Morgunblaðið - 12.10.1988, Page 3

Morgunblaðið - 12.10.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 3 Hótel Holiday Inn: Veiting- artil Veiga hf. VEIGAR hf. heitir hlutafélag, sem áætlað er að taki yfir alla veitinga- þjónustu á Holiday Inn hótelinu í Reykjavik á næstunni. Ekki hefur enn verið endanlega gengið frá samningum, en gert er ráð fyrir að Veigar hf. taki að sér allar veitingar, sem hótelið býður gestum sínum. Veigar hf. munu þá taka á leigu aðstöðuna á hótelinu. Guðbjöm Guðjónsson hótelstjóri sagði þetta gert í hagræðingarskyni. Hann kvað rekstur hótelsins ganga vel hvað aðsókn varðar, hún hafí farið fram úr vonum. Aftur á móti er rekstrarfjárstaðan erfið. Hann sagði að leitað væri eftir auknu rekstrarfé með eignaraðild fjársterkra aðila, sem gætu lagt fyr- irtækinu til aukið eigið fé. Hann sagði ekki enn komnar niðurstöður í því máli, en rætt hafi verið við ýmsa aðila, þar á meðal alþjóðlegu Holiday Inn samsteypuna. Guðbjöm sagði að nú væri farið að koma í ljós hver hagur væri í samstarfinu við alþjóðlegu Holiday Inn samsteypuna, þar sem stór hluti gesta hótelsins kæmu í gegn um þau viðskiptatengsl. Sagði Guðbjörn að það væm um 30% erlendra gesta. Þá sagði hann að hótelið virtist hafa fengið á sig gott orð, gestir hafi verið ánægðir með húsið og þjón- ustuna og það skilaði sér í aukinni aðsókn. Útboð á bók- halds kerfi fyrir sjúkrahús: Tilboð sem tekið var þrefalt hærra en hið lægsta í ÚTBOÐI sem Fjárlaga-og hag- sýslustofnun stóð fyrir í sumar um bókhaldskerfi fyrir sjúkrahús var þrefalt hærra tilboði tekið en það lægsta var. Alls buðu sjö aðil- ar í verkið. Lægsta tilboðið, 440.000 krónur átti Kerfisþróun, næstlægsta tilboðið 900.000 krón- ur átti TOK og þriðja lægsta til- boðið 1,3 milljónir áttu Skýrsluvél- ar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Því tilboði var tekið. Mjög strangar tímasetningarvoru settar um skil á þessu kerfi og átti það að vera tilbúið þann 1. septem- ber. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það enn ekki tilbúið. SKÝRR mun hafa falið fyrirtækinu Hjam að annast þessa vinnu fyrir sig. Einn þeirra aðila sem gerðu tilboð í verkið segir í samtali við Morgun- blaðið að allir aðrir en SKÝRR sem tiiboð gerðu hafi yerið hafðir að fíflum í þessu máli. Greinilegt hafi verið frá upphafi að SKÝRR átti að fá þetta verk hvað sem tautaði og raulaði. Er tilboðin vom opnuð var tilboð SKÝRR ekki alveg í samræmi við útboðsgögn. Af þessum orsökum gerði einn tilboðshafa athugasemd við það en hún var ekki tekin til greina. Indriði Þorláksson forstöðumaður Fjárlaga- og hagsýslustofnunar segir að starfshópur hafi verið látinn fara yfir öll tilboðin sem bámst í bók- haldskerfið. í framhaldi af því hafi starfshópnum þótt skynsamlegt að taka tilboði SKÝRR. Indriði sagði að í svona málum væri aldrei hægt að binda sig við eitt ákveðið atriði eins og verð og benti á að SKÝRR hefði mikla reynslu í forritun kerfa fyrir ríkisgeirann. Með Flugleiðum áttu kost á mjög hagstæðum helgar- og vikufargjöldum í vetur: Helgarverð frá kr. 19.980,- Vikuverð frá kr. 29.640,- Innifalið í verði: flug, gisting með morgunverði á Cosmopol, söluskattur og þjónustugjald. Aðrir hótelmöguleikar t.d.: Park, Imperial, Admiral, Selandia/Absalon. * Gildistími frá 1/10 - 31/3 '89. 3 dagar, föstud. - mánud. ** Gildistími frá 1/10 - 31/3 ’89. 7 dagar. Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Staðgreiðsluverð. Alltaí söm viðsig, gamla Köben! Ef þig langatr að gera þér eftirminnilegan dagamun stendur gamla, góða Köben alltaf fyrir sínu. í Kaupmannahöfn er vonlaust að láta sér leiðast. Dýrleg máltíð á góðum veitingastað, innlit í Montmartre djétssklúbbinn, heimsókn í Louisiana safnið - þú finnur alltaf eitthvað skemmtilegt og nýtt. P.S. Athugið að þið fáið söluskatt (15%) endurgreiddan við brottför. Og á sunnudögum eru verslanir í Malmö opnar kl. 11-16 en þangað er aðeins 25 mín. sigling. i Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.