Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 59 99 Ég fékk kvikmyndavél þegar ég var tólfára og éggerði ekkert annað en að leigja mér kvikmyndaspólur og rúlla þeim í gegn. Rakti þærsvo upp ogspáði mikið íhvemig þær voruklipptar og unnar. Égman égpældi voða mikiðíþessu. U 99 Mér fínnst það hálf hræðilegt að fólk skuli vera aðgera hluti fyrir peningana einvörðungu. Effólk er bara að vinna peninganna vegna þá getur ekki verið að því fínnist gaman í vinnunni. PÁLL HJÁLMTÝSSON ég. Ég veit fátt þægilegra en að setjast fyrir framan sjónvarþið og horfa á góða hiyllingsmynd. Þegar ég var tólf ára var ég alveg með það á hreinu að ég ætlaði að leggja kvikmyndagerð fyrir mig. Þama gæti ég sameinað allt í einu formi. Eitthvað myndrænt, einhver músík, leiklist og góð saga. Þetta hefiir kvikmyndin allt uppá að bjóða. Ég er enpþá að gæla við þá hugmynd að fara að læra kvikmyndagerð í framtíðinni. En maður veit ekki. Það getur allt breyst. Maður þarf líka að afla sér reynslu. Ég er í myndbandaklúbb í skólanum og við höfum nú þegar gert eina mynd sem heppnaðist mjög vel. Þegar maður fer útí hluti sem maður hefur áhuga á og veita manni reynslu þá verður manni sama um allt annað. Mér finnst öll reynsla sem maður aflar sér sjálfur miklu meira þroskandi heldur en blessuð þýskan uppi í skóla. Starfarðu eitthvað með skól- anuffl? Já, ég vinn þijú kvöld í viku á myndbandaleigu. Það er alveg ágætt. Þetta er svo mikið áhuga- mál hjá mér, kvikmyndimar. Mér er alveg sama hvemig launin em. Ég hef bara mest gaman af því að vera þama og fylgjast með straum- um og stefnum í kvikmyndabrans- anum. Hver er lífsskoðun þín, PáU? Ja. Mér er nokkum veginn sama um allt og alla nema sjálfan mig. Ég geri yfirleitt það sem ég vil gera. Mér finnst það hálf hræðilegt að fólk skuli vera að gera hluti fyr- ir peningana einvörðungu. Ef fólk er bara að vinna peninganna vegna þá getur ekki verið að því finnist gaman í vinnunni. Maður sér alltof' lítið af fólki sem lætur drauma sína rætast. Kannski hef ég þá guðsgjöf að hafa hæfíleika. Hver veit. En ég ætla að reyna að fá eins mikið út úr lífínu og ég mögulega get. Manni ber að sjálfsögðu að rækta sinn innri mann en ætli maður verði nokkum tímann búinn að því. Ég held að maður þroskist mest á því að fara aðeins útaf laginu. Maður á að gera allt einu sinni á ævinni. Bara pmfa. En það er til svo mikið af hæfíleikaríku fólki á íslandi sem ekki fær að njóta sín. Það er óhugn- anlegt að horfa uppá þetta. Hvað sem maður kemur til með að tak- ast á við í framtíðinni þá verður það að vera skemmtilegt. Ég verð áreiðanlega engin skrifstofublók. Þú ert með kosningarétt, ekki satt? Jú, fyrir tæpu ári hlaut ég kosn- ingarétt og mér fínnst það dálítið fyndið. Það em svo örfáir á mínum aldri sem em að spá í pólitík. Mað- ur þarf að sjá pólitfkina út frá öllum sjónarhomum áður en maður mynd- ar sér skoðun. Telur þú að fólk á þínum aldri sé of ungt til að taka pólitískar ákvarðanir? Já, alltof ungt. Fólk sem er enn- þá á glingurbuxunum, sækir diskó- tekin og fer á fyllerí um hveija helgi. Það er það sem mér fínnst svo sorglegt með ungt fólk í dag. Þegar sumir unglingar á mínum aldri lifa fyrir það eitt að fara á fyllerí og það er stöðutákn að kom- ast inná einhvem pöbbinn og þá með falsað skírteini helst. Þegar allt gengur bara útá þetta og ein- hveijar kryddaðar kjaftasögur á mánudögum. Svoleiðis fólk getur ekki verið pólitískt þenkjandi úr því það er svo upptekið af sjálfu sér. Ég held að það séu pabbi og mamma sem ákveða hvað margir unglingar lqósa. Nú, eða fjölmiðl- amir. Þeir leika stórt hlutverk í þessu. Ætlar þú að kjósa? Til hvers? Þetta fer alltaf allt á hvínandi kúpuna. Eins og núna. Það þarf að púsla nýja ríkisstjóm saman með herkjum. Ég held að við íslend- ingar séum meðfærilegasta þjóð f heimi hvað varðar pólitík. Fólk virð- ist ekki skilja það að það er það sem borgar brúsann þegar einhver mistök eiga sér stað. Við hugsum ekki nóg um okkar eigin rétt. Þeg- ar skattar eru hækkaðir þá látum við okkur hafa það og hugsum ekk- ert meira útí það. Við kunnum ekki að segja nei takk. Við þurfum að vera meira á verði. AGB þetta allt ráðast af vindáttinni. Ég á skyldfólk á hinum og þess- um stöðum í Bandaríkjunum, syst- ur í Pittsburg og í Kalfífomíu og venslafólk á Flórída. Þannig ég gat farið á alla þessa staði og dvalist þar í lengri eða skemmri tíma. í Pittsburg eignaðist ég fljót- lega mjög nána vinkonu, íslenska stúlku sem var au-pair hjá systur minni og kom um svipað leyti og ég út. Við skemmtum okkur heil- mikið saman, fómm til Flórída, New York, Washington og fleiri staða. Þetta var virkilega skemmtilegur tími og eftirminni- legur. Einu gat ég þó endalaust svekkt mig yfír og það var að fá hvergi vinnu. Ég hafði hugsað mér að fá inn dálitlar tekjur með því að passa böm og hélt að það væri nú lítið mál. Annað kom á daginn því að enginn kærði sig um að ráða mig í vinnu. Ég fór í heilmikið af at- vinnuviðtölum og virtist hafa alla þá starfsreynslu og meðmæli sem krafíst var. En þegar að því kom að tilkynna þjóðemi sitt var ég snyrtilega útilokuð með það sama. Þetta stafaði vitaskuld af hræðslu við bandaríska löggjöf um störf útlendinga í landinu og fólk var hrætt við sektir. Kannski skiljan- legt, en mér fannst gríðarlega erf- itt að upplifa raunverulega „at- vinnuleysistilfinningu". Þetta var eins og að vera svartur á meðal kynþáttahatara. Ég gerði mér seint og um síðar ljóst, að til þess að fá vinnu yrði ég að ljúga viðkomandi fólk fullt, steinþegja yfír þjóðeminu og því hversu lengi ég ætlaði að vera í landinu, hreinskilni er nú bara tek- in í nefíð þama. Það þýddi lítið að vera sannleikselskandi íslend- ingur á sauðskinnsskóm og með harðfískinn í annarri á þessum slóðum. Af því að þú ert nú ung kona er tilvalið að spyrja um viðhorf þín til ástarinnar, skenuntana- lífsins, þeirra hluta sem eru mjög ríkjandi þættir í lífi ungs fólks. Skemmtanalífíð hef ég nú stundað töluvert mikið. Á tímabili fannst mér ég skemmta mér svo oft að ég uppgötvaði, að allir skemmtu sér stundum en ég skemmti mér alltaf með öllum ... Fyrir mér er skemmtanalífíð fyrst og fremst að fara út að dansa, ég fæ mikla útrás í því. Svo er nátt- úrulega rétt að minnast á veiði- leyfið sem allir íslendingar eru með upp á vasann. Þegar ég var úti í Ameríku henti ég veiðileyfínu og fór eingöngu út á lífið til að dansa. Gerði það líka eins og ótam- inn Islendingur og hneykslaði fólk upp úr skónum með því að bijóta helling af amerískum, óskráðum reglum um fágaða samkvæmis- hegðun ... Svo var skrítið að koma heim aftur og finna að veiði- leyfín hér eru enn við lýði og mik- ið notuð f þokkabót. Eg var búin að gleyma „kortér í þijú" liðinu. En hvað um það, mér þykir þetta virkilega skemmtilegt allt saman. Þetta með ástina já. Hún hefur nú gengið upp óg ofan og ekki ósjaldan verið heldur betur skraut- leg. Ég get ekki státað af því að vera komin í e.k. jafnvægissam- band og skrifa því ekki undir hnappheidusamninga. Þó gæti nú farið að líða að því að mann lang- aði í eitthvað fast, kvótinn er um það bil að fyllast. Svo er annað að maður er orð- inn ansi hreint sjálfstæður í lifnað- arháttum eftir að hafa búið svona lengi einn. Aðlögunarhæfnin er eitthvað farin að dala og ég veit ekki hvemig ég myndi bregðast við, ef einhver náungi myndi ekki skrúfa tappann á sjampóið og svo- leiðis. Þetta er auðvitað spuming um hveiju verður sleppt og hveiju haldið af settum venjum og regl- um. Hvað finnst þér um liðin ár, þegar þú horfir til baka? Ég er ánægð með þau. Sá tími sem fór í að dveljast í útlöndum er sérstaklega dýrmætur. Hann víkkaði sjóndeildarhringinn gífur- lega, maður kynntist sjálfum sér frá nýju sjónarhomi og svo mörgu sem ekki er beinlínis hægt að upp- lifa hér á íslandi. Ertu sátt við það sem þú fæst við í dag? Já, já. Ég er að vísu svolítið sein að taka við mér í skólanum, því að ég er að gera svo marga hluti aðra meðfram náminu. Eg er til dæmis að gera upp íbúðina mína og er í Kramhúsinu að dansa og finnst það ofsa skemmtilegt. Það hefur viljað loða við mig að hafa ægilega miklar hugmyndir, stórar og merkilegar en fram- kvæmdimar eru oft ekki upp á marga fiska. En þegar ég hleyp heim úr skólanum síðdegis og gleymi að fá mér kvöldmat vegna þess að ég er svo önnum kafin við að mæla fyrir nýju gólfteppunum, finn ég að nú er mnninn upp tími framkvæmda og mátti ekki seinna vera. Mér finnst þetta bjartur tími núna, árið er búið að vera mér mjög gott og ég hef eindregið hugsað mér að láta tilveruna ganga þannig áfram, allt er sem sagt í sómanum hémamegin. S.Á. U-2 RATTLER HUM Útgáfudagur 12. október S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI. BORGARTÚNI. LAUGAVEGI ERUM FLUTTIR I ÁRMÚLA 7 NÝTT SÍMANÚMER wmo4 oom ÞRÓUNARSJÓÐUR LAGMETISIÐNAÐARINS ÁRMLJLA 7, 3.HÆÐ, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 680400 Getum útvegað meö stuttum fyrirvara Mercedes-Benz jeppa (sýningarbíla) mjög vel útbúna á sér- lega hagstæðu verði. Eigum fyrirliggjandi einn 190 bensínbíl 1988 á hagstæðu verði. 309D og 409D sendibílar á hagstæðu verði. Fyrlr vidskiptavfni auglýsum vió: 200 bensín, árgerð 1987 vel búinn aukahlutum. 190 diesel, árgerð 1986, sjálfskiptur. Upplýsingar gefur Stefón í síma 619550. RÆSiR HF Einkaumboð Daimler-Benz AG á islandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.