Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 53
kvæntur Heiðrúnu Báru og eiga þau þijá syni. Ásdís og Egiil slitu samvistum árið 1960. Þegar hún var orðin ein með bömin lítil, ræður hún sig sem ráðs- kona að Ánastöðum í Svartárdal. Bjó hún síðar ásamt Jóni B. Guð- mundssyni í Breiðagerði og síðan á Breið í Lýtingsstaðahreppi, þar sem hún helgaði sig bömunum og upp- eldi þeirra. Bjó hún þeim fallegt heimili enda var hún orðlögð fyrir myndarskap og höfðingi heim að sækja. Skömmu eftir að síðasta bamið var flutt að heiman kom hún til Reykjavíkur, og fljótlega kynnt- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Gunnlaugi Sigurgeirssyni, og giftu þau sig árið 1978. Gunnlaugur reyndist henni mjög vel og þá sérstaklega í hennar erf- iðu veikindum og á hann miklar þakkir skildar fyrir. Það var auðgandi að kynnast Ásdísi með sína skemmtilegu kímnigáfu sem hún hélt alveg fram á síðasta dag, og umhyggju fyrir fólki og umhverfi sínu. Þakka ég henni allar góðar stundir. í sumar heimsótti hún sína nán- ustu og Skagafjörðinn sem átti allt- af sérstakan stað í hjarta hennar. Undir það síðasta var mjög af henni dregið, en styrk fann hún í trú sinni á Jesúm Krist, og fagn- andi meðtók hún líkn hans á hinsta degi. Elsku Gulli, Sibba amma og bömin, mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Far þú í friði Friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Heiða Sómalir og Sovétmenn undirritavin- áttusamning Mogadishu. Reuter. SÓMALIR og Sovétmenn undir- rituðu á miðvikudag vináttusátt- mála. Er það fyrsti milliríkja- samningur ríkjanna frá því Só- inalir riftu fyrra vinnáttusamn- ingi við Sovétmenn árið 1977. Að sögn hinnar opinberru só- mölsku fréttastofu SONNA gildir nýji vináttusáttmálinn til eins árs. Fjallar hann um samstarf á sviði menningar- og menntamála, vísinda, íþrótta og ijölmiðlunar. Náið samband var með Sómölum og Sovétmönnum þar til Mohamed Siad Barre, forseti, rifti vináttu- samningi ríkjanna árið 1977 og rak sex þúsund sovézka hemaðarráð- gjafa úr landi. Það gerði hann þar sem honum þótti Sovétmenn koma aftan að sér með stuðningi við Eþíópíumenn í stríðinu um Ogad- en-eyðimörkina. Fýrir tveimur árum ákváðu leiðtogar ríkjanna að reyna að lappa upp á samskipti þeirra. Þróuðust þau mál hraðar eftir að Eþíópíumenn og Sómalir ákváðu í apríl síðastliðnum að draga heri sína frá landamærum sínum og taka að nýju upp stjómmálasam- band. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 5$ Drottningaleikur í fyrirheitna landinu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Prinslnn kemur til Ameríku („Coming to America"). Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: John Landis. Handrít: David Sheffield og Barry W. Blaustein eftir sögu Eddie Murphys. Framleiðendur: Robert D. Wachs og George Fols- ey jr. Tónlist: Nile Rodgers. Helstu hlutverk: Eddie Murphy, Arsenio Hall, Sharí Headley, James Earl Jones, John Amos og Madge Sinclair. Paramount. 1988. Alltaf langað til að vita hvað leyndist bak við Paramount-tindinn. í ljós kemur að það er konungsríkið Zamunda í Afríku þar sem Akeem prins (Eddie Murphy) vaknar við lif- andi tónlist, blómastúlkur sem strá blómum við hvert hans fótmál, þurrkarar fylgja honum inná klós- ett, undurfagrar konur lauga hann og hann sest við morgunverðarborð sem er svo langt að hann sér varla kóng og drottningu fyrir hinum end- anum — hvað þá að hann heyri í þeim. Útifyrir eru fílar á vappi. Guðdómlegt. En prinsinn er óhamingjusamur — hvaða prins er það ekki í fallegu ævintýrunum — og andvarpar: Eg vil eiginkonu sem elskar mig fyrir það hvemig ég er en ekki hvað ég er. Hvar ætlarðu að finna slíka stúlku? Nú, hvar nema í Drottninga- hverfinu („Queens") í New York. Og þar með heldur Akeem ásamt vini sínum Sammi (Arsenio Hall) í Konkord vestur um haf í drottninga- leit. í þörf fyrir að vera eins og alm- úgamaður kemur Akeem sér fyrir í sóðalegasta hluta hverfisins og lætur eins og hann eigi ekki bót fyrir rass- inn á sér og áður en hann veit af er hann farinn að skúra á hamborg- arastað þar sem tilvonandi Za- Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands SJÚKRAVINIR j HEIMSÓKNARMÓNUSTU Fundur verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34, mánudaginn 10. október kl. 17.00. Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi segir frá heimsóknarþjónustu á Norðurlöndum. Þeir sem vilja kynna sér starfið eru velkomnir. Stjórnin. Rauói Krosslslands Murphy. í inngangi myndarinnar býr hann til gullaldar-Afríku og nær broslegum áhrifum með því að fela það aldrei að þessi Afríka getur aðeins hafa orðið til í upptökuveri í Hollywood. Draumalandið hér er ekki Ameríka heldur Afríka. En að- alfrásögnin nær vart flugi fyrr en í lokin vegna þess sem oft vill ein- kenna Eddie Murphy-myndir og það er áherslan sem lögð er á saman- safn stuttra brandaraatriða sem tengjast lítt eða ekkert og gera myndina frekar sundurlausa. Sum atriðin eru mjög fyndin og önnur missa marks en Murphy er alltafy nógu heillandi persóna til að breiða yfir vankantana. munda-drottning (Shari Headley) vinnur. Eddie Murphy í hlutverki Akeem prins í hinni ævintýralegu og oft íjómandi góðu gamanmynd John Landis Prinsinn kemur tilA- meríku(„Coming to America"), er talsvert ólíkur því sem við eigum að venjast úr öðrum myndum hans þar sem hann hrífur fólk af því hann er kjaftfor og dónalegur. Hann hefur snarbreytt ímynd sinni. Hér ætti hann að hrífa jafnmarga með hinu gagnstæða, elskulegheitum og ynd- isleik, hógyærð og látleysi, algerlega hrekklaus, næstum sakleysislegur og ástfanginn uppfyrir haus. Nei, hér er ekki verið að lýsa þeim sama Eddie Murphy og hneykslaði ófáa með klámi og karlrembustælum í „Raw“. Hann hefði aldrei sagt eitt- hvað eins og: Elski maður konu virð- ir maður skoðanir hennar. Eddie hefur dregið inn klæmar og nú malar hann eins og þægur köttur. Hann kemst vel frá umskiptunum eins og stórstjömu sæmir og skemmtir sér í kaupbæti í þremur aukahlutverkum sem gera hann ger- samlega óþekkjanlegan í útliti, þökk sé eftirhermuhæfileikum Murphys og ekki síst óskarsverðlaunaförðun- armeistaranum Rick Baker sem kór- ónar snilli sína með því að gera úr Murphy gamlan, hvítan gyðing. Myndin býður uppá svolítinn leik í því að finna Murphy og Arsenio Hall í ýmsum dulargervum og það er óþarfi að segja hver þau em en Murphy, sem allir vita að er með betri eftirhermum, glansar í þeim öllum og vinur hans Hall, sem leikur Sammi, er ekkert síðri í sínum þrem- ur aukahlutverkum. Nægir að geta þess að hann er eins og hross í þeim öllum. John Landis hefur áður fjallað um ferðalagið frá alsnægtum oní örbirgð og spaugilegu hliðamar á aðlögun ríkra að fátækt í Vistaskiptum („Trading Places") sem líka var með A YORK 4 !' jfh. BORG SEM BRAGÐ ER AÐ, New York er háborg menningar ög viðskipta, þar má finna allt sem hugurinn girnist og úrval góðra matsölustaða er einstakt. Ratvís býður nú sjö daga ferð til New York með íslenskum fararstjóra, Þórdísi Bachmann. Gist verður á Hótel Summit, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnugt. Fáar borgir hafa jafn fjölbreytt mannlíf, listviðburði, veitingastaði og verslunar- möguleika. KOMDU MEÐ TIL BORGAR SEM BRAGÐ ERAÐ Verð miðað við tvíbýli kr. 47.500,- FLUG, GISTING í 7 NÆTUR, AKSTUR OG ÍSLENSKUR FARARSTIÓRI. HELGARFERÐIR TIL NEWYORK Verð frá kr. 22.500,- Flug og gisting í tvíbýli í 3 nætur. RAMS Hlíave/ HAMRABORG 1-3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI641522 m hefst á mánudag Straufríir borðdúkar • Straufríir blúndudúkar • Heklaðirdúkar ogdúllur • Flauelslöberirog dúkar • Handunnir kaffidúkar8-12 mannafrá 2.400,-kr. • Jólavarafrá ífyrra, jólasvuntur • Jóladúkaefni aðeins 190 kr. meterinn • og margt fleira 20% til 40% afsláttiir. Póstsendum Uppsetningabúðin, Hverfisgötu 74, sími 25270.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.