Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.10.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1988 HEIMSBIKARMÓTIÐ í SKÁK Tal sigraði Speel- man í 34 leikjum Skáik Karl Þorsteins og Bragi Kristjánsson Míkhaíl Tal var ekkert að telja taflmennina þegar menn hans lögðu í hatramma sókn að kóngs- stöðu Speelmans í fjórðu umferð Heimsbikarmótsins í Borgarleik- húsinu. Þegar Englendingurinn bauð jafntefli eftir 21 leik leit hinn fyrrum heimsmeistari með undrunarsvip á andstæðing sinn og sveiflaði ógnandi riddara sínum inn fyrir vamarmúra svarta liðsaflans og lét óhikað af hendi riddara fyrir peð. Fóm Tals var djúphugsuð og í næstu leikjum stefndu allir liðsmenn hans að vamarlítilli kóngsstöðu Speel- mans. Hér er Tal í sínu rétta formi sögðu undrandi og ánægðir áhorf- endur og svipur aldna meistarans sagði meira en flest orð um ánægju hans. Andstæðingur hans fékk líka aldrei í framhaldinu færi til að rétta hlut sinn og gafst upp saddur lífdaga eftir 34 leiki. Þegar skákinni lauk og keppendur fóm afsíðis og skoðuðu möguleik- ana í skákinni sýndi Tal líka sitt óendanlega hugmyndafl'ug og hreinlega ljómaði þegar hann sýndi andstæðingunum allar þær gildrar sem fyrir hann vora lagð- ar, oft á tíðum án minnstu vitn- eskju hans. Hvítt: Míkhaíl Tal Svart: Jonathan Speelman Pirc-vörn 1. e4 - d6, 2. d4 - g6, 3. Rf3 - Bg7, 4. Be2 - RfB, 5. Rc3 - 0-0, 6. 0-0 - c5, 7. d5 - Ra6, 8. Hel - Rc7, 9. Bf4!? - Nýr leikur í þessari stöðu. Venjulega leikur hvítur 9. a4 til að koma í veg fyrir b7 — b5 9. — b5, 10. Rxb5 — Rxe4, 11. Rxc7 — Dxc7, 12. Bc4 — Rffi Sterkur þrýstingur hvíts á bak- stætt peð á e7 ræður úrslitum í þessari skák. 13. h3 - He8, 14. Hbl - a5, 15. Dd2 - Db6, 16. He3 - Ba6, 17. Bxa6 - Dxa6, 18. Hbel - Kf8, 19. Rg5 - Db7 Svartur veigrar sér við að veikja kóngsstöðuna með 19. — h6, því eftir 20. Rf3 ásamt He3 — Hb3 neyðist svartur til að veikja stöðuna enn frekar með g6 — g5 20. c4 - Db4, 21. De2 - h6 Speelman virðist gjörsamlega hafa misst hættuskynið, því hann bauð jafntefli um leið og hann lék þennan leik. Tal afþakkaði kurt- eislega og lék ... 22. Rxf7!! - Kxf7, 23. Hb3 - Da4, 24. De6+ - Kfö, 25. Hb7! — Dxc4 í athugunum eftir skákina var Tal fljótur að sýna vinningsleiðina eftir þá vöm, sem Speelman stakk upp á: 25. — Ha6, 26. b3! — Dxa2, 27. Hxe7 - Hxe7, 28. Dxe7+ — Kg8, 29. Db7 og svarti hrókurinn fellur óbættur. 26. Bxd6 - Rg8, 27. He3! - Tal eykur sóknarþungann í hveijum leik eins og honum er einum lagið. 27. - Bffi, 28. Hf3 - Kg7 Eða 28. - Dcl+, 29. Kh2 - Dg5, 30. Bxe7+ og vinnur. 29. Bxe7 — Hxe7, 30. Hxe7+ — Rxe7, 31. Dxffi+ — Kg8, 32. Df7+ - Kh8, 33. Dxe7 - Dxd5, 34. Hf7 og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát. Hvað, gerðu þeir jafntefli? hváðu menn undrandi þegar Beljavskíj og Ehlvest hættu við- skiptum sínum við skákborðið eft- ir einungis 22 leiki. Svo var ekki því eftir grófan afleik mátti Ehlvest gefa skákina eftir einung- is þriggja klukkustunda tafl- mennsku. Beljavskíj hefur því byijað Heimsbikarmótið af mikl- um krafti. Hefur tvær vinnings- skákir í pokahominu og tvö jafn- tefli þegar Ijóram umferðum er lokið á mótinu og situr í forystu- sætinu. Hvitt: Alexander Beljavskíj Svart: Jaan Ehlvest Móttekið drottningarbragð. I. d4 — d5, 2. c4 — dxc4, 3. e4 — c5, 4. d5 — e6 I Belfort hélt Ehlvest peðinu til streitu í viðureigninni gegn Beljavskíj. Lék 4. — b5!? og vann skemmtilegan sigur. í síðari skák- um hefur hann hins vegar leikið 4. — e6. 5. Rc3 — exd5, 6. Rxd5 — Re7, 7. Bxc4 - Rxd5, 8. Bxd5 - Be7,9. Rf3 - 0-0,10.0-0 - Ra6 Það er undarlegt að Ehlvest skuli halda tryggð við þessa leið sem hann hefur haft heldur slæma reynslu af. Svartur er einnig dæmdur til að veijast í heldur líflausri stöðu sem er vart í sam- ræmi við hvassan skákstíl Ehlvest. II. Bf4 - Rc7,12. Hel - Rxd5, 13. exd5 - Bd6, 14. Bxd6 - Dxd6, 15. Re5! I áframhaldinu snýst baráttan um það hvort frípeðinu á d- línunni verði hnikað áfram. Ridd- arinn hefur augastað á c4-reitnum og kannski hefði Ehlvest gert betur með því að leika 15. — Bd7 SÍGILD HÖNNUN SÓFASETT í ÚRVALI ^1^151^ SIGGEIRSSON LAUGAVEGI 13, SÍMI 625870 < 8MURSTÖD, r *LAUGAVEGUR ! Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn. Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður. Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður. Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu. Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum 695670 og 695500. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.