Morgunblaðið - 09.10.1988, Side 43

Morgunblaðið - 09.10.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 43 Guðrún Marsveins dóttir - Minning Fædd 6. febrúar 1930 Dáin 26. september 1988 Okkur systkinin setti hljóð er okkur var sagt að Gunna systir væri látin. Aðeins nokkrum dögum áður vorum við saman í húsi for- eldra okkar, Álfaskeiði 28, til að ganga frá eftir nýlegt lát móður okkar, Sólveigar Guðsteinsdóttur. Um langan tíma hafði hún átt við hjartasjúkdóm að stríða, en ekki varð þá séð hvað í vændum var því Gunna tók þátt í öllu eins og ekk- ert væri, létt og kát að vanda. Er systkin koma saman undir slíkum kringumstæðum koma upp í hug- ann æskuminningar úr foreldrahús- um. Sterkast í minningu okkar er óvenjulétt skapgerð, dillandi hlátur og sá gustur sem af henni stafaði. Álfaskeið 28 var eitt af fyrstu hús- um götunnar og leikstæðið því allt hraunið í kring. Engar hættur, eng- in umferð heldur óhindrað leiksvæði bama og unglinga. Það er einfalt að muna eftir Gunnu í leik bæði með strákum og stelpum flögrandi um víðan völl með ótæmandi lífsþrótt og hlátrinum létta, því í hópi sjö systkina er alltaf nóg að gera. Hamingjan hitti Gunnu vel er hún ung giftist Ásgeiri H. Gíslasyni bif- reiðastjóra hjá Norðurleið og BSR. Þau eignuðust þtjár dætur, Sól- veigu, Olöfu og Guðrúnu, og eru bamabörnin nú orðin níu. Árið 1972 lést Ásgeir langt um aldur fram og Gunna því orðin ekkja aðeins 42 ára gömul. Við minnumst með gleði fjölskylduferðanna sem Gunna og Geiri stóðu fyrir í Grafninginn í gamla daga. Geiri kom á rútu og sá til þess að þessi stóra fjölskylda Sólveigar og Marsveins gat átt góð- an og eftirminnilegan dag með mökum og bömum. Allt hefur sinn endi og ekki er spurt um aldur. Gunna lést úr heila- blóðfalli á heimili sínu 26. septem- ber síðastliðinn. Við systkinin vilj- um þakka henni allar gleðistundirn- ar og biðjum guð að vemda hana við heimkomu hennar til Geira, for- eldra okkar og Baldurs bróður. Systkinin og fjöl- skyldur þeirra. HALS.NKF-CX FYRNAIÆKNASTÖÐ í MJÓDDI Ii.' EINAR SINDRASON háls-, nef- og eyrnalæknir opnar þann 10. október ’88 Jfekningamóttöku að Háls-, nef- og e\rnalæknastöð í Mjódd hf. Alfabakka 12,3. hæð, sími (91) 6 70 570. I 1 § Meim en þú getur ímyndoð þér! Minning: KjartanGuð- mundsson tannlæknir Fæddur 16. janúar 1914 Dáinn 16. september 1988 Því miður var ég ekki staddur á landinu, þegar andlát og jarðarför Kjartans vinar míns bar að. Við vissum öll, sem til þekktum, að eft- ir bílslysið sem þau hjónin lentu í fyrir tveimur og hálfu ári hnignaði heilsu Kjartans ört, þó að dauðinn komi manni alltaf jafnt %^ávart. Þegar ég lít til baka, er~mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær gleðistundir, sem við hjónin og okk- ar vinir höfum átt á fallegu og glað- væm menningarheimili þeirra hjóna í gegnum árin. Tónlistin ómaði, heimsbókmenntir vóm ræddar og fallegu listaverkin á veggjunum glöddu augun. Við sjúkrabeð Kjartans, í gegn- um vikur og mánuði stóð Svava konan hans vörð, án þess að bogna né brotna, uns yfir lauk. Bömin urðu þijú, hvert öðm glæsilegra, enda bám þau foreldmm og heim- ili fagurt vitni sökum drenglyndis og heiðarleika. Þau em í aldursröð: Ásthildur, fjölmiðlafræðingur, menntuð í Bret- landi, Kjartan, hagfræðingur frá Bandaríkjunum, og yngstur er Guð- mundur, skrifstofustjóri, sem einnig lagði stund á hagfræðinám um nokkurt skeið í Kaupmannahöfn. Barnabörnin em fjögur, sem glatt hafa afa og ömmu ómælt. Nú grúfir sorg yfir stóm og fal- legu húsi þeirra hjóna, þrösturinn í garðinum hefur lækkað flugið og starrinn hefur látið af frekjugangi um sinn. Lífið heldur áfram og hnarreist mun Svava halda göngu sinni, þrátt fyrir sorg og ástvinamissi. Ástvinum Kjartans bið ég allrar blessunar. loridaferðirPolaris eru aiitafjafn hagstæðar, enda höfum við sérhæftokkurf ferðum vesturum haf. Á Florida ersumaralltárið. eiðin liggurbeinttil Orlando og þaðanmá annað hvortaka rakleitt til St. Petersburg Beach eða byrja fríið með nokkurra daga dvölí Orlando. rlandobýðuruppáfjölbreyttaafþreyingu. DisneyWorld, EpcotCenterog Sea Worlderu víðfrægirævintýrastaðirsem gera ferðina ógleymanlega fyrir ungasemaldna. eynslan sýnirað viðskiptavinirPolaris kunna að meta lága verðið oggóðu þjónustuna. Starfsfólk Polaris vinnurfyrirþig. nnifalið í verðinu erflug, aksturtilog frá flugvellinum í Orlando og hótelgisting. íbúðiríSt. Petersburg eru með vel búnu eldhúsi, sjónvarpi og helstu þægind- um, að ógleymdum garðiog sundlaug. valið erá Alden, fyrsta flokks íbúðahóteli við ströndina sem íslendingar þekkja vel, eðaáLamarasemeródýrtenþokkalegtum250mfráströnd. Iltþettageturðufengiðfyrirkr. 30:690.-pr. mannjmiðað við2fullorðnaog2 börn í íbúð) eða kr. 41.900. - pr. mann (2 fullorðnirístúdíóíbúð). Pantið strax, í fyrra seldistalltupp á svipstundu. * Verð miðað við staðgreiðslu. 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð á Lamara. Flugvallaskattur ekki innifalinn. FERDASKRIFSTOFAN POLARIS Kirkjutorgi 4 Sími 622 011 POLARIS < cn Q' in Gamall vinur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.