Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 37
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 37 Geir Sverrisson: Lofaði kenmirum mínum að standa mig vel Geir Sverrisson 17 ára úr Keflavík segir tilviijun hafa ráðið þvi að hann fór að æfa sund. ’A sínu fyrsta móti vann hann til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og á Opna hollenska meistaramótinu sem Cram fór í sumar setti hann heimsmet í 200 metra bringusundi. Ekki afleitur og hann skiptir ekki svo litlu máli.“ -Áttu þér önnur áhugamál? „Ég hef í fjölda mörg ár verið mikiil áhugamaður um jeppaferðir. Fyrir slysið ferðaðist ég mikið á jeppa um hálendið með föður mlnum Kristófer Sturlusyni sem nú er iátinn. Eftir slysið hætti ég að fara slíkar ferðir í nokkur ár en byrjaði svo aftur fyrir um þremur árum síðan. Og nú er ég komin með mikla dellu. Ferðast mikið með kunningja mínum sem á góðan jeppa og stundum fer ég með fjöl- skyldunni, konu minni Sólrúnu Gunnarsdóttur og dótturinni Agnesi sem er tíu ára. Það er óskaplega skemmtilegt að ferðast um hálendi Islands á jeppa. Svo dunda ég mér við að dytta að bflunum okkar tveimur. Ég vinn hjá fyrirtækinu Rafíðn hálfan daginn og hef því góðan tíma til að dútla mér í bflskúmum sem minnir reyndar frekar á viðgerðarverkstæði!“ Talið berst aftur að íþróttunum og Reynir segir oft erfitt.að ein- beita sér að þremur íþróttagreinum í einu, kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti. „í rauninni ætti ég bara að æfa eina grein en einhvem veginn hef ég ekki getað gert það upp við mig hvaða grein ætti að verða fyrir vaiinu. Eg veit þó alveg að ég er sterkastur í kringlukastinu og geri mér því mestar vonir um góðan árangur í þeirri grein." Reynir seg- ir mikinn tíma hafa farið í æfingar að undanfömu, reyndar allt of mik- inn. „Ég reikna með að draga mik- ið úr æfingum að loknum Ólympíu- leikunum og mér fínnst ólíklegt að ég taki þátt í mörgum ftjálsíþrótta- mótum í viðbót. Eg mun þó alltaf stunda einhveijar íþróttir og í vetur ætla ég að æfa lyftingar eins og ég hef reyndar gert í mörg ár. Það kemur ekki annað til greina en að ég hreyfi mig eitthvað." BF árangur hjá ungum íþróttamanni sérstaklega eftillit er tekið til þess að ekki er nema eitt og hálft ár síðan hann byrjaði að æfa sund. „Þegar ég var yngri æfði ég mikið fótbolta en var að mestu hættur því þegar ég leiddist út í sundið," segir Geir. „Það vildi þann- ig til að um páskana 1987 var Landsmót fatlaðra haldið í Keflavík. í ljós kom að enginn frá Suðumesj- um hafði skráð sig til keppni í sundi og til að bæta úr því ákvað ég að slá til og sjá hvemig mér gengi. Ég hafði alitaf verið ágætur í skóla- sundi og vonaði að ég yrði mér að Morgunblaðið/Bjöm Blöndal. Geir Sverrisson sundkappi úr Keflavík. minnsta kosti ekki til skammar á mótinu. Og frammistaða mín var ekki svo afleit því ég hreppti silfur- verðlaunin í 200 metra bringu- sundi, mér til mikillar undranar. Eftir mótið kom Bjöm Jóhannsson fyrmrn sundkappi til mín og skor- aði á mig að byija að æfa sund. Ég var alveg til í að fara að stunda einhveija íþrótt og skráði mig því í Sunddeild Njarðvíkur.“ Geir keppir á Ólympíuleikunum í flokki sundmanna sem vantar framan á hægri handlegg, rétt framan við olnboga. Bringusundið er hans sérgrein en þó keppir hann einnig í öðmm greinum. Hann kveðst ekki eingöngu taka þátt í sundmótum fatlaðra heldur einnig öðmm mótum og þar komi hann út sem meðalsundmaður. „Á slíkum mótum gengur mér auðvitað ekki eins vel og þegar ég keppi við fati- aða en að keppa við mér sterkari sundmenn veitir mér þjálfun og góða reynslu." -Ekki ertu alltaf ofan í laug? „Nei blessuð vertu. Ég hef áhuga á svo mörgu öðm og reyni að sinna því þegar tími gefst til. Systir mín er búin að smita mig alvarlega af ljósmyndadellu og fæst ég mikið við að mynda þessa stundina. Er búinn að koma mér upp alls kyns græjum og hef óskaplega gaman af þessu. Svo er ég mikill skíðaá- hugamaður og var reyndar að hugsa um að fara að æfa skíði þeg- ar að ég leiddist út í sundið. Ætli það hafi ekki líka verið betri kostur því ég hef komist að því að ég er miklu betri í sundi en á skíðum. Skíðin verða þó áfram áhugamál hvað svo sem kunnáttu minni líður og vonast ég til að komast oftar á skíði í vetur en í fyrra en þá var mikið að gera hjá mér vegna Ólympíuleikanna." Geir er nemandi í Fjölbrautar- skóla Suðumesja á Viðskipta-- og tölvubraut og segist staðráðinn f að leggja kerfisfræði fyrir sig að loknu stúdentsprófí. „Tölvur eru framtíðin, á því leikur ekki nokkur vafi. Ég hef unnið mikið í fyrirtæki föður míns Sverris Guðmundssonar sem nefnist Rafvík. Þar hef ég kynnst tölvuvinnu og líkar hún vel.“ Hann vill ekki meina að hann sé spenntur fyrir leikana, segir þá ieggjast vel í sig. „Ég hef verið að virða fyrir mér sundlaugamar í Seoul í gegnum sjónvarpið undan- farið og það liggur við að ég rati um Ólympíusvæðið. Sundfólkinu á nýafstöðnum Ólympíuleikum gekk ekkert allt of vel en ég vona bara að við verðum heppnari.“ Hann kveðst ekki ætla að taka skólabækurnar með sér til Seoul, kýs frekar að lesa upp þegar heim verður komið. „Allt í allt fara þijár vikur í ferðina en það var ekkert mál fyrir mig að fá frí úr skólanum. Skólameistarinn og kennarar mínir lögðu þó fram eina kröfu og hún er sú að ég standi mig vel þama úti. Ég lofaði þeim að ég myndi gera mitt besta." SUND Sóley Axelsdóttir: Ætla að reyna að bæta mig Sóley Axelsdóttir úr Reykjavík er 19 áragömul og heftir verið lömuð fyrir neðan mitti frá fæðingu. Hún er ekki bundin við hjólastól og getur ferðast um á hækjum þó að hún hafí ekki mikla hreyfigetu. Sóley byrjaði að æfa sund fyrir átta árum síðan. „Þegar ég var yngri æfði ég í nokkum tíma auk sundsins bæði borðtennis og boccia með íþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavík," segir Sóley. „Það var allt of tímafrekt að vera í þessu öllu svo ég ákvað að einbeita mér að sundinu. Ég keppi í 100 metra og 400 metra skriðsundi og 100 metra bak- sundi. Reyndar er ég mun betri í skriðsundinu en æfi baksundið með engu að síður. Og mér hefur gengið alveg ágætlega undanfar- ið, setti til dæmis tvö íslandsmet á Opna hollenska meistaramótinu sem haldið var í Hollandi síðastlið- ið sumar." Sóiey segist hafa mjög gaman af því að _æfa sund, það sé skemmtileg íþrótt og auk þess fylgi því mikill og góður félags- skapur. Sóley er nemandi á félags- fraíðibraut í Menntaskólanum við Hamrahh'ð. „Ég er svona um það bil hálfnuð með námið og stefni að sjáifsögðu að því aðljúka stúd- entsprófi frá skólanum. Mér líkar vel í MH, kennaramir eru ipjög indælir þó að •námsgreinamar séu misjafnlega skemmtilegar. Svo hef ég kynnst þó nokkrum krökk- Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Sóley Axelsdóttir sundkona. ur áhugamál en sundið. „Ég hef þó mjög gaman af að lesa og nota hveija frístund til að grípa niður í bók. Svo hef ég ákaflega gaman af að ferðast. Ég hef keppt nokkuð víða erlendis í sundi og því haft tækifæri til að sjá mig svolítið um í heiminum." -Hvemig leggjast Ólympíuleik- amir í þig? „Bara vel. Ég get ekki sagt að ég sé neitt taugaspennt og þetta Þreytt eftir langa og stranga æfíngu. um í skólanum. Þó að ég sé á félagsfræðibraut þá þýðir það alls ekki að ég ætli að leggja félags- fræði fyrir mig, ég ætlaði upphaf- lega á nýmálabraut en fannst svo vera kenndar almennan greinar á félagsfræðibrautinni. Ég hef oft veit því fyrir mér hvað mig langar til að gera að loknum skólanum en ég hef ekki enn komist að neinni niðurstöðu. Annars er ég ekki orðin svo gömul að það liggi neitt á, sé bara til hvemig málin þróast." Aðspurð segist Sóley eiginlega hafa takmarkaðan tíma fyrir önn- verður ömgglega mjög skemmti- leg ferð. Það verður gaman að koma til S-Kóreu og ég hef heyrt að Seoul sé mjög falleg borg. Annars má ég ekki gleyma mér alveg í skoðunarferðum. Tek eitt- hvað af skólabókunum með mér út og því verð ég eiginlega að gefa mér einhvem tíma í að læra. Prófin em neftiilega í desember svo það er ekki langur tími til stefnu. Hvað sundið varðar þá ætla ég að reyna að bæta mig á leikunum, það væri ágæt upp- skera langra og strangra æfinga." BF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.