Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988
27
Mér finnst líka að konur í dag ættu
ekki að dæma konur þessara tíma,
lífið var svona þá. Það hafa orðið
miklar þjöðfélagsbreytingar síðan
þetta var. Við viljum ekki láta
dæma okkur fyrir að hafa þetta
eins og við höfum þetta núna. Samt
verður það líklega gert og hver
veit nema við fáum jafnvel þyngri
dóm og það kannski með réttu að
sumu leyti. Ég man að önnur dótt-
ir mín sagði einu sinni. „Þú hugsar
alltaf um krakkana sem þú ert að
kenna en aldrei um okkur,“ þá
leiddist henni hvað margir krakkar
leituðu til mín utan kennslunnar.
Jafnframt sagðist hún aldrei ætla
að vinna úti þegar hún yrði fullorð-
in, en það hefur hún nú samt gert,
rétt eins og aðrar konur í dag. Og
hún hefur ekki neina ömmu heima,
því þessi amma sem hefði kannski
átt að bjarga málunum, hefur sjálf
verið að vinna úti þar til nú í vor.
Þessi mikla útivinna mæðra bitnar
óskaplega mikið á bömum. Margar
konur vinna utan heimilis af nauð-
syn en oft virðist konur líka vinna
úti vegna þess að þær vilja það
heldur en vera með bömunum
sínum.
Sveigjanlegur vinnu-
tími æskilegur
Ég get heldur ekki látið hjá líða
að deila á þjóðfélagið fyrir það að
hinn sveigjanlegi vinnutími sem oft
hefur verið talað um hefur aidrei
komist á. Ef slíkur vinnutími yrði
almennari þá yrði þetta allt annað
ástand. Ég álasa konum ekki fyrir
að vilja vinna úti en það verður
ekki framhjá þvi gengið að bömin
eiga rétt á mæðmm sínum. Mér
fínnst núna að mamma mín hafi
að sumu leyti tekið á sig þá ábyrgð
sem ég átti með réttu að bera. Nú
er sjaldgæft að ömmur eða afar séu
á heimili bama. Hins vegar veit ég
ekki hvort ég myndi breyta öðra
vísi ef ég stæði andspænis þessu
sama vali á ný. Þetta gekk vel af
því ég hafði gott fólk í kringum
mig. Bæði mömmu og manninn
minn sem var mjög mikið með böm-
unum. Hann kom heim í hádeginu
ef ég var að kenna. Ég myndi því
líklega bregðast eins við og ég gerði
af því ég átti svo góða að. Mér
fínnst hins vegar að böm þurfi á
mæðram sínum að halda og ekki
síður þegar þau era tekin að stálp-
ast. Mér fannst yndislegur sá tími
sem ég var í ró og næði hjá bömun-
um mínum.
Ég hef horft yfir mikiar þjóð-
félagsbreytingar og mér finnst
krakkar í dag að sumu leyti miklu
betri en krakkar vora þegar ég var
að alast upp og var sjálf í skóla.
Núna heyrir til undantekninga að
böm séu að stríða þeim sem era á
einhvem hátt öðravísi en aðrir.
Þetta var algengt hér áður fyrr.
Kannski er það líka vegna þess að
miklu færri skera sig úr nú en áð-
ur. Hins vegar era böm í dag oft
dálítið tætt. Þau vaka of lengi og
sjá ýmisiegt sem þau ættu ekki að
sjá. Það er hins .vegar stór hópur
barna sem elst upp við mjög góð
skilyrði og það alveg eins hjá fólki
þar sem báðir aðilar vinna úti eða
eru einir með böm sín. Ákaflega
margir sinna bömum sínum mjög
vel þó þeir vinni úti. Ég hef alltaf
litið á mig sem kennara fyrst og
fremst og ég verð að segja að ég
hef alltaf haft yndi af kennslu. Við
kennslu líður mér vel og tíminn
hleypur frá mér. Ég var við kennslu
í 17 ár áður en ég tók að mér skóla-
stjóm í Hlíðaskóla í tvö ár. Mér
fannst ég þekkja skólann vel eftir
þessi 17 ár en ég komst að því að
ég þekkti hann ekki eins vel og ég
hélt. í skólastjóm fær maður yfir-
sýn sem maður getur ekki öðlast í
venjulegri kennslu. Ég held þó að
kennslan hafi veitt mér miklu meiri
gleði, enda kenndi ég eins mikið
og ég gat með skólastjóminni. Ég
hef alltaf verið á móti því að senda
böm heim úr skóla ef kennari þeirra
forfallast. Ég tel að foreldrar eigi
að geta treyst því að böm þeitra
séu ekki send heim úr skóla. Ég
hef reynt í lengstu lög að senda
böm ekki heim. Ég kenndi oft for-
fallakennslu og kennarar sem hjá
mér vora sýndu mikinn skilning á
þessu máli. Nú hefur orðið stefnu-
breyting hvað snertir forfalla-
kennslu og það finnst mér miður
farið bamanna vegna.
Skólastjóri í Ölduselsskóla
Ég sótti um skólastjórastöðuna í
Olduselsskóla meðal annars til þess
að reyna að hnekkja þeirri skoðun
margra manna að konur gætu ekki
stjómað skóla. Þetta hafði oftar en
einu sinni verið sagt í mín eyra.
Þegar ég var ráðinn skólastjóri þar
efra þá var það í fyrsta sinn sem
kona var ráðinn skólastjóri heil-
stæðs grannskóla í Reykjavík. Mér
fannst líka gaman að fara þama
„upp til fjalla", og þetta var vissu-
lega góð tilbreyting fyrir konu um
fimmtugt, eins og ég var þá. Skóla-
stjóm grípur inn á miklu fleiri þætti
mannlegra samskipta en fólk al-
mennt gerir sér grein fyrir. Eitt er
það sem óhjákvæmilega tekur mik-
ið á kennara og stjómendur skóla
og það er erfiðar kringumstæður
sem sum böm þurfa að búa við.
Við reynum að láta vita þegar fólk
hefur greinilega ekki nóg að bíta
og brenna. Það kemur fyrir, sér-
staklega hér áður fyrr. Nú hafa
böm hins vegar yfirleitt góð föt en
annað mái er hvað þau borða hollan
mat. En sé mataræðinu eitthvað
ábótavant þá er það sjaldnast vegna
peningaskorts eins og gerðist áður.
Hins vegar er ekki hægt að líta
framhjá því að mörg böm í dag
eiga við þröngan kost að búa, sér-
staklega böm einstæðra foreldra.
Þau böm hafa líka stundum full
lítil samskipti við foreldri sitt. Ein-
stætt foreldri þarf yfirleitt að vinna
mikið til að endar nái saman og
það kemur niður á samvistunum
við bömin. í þeim tilvikum sem ég
þekkti til þá lögðu einstæðir foreldr-
ar sig mikið fram en samt sem
áður áttu böm þeirra stundum í
erfiðleikum, einkum böm einstæðra
feðra. En ég verð að taka fram að
ég kynntist fyrst og fremst því fólki
sem átti í erfiðleikum. Hjá mörgum
einstæðum foreldram gengu hlut-
imir svo vel að maður vissi aldrei
af neinu í því sambandi. Við höfðum
sálfræðing í skólanum en þó böm
og aðstandendur væra teknir í fá-
ein viðtöl þá sagði það oft skammt.
Það vantar í skólana fólk sem virki-
lega er tilbúið til að taka á og
hjálpa þeim sem búa við bágar fé-
lagslegar aðstæður. Þar gætu hugs-
anlega sjálfboðaliðar hjálpað til.
Böm vantar stundum sárlega ein-
hv.em til að tala við, jafnvel snerta.
Þessi böm skortir kærleika. Hjúkr-
unarfræðingar sem ég þekki til í
skólum hafa unnið þar gott starf,
þeir hafa talað við bömin og jafn-
vel farið inn á heimili. Við gættum
þess líka vel að hefta ekki för bama
til hjúkranarfræðingsins þó ekkert
virtist iíkamlegt vera að bömunum.
Það er samt sem áður eitthvað að
úr því bömin vilja leita sér hjálpar.
Þau era þá augljóslega að leita sér
huggunar. Það hefur verið góð
stuðningskennsla fyrir böm í lestri,
íslensku og stærðfraeði. Þetta mætti
víkka og fínna hæfileika bama sem
gengur illa í bóklegum fögum.
Þessa hæfileika þarf að finna og
rækta. Skólinn er til þess.
Það getur skipt sköpum fyrir
böm að lenda hjá góðum kennara.
Hlutverk kennara er þýðingarmikið
í lífí bama. Ég álít að böm eigi að
vera sem mest hjá sama kennaran-
um og ekki eigi að skipta um kenn-
ara fyrr en böm era komin í tíu
ára bekk. Þá höfum við talið nauð-
sjmlegt að breyta eitthvað til. Það
er góður undirbúningur fyrir þau
umskipti sem verða þegar bömin
koma í sjöunda bekk og margir
kennarar kenna hver sitt fag. Það
þarf að halda lengur utan um böm
en bara í bamaskólanum. Það er
að mínu viti nauðsynlegt að umsjón-
arkennari eldri bekkja kenni þeim
sem mest og haldi vel utan um
þau. Það vantar líka tíma fyrir
kennara til þess að sinna bömunum
án þess að vera að kenna þeim.
Þetta á eins við um dugleg böm
og hin sem miður gengur. Bömin
sækja til kennarans ef hann hefur
tíma. Ég vil sérstaklega geta um
gangaverðina í þessu sambandi.
Hjá okkur vora yndislegar konur í
starfi gangavarða og milii þeirra
og bamanna myndaðist oft mikill
trúnaður og þær gegndu oft nokk-
urs konar ömmuhlutverki í lífi bam-
anna. Þetta tel ég nauðsynlegt að
komi fram. Þessar konur vinna
þýðingarmikið starf í skólunum
þegar vel tekst til. Til þeirra sækja
oft og tíðum þau böm sem erfitt
eiga. Þar era gangaverðimir oft
mikilvægir trúnaðarvinir.
Mér finnst kennarastarfið það
kreíjandi að maður ýtir því ekki frá
sér. En þetta starf er líka oft mik-
ill gleðigjafi. Ég minnist þess m.a.
að eitt sinn kom ég inn í stóra versl-
un. Þá kom hlaupandi á móti mér
unglingur og faðmaði mig að sér.
Þetta bam var á tímabili taiið alger-
lega vonlaust. Við hringdum heim
tii þess á hveijum morgni til þess
að fá það í skólann og oft fengum
við það óþvegið. Einnig reyndum
við að halda því inni í skólanum
eins og tök vora .á þegar það loks-
ins mætti. Þama var þessi ungling-
ur nú kominn til þess að þakka
fyrir þetta. Þessum unglingi hafði
tekist að koma sér það í námi að
hann var kominn á menntaskólastig
og gekk sæmilega vel. Þetta atvik
yljaði mér mikið. En svona hluti er
ekki hægt að gera nema að hafa
kennarana með sér. Það skiptir
miklu máli að einhugur ríki milli
starfsfólks skólans. Áuðvitað era
ekki allir sammála en það verður
að vera fyrir hendi vilji til þess að
finna bestu leiðina.
Þó skólamir þyrftu að vera betur
í stakk búnir til þess að sinna hjálp-
arhlutverki þá vil ég alls ekki taka
af foreldram ábyrgð á uppeldi bama
sinna. Mér finnst eins og sumir
foreldrar ogjafnvel samfélagið ætl-
ist til þess að skólinn taki að sér
uppeldishlutverkið. Það finnst mér
alrangt. Skólinn og foreldramir
þurfa að eiga samvinnu við uppeldi
og fræðslu bama. Það finnst mér
það besta. Ábyrgðin hlýtur þó alltaf
að vera fyrst og fremst hjá for-
eldranum. Margir hyllast til að
kenna skólanum um ef illa fer. Ég
er ekki að neita því að stundum
getur ýmsu verið ábótavant í skól-
um. Jafnvel getur ýmislegt farið
úrskeiðis án þess að kennuram og
skólayfirvöldum sé um það kunn-
ugt. T.d. ef nemendur leggja aðra
nemendur í einelti og ef að böm
beita minnimáttar ofbeldi. Þetta
gerist stundum án þess að skólinn
viti um það. Fómarlambið klagar
þá kannski hvorki til skólans eða
foreldranna, svo kemur þetta fram
seinna. Það er mjög slæmt. Það
gerist líka stundum eitt og annað
sem skólinn ræður ekki við þó vitn-
eskjan sé fyrir hendi. Það má ekki
gleymast að það er svo stuttur tími
sem bömin era í skólanum. Mér
finnst að það þurfi endilega að
koma skólastarfi í það horf að
skólatíminn sé lengdur og allir skól-
ar verði einsetnir. Þessu hef ég lengi
barist fyrir. Ég veit að þetta er
dýrt en ég hef þá trú að þetta borgi
sig seinna með betra fólki.
HÁLS-.NJT- OG F.YRNALÍKNASTÖÐ I MJÖDD HF
KONRÁÐ S. KONRÁÐSSON
háls-, ncf- og cyrnalæknir
opnar þann 10. október ’88 lækningamóttöku
að Háts-, ncf- og eyrnalæknastöð í Mjócld hf.
Álfabakka 12, 3. hæð, sími (91) 6 70 570.
3.590,- kr.
Reimaðir öklaskór
Litur: Svart
Stærðir: 36-41
Póstsendum samdægurs
5% staðgreiðsluafsláttur
sf
TOPP
-w^^Nkúriíín
’2(jg>± VELTUSUNDI 1
21212
KRINGWN
KBIUeNU
S. 689212
ÍTALSKA - ENSKA FYRIR BYRJENDUR
upplýsingar og innritun í sima 84236.
RIGMOR