Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Grænland: 10% íbúanna hafa þriðjung teknanna Nuuk. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. TILLAGA um að auka stórlega skatta af tekjum, sem eru um- fram 2,67 milljónir ísl. kr., er nú til umræðu hjá skattanefhd grænlenska landsþingsins. Það er vinstriflokkurinn Inuit Ataq- atigiit, sem lagði hana fram, og enn sem komið er hafa Siumut, stjórnarflokkurinn, og stuðn- ingsflokkur hans, Atassut, ekki hafiiað henni. Það, sem meðal annars liggur að baki tillögunni, er það, að í Grænlandi kemur þriðjungur allra Sovétríkin: 700 stór- slys á átta mánuðum Moskvu. Reuter. SOVÉSKT samfélag tapar ár- lega tveimur milljörðum rúblna, 108 miUjörðum ísl. kr., vegna vinnuslysa og heilsu- spillandi aðstæðna í verk- smiðjum og á öðrum vinnu- stöðum. Var sagt frá þessu í dagblaðinu Trud í gær. Það ber ekki oft við, að opin- berlega sé fjallað um öryggismál á vinnustöðum í Sovétríkjunum en í dagblaðinu var sagt, að þar hefðu orðið 700 stórslys á síðustu átta mánuðum og „hundruð" manna látist. Þá kom einnig fram, að þótt menn væru að vakna til vitundar um þetta ófremdarástand ynni tíundi hver verkamaður við stórhættulegar aðstæður og hallaði enn á ógæfu- hliðina fremur en hitt. „Eiturgufur, hávaði og rykkóf — þetta er ekki undantekning, heldur þær aðstæður, sem millj- ónir manna vinna við,“ sagði í Trud. „Daglega berast okkur bréf þar sem hrópað er á hjálp í hverri setningu." Sagði í blaðinu, að megin- ástæða vinnuslysanna væri van- ræksla og hirðuleysi. „Við erum orðin svo vön að bijóta reglumar að við tökum ekkert mark á þeim lengur," sagði greinarhöfundur, sem hvatti verkalýðsfélögin til að snúast gegn „einræðinu" á vinnustöðunum. „Þá ómann- eskjulegu hugsun, að öllu sé fómandi fyrir áætlunina verður að uppræta gersamlega." teknanna í hlut 10% íbúanna. Danski hagfræðingurinn Lise Lyck segir í úttekt, sem hann hefur gert á efnahagslífínu, að tekjuskiptingin í Grænlandi sé ranglátara en í Ind- landi. Arqaiuk Lynge, formaður Inuit Ataqatigiit, segir, að landsstjómin geti aukið tekjur sínar um allt að 1.200 miilj. ísl. kr. með því að hækka skatta af hátekjum um 10% en um 2-3.000 manns kæmu til með að greiða hátekjuskattinn. Siumut-flokkurinn er ekki and- hverfur hugmyndinni um stig- hækkandi skatt en hefur hingað til talið hana of erfíða í framkvæmd. A landsþinginu vom hins vegar all- ir sammála um að skattleggja hagn- að fyrirtækja sem hveijar aðrar launatelqur en með því hverfur það hagræði, sem ýmis fyrirtæki hafa haft af því að vera skrásett í Græn- landi. í landinu em alls 700 fyrir- tæki en mjög mörg hafa þar ekki annan rekstur en þann, sem fylgir því að sækja bréfín í pósthólfíð. Reuter Ólympíuleikvangurinn 1992 Nú er verið að reisa mikinn leikvang í Barcelona á Spáni fyrir Ólympíuleikana að flórum árum liðnum. Mannvirkið mun rúma 70.000 áhorfendur og er stefnt að því að það verði tilbúið fyrir Heimsmeistaramótið í fijálsum íþróttum á næsta ári. Sovétlýðveldið Azerbajdzhan: Pravda segir yfirvöld bera ábyrgð á ólgnnni Moskvu. Reuter. MÁLGAGN sovéska kommún- istaflokksins, Pravda, skýrði frá þvi á mánudag að spilling, meðal annars „skammarlegt gróða- brall“ og tengsl glæpamanna við yfirvöld í Sovétlýðveldinu Az- erbajdzhan, hefði valdið óeirðum og ólgu í héraðinu Nagorno- Karabak. Dagblaðið sakar einnig leiðtoga héraðsins um að hafa neitað að þiggja aðstoð yfirvalda i Azerbajdzhan. I Prövdu segir að embættismenn, sem andsnúnir eru umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, séu ábyrgir fyrir þjóðaólgunni und- anfama átta mánuði í Nagomo- Karabak, en þar em 75 prósent íbúanna Armenar. Aðgerðir þeirra og ákvarðanir hafí valdið spennu í Nagomo-Karabak og fleiri hémð- um. „Skammarlegt gróðabrall, tengsl glæpamanna við stofnanir sem halda eiga uppi lögum og reglu og jafnvel við stofnanir flokksins og ríkisins - ailt þetta er sem plága í Azerbajdzhan," segir í Prövdu. Blaðið segir ennfremur að í Sovét- lýðveldinu hafí framleiðslan á komi minnkað um 52 prósent, kjöti um 66 prósent og mjólk um 70 prósent á ámnum 1970-87. Rúmlega 250.000 manns em ennþá í afkasta- litlum störfum og mútuþægni er enn vandamál, að sögn blaðsins. Blaðið segir að leiðtogi kommún- istaflokks Azerbajdzhans, Abdúl Vezírov, sem tók við af Kjamran Bagírov í maí, hafí lagt fram áætl- un sem miði að því að binda enda á stöðnunina í Sovétlýðveldinu og þar með Nagomo-Karabak. „En ekki er hægt að hjálpa þeim sem þiggja ekki aðstoð,“ heldur Pravda áfram. „Og viðhorf héraðsráðs kommúnistaflokksins í' Nagomo- Karbak, em harla undarleg, svo ekki sé meira sagt," bætir blaðið við. Ráðið hefur, að sögn blaðsins, meðal annars kennt yfírvöldum Azerbajdzhans um vömskort í hér- aðinu meðan „tugir lestarvagna, hlaðnir matvælum og öðmm vam- ingi,“ hafi staðið óhreyfðir vegna verkfalla á lestastöðum héraðsins. Á sama tíma hafí þeir reynt að kenna Azerbajdzhönum um að hér- aðið sé einangrað frá öðmm svæð- um Sovétlýðveldisins. Bretland: Tímamót í barátt- unni við dreyrasýki I/indon. Reuter. ^ ^ London. Reuter. BRESKIR vísindamenn sögðu í gær, að þeir hefðu tekið í notk- un gervistorknunarefiii við meðferð á dreyrasjúklingum. Þeir sögðu enn fremur, að rann- sóknimar, sem að baki lægju, gætu leitt til þess, að lækning fyndist við sjúkdómnum. Dreyrásýki er arfgengur sjúk- dómur, sem stafar af vöntun á mikilvægum erfðavísi. Dr. Peter Kemoff, forstöðumað- ur dreyrasýkideildar Royal Free- spítalans í London, sagði, að þetta nýja storknunarefni, sem búið væri til eftir erfðaverkfræðilegum leiðum, mundi bæta úr miklum og viðvarandi skorti á storknunarefni um heim allan. Hingað til hafa læknar orðið að meðhöndla dreyrasjúklinga með storknunarefni, sem unnið hefur verið úr blóði frá blóðgjöfum. „Að því er framtíðina varðar skiptir mestu, að efnið greiðir úr þeim vanda, sem skortur á storkn- unarefni hefur valdið," sagði Kern- off í viðtali við Breska ríkissjón- varpið. „Það hefur ávallt verið skortur á storknunarefni, og svo mun verða svo lengi sem vinnsla þess er algerlega háð því, að nægt blóð sé til staðar.“ Kemoff sagði, að rannsóknim- ar, sem fram hefðu farið síðastlið- inn áratug í tengslum við gerð nýja efnisins, hefðu stórlega aukið skilning vísindamanna á dreyra- sýki. „Það er þessi aukna þekking, sem getur hjálpað okkur við að fínna lækninguna, þegar þar að kemur,“ sagði Kemoff enn frem- ur. „Fyrir fimm árum hefðu það að mínu mati verið taldir draumór- ar að taka svona stórt upp í sig, en nú er þetta að verða raun- veruleiki." Gervistorknunarefnið útilokar hættuna á að dreyrasjúklingar fái alnæmi eða lifrarbólgu í gegnum blóðgjafir, enda þótt Kemoff segði, að sú áhætta væri orðin hverfandi vegna nýrrar blóðrannsóknar- tækni. Sjúklingum nægir einnig að fá nýja storknunarefnið í smærri skömmtum, auk þess sem mögu- legt verður að taka það inn og losna þannig við nálastungumar. Nautgerir usla Reuter Mikil hátiðahöld standa nú yfir í Zaragoza á Spáni. Þá bregða ungir sem aldnir, menn og skepnur á leik. Hér hefiir eitthvað farið úrskeið- is því piltarnir á myndinni virðast ekkert of hrifiiir af nærveru tudda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.