Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1988 \ C,... Baldur og Deidre, kona hans. en það er við segulsviðspólana tvo. „Það hefur komið í ljós að það er líka gat yfir norðurpólnum," sagði hann. „Mælingar á ósonlaginu byrj- uðu ekki fyrr en fyrir 10 til 15 árum. Það er því vel hugsanlegt að þessi göt hafí alltaf verið þama án þess að við vissum af þeim. Mín kenning er náttúrulegs eðlis. Ég hef komið henni á framfæri við sérfræðinga sem vita meira um þetta en ég. Það er enginn vafí að klór- og flúor-sambönd sem við hleypum út í andrúmsloftið geta verið skaðleg, en það er bara spum- ing hvort þeirra sé þegar orðið vart. Hvert ferii í náttúrunni tekur ákveð- inn tíma, eins og koldíoxíð sem velkist um í sjónum í 6.000 ár. Þegar ferli er einu sinni komið af stað verður það ekki stöðvað aftur, það er hið hættulega við að hrófla við náttúrunni." Lifí vísindin! Háskólanám Baldurs hófst í MIT í Boston í Bandaríkjunum en hann flutti sig fljótt í ETH í Zurich í Sviss. „Það var óhóflega dýrt að læra í Bandaríkjunum og styrkurinn sem ég hafði nægði rétt fyrir stræt- isvagnamiða." Báðar menntastofn- animar em virtustu tækniháskólar landanna. „Ég álpaðist fyrir hreina tilviljun út í rafmagnsverkfræði. Ég hélt þá að hún væri merkileg vísindi. Ég hafði í rauninni engan áhuga á henni og sneri mér fljót- lega að öðra eins og stjömufræði og stærðfræði. En ég lét aldrei verða af að skipta um deild og lauk prófí í rafmagnsverkfræði með stigi í stjömufræði. Doktorsprófíð mitt er eiginlega í hagnýtri stærðfræði. Og fyrsta starfíð mitt var sem rad- íóstjömufræðingur í Tækniháskóla Kalifomíu í Pasadena." Þar er stærsti stjömukíkir heims. „Stjömufræði er elsta vísinda- grein mannsins og hefðbundnir stjömufræðingar höfðu litla trú á ríidíóstjömufræði þegar hugmyndir um hana komu fyrst fram í kringum 1940. Það tók þá um 10 ár að átta sig 4 að þetta var nýr gluggi á him- ingeiminn og síðan hefur þetta orð- ið mikilvæg grein. Það eru margir hlutir sem maður verður aðeins var við á bylgjulengdum sem radíó- stjömufræðin mælir. Til dæmis þegar nýjar sólir, eins og sólin okk- ar, verða til. Það er eins og ský í alheiminum dragi sig saman og úr þeim verður sól. Hitastigið er í upp- hafí fremur lágt og þá sendá þær frá sér bylgjur á radíóstiginu en ekki á hinu sjáanlega sem hefð- bundin stjömufræði fæst við. Þetta gerist stöðugt, sólir deyja og aðrar verða til. Á okkar vetrarbraut, sem er í laginu eins og undirskál, era milljarðar sóla til viðbótar við okkar sól. Vetrarbrautin er um 100.000 ljósár í þvermál og snýst einu sinni á 250 milljónum ára. Eitt ljósár er sú íjaríægð sem ljósið fer á einu ári, það fer á einni sekúndu 300.000 km. Svo að það fer langt á einu ári. Við búum á miðlungs stórri vetrarbraut. Það era miiljarðar af slíkum vetrarbrautum í algeimnum og þær era allar á hrejrfíngu hver frá annarri. Við höfum aðeins vitað að aðrar vetrarbrautir en okkar eig- in era til í svona 60 ár. Það era kenningar um að það séu margir alheimar til, alheimar sem við vitum ekkert um og getum ekki haft sam- band við. Þetta er dæmi um hvað við vitum í rauninni lítið. í stjömufræði eram við til dæmis að vinna úr mælingum sem mæla aðeins einn hundraðasta af því sem fyrir hendi er. Sú mynd sem við höfum af heiminum er að- eins mynd dýrategundar sem er að spássérra á þessari plánetu. Það er ekki nokkur vafí að það er líf í ein- hverju formi á öðram hnöttum. En við köllum okkur homo sapiens! Við eram eins og maður í einu leikrita Molieres sem lærir að lesa á gam- als aldri. Þegar hann er búinn að læra ABC, fyrstu þijá stafí stafrófs- ins, hrópar hann upp yfír sig af hamingju og segir: „Vive la scien- ce?“ Lifí vísindin! Svona eram við í dag. Við eram kannski búin að læra fyrstu þijá stafína í stafrófí alheimsins og við öskram Vive la seience! Þeir sem standa í þeirri meiningu að ABC sé allt stafrófið era kannski hamingjusamastir, það er kannski bara ógæfa að vera að velta þessu fyrir sér. Það er oft BALDRI fóstrí við landið þegar hún ferð- aðist um það í húsvagni fyrír nokkrum árum með eiginmanni og börnum. Þau létu sig dreyma um að setjast þar að, þess vegna fór hún í íslenskutíma, en eru núna hætt við það. Hún heldur þó náminu áfiram. Félagar henn- ar sögðu að það væri vegna Bald- urs. Eiginmaður Ursulu Dopplers hefur leigt laxveiðiár á íslandi í mörg ár. Þau dvefjast langdvöl- um á landinu og hafa þörf fyrir að kunna málið. Rolf Fehlmann hefur faríð þangað sex sinnum og er yfír sig hrifínn af landslag- inu en ekki eins hrifinn af því hvernig íbúar landsins umgang- ast það. Og konurnar tóku undir orð hans. Þessir þrír Svisslend- ingar voru hneykslaðir á kæru- leysi íslendinga varðandi um- hverfið, hrístu höfiiðið yfir ál- dósum og plastpokum, áburði og klóaki sem rennur óhreinsað út í sjó. Rolf kallaði okkur „ítali norðursins" í umhverfismálum. En tímamir hjá Baldri snúast ekki um þessa hluti. Þeir fara í að læra orð eins og kinda-, nauta-, svina- og hvalkjöt, agúrk- ur, gulrætur, gulrófur og kart- öflur, diskur, gaffall, hnífiir ... og þar fram eftir götunum. Hann lætur nemenduraa skrifa eftir upplestrí og út firá því spinnast ný orð. Og fólkið gefst ekki upp þótt tungan sé strembin. Það vill geta spjallað við landann og timir ekki að hætta í tímum hjá Baldri. 35 Baidur Elíasson, vísindamaður, sóttur heim í Baden í Sviss UTSALA Skóbær, Laugavegi 69 Geriö góð kaup 3 síðustu dagana, meiri lækkun á öllum skóm, allt á að seljast. Síðasti dagur útsöl- unnar á miðvikudag. Skóbær, Laugavegi 69, sfmi 1796S. heldur niðurdrepandi. En vanþekk- ingin er reyndar geysilega spenn- andi, það er svo óendanlega mikið sem við skiljum ekki og munum aldrei skilja. Því meira sem við grúskum þvi ljósara verður hversu lítið við vitum í rauninni." En þurfum við að vita svona mikið, skiptir það einhveiju máli að vetrarbrautur þeysast hver frá annarri? „Hvað skiptir máli? Fyrir flest fólk skiptir sjónvarpsdagskráin meginmáli. Hún skiptir mig engu máii. Það er hins vegar stórkostlegt fyrir mig að vita að ég get fundið ammoniak úti í geimnum. Eða jafn- vel flóknari sameindir. Það er eitt skref í áttina að skilja betur það sem á sér stað. Það hefur ekkert áþreifanlegt gagn, sem betur fer, en það er gagn að allri þekkingu út af fyrir sig. Það er jú enginn tilgangur með lífinú sem slíku. Við lifum hér á jörðinni og hver og einn verður að lifa því til hins ýtrasta eins og hann getur. Fyrir mér er það til einhvers ef ég get sagt að lokum að ég hafi lært eitthvað." Og hvað um líf eftir dauðann? „Það er hugsanlegur möguleiki að maður fæðist aftur í öðra formi á ein- hverri plánetu. Hver veit? Ég er svo uppnuminn af því sem ég er að gera í dag að ég gef mér ekki tíma til að hugsa um hvað verður þegar ég verð kominn ofan í jörðina. Ég læt það ráðast." Baldur settist að í Baden eftir þriggja ára starf í Pasadena fyrir hreina tilviljun. „lifíð er tilviljun." BBC var að byggja upp rannsókna- starf sitt og ieitaði meðal annars vísindamanna í Kalifomíu. Baldur var farinn að hugsa sér til hreyf- ings og réð sig til BBC. „Þegar ég var í námi þótti fyrirtækið heldur óspennandi vinnustaður, var eigin- lega álitið hrein vélsmiðja." En það átti fyrir honum að liggja að starfa þar bróðurpart starfsævinnar. Hann á bandariska konu, sem rekur máiaskóla í Baden, og tvær dætur. Það hefur aldrei hvarflað að þeim að flytja til íslands. „Ég kaupi mér kannski hús undir Vatnajökli í ell- inni og verð þar í nokkra mánuði á ári.“ Hann heldur góðu sambandi við ættingja og vini og les Iceland News reglulega. „Ég áttaði mig fljótt á því að ég er og verð alltaf íslendingur, sama hversu lengi ég bý hér á meginlandinu og laga mig að lifnaðarháttum Evrópubúa. Ætli ég hafi ekki fyrst áttað mig á þessu í Bandaríkjunum. Ég var í veislu i Los Angeles og Gunnar Matthías- son, sonur Matthíasar Jochumsson- ar, var að flytja ræðu. Hann sagð- ist vera að fara heim. Það kom mér á óvart að hann ætlaði þetta fljótt af því að partíið var rétt að byija. En svo rann upp fyrir mér að hann ætlaði heim til íslands og var að segja frá því. Hann hafði búið er- lendis f tugi_ ára og sagði ennþá „heim“ um ísland. Ég tala svona Ííka. Og Hjörleifur bróðir minn, sem hefur búið í Kaupmannahöfn og ekki farið til íslands í 30 ár, talar svona líka. Ég held að þetta sé af því að við eyddum mikilvægustu áram ævinnar á íslandi. Æskan er svo mikilvæg af því að þá er maður- inn „prógrammeraður". Þá er allt sett upp og fer lífið í að fylla í reit- ina.“ TEXTI OG MYNDIR: Anna Bjarnadóttir Þýskir jakkar, pils og blússur v/Lauga|æk S: 33755. 1.490,- kr. Leðurf óðraðir hælaskór Litir: Svart, rautt, blátt Stærðir: 36-41 Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur 21212 KRINGWN KblMeNM S. 689212 1 Meira en þú geturímyndað þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.