeir jafntefli?
hváðu menn undrandi þegar
Beljavskíj og Ehlvest hættu við-
skiptum sínum við skákborðið eft-
ir einungis 22 leiki. Svo var ekki
því eftir grófan afleik mátti
Ehlvest gefa skákina eftir einung-
is þriggja klukkustunda tafl-
mennsku. Beljavskíj hefur því
byijað Heimsbikarmótið af mikl-
um krafti. Hefur tvær vinnings-
skákir í pokahominu og tvö jafn-
tefli þegar Ijóram umferðum er
lokið á mótinu og situr í forystu-
sætinu.
Hvitt: Alexander Beljavskíj
Svart: Jaan Ehlvest
Móttekið drottningarbragð.
I. d4 — d5, 2. c4 — dxc4, 3. e4
— c5, 4. d5 — e6
I Belfort hélt Ehlvest peðinu
til streitu í viðureigninni gegn
Beljavskíj. Lék 4. — b5!? og vann
skemmtilegan sigur. í síðari skák-
um hefur hann hins vegar leikið
4. — e6.
5. Rc3 — exd5, 6. Rxd5 — Re7,
7. Bxc4 - Rxd5, 8. Bxd5 -
Be7,9. Rf3 - 0-0,10.0-0 - Ra6
Það er undarlegt að Ehlvest
skuli halda tryggð við þessa leið
sem hann hefur haft heldur slæma
reynslu af. Svartur er einnig
dæmdur til að veijast í heldur
líflausri stöðu sem er vart í sam-
ræmi við hvassan skákstíl
Ehlvest.
II. Bf4 - Rc7,12. Hel - Rxd5,
13. exd5 - Bd6, 14. Bxd6 -
Dxd6, 15. Re5!
I áframhaldinu snýst baráttan
um það hvort frípeðinu á d-
línunni verði hnikað áfram. Ridd-
arinn hefur augastað á c4-reitnum
og kannski hefði Ehlvest gert
betur með því að leika 15. — Bd7
SÍGILD HÖNNUN
SÓFASETT í ÚRVALI
^1^151^ SIGGEIRSSON
LAUGAVEGI 13, SÍMI 625870
< 8MURSTÖD, r
*LAUGAVEGUR
!
Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn.
Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn
eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður.
Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá
viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður.
Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu.
Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum
695670 og 695500.
Verið velkomin.