Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.10.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 ....og góðir búmenn byrgja sig upp fyrir veturinn <£f>Fiigor dönsku frystikisturnar hafa verið á markaðnum í áratugi og stað- ið sig með mikilli prýði. í þeim eru innbyggð hraðfrystihólf sem reynst hafa sérlega vel til að hraðfrysta ný- meti. Einnig má breyta kistunni í hraðfrystitæki með því að þrýsta á hnapp. FIMM STÆRÐIR • HAGSTÆTT VERÐ ^Bauknecht frystiskápar. Há- þróuð þýsk gæðavara sem Islending- um er að góðu kunn eftir áratuga reynslu. Einföld og falleg hönnun. Mikið úrval, við allra hæfi. LITLIR SKÁPAR, STÓRIR SKÁPAR OG ALLT ÞAR Á MILLI. - MW SLATIJUTU) KitchenAid hrærivélar. Þessar frábæru bandarísku vélar þekkja allir enda hafa þær verið ómissandi á jslenskum heimilum í tæpa liálfa öld. Fylgihlutir: HAKKAVÉL • PYLSUSTÚTUR HVEITIBRAUT • GRÆNMETIS- KVÖRN • ÁVAXTASAFAPRESSA HLÍFÐARKÁPA • DÓSAOPNARI PASTAGERÐARVÉL • SÍTRÓNU- PRESSA • SMÁKÖKUMÓT mms 0G &SAMBANDSINS kaupfélögin ÁRMÚLA 3 SÍMAR 687910 ~ 68 1266 UM LANDALLT Háskólafyrirlestur um miðaldamanninn „GETUM við talað um einhvern miðaldamann?", nefiiist fyrírlest- ur sem transki prófessorinn Jac- que Le Goff £rá Ecole des Haute Etudes í París flytur í Háskóla íslands fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Verður fyrirlestur- inn í stofii 101 í Odda kl. 17.15. Fyrirlesturinn flytur hann á frönsku undir titlinum „Peut-on parler d’un homme médiéval?“, en dreift verður til áheyrenda útdrætti úr honum á íslensku. Auk þess mun Torfi Tuliníus verða á staðnum og þýða spurningar áheyrenda og svör prófessorsins. Prófessor Jacques Le Goff er þekktur í Frakklandi fyrir störf í þágu vísindanna og hlaut fyrir það viðurkenningu La Fondation de Franee-stofnunarinnar. Hefur hann undanfarin 30 ár gefið út fjölda sagnfræðirita, sem mörg flalla um miðaldasögu, nú síðast La Bourse et la Vie í París 1986, La Nouvelle Histoire í Bruxelles 1988 og Histoire et Memoire í París 1988. Hann hóf feril sinn sem kennari við mennta- skóiann í Amiens 1950-51, starfaði við franska skólann í Róm og gerð- ist síðan rannsóknafulltrúi við Frönsku vísindarannsókna-stofnun- ina 1953-54 og 1959-60, en var í millitíðinni aðstoðardeildarstjóri bók- menntadeildarinnar við Háskólann í Lille. Þá gerðist hann stjómandi við Ecole Pratiques des Etudes og síðar forseti VI deildar við Ecole des Haut- es Etudes í stjómmálafræðum frá 1975-77. Hann hefur átt sæti í nefnd sagnfræðirannsókna og verið aðstoð- arritstjóri tímaritsins „Annálar um efnahags-, þjóðfélags- og menning- arrnál". í fyrirlestrinum í Háskóla íslands ræðir prófessor Le Goff um ímynd miðaldamannsins eins og hann kem- ur fyrir sjónir á mismunandi tíma og frá mismunandi sjónarhóli. Dreg- ur m.a. fram nokkrar meinlokur mið- aldamannsins, meira og minna sam- eiginlegar með fólki af mismunandi félagslegum og menningarlegum stéttum. Um þróun mannsins á þess- um tíma segir hann almennt að ímynd hans sé dökk á seinasta skeiði miðalda, bjartsýn um miðbikið á 12. og 13. öld og við upphaf miðalda sé ímynd mannsins mjög mótsagna- kennd, á þeim krepputímum þegar maðurinn tvístígur milli áunninnar virðingar og áfalla sem hann verður aftur fyrir. Áttavitanámskeið fyrir ferðamenn EINS og undanfarin 22 ár gengst Hjálparsveit skáta i Reykjavík fyrir námskeiði í meðferð átta- vita og landabréfa fyrir ferða- menn. A námskeiðinu verða einn- ig veittar upplýsingar um ferða- fatnað og ýmsan ferðaútbúnað. Námskeiðið stendur tvö kvöld, þriðjud. 11. okt. og fímmtud. 13. okt. Á fyrra kvöldinu er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innanhúss. Síðara kvöldið er veitt tiisögn um útbúnað og síðan er farið í stutta verklega æfingu. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingasvæði í bifreiðum sveitarinnar. Námskeiðið verður haldið í hús- næði Hjálparsveitarinnar á Snorra- braut 60, jarðhæð, og hefst kl. 20.00, bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.200. Nánari upplýsingar er að fá í Skátabúðinni, Snorrabraut 60. „Á þetta námskeið eru allir vel- komnir sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa, eða vilja bæta við kunnáttu sína. Þetta er gott námskeið fyrir t.d. skíða- göngumenn, skotveiðimenn, vél- sleðamenn og aðra ferðamenn sem ferðast um fjöll og fimindi," segir í frétt frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hraðahindranir við Grundarflörð Grundarfirði. VEGAGERÐ ríksins hefúr nú ný- verið sett upp hraðahindranir beggja vegna Grundarfjarðarbæj- ar. Þó að allir fagni bættum veg- um og bundnu slitlagi fylgir oft sá böggull skammrifi að ökuhraði eykst. Á Grundarfirði, sem og í mörgum öðrum bæjum, hagar þannig til að bióðvegurinn liggur gegnum bæinn og að honum liggja íbúðahverfi. Böm á leið í skóla þurfa mörg hver að fara yfir veginn. Með uppsetningu þessara hindrana er það von bæj- arbúa að ökumenn átti sig á að draga ber úr hraða þegar ekið er gegnum bæi og þorp þó að aðliggjandi þjóð- vegir leyfi 90 km hámarkshraða. - Ragnheiður HAUSTVERÐIHERRARIKI framlengt um viku — til laugardags 15. október. 25% afsláttur á vönduðum íslenskum herrafatnaði. H K SNORRABRAUT 56 f 13505 + f 14303

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.