Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 17
17 fram í sjónvarpi og bætti um betur og sagði að búnaðurinn hefði aldrei virkað. Ég hef verið viðstaddur margar athuganir á Sigmunds- búnaðinum. Þar hefur að sjálfsögðu verið rétt gengið frá öllu. í öll skipt- in hefur bunaðurinn unnið eins og til var ætlast. Falskt öryggi í Morgunblaðinu er fyrir skömmu grein eftir Þóhall Ottesen, stýri- mann á ms. Heklu. Hún heitir Falskt öryggi. Tilefni hennar að höfundi finnst nóg komið hvað varð- ar sjálfvirkan sleppibúnað, þ.e. sjálfvirkan skotbúnað fyrir björgun- arbáta á íslenskum skipum eins og segir í greininni. Þórhallur segist hafa tekið þátt í þremur ársskoðun- um, síðast í ágúst sl., á skipum Skipaútgerðar ríkisins. í fáum örð- um sagt segir höfundur að „þessi hnitmiðaði skotbúnaður hafí staðið á sér í öll skiptin", og segist vita til að þetta sé ekkert einsdæmi. Síðar í greininni segir: „Ég man eftir því þegar verið var að ná í lögieiðingu á þessum gálga að menn gengu svo langt að nota ævafoma aðferð sem hnefa- réttinn til að undirstrika gæði þessa tækis og nauðsyn þess að láta þetta um borð í öll íslensk skip og helst erlend líka.“ Af þessu má ætla að umrætt tæki hafi verið Sigmundsgálgi, því Ámi Johnsen beitti einu sinni hnef- anum, þegar hiti var í gálgaumræð- unni, og hann er eindreginn mál- svari hans. Kjaftshögg er viðbjóðs- legt, en þegar niðrandi orðum var farið um nýlátna sjómenn á mb. Hellisey VE var það vel viðeigandi. Á Heklu er alls enginn Sigmunds- gálgi eða búnaður eins og reynt er að læða þarna inn. Hann er alls ekki hannaður sem skotbúnaður, heldur færslutæki, sem flytur gúmmíbát út fyrir síðu skipsins. Skotbúnaður er til á markaðinum. geimferð Bandaríkjamanna. 1963: MOL. Tilraunageimskot um- hverfís jörðina. Mars 1965: Vostok 2. Fyrsta „ganga" manns í geimnum. Febrúar 1966: Luna 9. Fyrsta tunglfarartækið reynt. Júlí 1969: Apollo 11. Fyrsti maður stígur fæti á tunglið. Neil Armstr- ong frá Bandaríkjunum. 1969: NASA-geimstöðvartilraun. Apríl 1971: Salyut I. Fyrsta geim- stöðin. Desember 1972: Apollo 17. Síðasta tungllendingin. Maí 1973: Skylab I. Geimstöð skot- ið í geimstöðu. Júlí 1979: Skylab fellur til jarðar. 1979: SOC. Geimrannsóknir. Apríl 1981: OV-102. Columbia, fyrsta geimskutlan. Janúar 1984: Bandaríkjaforseti til- kynnir að geimstöð skuli reist. Janúar 1986: Challenger-geim- skutlan ferst. Desember 1987: Samningar gerðir um byggingu geimstöðvarinnar. Áætlun um geimferðir á næstunni Eftirfarandi geimferðir eru fyrir- hugaðar á vegum NASA á næst- unni: 17. nóvember 1988: Atlantis-geim- skutlan. (Þetta er leynilegt hemað- arlegt geimflug.) 18. febrúar 1989: Firðsambands- gervihnetti, merktur TDRS-4, kom- ið fyrir í geimnum. Kemur í stað TDRS-1, sem varð fyrir hnjaski, er honum var komið fyrir í geimnum. 28. apríl 1989: Discovery búinn svokallaðri Magellan-Venus-ratsjá. Flýgur umhverfis Venus. 1. júlí 1989: Columbia flýgur fyrir flugherinn. Leynilegur tilgangur. 10. ágúst 1989 : Discovery flýgur fyrir hermálaráðuneytið. 12. október 1989: Atlantis fer í svokallaða Galileo-tilraun í sam- vinnu við Vestur-Þjóðverja, til að rannsaka Júpíter og fylgitungl hans. 13. nóvember 1989: Columbia. Hemaðarlegt geimflug. Að minnsta kosti tvö önnur geimflug em fyrir- huguð árið 1990. I------------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Á honum og Sigmundsgálga er mikill munur. Það ættu þeir, sem um tækin skrifa að vita. Ég hirði ekki um fleira í grein- inni, sem er fölsuð að því leyti að reynt er að læða inn að ónothæfur sjósetningarbúnaður gúmmíbjörg- unarbáta í skipum Skipaútgerðar ríkisins sé hönnun Sigmunds Jó- hannssonar. Lesendur geta skoðað skipin á viðkomuhöfnum þeirra alls staðar á ströndinni og kynnt sér hvaða græjur em þar um borð. Það er annars undarlegt af sjó- manninum að hnýta í Áma Johnsen og gera hlut hans lítinn og tor- tryggilegan. í maí 1987 sæmdi Slysavamafélag íslands hann gull- merki félagsins fyrir að félagið eignaðist Þór og margvísleg störf hans í öryggis- og fræðslumálum sjómanna. Þar hefur öðmvísi verið litið til starfa hans, enda tekur hann allstaðar vel til hendi að sjómanna sið. Lokaorð Frá árinu 1980 hef ég verið við- riðinn sjósetningarbúnað gúmmí- björgunarbáta. Ég gladdist mikið þegar Sigmundsbúnaðurinn kom fram. Þar er um gott tæki að ræða. Að minnsta kosti besta björgunar- tækið síðan við fengum gúmmí- björgunarbátinn. Utgerðarmenn hér í Eyjum vom líka fljótir að setja hann í skipin sín. Allir sáu kosti þessa búnaðar, sem svo oft hafði vantað við skipstapa. Því miður féll yfirmönnum Siglingamálastofn- unar ekki tækið, og var framganga þeirra alveg furðuleg og er enn gagnvart því. Þegar afbökuð ómynd af Sigmundsbúnaðinum, Olsens- gálginn, kom fram snerist allt við hjá þeim. Skoðunarmenn vom látn- ir dást að honum — siglingamála- stjóri viðstaddur fyrstu kynningu, sem hann vildi alls ekki í Vest- mannaeyjum. Búnaðurinn viður- kenndur, þrátt fyrir að hann væri þá án sjálfvirks opnara, sem var áskilið í reglugerð. Ekki nóg með það. Þegar íslenski flotinn var væddur sjósetningarbúnaði ráð- lögðu starfsmenn stofnunarinnar skipstjómm og útgerðarmönnum um land allt að taka Olsen frekar en Sigmunds. Þar væri um miklu betra tæki að ræða. Margir þeirra hafa sagt mér það. Þama var verið að ota að sjómönnum miklu lélegra tæki til björgunar en þeir áttu völ á og það af aðila sem ekki var sölu- maður. Það hefur leitt til þess að ófullkomnari búnaðurinn er í 80 til 90% flotans. Munur á notagildi þeirra er þó mjög mikill. Sigmunds- búnaðurinn er færslutæki, sem flyt- ur björgunarbátinn út fyrir borð- stokk, hvort sem skipið er á réttum kili eða á hvolfí. Hinn er aftur á móti skutltæki, sem á að skutla bátnum í sjóinn. Nærri má geta hvemig það gengur á skipi, sem er á hvolfí og tækið inni á brúarþaki. Sjálfvirkur búnaður tækjanna er Olsen einnig mikið í óhag. í Sig- mundsbúnaðinum virkar tækið í sjó- skorpunni, en hinn búnaðurinn þarf að sökkva lengst niður til að tækið virki. Hversvegna sjá ekki allir þennan mun? Hvað lengi geta hjálp- arvana sjómenn beðið í sjónum eft- ir að skip þeirra sökkvi niður á visst dýpi svo sleppibúnaðurinn virki? Reyndar skilar hann sér aldrei þaðan. Höfundur er skipstjóri og skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Vest■ mannaeyjum. NV OUllölD GŒÐINNRR FRfi 7 fiRRTUONUM! Þeir fjölmörgu sem sakna gullaldar fjörsins á SÖGU geta nú tekið gleði sína á ný! Næsta laugardagskvöld verður stemningin ógleymanlega frá árunum fyrir 70 endurvak- in með pompi og prakt - og meira fútti en nokkru sinni. Kl. 19:00 heilsar Fornbílaklúbburinn með heiðursverði og í anddyrinu bíður allra Ijúffengur FINLANDIA fordrykkur. Síðan töfrar listakokkurinn SVEINBJÖRN FRIÐJÓNSSON fram eftirlætis kræsingarnar undir seiðandi tónum GRETTIS BJÖRNSSONAR. Fjörið eykst svo um allan helming þegar söngvararnir vinsælu, RAGNAR BJARNA. - ELLY VILHJÁLMS og ÞURIÐUR SIGURÐAR stíga á sviðið og viö syngjum, duftum, tvistum og tjúttum fram á rauöa nótt ásamt dönsurum frá DANSSKÓLA auðar haralds Mætum öll, fersk og fönguleg! Kynnir kvöldsins: MAGNÚS AXELSSON Stjórnandi: JÓNAS R. JÓNSSON / Hljómsveit hússins leikur. Lagautsetnmgar: ARNi SChEi/iNG / Liosameistari, KONRAÐ SiGURÐSSON rll|0ðmeistan GUNNAR SMARI HELGASON , Aögangseyrir; 3500 kr. með mat Sertilboö a gistingu tyrir hopa gesta! Pontunarsimi: Virka daga frá 9-17, s. 29900. 'P<z*t£c& tvrwzttteqaf Fostudaga 09 laugardaoa. s. 20221. UFVt UJlflACtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.