Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 ....og góðir búmenn byrgja sig upp fyrir veturinn <£f>Fiigor dönsku frystikisturnar hafa verið á markaðnum í áratugi og stað- ið sig með mikilli prýði. í þeim eru innbyggð hraðfrystihólf sem reynst hafa sérlega vel til að hraðfrysta ný- meti. Einnig má breyta kistunni í hraðfrystitæki með því að þrýsta á hnapp. FIMM STÆRÐIR • HAGSTÆTT VERÐ ^Bauknecht frystiskápar. Há- þróuð þýsk gæðavara sem Islending- um er að góðu kunn eftir áratuga reynslu. Einföld og falleg hönnun. Mikið úrval, við allra hæfi. LITLIR SKÁPAR, STÓRIR SKÁPAR OG ALLT ÞAR Á MILLI. - MW SLATIJUTU) KitchenAid hrærivélar. Þessar frábæru bandarísku vélar þekkja allir enda hafa þær verið ómissandi á jslenskum heimilum í tæpa liálfa öld. Fylgihlutir: HAKKAVÉL • PYLSUSTÚTUR HVEITIBRAUT • GRÆNMETIS- KVÖRN • ÁVAXTASAFAPRESSA HLÍFÐARKÁPA • DÓSAOPNARI PASTAGERÐARVÉL • SÍTRÓNU- PRESSA • SMÁKÖKUMÓT mms 0G &SAMBANDSINS kaupfélögin ÁRMÚLA 3 SÍMAR 687910 ~ 68 1266 UM LANDALLT Háskólafyrirlestur um miðaldamanninn „GETUM við talað um einhvern miðaldamann?", nefiiist fyrírlest- ur sem transki prófessorinn Jac- que Le Goff £rá Ecole des Haute Etudes í París flytur í Háskóla íslands fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Verður fyrirlestur- inn í stofii 101 í Odda kl. 17.15. Fyrirlesturinn flytur hann á frönsku undir titlinum „Peut-on parler d’un homme médiéval?“, en dreift verður til áheyrenda útdrætti úr honum á íslensku. Auk þess mun Torfi Tuliníus verða á staðnum og þýða spurningar áheyrenda og svör prófessorsins. Prófessor Jacques Le Goff er þekktur í Frakklandi fyrir störf í þágu vísindanna og hlaut fyrir það viðurkenningu La Fondation de Franee-stofnunarinnar. Hefur hann undanfarin 30 ár gefið út fjölda sagnfræðirita, sem mörg flalla um miðaldasögu, nú síðast La Bourse et la Vie í París 1986, La Nouvelle Histoire í Bruxelles 1988 og Histoire et Memoire í París 1988. Hann hóf feril sinn sem kennari við mennta- skóiann í Amiens 1950-51, starfaði við franska skólann í Róm og gerð- ist síðan rannsóknafulltrúi við Frönsku vísindarannsókna-stofnun- ina 1953-54 og 1959-60, en var í millitíðinni aðstoðardeildarstjóri bók- menntadeildarinnar við Háskólann í Lille. Þá gerðist hann stjómandi við Ecole Pratiques des Etudes og síðar forseti VI deildar við Ecole des Haut- es Etudes í stjómmálafræðum frá 1975-77. Hann hefur átt sæti í nefnd sagnfræðirannsókna og verið aðstoð- arritstjóri tímaritsins „Annálar um efnahags-, þjóðfélags- og menning- arrnál". í fyrirlestrinum í Háskóla íslands ræðir prófessor Le Goff um ímynd miðaldamannsins eins og hann kem- ur fyrir sjónir á mismunandi tíma og frá mismunandi sjónarhóli. Dreg- ur m.a. fram nokkrar meinlokur mið- aldamannsins, meira og minna sam- eiginlegar með fólki af mismunandi félagslegum og menningarlegum stéttum. Um þróun mannsins á þess- um tíma segir hann almennt að ímynd hans sé dökk á seinasta skeiði miðalda, bjartsýn um miðbikið á 12. og 13. öld og við upphaf miðalda sé ímynd mannsins mjög mótsagna- kennd, á þeim krepputímum þegar maðurinn tvístígur milli áunninnar virðingar og áfalla sem hann verður aftur fyrir. Áttavitanámskeið fyrir ferðamenn EINS og undanfarin 22 ár gengst Hjálparsveit skáta i Reykjavík fyrir námskeiði í meðferð átta- vita og landabréfa fyrir ferða- menn. A námskeiðinu verða einn- ig veittar upplýsingar um ferða- fatnað og ýmsan ferðaútbúnað. Námskeiðið stendur tvö kvöld, þriðjud. 11. okt. og fímmtud. 13. okt. Á fyrra kvöldinu er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innanhúss. Síðara kvöldið er veitt tiisögn um útbúnað og síðan er farið í stutta verklega æfingu. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingasvæði í bifreiðum sveitarinnar. Námskeiðið verður haldið í hús- næði Hjálparsveitarinnar á Snorra- braut 60, jarðhæð, og hefst kl. 20.00, bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.200. Nánari upplýsingar er að fá í Skátabúðinni, Snorrabraut 60. „Á þetta námskeið eru allir vel- komnir sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa, eða vilja bæta við kunnáttu sína. Þetta er gott námskeið fyrir t.d. skíða- göngumenn, skotveiðimenn, vél- sleðamenn og aðra ferðamenn sem ferðast um fjöll og fimindi," segir í frétt frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hraðahindranir við Grundarflörð Grundarfirði. VEGAGERÐ ríksins hefúr nú ný- verið sett upp hraðahindranir beggja vegna Grundarfjarðarbæj- ar. Þó að allir fagni bættum veg- um og bundnu slitlagi fylgir oft sá böggull skammrifi að ökuhraði eykst. Á Grundarfirði, sem og í mörgum öðrum bæjum, hagar þannig til að bióðvegurinn liggur gegnum bæinn og að honum liggja íbúðahverfi. Böm á leið í skóla þurfa mörg hver að fara yfir veginn. Með uppsetningu þessara hindrana er það von bæj- arbúa að ökumenn átti sig á að draga ber úr hraða þegar ekið er gegnum bæi og þorp þó að aðliggjandi þjóð- vegir leyfi 90 km hámarkshraða. - Ragnheiður HAUSTVERÐIHERRARIKI framlengt um viku — til laugardags 15. október. 25% afsláttur á vönduðum íslenskum herrafatnaði. H K SNORRABRAUT 56 f 13505 + f 14303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.