Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Stykkishólmur: __ •• Trésmiðjan Osp lýst gjaldþrota Nokkrir hluthafa eiga aðför á hættu TRÉSMIÐJAN Ösp í Stykkis- hólmi var úrskurðuð gjaldþrota í gær. Stjórn fyrirtækisins hafði lagt inn beiðni um gjaldþrota- skipti hjá skiptaráðanda í lok september. Starfsmenn fyrir- tækisins telja á þriðja tug. Við Fundasalir ríkisins: Reksturínn leigður út REKSTUR á Borgartúni 6, fúnda- og ráðstefnusölum ríkis- ins, hefúr verið leigður út, sam- kvæmt ákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi Qármálaráðherra. Reksturinn mun verða á höndum sömu aðila og áður og húsnæðið verður áfram í eigu ríkisins og not- að eingöngu fyrir fundi á vegum þess, að sögn Sigurgeirs Jónssonar, ráðuneytisstjóra f Qármálaráðu- neytinu. Eina breytingin væri sú að umsjónarmenn Borgartúns 6 leigðu nú húsnæðið og rækju starf- semina fyrir eigin reikning. Kirkjugurðs- gjald upp íútförína síðasta ársupþgjör voru eignir Aspar metnar á 65 milfjónir króna en skuldir hennar sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri sem fylgdi gjaldþrotabeiðni voru taldar nema 110 milljónum króna. Búsfjóri hefúr ekki verið skipaður. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru iíkur á að nokkrir hluthafa, þar á meðal starfsmenn, muni tapa talsverðum upphæðum, allt að tveimur milljónum króna, vegna ábyrgða sem þeir tókust á hendur fyrir fyrirtækið. Trésmiðjan Ösp hætti starfsemi í sumar og keypti hlutafélag nokk- urra starfsmanna og hluthafa í Ösp, Eining hf, hráefnislager en tók vélar og aðstöðu á leigu. Ein- ing hefur frá 18. júlí rekið starf- semi í húsakynnum Aspar. Að sögn Ríkharðs Hrafnkelssonar hjá Einingu er ljóst að eigendur fyrir- tækisins eiga ekki aðra leið til að tryggja áframhaldandi rekstur en að bjóða í þrotabú Aspar. Ákvörð- un um það hefur þó ekki verið tekin. Fyrir um tveimur árum var hlutafé Aspar aukið verulega og við það eignaðist Rækjunes hf. um 80% hlut í fyrirtækinu. Þá höfðu margir fyrri hluthafa tekist á hendur verulegar ábyrgðir vegna Aspar og var áskilið að Rækjunes mundi aflétta þeim skyldum af hluthöfunum. Af því varð aldrei. Hluthafamir geta því átt von á að að ábyrgðum þeirra verði geng- ið við meðferð gjaldþrotamálsins. Morgunblaðið/RAX Undur og stórmerki „Undur og stórmerki," sögðu skákspekingar i Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þegar heimsmeistarinn Kasparov tapaði gegn Sokolov. Var það hans fyrsta tapskák í tæp tvö ár gegn öðrum skákmanni en Karpov. I forgrunni eru Tal og Jóhann Hjartarson en skák þeirra lyktaði með ja&tefli. Sjá skákfréttir á bls. 33. Á héraðsfúndi Reykjavíkur- prófastsdæmis, sem haidinn var i Viðey um síðustu helgi, kom fram að frumvarp um kirkju- garða verður lagt fyrir Alþingi nú i haust. f þvi er m.a. gert ráð fyrir að kirbjugarðsgjald verði nýtt til að greiða hluta útfarar- kostnaðar. Einnig hefúr verið rætt um að sóknargjöld verði notuð til að greiða fyrir skírnir og fermingar. Fyrsti fundur Atvinnutryggingasjóðs í dag: Lán úr sjóðnum verða að geta gert fyrirtæki rekstrarhæf Á fundinum kom einnig fram að Qárhagsstaða safnaðanna hefur batnað til muna eftir gildistöku nýrra laga um sóknargjöld. Að sögn Ólafs Skúlasonar, dómprófasts, hefur bætt fjárhagsstaða aukið svigrúm safnaðanna til að sinna félagslegri þjónustu, en margir söfnuðir standa þó illa. Ólafur sagði að kirkjunnar menn hefðu heyrt því fleygt að yflrvöld flármála væru farin að renna hýru auga til sóknar- gjaldanna, en hann tryði ekki að Iögunum yrði breytt, enda væri mikil þörf fyrir þetta fé innan safn- aðanna. - segir Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar sjóðsins síðan ákvörðun, að sögn Gunnars Hilmarssonar. FYRSTI fúndur nýskipaðrar stjómar Atvinnutryggingasjóðs út- flutningsgreinanna verður haldinn í dag klukkan 10, en sjóðurinn mun hafa aðsetur í húsakynnum Byggðastofnunar. Gunnar Hilmars- son, sveitarstjóri á Raufarhöfli og formaður stjómar sjóðsins sagði að ekki lægi ljóst fyrir nú hvenær hægt yrði að byija að lána úr sjóðnum, en hugsanlega yrði það í nóvember. „Ég held að regla númer eitt sé að fyrirtæki þurfi að vera rekstrarhæft eftir að hafa fengið fyrirgreiðslu úr sjóðnum," sagði Gunnar er hann var spurður að því hvaða sjónarmiðum hann myndi fara eftir við lán- veitingar. Gunnar var tilnefndur formaður Atvinnutryggingasjóðs af forsætis- ráðherra, en aðrir í stjóm hans eru: Hallgrímskirkja: Kostnaður nú 12 millj. STEYPUSKEMMDIR á turai Hallgrímskirlgu reyndust þrisv- ar sinnum meiri en fyrst var talið. Vinnu við viðgerðir á tum- inum hefúr verið hætt á þessu hausti en verður fram haldið næsta vor. Upphafleg kostnað- aráætlun hþ'óðaði upp á 5 mifij- ónir króna, en kostnaður er nú þegar orðinn um 12 mil^jónir króna og um tveggja mánaða vinna er eftir. Viðgerð hefur staðið frá því í vor og reyndust alkalískemmdir á efsta hluta tumsins mun meiri en áætlað var. Að sögn séra Sigurðar Pálssonar, sem þjónar í Hallgríms- kirkju I Qarveru séra Karls Sigur- bjömssonar sem er f námsleyfí, er óljóst hvemig auknum kostnaði við framkvæmdimar verður mætt. Hann sagði að ekki væri ólíklegt að ráðist yrði í fiáröflunarátak vegna þessa og eins vegna kaupa á orgeli í kirlguna, en ákvörðun um orgelkaupin verður tekin á næstunni, að sögn Sigurðar. Jóhann Antonsson, viðskiptafræð- ingur frá Dalvík, samkvæmt til- nefningu Ólafs Ragnars Grímsson- ar, fjármálaráðherra, Kristján Skarphéðinsson, deildarstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, samkvæmt tilnefíiingu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra og þeir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða og Bjöm Bjöms- son, bankastjóri Alþýðubankans, samkvæmt tilnefíiingu Jóns Sig- urðssonar sem viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra. Varamenn þeirra em, í sömu röð: Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafí íjármálaráðherra, Amdís Steinþórsdóttir, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneyti, Reynir Ólafsson, viðskiptafræðingur og Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri útflutningsráðs. Á fundi sjóðstjómar í dag verður fjallað um drög að reglugerð um sjóðinn, en hún verður væntanlega gefín út af forsætisráðherra í lok þessarar viku. Samkvæmt bráða- birgðalögum ríkisstjómarinnar skal stofnfé Atvinnutiyggingarsjóðs vera einn milljarður króna, en sjóðn- um er heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu á allt að 5 miHj- örðum króna í lausaskuldum út- flutningsfyrirtækja. Umsókn hvers fyrirtækis þarf fyrst að fara fyrir svokallaða sam- starfsneftid, sem verður skipuð full- trúum frá bönkum, stofnlánasjóð- um og Byggðastofnun og auk þess verður kallaður til fúlltrúi frá við- skiptabanka viðkomandi fyrirtækis til að meta umsókn þess. Út frá faglegri umsögn þessarar nefndar tekur stjóm Atvinnutryggingasjóðs Útsendinar rofiní klukkustund ÚTSENDING einkaútvarps- stöðvanna rofíiaði í fimmttn og eina mínútu, milli níu og tiu í gærmorgun. Ástæðan var sú að strengur við Múlastöð Pósts og síma fór f sundur vegna jarðrasks. Símstöðin í Múla var þvi rafinagnslaus i tæpa klukkustund og útsend- ingarkerfi einkastöðvanna um leið. Brids: * Island komið í 8. sæti ÍSLENSKA landsliðið i brids vann mótheija sína í þrem siðustu umferðunum á Ólympíu- mótinu í brids og er liðið nú í 8. sæti, eða jafnvel ofar, því eft- ir er að reikna inn stigin fyrir 9. umferðina. KvennalandsÚðið tapaði aftur á móti þessum um- ferðum. I 7. umferðinni vann ísland Mar- okkó 18-12, í 8. umferðinni vann liðið Líbanon 25-5 og í 9. umferð- inni sem spiluð var í gærkvöldi unnu þeir Pakistan 16-14. Eftir 8. umferð var liðið komið upp f 8. sætið. Kvennaliðið tapaði fyrir Bret- landi í 7. umferð 8-22, fyrir Ind- landi 14-16 í 8. umferð og tapaði fyrir Ástralíu 11-19 í 9. umferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.