Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 . Þorbjörg Daníelsdóttir Frelsimar- guðfræðin 20 ára Frelsunarguðfræðin sem fjallar um frelsun úr ánauð, leit dagsins ljós með bókinni A Theology of Liberation eftir kaþólska prestinn Gustavo Gutierrez árið 1968. í frelsunarguðfræði eru hin fátæku og kúguðu leidd tii uppsprettu Bibiíunnar til að íhuga líf sitt í ljósi hennar. Frelsunarguðfræðin er guðfræði um hjálpræðisverk Krists og allar þær afleiðingar, sem það hefur. Hún á hliðstæður í kvennaguðfræðinni og guðfræði svartra, sem líka hafa komið fram á síðustu áratugum og boða skyld- ur kirlqunnar til að beijast fyrir því frelsi sem Kristur býður. Frelsunarguðfræðin mætti áköfum mótmælum þegar hún kom fram. En hún hiaut líka mik- ið fylgi. Það jókst mjög meðal landlausra bænda og eignalausra stórborgarbúa í Suður-Ameríku. Ýmsir guðfræðingar, þeirra á meðal nokkrir biskupar og starfs- menn Vatíkansins, hafa ásakað Gutierrez um marxisma. Guð- fræðingar hans eigin kirlqu, róm- versk-kaþólsku kirkjunnar, hafa bæði skrifað bækur á móti honum og með honum. - Faðir Gutierrez hefur aldrei kært sig um að svara ásökunum, sem á hann eru bomar vegna guðfræði hans. Samt féllst hann á.að svara nokkrum spumingum á 20 ára afmæli frelsunarguð- fræðinnar, sem var haldið hátíð- legt í New York í júlf. Á þessu ári á hann sjálfur sextugsafmæli. Hann býr meðal hinna fátæku og undirokuðu í Lima í Perú. Gutierrez var spurður hvort hann hefði órað fyrir því árið 1968 að guðfræði hans myndi hafa svo mikil áhrif sem hún hef- ur. Hann svaraði því neitandi. Hann sagðist hafa verið beðinn fyrir 20 árum að tala um þróunar- guðfræði, sem þá var í tízku. Það var á prestafundi í Chimbote, litlu sjávarþorpi skammt frá Lima. Hann hafi þá verið sannfærður um að tími væri til kominn að tala um frelsunarguðfræðina, guðfræði um hjálpræði Krists með öllum þeim afleiðingum, sem það hefur. Hvað finnst honum um ásakan- imar, sem hafa verið bomar á hann, að hann hafi klofið kirkjuna í Perú? Hann segist ekki hafa klofíð kirkjuna heldur bent á mis- ræmið í henni. Það sem hafi klof- ið kirkjuna og valdið togstreitu sé f rauninni hin ómanneskjulega fátækt í Perú. Tekur hann þær nærri sér, þessar ásakanir um að hafa klofið kirkjuna? Já. Ástæðan fyrir því er einföld. Ég elska kirkjuna inni- lega, segir hann. Þar hef ég fund- ið Guð, sem gefur lífi mínu gildi. Þess vegna eru þessar ásakanir Til að sigrast á óréttlætinu þarf að styðja hin veiku og undirokuðu. Frelsunarguðfræði er guð- fræði uin hjálpræði Krists, með öllum þeim afleiðingum, sem það hefiir. Égfel mig þér Þú sem vildir að ég lifði og hefur skapað mig eftir vilja þínum, allt sem í mér býr þekkir þú og umlykur blíðu, hið veika sem hið sterka hið vanheila sem hið heilbrigða. Því fel ég mig þér án ótta og skilyrða eins og leirker legg ég mig í hendur þínar. Ég lofa visku þína þú sem tekur að þér hið veika og skaddaða og leggur fjársjóð þinn í brothætt leirker. Margareta Melin, sænsk skáld- kona og ríthöfundur. Höggmyndin er eftir Dorotheu Steigerwald og heitir Vertu alltaf barnið hans. Stríð bitna á öllum en harðast á börnum og gömlu fólki eins og þessari öldnu suður-amerísku konu. særandi. En þær valda mér samt ekki bara sársauka. Ég heyri líka frá fólki, sem hefur fundið hjálp til þess f frelsunarguðfræðinni að gera sér grein fyrir kristinni trú sinni og stöðu kirkjunnar. Honum er borið á brýn að nota marxistískar aðferðir f guðfræði sinni og hann er harðlega gagn- rýndur fyrir það. Er þetta satt eða ósatt? Hann segir að það sé satt. Og þetta sé aðalástæðan fyrir gagnrýninni á frelsunarguðfráeð- ina. En hann segist engan veginn styðjast við heimspekikerfi marx- ista, sem sé í mótsögn við sjónar- mið trúaðs fólks. Það sé reyndar svo augljóst að allir ættu að sjá það. Aukin heldur noti frelsunar- guðfræðin ekki aðferðir marxism- ans í heild sinni. Hefur hann haldið uppi áróðri fyrir stéttabaráttu? Nei, það seg- ist hann ekki hafa gert. Hann segir að átök séu í þjóðfélaginu og árekstrar milli stétta séu ein mynd þessara átaka. Til að sigr- ast á þessu ástandi þarf að koma fram réttlæti og styðja hin veiku og undirokuðu. Það sé þetta, sem í kirkjunni sé kallað „hin göfuga réttlætisbarátta". En það þarf ekki að beita stéttabaráttu eða þjóðfélagsátökum til að koma réttlætinu fram. Það á þvert á móti að draga úr þessum átökum. Hægri sinnuð öfl hafa ásakað hann um að vera marxista, sem hafi smokrað sér inn í kirkjuna vegna þess að utan hennar væri hann bara eins og hver annar marxisti. Hvað segir hann við því? Hann segir að það sé algjör- lega rangt. Allir eiga kröfu á því að heiður þeirra sé virtur. Kristin trú gefur lífi mínu þýðingu. Ég tel ekki að nokkur hafi rétt til að segja slíkt um aðra. Svona at- hugasemdum ber að hafna gjör- samlega. Andstæðingar hans gagniýna hann líka fyrir að gera trúna að stjómmálum. Gerir hann það? Það hef ég aldrei ætlað mér, segir hann. Ég hef miðað að því að láta kröfur fagnaðarerindisins koma fram í félagsmálum og stjómmálum. En það er ekki stuðnirigur við nein sérstök stjóm- mál. En hættir hann prestskap ef fhaldsöm öfl verða ofan á í kirkj- unni í Perú? Það er útilokað, seg- ir faðir Gutierrez. Það hefur aldr- ei hvarflað að mér. En ég held að það sé alveg ómögulegt að búa í Perú án þess að komast í tæri við alvarleg vandmál og átök. Þetta gildir líka um kirkjuna. Lokaspumingin var þessi: Hvað heldurðu að verði um frelsunar- guðfræðina? Ég vona að hún verði til að boða fólki hinn óréttláta dauða Krists, sem er vinur lífsins. Það er það eina, sem ég hef nokk- um tíma óskað mér og eftir því hef ég keppt alla mína ævi, svar- aði Gutierrez. Þetta viðtal við föður Gutierrez birtist í vikuritinu Caretas í Lima. Lutheran World Information, upp- lýsingablað Lúterska heimssam- bandsins í Genf, fékk lejrfi til að þýða það og birta og við lásum það þar. Þeim, sem vildu kynna sér frelsunarguðfræði nánar, er í fyrsta lagi bent á bók Gutierrez sjálfs, sem er gefin út af bókafor- laginu Orbis Books, sem hefur á 20 árum frelsunarguðfræðinnar verið aðalútgefandi hennar. Hann hefur skrifað fleiri bækur um frelsunarguðfræði. í öðru lagi bendum við á bækur Leonardo Boff og Dorothee Sölle. Bóksala stúdenta við Hringbraut hefur ágætt úrval guðfræðibóka og gef- ur upplýsingar um þær og fleiri bóka. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Mánudagur: Þriðjudagur: Miðvikudagur: Fimmtudagur: Föstudagur: Laugardagur: Jóh. 9.1-11 Jesús er ljós heimsins. Esekíel 33.10-11 Þiggið fyrirgefninguna. Kól. 1.24-29 Flytjum Guðs orð óskorðað. Matt. 21.28-32 Tveir synir. Sálm. 56.4-5.9-14 Þegarviðerumhrædd... Fil. 2.12-18 Eins og ljós í heiminum. Matt. 5.13-16 Borg, sem stendur á fjalli. Fyrstu þrír lestrarnir tilheyra ritningarlestri kirlgunnar á þessum sunnudegi en hinir þrír næstu tilheyra næsta sunnu- degi til iindirbúnings messunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.