Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 55
nú. Hvíta staðan er samt ætíð þægilegri. 15. - b5?!, 16. a4! - Bb7 15. — Bd7 var e.t.v. skárra þrátt fyrir að peðastaða svarts á drottningarvæng riðlist. 17. axb5 - Dxd5, 18. Dxd5 - Bxd5, 19. Rd7! - Hfc8 Ef 19. - Hfd8, 20. Rxc5 - Bc4, 21. Ha5 - Hdb8, 22. Ra6! — Hb7, 23. b3! og hvítur er sælu peði yfír. 20. b6! Setur erfið vandamál fyrir svarta liðsstjómandann. Eftir 20. - Bc6, 21. Re5 - a6, 22. Rxc6 - Hxc6, 23. Hxa6! - Hb8, 24. He7 hefur Ehlvest þokkalega jafnteflismöguleika. Hvítur leikur því betur 22. Rc4! í stað 22. Rxc6 og hefur góða vinningsmöguleika. 20. — a6? tapar á hinn bóginn strax vegna 21. b7!. Leikur Ehivest er einnig hreinn afleikur. 20. - axb6?, 21. Rxb6 Ehlvest gafst upp. Hann tapar henni eftir 21. — Hxal, 22. Hxal — Hd8, 23. Rxd5 því svartur má ekki drepa riddarann vegna máts á a8. Dr. Magnús Már Kristjánsson Doktor í mat- vælaefiiafræði MAGNÚS Már Kristjánsson varði doktorsritgerð í inatvælaefna- firæði við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum í ágúst. Magnús fæddist í Reykjavík 1957, sonur hjónanna Kristjáns Magnússonar og Gyðu Jóhanns- dóttur. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Tjömina 1977 og BS-gráðu í matvælafræði frá Háskóla íslands 1980. Magnús stundaði framhaldsnám í matvæla- efnafræði við Kalifomíu-háskóla í Davis og lauk þaðan MS-prófí vorið 1983. Að því loknu hélt hann til Comell-háskóla í New York-fylki þar sem hann stundaði doktorsnám sitt. Magnús stundar nú rannsóknir við Tækniháskóla Danmerkur. Hann er kvæntur Isabelle de Bis- schop og eiga þau eina dóttur. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í frétt frá Safnmannafundi í Reykjavík í Morgunblaðinu í gær að Ragnheið- ur Þórarinsdóttir, borgarminjavörð- ur var ranglega nefnd Ragnheiður Þórðardóttir. Morgunblaðið biður Ragnheiði og lesendur velvirðingar á þessum mistökum. heimili landsins! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988. 55 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Samstarfsmenn Úlfe Gunnarssonar af Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði báru kransa en bæjarstjórinn og bæjarstjóm Isaflarðar bára kistu hins látna úr kapellunni í húsi Menntaskóla ísaQarðar. Lög- reglumenn úr lögregluliði tsaQarðar stóðu heiðursvörð. ísagörður: Ulfur Gunnarsson jarðsunginn ísafirði. ÚTFÖR Úlfe Gunnarssonar, lækn- is og heiðursborgara ísafíarðar, var gerð frá kapellu ísaQarðar- safiiaðar á föstudaginn. Mikið fjölmenni var við útförina en Úlf- ur naut mikillar virðingar sem læknir þau þijátíu og Qögur ár sem hann starfaði hér, að mestu óslitið. Hann hlaut gmnnmenntun sína í Þýskalandi í síðari heimsstyijöldinni, en þá lagði hann sig meðal annars í mikla lífshættu þegar hann hjálpaði föngum að stijúka úr fangabúðum nasista. Hann lauk læknisprófí í Reykjavík 1947 en lagði síðan stund á skurðlækningar og kvensjúkdóma í Frakklandi og Danmörku. Þaðan kom hann 1954 til að taka við starfí yfirlæknis við fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði en þar starfaði hann til dauðadags. Á ísafírði vann hann fjölda erfíðra læknisverka við erfiðar aðstæður, meðal annars vegna slas- aðra sjómanna af innlendum og er- lendum fískiskipum, sem tíðum komu hér til hafnar. Séra Jakob Águst Hjálmarsson jarðsöng. Beáta Joó og Tori Jörgens- en léku sorgarlög á orgel og fíðlu og kór ísafjarðarkirkju söng við und- irleik stjómanda síns, Beötu Joó. Að lokinni útförinni bauð bæjarstjóm ísaflarðar, sem sá um útför heiðurs- borgarans, til erfídrykkju á Hótel ísafírði og var þar húsfyllir fram eftir degi. —Úlfiar 5IMDNSEN FARSÍMAR VIÐ ALLAR AÐSTÆÐUR LITILL, LETTUR, VATIVSÞÉTTUR, VINNUÞJARKUR. VIÐURKENNDUR FYRIRGÆÐI 0GEINSTAKT N0TAGILDI. VERÐAÐEINSFRÁ KR: 99.000-, BURÐAR- EÐABÍLAÚTGÁFA. BENCO hf. LÁGMÚLA 7, SÍMI 84077. HELGARVEISLAN HJA FJÖLSKYLDUNNIER í VEITINGAHÖLLINNI Glæsilegt hlaðborð ídag ogámorgun Fyrir aðeins kr. 1050 borða gestir eins og þeir geta í sig látið afkræsingum Enn býður Veitingahöllin gestum sínum til stórveislu. HELGARHLAÐBORÐ 8. OG 9. OKTOBER Hádegis- og kvöldverður Glóðarsteikt lambalæri með bernaisesósu og bökuðum kartöflum Reyktgrísalæri með rauðvínssósu, smjörsteiktum kartöflum, ananas og rauðkáli Djúpsteikt krabbakjöt með súrsætri sósu Kaldir sjávarréttir í hvítvínshlaupi Mokkamús * Öllu þessu fylgir okkar rómaði salatbar, sjóðheit súpa og bakki með úrvali af lungamjúku brauði Börn að 8 ára aldri fá ókeypis kjúklingalæri, franskar kartöflur og ís. Börn 8-12 áragreiða aðeins kr. 350fyrir hlaðborðið Matsveinar okkar verða gestum til aðstoðar í salnum HALDIÐ HELGARVEISLUNA IVEITINGAHOLLINNI HÚSIVERSLUNARINNAR - KRINGLUNNI - SÍMI33272.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.