Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 w Samræmdu prófin! Te Við ekur þú grunnskólapróf í vor? Þú vilt auðvitað standa þig vel. Gerðu þá eitthvað í málinu strax. Þú hefur aðeins 7 mán- uði til stefnu. Mundu að nám tekur tíma! bjóðum þér núna aðstoð, í litlum hóp eða einum sér, hjá kennara sem þekkir námsefnið og prófkröfur upp á sína tíu. Nemenda- ónustan S F. 1® LEHDSOGN SF. í Mjóddinni (Þangbakka 10, bak við Bíóhöllina) sími 79233 á skrifstofutíma, kl. 15.30-17.30 eða í símsvara allan sólarhringinn. Einnig tímar fyrir framhaldsskólanemendur á öllum aldri. endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Tilvalið námskeið til að losna við alla vanmáttarkennd gagnvart tölvum. Dagskrá: Tími:18.l20.,25.og 27. október kl. 20-23. Innritunísímum 687590 og 686790. VR og BSRB styðja sina félaga tll þétt- tðku I námskaMlnu. ★ Grundvallaratriði í notkun PC-tölva. ★ Stýrikerfið MS-DOS. ★ RitvinnslukerfiðWordPerfect. ■k Töflureiknirinn Multiplan. ★ Umræðurogfyrirspurnir. i TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Flugránum fer fækkandi Montreal. Reuter. FLUGRÁNUM og skemmdar- verkum á flugvélum hefur fækk- að á undanförnum árum þótt ástandið geti ehn batnað, að sögn Shivinders Singhs Sidhus, nýs forstöðumanns Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar. Að sögn Sidhus hafa verið fram- in sex flugrán það sem af er árinu miðað við 49 flugrán og eitt skemmdarverk árið 1970. Árið 1977 voru framin skemmdarverk á 31 farþegaflugvél og hafa þau aldr- ei verið fleiri. Það sem af er árinu hafa 30 menn beðið bana vegna flugrána eða annars ólöglegs verknaðar gagnvart flugvélum miðað við 473 menn árið 1985. Að sögn Sidhus fór farþegafjöldi í áætlunar- og leiguflugi í fyrsta sinn yfir einn milljarð í fyrra og spáði hann því að um næstu alda- mót yrðu flugfarþegar um tveir milljarðar á ári. Laugavegi 59, 2. h., sími: 1 52 50 JOBIS Drengir! Ég er búinn að opna JÓRUNN KARLSDÓTTIR HANDAVINNUPOKINN Kata kengúrubarn í þeirri von að ykkur Snnist ekki of snemmt að fara að huga að jólagjöfiim ætla ég að bjóða ykkur upp á uppskrift af „kengúrubami“. Sniðin sem ykkur bjóðast eru af stærri kengú- runni á meðfylgj- andi mynd. Ég bjó þá minni til úr afgangi af pluss- efni sem ég átti, en það er frekar lítið úrval af plussefnum í búðum um þessar mundir, einna helzt í Nafnlausu búðinni í Síðumúla. Þá stærri má hinsvegar búa til úr hvaða efni sem er, svo sem úr riffluðu fínflaueli, velúr, bómull og jafnvel frotte-efni. Það þarf um 40-45 sentimetra bút í Kötu, og smá bút af öðru efni ínnan í eyrun. Svo þarf að fá augu og nef. Eitthvað er til af þeim í Litum og föndri við Skólavörðustíg. Þá þarf ullardún- inn góða í uppfyllinguna, en hann fæst einnig við Skólavörðustíg í verzluninni Bamarúmum. Þegar þið eruð búin að sníða byijið þá á því að merkja inn öll merki. Saumið svo fyrst saman eyrun, rétt móti réttu. Ef efnið er mjög þunnt skuluð þið strauja flíselín inn í eyrun. Snúið eyninum við. Saumið lekin í höfuðstykkjun- um þremur. Leggið síðan eyrun saman og þræðið þau á höfuð- stykkin þar sem merkt er fyrir (yfir saumlekið) rétt mót réttu. Eyrun snúa þá inn í höfuðið. At- hugið að þau snúi rétt (sjá mynd). Næst þræðið þið millistykki á höfði, nr. 25, á hliðarstykki nr. 24. Saumið saman, eyrun saum- ast þá með. Sjá sniðmynd. Takið svo snið nr. 27 (búkinn) og sau- mið fætur nr. 26 á búkstykkið, rétt móti réttu. Fylgið punktamerkjun- um (sjá mynd). Saumið að punkt- unum. Takið búk- stykki nr. 28, klippið aðeins upp (sjá mynd) svo auðveldara sé að sauma saman bakstykki. Leggið stykkin saman rétt móti réttu, byijið uppi við háls, síðafi hand- legg, áfram niður hliðina. Takið fótinn með. Saumið báðar hliðar. Saumið rófuna og bakstykki, en skiljið eftir smá op til að troða í. Til að mynda fót neðst er spissinn á stykki nr. 25 saumaður saman neðst, þvert fyrir. Það er ekki svo auðvelt að segja frá þessu, en þið sem eruð orðnar vanar að sauma svona leikföng sjáið strax í hendi ykkar hvemig þetta leggst. Saumið svo sólann á - í öðrum lit ef vill - á röngunni auðvitað. Látið augun og nefið á sinn stað og saumið höfuðið við búkinn annað hvort í vél eða í höndunum. Snúið stykkinu við og troðið ull- ardúninum í. Saumið fyrir opið, látið slaufu í hálsinn og Kata kengúrubam er tilbúin til að gleðja einhveija litla manneskju. Þeir sem vilja fá snið send þurfa að skrifa eftir þeim. Utanáskriftin er: Dyngjan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Gangi ykkur vel! Með kveðju, Jórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.