Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 42
* 42 -MORGIJNBfiAtHÐ, MÍÐVHCURA6LIR 12. OKTÓBER 1988 mmmn , pah et varb merkjonlegt ab ut&n." p —% Ást er... ... að eiga hvort annað. TM Reg. U. S. Pat Off. — all rights reserved ® 1988 Los Angeles Times Syndicate Hann vill ógjarnan láta við scgjum pabba að við leggja sig í rúmið, þú lætur séum jafnklárir mömmum hann skilja hver ræður ... á bílinn ... HÖGNI HREKKVISI 01987 McNaufhl Synd.. Inc. MÆTTI BS UKA FA AV HEVRA BRAWPARANKl?!u Velheppnað ættarmót Til Velvakanda. Sunnudaginn 8. október sl. kom saman hópur fólks í Hótel Örk í Hveragerði. Veður var hið bezta, sól og blíðviðri. Þama voru á ferð afkomendur og venzlamenn Maríu Kristjándsdóttur og Sigfúsar Guð- finnssonar, en hún fæddist að Bæj- um á Snæíjallaströnd þann 8. októ- ber 1896 og hefði því orðið 92 ára gömul þennan dag. Sigfús Guðfjnnsson fæddist að Hvítanesi við ís'afjarðardjúp þann 9. ágúst 1895. Áður fyrr var hann þekktur vestra undir nafninu „Fúsi á djúpbátnum", en hann var skip- stjóri djúpbátsins um árabil. Tilefni þessa tilskrifs er ekki beinlínis vegna samkomunnar, heldur hve móttökur starfsfólks Hótel Arkar vom góðar. Frá and- dyri hússins var okkur vísað á aðra hæð hússins. Gengið var gegnum Blómasalinn, sem einnig var nefnd- ur Vetrargarðurinn. Þarna var mik- ið af blómum og bjart yfir. Þar inn af gengum við inn í sjálfa Örkina, en svo nefnist sá salur, og er hann hafður fyrir minni samsæti. Gluggar em á þaki salarins, þrátt fyrir að við væmm stödd á 2. hæð og önnur fyrir ofan. Því fékk sólin tækifæri til að stafa geislum sínum að vild inn í þennan hlýlega sam- komustað afkomenda þeirra Maríu og Sigfúsar. Meðlætið með kaffínu var af því tagi, sem konungbomu væri vel samboðið og framreitt á speglum. Okkur fannst því hálft í hvom að við væmm konungborin er við kvöddum hina ágætu gestgjafa okkar í Hótel Örk í Hveragerði. Mér var falið að senda á prenti kveðjur og þakkir til starfsfólks Hótel Arkar og geri ég það hér með fyrir hönd yngri sem eldri af ættarmótsgestum. Er það við hæfi á erfíðleikatímum þessa staðar að vel sé virt sem vel er gert. Gylfi Guðjónsson Harkalegar aðfarir tollvarða Til Velvakanda. Ég kom frá Ameríku laugardag- inn 10. september, sem ekki væri í frásögur færandi ef eftirköstin hefðu ekki orðið slík sem hér segir. Ég var búin að vera í Ameríku í tvo og hálfan mánuð og var vitan- Notuð leikfong Til Velvakanda. Hvert ætli sé hægt að snúa sér til að gefa notuð leikföng einhveij- um bömum sem ekki eiga mikið fyrir og gætu haft gaman af? Gömul mamma í Garðabæ Víkverji Fyrir þá sem starfa á blöðum getur oft reynst ómögulegt að skýra villur sem koma fyrir augu lesenda. Fæstir þeirra geta líklega gert sér í hugarlund reiðina og oft vanmáttarkenndina sem grípur þá, sem standa frammi fyrir einhverri herfilegri villu eða mistökum í blað- inu sínu. Virðast hinir ótrúlegustu hlutir geta gerst í því efni, svo sem eins og þegar sama forystugreinin birtist tvisvar hér í blaðinu. í Japan gerðist það fyrir skömmu, að í enskri útgáfu eins af stærstu blöðunum þar birtist forystugrein í tilefni af því að Jap- anskeisari væri látinn, þótt hann lægi enn með lífsmarki á sjúkra- beði. Þótti þetta slík reginskyssa, að æðstu menn ritstjómar blaðsins létu allir af störfum. Fannst enginn haldbær skýring á því, hvemig þetta gat gerst. Fyrir nokkrum mánuðum birtist á forsíðu Parísarblaðsins Inter- national Herald Tribune sama frétt og komið hafði í blaðinu nokkmm mánuðum áður. Ritstjómin baðst afsökunar og sagðist ekki geta skýrt það út fyrir lesendum, hvem- ig þetta gat gerst. XXX Hinn kunni breski rithöfundur og blaðamaður Paul Johnson lega með mikið drasl með, var með smáglaðning handa 10-15 bama og bamabörnum og náttúrulega margt semjnér áskotnaðist, meðal annars margar gjafír sem ég fékk. Tollaranum, sem skoðaði hjá mér, hefur sennilega fundist ég afar grunsamleg því hann opnaði tö- skurnar og rótaði í þeim og krafð- ist skýringa á draslinu. Svo finnur hann í einni töskunni rósavínsflösku (Matteus) sem ég keypti í sumar og ætlaði að gefa vinkonu minni. Ég var hreinlega búin að gleyma henni, mér fannst hún eiginlega ekki flokkast sem brennivín. „Þú ert bara með ólöglegt áfengi", seg- ir hann en mér fannst það nú varla. Og ef það væri lögbrot þá vildi ég taka flösku af tollinum mínum, en það fékkst nú ekki. Hann sagði að ég ætti að fara yfir í annað her- bergi og standa fyrir máli mínu. skrifar gerir villur og mistök í bókum og blöðum að umræðuefni í grein um breska fjölmiðla í vikuritinu The Spectator fyrirskömmu. Hann spyr: Hvemig gerast svona atburðir? Og segir síðan hrollvekjusögur fyrir sérhvem blaðamann: „The Times sem greiddi stórfé fyrir bréf T.S. Eliots og ætlaði að vekja töluvert umrót með birtingu þeirra, lenti í þeim ósköpum þegar gerð skyldi grein fyrir málinu í síðustu viku, að það birtist ekki teikning af Eliot með bréfunum heldur James Joyce. Ég hefði viljað sjá upplitið á Charlie Wilson [rit- stjóra] þegar hann sá þetta. Reynsla mín er sú að verstu villum- ar séu ekki í miklum tengslum við þær ráðstafanir sem gerðar eru til að forðast þær. í raun er eitthvað dularfullt við þær villur sem ganga alveg fram af mönnum. Fyrsta starf mitt, fyrir 25 árum, var við tímarit í París sem taldi það sér til ágætis að vera tæknilega fullkomið. Á þeim ámm voru ástæðumar fyrir sér- hverri villu á prenti rannsakaðar sérstaklega eftir birtingu, minnti það helst á rannsóknarréttinn í hernum, þegar eitthvert fíflanna hafði týnt áttavita. Skömmu eftir að ég hóf störf á blaðinu birtum við glæsilega mynd af nýrri flugvél Þar var ég látin borga 600 krónur og hélt að ég fengi nú flöskuna en það varð ekki af því. Ég var látin skrifa undir skjal, að ég hafi smygl- að víni, og er þar með komin á sakaskrá hjá lögreglunni. Þó þið tollverðir séuð að gegna skyldum ykkar, sjálfsagt í fullum rétti, þá finnst mér þetta mjög harkalegar aðfarir við fullorðna konu. Eg vil ráðleggja ykkur að komi svona lítilfjörlegt smygl aftur upp hjá ykkur að taka mýkra á málum. Að vera á sakaskrá hjá lög- reglu er ekkert grín fyrir gamalt fólk, sem aldrei hefur komið þar við sögu áður. Á mánudaginn fór ég í „Ríkið" og keypti eins flösku af rósavíni fyrir 480 krónur. Marta Tómasdóttir og var hún birt efst á opnu og náði yfir hana þvera. Var hver próförkin á eftir annarri nákvæmlega skoðuð. Síðan gerðist það þegar heftið allt var fullprentað að við sáum okkur til mikillar skelfíngar, að flugvélin var á hvolfif. Ég minnist enn hins áhrifamikla reiðidans sem ritstjór- inn steig, þegar honum var ljóst hvílík hörmung hafði dunið yfir okkur. Við komumst aldrei til fulls að því, hvað hafði gerst.“ XXX Víkveiji getur vel fallist á það með Paul Johnson að stundum sýnist eitthvað yfimáttúrulegt ger- ast frá því að menn sleppa hendi af einhveiju sem þeir eru að vinna að til birtingar og þar til það kem- ur á prent. Oft er svo eins og athygl- in beinist fyrst að þessum villum eða mistökum þegar verkið er kom- ið fyrir almenningssjónir og þá slær það strax á ánægjuna yfir því að þessi lokaáfangi fyrir þann sem að útgáfunni stóð hafi þó náðst. Þýðir ekki að lýsa þeirri tilfinningu fyrir neinum sem ekki hefur kynnst henni af eigin raun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.