Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 45
vinna. Ég vakna kl. 8.00, er kominn niður á völl kl. 9.30, æfi til 11.30, svo snæðum við félagamir saman í hádeginu, æfum aftur kl. 15.00 og ég er kominn heim aftur milli 18.00 og 18.30. Það sjá allir að við erum í vinnu milli níu og sex.“ Samkeppnin er geysilega hörö Hvaða lið heldur þú að skerí sig úr öðrum i belgísku deildinni í vetur? „Anderlecht er með mjög sterkt lið, kjaminn í liðinu er stór. Ef einn leikmaður meiðist eða dettur út af einhveijum ástæðum, þá er jafti- góður leikmaður settur í hans stað. Þar sem keppnistímabilið er mjög langt hér, er mikilvægt að hafa stóran og jafngóðan hóp. Samkeppnin í atvinnumennsk- unni er gífurleg; maður verður að spila vel í hveijum einasta leik, annars áttu á hættu að missa sætið þitt í liðinu". Sem sóknarmaður er margfalt meiri pressa á mér, þvf að ég er sá, sem á að skora rnörkin. Hjá Genk emm við 5 útlending- ar, 3 mega vera inná í leik, þannig að það þurfa alitaf tveir að bíða. Með því eykst samkeppnin, þetta er harður heimur og það er t.d. engin samúð með manni ef hann meiðist." „Knattspyman í Belgíu ermjöggóö" Guðmundur hafði þetta að segja um belgíska knattspymu: „Hún er ein hin besta í Evrópu. Líttu bara á belgíska landsliðið, á síðustu HM lenti það í ijórða sæti. Fólk van- metur knattspymuna hér, en bara í fyrra, þá urðu KV Mechelen Evr- ópumeistarar bikarhafa; FC Bmgge var í fjögurra liða úrslitum og And- erlecht í 8 liða. Anderlecht hefur þrisvar sinnum unnið Evrópubikar, — þetta sýnir, hvað styrkleikinn er mikill hér í Belgíu. Toppliðin hér í Belgíu em ekkert lélegri en toppliðin í nágrannalönd- unum. íslendingar hafa alltaf verið mat- aðir af enska fótboltanum. Þegar ég var polli var bara pælt í enskum fótbolta, en hann er bara alls ekki sá besti sem ieikinn er í dag. Það sem háir honum er náttúrlega að ensku liðin fá ekki að vera með í Evrópukeppni. Ásgeir og Amór hafa ruttveglnn — Hafa inenn eins og Ásgeir og Amór rutt veg fyrir íslenska leikmenn í Belgíu? „Já, þeir hafa gert það með vel- gengni sinni, en aftur á móti er mjög erfitt að koma frá lítilli knatt- spymuþjóð, sem við íslendingar , hljótum að teljast. Belgísku leik- 1 mennimir líta frekar niður á byij- anda, þannig að hann verður að leggja sig miklu meira fram og sanna að hann geti eitthvað." Guðmundur sagði að fólk væri farið að taka eftir því, að íslending- , ar geti eitthvað í fótbolta: „Ég tala , nú ekki um eftir leikinn gegn Rúss- um nú á dögunum, það var gaman að koma á æfingu eftir þann leik. Nú, hjá Val að vinna Mónakó er eitt mesta afrek hjá íslensku félags- liði; ekkert íslenskt lið er auðunnið á heimavelli. En ef lyfta ætti íslenskri knatt- spymu upp á enn hærra plan, þyrfti að gefa leikmönnum meira svigrúm til æfinga, því að eins og allir vita skapar æfingin meistarann. Þetta er nú allt að breytast og aðstæður að batna, en samt sem áður háir veðráttan mjög. Oft byij- ar t.d. fyrsta deildin á möl, en það er náttúrlega óviðráðanlegt. Ég held, að það ætti að vera markmið allra liða, um leið og þau tfyggja sér rétt til þess að leika í annarri deild, að koma sér upp gras- velli, þannig, að komist þau í fyrstu deild, fæm allir leikimir fram á grasi,“ sagði Guðmundur. 88(H H3QÖTUCÍ ,S‘ _____ MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 LYFTINGAR Aðstöðuleysi hefur háð íslenskum lyftingamönnum KR-ingareru að reisa sérhannað húsnæði fyrir lyftingamenn LÍTIÐ hef ur farið fyrír f réttum af íslenskum lyftingamönnum upp á síðakastið. Mikil deyfð hefur verið yfir þessari íþrótt og hefur aðstöðuleysi veríð talin helsta orsökin. Að sögn Birgis Þórs Borgþórssonar, nýkjörins formanns Lyftinga- sambands íslands, ætlar stjómin að gera stórt átak og hefja ólympískar lyftingar á Is- landi til vegs á ný. Við höfum verið á hrakhólum hvað varðar æfingaaðstöðu síðan við vomm reknir út úr Jaka- bóli 1984. Borgin hefur ekki getað útvegað okkur annað húsnæði. Við höfum æft um nokkurt skeið í bílskúrskjallara í Breiðholti," sagði Birgir Þór. En það em bjartari tfmar fram- undan hjá lyftingamönnum alla- vega á Reykjavíkursvæðinu því KR-ingar em að byggja upp nýja og glæsilega lyftingaaðstöðu á íþróttasvæði sínu við Frostaskjól. „Þetta sérhannaða lyftingahús- nasði KR-inga verður hið glæsileg- asta og er um 700 fermetra að flat- armáli og verður væntalega tilbúið um næstu áramót. Þetta er stál- grindarhús og í því verða tveir æf- ingasalir, annars vegar tækjasalur og hins vegar sérstakur iyftingasal- ur. Þessi aðstaða á að nýtast öllum deildum félagsins," sagði Birgir Þór sem einnig er formaður lyftinga- deildar KR. Ólympískar lyftingar em einung- is stundaðar f Reykjavfk og á Akur-s^- eyri og er Ijöldi iðkenda innan við 50 talsins. Um helgina tekur íslenska lands- liðið þátt í móti í Alaborg í Dan- mörku. Dagana 15.-16. apríl verður haldið á Akureyri Norðurlandamót fullorðinna í ólympískum lyftingum. BANDARÍKIN / FÓTBOLTINN Roger Cralg hjá San Fransico 49ers er ekki árennilegur á þessari mynd. Lið hans tapaði fyrir Denver Broncos um helgina. Cincinnati eina ósigraða liðið NFL-deildin farin að taka á sig mynd Með því að sigra New York Jets 36:19 í 6. umferð NFL- deildarinnarerliðCincinnati * Bengals nú eina liðið sem unn- ið hefur alla leiki sína á keppn- istímabilinu til þessa. Liðið hefur komið mörgum á óvart með þessari frammistöðu sinni, en þegar betur er að gáð má segja að liðið sé loks að sýna hvað í því býr. Cincinnati hefur á að skipa mjög góðum stjómanda, Boomer Esiason, sem hefur átt hvem stór- leikinn af öðrum að undanfömu. Auk hans eru marg- Gunnar ir aðrir góðir leik- Valgeirsson menn sem náð hafa sknfar að sfna hvers þeir em megnugir, en meiðsli hafa sett stórt strik í reikn- ingin hjá Bengals á undanfömum árum. Mfkil meiðsl Liðin í NFL-deiIdinni leika 17 um- ferðir fyrir úrslitakeppnina þannig að nú hafa liðin lokið rúmlega þriðj- ungi leikjanna. Það sem mest hefur sett svip á deildina til þessa eru mikil meiðsl meðal stjómendanna (quarterbacks) hjá liðunum. Þannig urðu sex af þeim þrettán stjómend- um sem hófu leikina á sunnudag að fara meiddir af leikvelli og var ekki á bætandi fyrir sum liðin! Má sem dæmi nefna að Cleveland hafði séð á eftir þremur aðal stjóm- endum sínum á sjúkralistann vonda. Liðið fékk því reyndan stjómanda, Don Strock, til liðs við sig, en hann meiddist í leik liðsins á sunnudag gegn Seattle! Verður liðið því enn að fara á stúfana og leita sér að nýjum stjómanda. Ekki allt samkvæmt bóklnnl Þau lið sem best hafa staðið sig í vetur fyrir utan Cincinnati eru Buff- alo, Chicago, Los Angeles Rams og New Orleans sem öll hafa tapað einum leik. Þá hefiir Phoenix (sem fluttist frá St Louis í vor) komið nokkuð á óvart með Qóra sigra í fyrstu sex umferðunum, en því liði var ekki spáð góðu gengi. Þá hafa nokkur lið byijað illa sem talin voru mjög sterk fyrir keppnistímabilið. Þar má nefna lið eins og Indiana- polis, Denver, og Washington, meistaramir frá því á síðasta keppnistimabili. Úrslitin í 6. umferð urðu annars þessi: Los Angcles Rams-Atlanta Falcons.....88:0 Buffalo Bills- Indianapolis Colta..84:28 Cincinnati Bengais-New York Jets.....86:19 Seattle Seahawks-Cleveland Browns....16:10 Washington Redskins-Dallas Cowboys....36:17 Chicago Bears-Detroit Uons..........24:7 Grecn Bay Packers-New England Patriots 46:8 Houston Oilers-Kansas City Chiefs....7:6 Minnesota Vikings-T. Bay Buccaneers ....14:18 Miami Dolphins-Los Angeles Raiders...24:14 Phoenix Cardinals-Pittsburg Steelers.81:14 Ncw Orleans Saints-San Diego Chargers 28:17 Denvcr Broncos-San Fransico 49ers....16:18 Philadelphia Eagles-New York Giants..24:18 Símar 35408 og 83033 KÓPAVOGUR I AUSTURBÆR Kársnesbraut 7-71 Barðavogur o.fl. Kársnesbraut 77-139 Austurgerði o.fl. Laugarásvegur 39-75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.