Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Þessir hringdu . . . Tekur einhver pelsa í umboðssölu? Kona hringdi: „Er einhver verslun í Reykjavík sem tekur notaða pelsa í umboðs- sölu?“ átum trén skýla okkur TU Velvakanda. Fyrir skömmu las ég athyglis- Ua frétt í Morgunblaðinu þar sem lið var um áhrif skógræktar I Ibýli. Þessi fréttagrein bar fyrir- fcina „Yfirbyggingar koma ekki ■ið náttúrunnar. Þar var vitnað porvaldar S^MfiUddssonar for- skýla borginni fyrir vindinum. 1 fyrsta skipti erum við famir að vinna með slíkt gróðurplan á Hólmsheiðinni, sem er austur af Rauðavatni. Þar í tengslum við að- alskipulagið, hefvur verið gerð plöntuáætlun, þar scm plantað er I svæði semájjkkiaðbyggj ast fyrr sé tekið því tréin eru lengi að vaxa. Það er þvi þýðingarmikið að borgar- yfirvöld gefi þessu máli gaum og stuðli að þvi að trjám verði plantað sem viðast á landi borgarinnar. Þá kemur upp þjá mér sú hugmynd sem fyrir löngu var rejfuð. að ógrónu Iandi ( vrrði Margur girnist meira en þarf S.S. hringdi: „Rangt var farið með vísu í greininni „Haust við Breiðafjörð" sem birtist í Morgunblasðinu sunnudaginn 2. október. Rétt er vísan svona: Margur gimist meira en hann þarf, maður fór að veiða skarf og hafði fengið fjóra. Elti þann fimmta en í þvi hvarf ofan fyrir bjargið stóra. Rauð budda með lyklum Rauð budda með lyklum á tveimur hringjum, varalit o. fl. tapaðist fyrir skömmu, líklega við Smiðjuveg. Fynnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 75609 eftir kl. 17. Trén skýla Móðir hringdi: „Ég vil taka undir með höfundi greinar er birtist í Velvakanda sl. föstudag um nauðsyn þess að rækta tré sem víðast á höfuð- borgarsvæðinu til að mynda skjól. Víða eru trjálundir sem draga verulega úr vindi en betur má ef duga skal. Mér líst líka vel á þá hugmynd greinarhöfundar að ógrónum svæðum í nágrenni borgarinnar verði úthlutað sem sumarbústaðalóðum gegn því að þau verði ræktuð upp. Það hlýtur að vera allra hagur að þetta land verði ræktað." Smekklaus baksíðumynd Sigvaldi Jóliannsson, fyrrv. bóndi hringdi: „Mjög ósmekkleg mynd birtist á baksíðu Morgunblaðsins sl. sunnudag en undir henni stóð: Brugðið á leik í sláturtíðinni. Ég tel að Morgunblaðið ætti að biðj- ast afsökunar á þessu smekk- leysi, að birta mynd sem þessa á baksíðu blaðsins þar sem hún blasir við tugþúsundum lesenda. Slátrun er ekkert skemmtiefni og enginn gleðskapur viðeigandi í sambandi við hana.“ Kettlingar gefins Tveir vandir og fallegir kettl- ingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 34573. Svartur kettlingur Svartur kettlingur, fimm til sex mánaða, fannst við Álftamýri fyr- ir nokkru. Upplýsingar í síma 38486. ORAÐSIA OG EYÐSLA Kæri Velvakandi. Það er alltaf gott að leita til þín, og það er ekki vafi að fjöldinn les fyrst þína dálka. Enda snerta þeir hið mannlega og daglega líf fólks- ins, og svo á það að vera. Þær eru margar hugsanir sem veltast fyrir almennum borgara í dag, þegar maður horfír yfír þjóðlíf- ið og spurningar fæðast hver af annarri. Aldrei hafa verið fleiri gjaldþrot til umfjöllunar en nú hér á landi. Við uppgjör þeirra eru vanalegá tómar skuldir tíundaðar, en sagt að engum eignum hafí verið fram- vísað. Er þetta svona einfalt að maður geti sagt sig gjaldþrota og spásserað út með eyðsluna og sóun- ina og byrjað nýja sóun og látið þjóðfélagið blæða? Er engin rann- sókn á því hvað gjaldþrotinu veld- ur? í peningaleysi ríkissjóðs er nú hugað að skattleggja spariféð og þannig eiga á hættu að stöðva allan spamað en allar raddir þagnaðar um að uppræta skattsvik. Það er sem sagt dyggðin sem er látin víkja fyrir svikunum. Bankamir keppast um spariféð. En stuðla að því um leið að það geti bmnnið upp í óráðsíu annarra og eyðslu. Og ekki nóg með það, svo kemur í ljós að verðbréfamark- aðimir, fjárfestingafélög em að taka að sér hlutverk bankanna og stefna að því ef til vill að gera bank- ana óþarfari? Er þessi þróun eðlileg og heiðarleg? Þessi spurning brennur á vömm margra. Svör fást ekki nema loðin. Og kostnaður við bankareksturinn, fjölgun útibúa, fjölgun starfsfólks eykst, þrátt fyrir stórkostleg hjálp- artæki, hvað segir þetta? Þar virð- ist ekkert sparað hvorki í bygging- um né yfírbyggingu og hlýtur þetta ekki líka að draga úr áhuga fólks fyrir að eiga fé inni ef það sér mis- farið með það sem það leggur inn í banka. Hvernig er svo ausið í vafasöm fyrirtæki og bankamir verða síðan að bjóða inn hveija gjaldþrota eignina á fætur annarri. Ér þetta ekki uggvænleg þróun sem er nauðsyn að athuga betur og koma í veg fyrir að leiði til ógæfu- vegar. Og spuming dagsins er því: Emm við að gleyma gömlu götun- um, reynslunni, dyggðunum, fyrir- mælum frelsarans og kristinnar kirkju? Em gömlu dyggðirnar, að vera maður og standa við orð og eiða, á ískyggilegu undanhaldi í dag? Og er það ekki uggvænlegt þegar ríkið sjálft er aflgjafi þeirra vímuefna sem leggja hvern ein- stakling á fætur öðmm í rúst? Já, og bætir við og gerir allar ráðstaf- anir til að auka á þessa veitu. Og þegar venjulegir veitingastaðir þurfa vínveitingaleyfí til að halda uppi rekstri er alvaran á næsta leiti. Hvenær byija landsfeður að hugsa raunhæft borgumnum til blessunar? Árni Helgason Skipstj ór narmenn Verið ávallt minnugir ábyrgðar ykkar á öryggi skipveija. Sjáið um að öll öryggistæki séu í lagi og að hver einasti skipveiji kunni meðferð þeirra og viti og hvað hann eigi að gera á neyðarstundu. 4S KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR T.d. vatnslímdur og T.d. spónlagðar, plast- vatnsheldur - úr greni, húðaðar eða tilbúnar birki eða furu. undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðl' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! UANPSINS \ fáið að sníða niður allt plötuefni B&STA t)já okkur í stórri sög ÚŒVAL- /L-^TY __ - ykkur að kostnaðarlausu. x. 621566 BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 Herrafrakkar Þessir vinsælu vattfóðruðu herrafrakkar aftur fáanlegir. Verd adeins frá kr. 5.350.- GElSiBI I Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.